Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 43 JÓN SIGBJÖRNSSON + Jón Sigbjörnsson fæddist á Hjartarstöðum, Eiðaþing- há, 15. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum 9. desember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 20. desember. Jonni frændi, eins og við kölluð- um hann alltaf, er dáinn. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma sérlega á óvart þegar fólk hverfur á vit annarra heima komið vel á áttræð- isaldur. Engu að síður gætir ávallt trega þegar nákomnir og kærir hverfa úr þessu lífi. Jonni frændi, eða Jón Sigbjörns- son, var móðurbróðir okkar, sem þetta skrifum. Alla tíð voru miklir kærleikar með þeim systkinum, sem alla tíð hefur haldist. Sömu- leiðis myndaðist mikill vinskapur meðal okkar, barna þeirra systk- ina, sem ekki hefur borið skugga á. + Vigdís Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum 22. desember síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Háteigskirkju 30. desember. Á þeim árum þegar við frænka mín höfðum nær dagleg samskipti átti ég heima í húsinu við hliðina á hennar húsi í Hlíðunum. Hún tók þá talsverðan þátt í að koma mér til manns eins og sagt er. Það sem er mér minnisstæðast í fari hennar var lífsfjörið, mælskan og glað- værðin. Hún var fínleg, létt í spori og áhugasöm um svo ótal margt, kona með skoðun á landsmálum og kjörum fólks, samúðin alltaf með þeim sem minna máttu sín. Á 6. áratugnum var hún fyrst og fremst húsmóðir og sinnti því starfi af myndarbrag bæði hratt HELGI ÞOR- GEIRSSON + Helgi Þorgeirsson fæddist á Mýrum í Villingaholts- hreppi 29. júlí 1912. Hann lést 28. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 9. janúar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) í dag kveðjum við Helga, bróður Eiríks stjúpföður míns. Helgi var ógiftur og barnlaus svo hann var alltaf fastur gestur hjá okkur á aðfangadagskvöld í Sæviðarsundi og gisti yfir nótt. En síðastliðin fimm jól hef ég tekið það að mér að hafa aðfangadagskvöldið heima hjá mér, og í ár var autt sæti við matarborðið. Jólin voru ekki eins og við vorum vön að hafa. Helgi var ekki hjá okkur. Helgi sagði ekki mikið en þegar maður ræddi við hann, kom alltaf smákímni fram. Hann var barn- góður maður og fyrir það viljum við, ég og börnin mín, þakka hon- um og við minnumst góðs vinar með þökk og virðingu. Blessuð sé minning hans. Anna (Patsy). Mikill samgangur var alla tíð milli systkinanna, þrátt fyrir að þau byggju á mismunandi lands- hornum. Ragnhildur bjó á Höfn í Hornafirði, Sigríður og Jón í Reykjavík og á Seltjamarnesi og Guðrún, móðir okkar á Akureyri. Því voru ferðalög norður og austur um talsvert tíð, miðað við það sem algengt var á þeim tíma. Þessa nutum við ekki síst hér fyrir norð- an, því alltaf var áð á Akureyri. Þannig urðu kynni okkar frænd- fólksins á margan hátt meiri og tengslin sterkari, heldur en nú gerist, og er það vel. Starfs síns vegna, sem tækni- maður hjá Útvarpinu, eða magn- aravörður eins og það hét, ferðað- ist Jonni frændi mikið um landið á árum áður. Hann kynntist því gífurlegum fjölda fólks um land allt og var mjög vel látinn maður. Hann ferðaðist ekki síst með Stef- og vel. Þegar tiltektar sveiflurnar voru sem líflegastar fékk maður að heyra óperuröddina háa og hvella en smástelpu eins og mér fannst hún ótrúlega köld að þora að syngja svona en líka ofboðslega skemmtileg og fyndin. Maðurinn hennar frænku minnar hann Guð- mundur Maríusson var óvenju hlýr, ljúfur og listhneigður hagleiksmað- ur og á milli þeirra var einstakt fallegt samband sem einkenndist af umburðarlyndi og virðingu fyrir þörfum og löngunum hvor annars. Saman byggðu þau glæsilegt stórt hús sem Guðmundur vann við í öllum frístundum sínum árum sam- an. Það var alltaf alveg ljóst hvað mátti og hvað mátti ekki í þessu húsi, án nokkurs hávaða, fólk lærði að haga sér, það skipti máli. Mamma og Día frænka voru systk- inadætur og góðar vinkonur. Helsta áhugamál þeirra á þessum áni heitnum Jónssyni, fréttamanni, og voru útvarpsþættir þeirra, við- töl við alls konar fólk um allt land, með allra vinsælasta útvarpsefni á sínum tíma. Jonni og Vigdís Sverrisdóttir, kona hans, voru meðal þeirra fyrstu sem byggðu sér hús á Sel- tjamarnesi. Það var eins og að koma út í sveit, að fara í heimsókn á Skólabrautina á árunum í kring- um 1960. Þar var nægt rými til leikja fyrir fjörug og kraftmikil börn, hvort sem var innan eða utan dyra, og gestrisni með afbrigðum mikil. Það var auðvitað ekki furða þegar litið er til þess að Dísa var alin upp á höfðingjaheimili, dóttir Sverris í Hvammi í Norðurárdal. Það er komið að leiðarlokum í jarðlífi Jóns Sigbjörnssonar. Við frændsystkinin norður á Akureyri sendum kærar kveðjur söknuðar til Dísu, barna hennar Önnu Dísu, Distu, Sverris og Bjössa, svo