Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF HL BLAÐSENS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Sínum augum lítur hver á tilveruna Grettir Frá Alberti Jensen: Á NÝÁRSDAG kom til mín ung stúlka. Vinar dóttir. Hún talaði um jólin sem mannanna böl og hélt sig afsíðis um helgidagana. Rök hennar voru að þau væru afskræmd af kaupæði og ofáti. Þar sem jólin hafa alltaf verið mér tilefni gleði og tilbreytingar andmælti ég þeim hlutanum sem snerti matarvenjur um gleðidaga. Hversdagsleikanum er sjálfsagt að svifta burt við hátíðleg tækifæri. Þar í er matur stór hlutur og grútar- skapur fjarlægur. Því miður er það ekki á allra færi að veita sér vel. Tveir áberandi áhrifamenn sönn- uðu um áramótin hvað þeir líta gang tilverunnar ólíkum augum. Þeir sýndu um leið hvers vegna þeir gátu ekki starfað saman í stjórnmálum. í áramótaræðu sinni sagði Davíð Oddsson engar haldbærar sannanir fyrir vaxandi fátækt í landinu. Hon- um fannst, sem oft áður, allt á leið til betri vegar, bjartsýnismanninum. Öndvert við Davíð, fjallaði for- seti íslands í sinni áramótaræðu um smánarblett þann sem fátækt væri orðin í samfélaginu. Hann lagði áherslu á rétt manna til náms, vinnu og reisnar. Meðan Kristján Ragnarsson hef- ur áhrifamikla stjórnmálamenn á sínu bandi, gengur honum vel í baráttunni gegn þjóðarhagsmun- um, hvað varðar fiskveiðigjald og kvótadreifíngu. Ég mótmæli því gerræði að hægt skuli að fjarlægja kvóta úr byggðarlögum og skilja fólkið eftir bjargarlaust. Óréttlætið óhugnanlega augljóst. Utlendir athafnamenn, sem ekki telja borga sig að reisa eiturspú- andi verksmiðjur í heimalöndum sínum vegna kostnaðar af ýmsu tagi, leita nú í auknum mæli í lág- launasvæðin með hógværu meng- unarvarnarkröfurnar. Þeir hafa gert sér ljóst hve íslenskir stjórn- málamenn eru auðsveipir og auð- blekktir ef erlendir eiga hlut að málum. í sumum mikilvægum samningum við útlenda hefur verið hálfvitabragur af landans hálfu. Dæmi: Veiðar Belga í íslenskri landhelgi. Nokkuð sem ekki er fylgst með né talað um. Samningur vegna EES. Þijú þúsund tonn af karfa sem EB-löndin fá að veiða í landhelginni og það án nokkurs teljandi eftirlits. Svo eru það frumhlaup í fjárfest- ingum vegna kjánabjartsýni. Dæmi: Blönduvirkjun og jarðar- kaup á Vatnsleysuströnd. Nú standa yfir samningar ís- lenskra stjórnvalda við útlenda at- hafnamenn um ófyrirsjáanleg um- hverfisspjöll í Hvalfirði. í augljósri fáfræði sinni um afleiðingar álvers við þennan fallega fjörð blæs ráð- herrann Finnur Ingólfsson upp lítil- mótlega kostina en hamast við að leyna göllunum. Fjármagn í virkjan- ir samfara öðrum kostnaði við álver gefur færri störf og minni arð en ferðamál. Þau eru auk þess engin ávísun á mengun né hálendis- og öræfaeyðileggingu. Því að byggja álver sem gefur minna en til þess er kostað? Fyrir utan alla eyðilegg- inguna og óhollustuna. Hollustu- vernd á að breyta nafni sínu. Ó fyrir framan. Þeir stjórnmálamenn, sem reisa álver í Hvalfirði móti vilja lands- manna og þvert á allar arðsemis- spár og augljósa mengun, reisa um leið sjálfum sér minnisvarða af- glapa og skammsýni. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129. Bæturnar þurfa að hækka Frá Eggerti E. Laxdal: NÚ ERU raddir uppi, sem kveða svo á, að til mála geti komið að hækka greiðslur til aldraðra, ör- yrkja og atvinnuleysingja um 2%. Þetta gerir um 1.000 kr á mánuði, eða jafnvel tæplega það. Allir sjá, að þetta er ekki nema skítur á priki, eftir að búið er að hafa 30.000 kr. af þessu fólki mánaðarlega. Það er ekki hægt að lifa af minni tekjum en 80.000 þúsund kr. á mánuði og það fá heimilin, sem vista þetta fólk, þegar fokið er í öll skjól. Það var meiningin að stuðla að því að þessu fólki væri gert mögu- legt að búa á heimilum sínum, sem lengst, en nú á að svipta það eigin húsnæði og flytja það í vistun á stofnunum með 10.000 kr. í vasa- peninga á mánuði, sem duga ekki til eins eða neins og ættu að vera minnst 16.000 kr. ásamt ríflegri uppbót um jól og í sumarmánuðun- um, til þess að gera því mögulegt að fara með reisn í sumarfrí. Jesús Kristur sagði: „Troðinn bikar skekinn fleytifullur mun falla yður í skaut,“ og „Eins og þér mælið öðrum, svo mun yður mælt verða“. EGGERT E. LAXDAL, rithöfundur, Hveragerði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Augiýsingar: 569 1111. Áskriflir: 569 1122. SÍMBRÉE: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.