Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 39 kirkju og minnist ég hans jafnan af þeim vettvangi. Eftir að ég hafði stofnað fjölskyldu og var farinn að huga að íbúðarkaupum bauðst Sigurður til þess að hjálpa mér í þeim erfiðu viðskiptum sem framundan voru. Þar reyndist hann ómetanlegur og miðlaði af reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði. Hvað eftir annað fylgdi hann mér á vettvang og lagði mat á það húsnæði sem í boði var. Slíkur maður var Sigurður að hann gaf hvergi í skyn að fyrirhöfnin væri of mikil. Alltaf sýndi hann sömu velvildina og gilti þar einu þótt kvöld og helgar færu í flakk um íbúðarhverfi og samræður við okk- ur hjónin um ýmsa þætti í íbúðar- kaupum. Með þakklæti vil ég auðsýna fjöl- skyldu Sigurðar alla mína samúð. Megi Guð vera með ykkur í sorg- inni. Skúli. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Vinirnir kveðja, vininn sinn látna. Sigurður B. Magnússon eða Boggi eins og við kölluðum hann var einn af okkar bestu vinum. Við kynntumst Bogga þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sesselju G. Ásgeirsdóttur eða Sellu. Hjónin Sella og Boggi hafa alla tíð verið mjög samhent, samrýnd og yndisleg hjón. Þau voru svo samtvinnuð að í hugsun- inni og minningunni eru þau sem eitt. Þau voru mjög kærleiksríkir foreldrar og traustir og góðir vin- ir. Þau geisluðu bæði af góðvild og glaðværð. Það var alla tíð mjög gaman að heimsækja þau en heim- ili þeirra stóð svo sannarlega opið fyrir öllum vinum fjölskyldunnar. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og þar var alltaf kátt á hjalla og mikið spjallað. Boggi var einstaklega hlýr og góður maður og mikill fjölskyldu- maður. Hann var mjög traustur og ákaflega greiðvikinn og bón- góður. Hann hafði lag á því að leggja öllum gott til, þannig var Boggi. Hann var einnig mikill gleðigjafi og gerði oft að gamni sínu og var hnyttinn í svörum og spaugsamur. Bæði hjónin höfðu fallega söngrödd en Boggi söng lengi í kirkjukór Bústaðakirkju. Þeirrar kirkju sem hann er nú kvaddur frá í hinsta sinn. Þau hjónin eignuðust fimm mannvænleg börn og fjölskyldan hefur farið stækkandi, þegar tengdabörn og barnabörnin bætt- ust í fjölskylduna. Kærleikur og góður andi einkenndi fjölskyldu Bogga og Sellu. Samstaða fjöl- skyldunnar kom svo vel fram þeg- ar Boggi veiktist. Fjölskyldan stóð saman sem ein heild og hver studdi annan. Síðasta heimsókn okkar til þeirra heiðurshjóna og fjölskyldu þeirra var á sjúkrahúsið. Þetta var daginn áður en hann kvaddi þenn- an heim. Við erum einstaklega þakklát fyrir að hafa þá getað kvatt okkar besta vin eins og seg- ir í sálminum, vinaskilnaðar við- kvæm stund. í hugum okkar er ofarlega minningin um síðustu veisluna sem þau hjónin héldu vinum sínum og vandamönnum þegar Sella átti stórafmæli nú í nóvember sl. Boggi var mjög mikið veikur, átti erfitt með mál og var kominn í hjóla- stól. Hann flutti okkur yndislega falleg orð þar sem hann þakkaði henni Sellu sinni og fjölskyldu fyr- ir samverustundirnar og rifjaði upp lífshlaupið í stórum dráttum. Við kynntumst því hvernig það er að eiga góða vini í gleði og sorg. Elsku Sella, við þökkum ykk- ur fyrir allt það sem þið gerðuð fyrir okkur. Við þökkum fyrir það, að fá að vera vinir ykkar og njóta HLÖÐVER SINDRI AÐALSTEINSSON þess að verða samferða ykkur í gegnum lífið. Elsku Sella okkar. Guð veri með þér og fjölskyldu þinni í sorginni. Guð styrki ykkur og breiði sína kærleiksvængi yfir ykkur og leiði ykkur í l,ósið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi minningu Bogga vinar okkar um alla eilífið og megi Guð þerra tregatárin stríð. Ykkar vinir, Sesselja, Guðmundur og Sigríður. + Hlöðver Sindri Aðalsteins- son fæddist í Hafnarfirði 1. október 1941. Hann lést 29. desember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Kæri frændi. Sunnudaginn 29. desember sl. hringdi Helgi afi í okkur og tilkynnti okkur að þú hafir verið tekinn frá okkur langt fyrir þinn tíma. Okkur leið alveg hræðilega illa allan daginn og spurðum okkur sömu spurningar- innar aftur og aftur: Hver gat ver- ið svona grimmur? Við vonum alla- vega að sá sem gerði þetta finnist og fái sinn dóm. Það sem okkur er minnisstæt er það að þegar við, ásamt mömmu, komum í heimsókn til þín, Árna frænda og langömmu og alltaf þegar við komum komuð þið Pollý að taka á móti okkur og þú fylgdir okkur til langömmu þar sem hún sat inni í herberginu sínu. Það er eitt sem við munum sér- staklega eftir og okkur þótti alveg rosalega flott að þú sagðir alltaf við Pollý: „Náðu í inniskóna mína.“ Og alltaf kom hún með þá, það var sama hvað þú sagðir við hana, hún hlýddi þér alltaf. En þegar Pollý fór frá okkur vorum við alveg rosalega leiðar því okkur þótti svo vænt um hana. Það sem okkur þótti verst var að þegar langamma dó árið 1990 voru heimsóknimar ekki eins margar og við hefðum viljað, en stundunum sem við átt- um munum við aldrei gleyma, við munum geyma þær í hjarta okkar. Við vitum að langamma og Pollý munu taka vel á móti þér þarna uppi og þér á örugglega eftir að líða mun betur hjá þeim heldur en hér. Við viljum biðja góðan Guð um að styrkja Árna frænda, Helga afa og Dúdú frænku og aðra að- standendur í gegnum þennan harmleik og við viljum votta ykkur dýpstu samúð okkar. Þínar frænkur Helena Björk og Helga Rut. < (O \ \ \ \ / Utsala á 20-60% afsláttur / / ^ Útsala á sjkíðafatnaði frá 17. til 25. janúar. Nú bjóðum við toþpmerkin í skíðafatnaði - á verði sem enginn stenst. Skíðasamfestingar, skíðaúlpur, \ skíðapúðabuxur og snjóbrettafatnaður. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna.. \ SKATABUÐIN -SMMR fRAMÚR Snorrabraut 60 • Reykjaví. k • Sími 561 2045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.