og til tengdabarna og barnabarna. Minningar um skemmtilegan og gefandi mann lifa. Steindór, Sigbjörn, Kristín og Gunnar. tíma voru kvikmyndir og ekki var verra að hafa þær rómantískar ástar- og söngvamyndir. Þær fóru uppábúnar með strætó í bæinn til að sýna sig og sjá aðra. Stundum nokkrum sinnum í viku, en líka farið að sjá tvær eða þijár myndir sama daginn, sem var áreiðanlega óalgengt á þeim tíma. Eftir að við fluttum og fjarlægð- in varð meiri á milli mömmu, Díu og mín urðu heimsóknirnar stijálli, þó var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar fundum okkar bar saman. Þessi glaðværa gjafmilda kona er nú horfin en eftir standa margar góðar minningar um árin góðu í Blönduhlíðinni. Þrátt fyrir nokkur erfið ár vegna heilsuleysis og fráfalls Guðmundar var hún lánsöm kona um flest í lifanda lífi. Við mamma sendum Jóni bróður hennar og börnum hennar, þeim Maríu, Siggu og Olla, tengdabörn- um og öllum afkomendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um þessi mætu hjón, Vigdísi Brynjólfsdóttur og Guðmund Maríusson. Margrét Friðbergsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Klyfjaseli 20, Reykjavik, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðju- daginn 21. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Seljakirkju. Valgeir Ástráðsson, Guðný Valgeirsdóttir, Þorvaldur Birgisson, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóhanna Valgeirsdóttir, Hjörtur Valgeirsson, Ingibjörg Jóelsdóttir, Ástráður Sigursteindórsson, Valgeir Þór og Pétur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL SVEINSSON frá Hvammi, Laugarnesvegi 106, Reykjavík, lést í Hátúni 10b, Reykjavík, miðvikudaginn 15. janúar. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju, föstudaginn 24. janúar kl. 15.00. Hákonía Gísladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar MARÍU F. KRISTJÁNSDÓTTUR. Almenna fasteignasalan, Laugavegi 18. VIGDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR ODDNY STEINUNN SIG URÐARDÓTTIR + Oddný Stein- unn Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1934. Hún lést á heimili sínu 7. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 16. janúar. Rúmlega þrjátíu ár eru liðin síðan við kynntumst Oddnýju Sigurðardóttur, en þau kynni hófust í tengslum við stjórnarstörf eigin- manns hennar, Jóns Júlíussonar, hjá Sparisjóði vélstjóra, en hann hefur sinnt formennsku í stjórn sparisjóðsins allan þennan tíma og haft náið samstarf við undirritað- an. Óumflýjanlega fylgdi þessu samstarfi oft ónæði á heimilinu en það hafði ekki áhrif á viðmót Oddnýjar sem ávallt bar vott um hlýhug og vinsemd. Oddný var mörgum kostum prýdd, myndarleg og forkur dug- leg. Auk þess sem hún annaðist stórt heimili vann hún einnig að uppbyggingu fyrirtækis fjölskyld- unnar af miklum krafti og á ekki lítinn þátt í ævintýralegri upp- byggingu Nóatúnsverslananna. Alls komu þau hjón á legg fimm börnum sem öll hafa reynst dugn- aðarfólk. Barnabörnin eru nú tólf talsins. Það var ljóst öllum sem til þekkja að hún var mikils metin af fjöl- skyldu sinni og naut ástríkis hennar og virðingar. Oddný var hvers manns hugljúfi, létt og skemmtileg, og minnumst við margra ánægjustunda með Oddnýju og Jóni. Ófá- ar ferðir fórum við saman, en minnis- stæðust er ferð sem farin var á Snæfellsnes sumarið 1994. Þar fór saman gott veður, góður samferðarhópur og frábær leiðsögn Jóns sem á þangað rætur að rekja og þekkir nánast hvern stein. Var greinilegt að Snæfells- nesið átti stóran hlut í hjarta þeirra hjóna. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni erfiðir og hefur verið sárt að fylgjast með erfiðu sjúk- dómsstríði Oddnýjar sem lauk að kvöldi 7. janúar. Söknuður ríkir hjá vinum og ættingjum, en minn- ingin um góða konu mun lifa. Að leiðarlokum sendum við Jóni, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Oddnýjar Sigurðardóttur. Þórunn og Hallgrímur. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIIMARS JÚLÍUSSONAR, Sunnuhlíð, Kópavogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall fóstru minnar, GUÐRÍÐAR H. HALLDÓRSDÓTTUR. Karl Adolfsson, Ásdfs Árnadóttir og fjölskylda. Lokað Skrifstofa mín verður lokuð í dag, föstudaginn 17. janúar, vegna jarðarfarar móður minnar, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, húsmæðrakennara frá ísafirði. Atli Gíslason, hrl. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR BORGÞÓRS MAGNÚSSONAR verður skrifstofa Neytendasamtakanna lokuð eftir hádegi í dag. Neytendasamtökin. Lokað Skrifstofur og afgreiðsla Fasteignamats ríkisins, Borgartúni 21, Reykjavík, verða lokaðar í dag, föstu- daginn 17. janúar, frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar SIGURÐAR B. MAGNÚSSONAR, matsfulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.