Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 60
MeWiiM -setur brag á sérhvern dag! $) BIJNAÐARBANKI ÍSI.ANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Talsmaður Alumax um álver á Keilisnesi Athugun á ■O hagkvæmni framhaldið BANDARÍSKA álfyrirtækið Alu- max ætlar að halda áfram athugun- um á hagkvæmni þess að byggja allt að 330 þúsund tonna álver á Keilisnesi í samstarfí við álfyrirtæk- in Gránges og Hoogovens, sem mynda Atlantsálhópinn, að því er Daniel Loh, talsmaður Alumax, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda áttu í gær fund með forsvarsmönn- um Atlantsálfyrirtækjanna í New York vegna verkefnisins. Atlantsálfyrirtækin hófu á síð- asta ári að endurmeta áætlanir sín- ar frá árinu 1991 varðandi bygg- ingu álvers á Keilisnesi en Daniel Loh sagði í gær að álfyrirtækin hefðu ekki enn komist að endan- legri niðurstöðu um hvort óskað yrði eftir að heíja samningaviðræð- ur á ný. „Það er enn sem komið er í athugun og við hyggjumst halda áfram reglulegum fundum með að- ilum málsins. Á þessari stundu er- um við ekki reiðubúnir að taka end- -anlegar ákvarðanir," sagði hann. Gott útlit á álmarkaði Þróunin á álmarkaði hefur farið batnandi á seinustu mánuðum að sögn Loh og hann sagði að stjóm- endur Alumax væru vongóðir um að almenn eftirspurn eftir áli færi vaxandi á þessu ári. „Við teljum að spár fyrir álframleiðslu á árinu 1997 og fyrir næstu ár þar á eftir lofi góðu og ætlum okkur að vera reiðubúnir að geta tekið þátt í þeirri aukningu," sagði hann. Aðspurður sagði Loh ekki unnt að segja nákvæmlega fyrir hvenær lokaákvörðunar væri að vænta varðandi álver á Keilisnesi. Stefnt — j^hefði verið að því að niðurstaða lægi fyrir á fyrsta fjórðungi þessa árs. „Á þessari stundu er ekki hægt að gefa afdráttarlaust svar við þess- ari spurningu,“ sagði hann. Fyrsta loðnan í nýju húsi Fyrsti áfangi í einkavæðingri Skýrr hf. Um 5% hlutur seldur 130 starfsmönnum FYRSTU loðnunni var pakkað í gær í spánnýju og vel búnu frystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, aðeins þremur mánuðum eftir að byggingar- framkvæmdir hófust. Húsið og tækjabúnaðurinn reyndist vel og hér standa Svanbjörn Stef- ánsson, framleiðslustjóri, og Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunn- ar, hæstánægðir í miðjum nýja vinnslusalnum. ■ Stórkostleg stund/6 RÍKI og Reykjavíkurborg hafa selt starfsmönnum Skýrr hf. um 5% hlut í fyrirtækinu. Mikill áhugi reyndist vera meðal 150 manna starfsliðs fyrirtækisins og keyptu um 130 þeirra bréf. Þau eru alls að nafnvirði 10 milljónir króna og voru seld á genginu 1,3 eða fyrir um 13 milljónir. Um helgina hefst síðan annar áfangi einkavæðingar fyrirtækisins þegar auglýst verður eftir tilboðum í 51% hlutafjárins sem ætlunin er að selja einum aðila. Þá fer í gang ákveðið ferli sem skiptist í tvo hluta. Á fyrri hluta útboðstímans sem stendur frá 20. janúar til 14. mars, verður kallað eftir áhugasömum aðilum sem kynnu að vilja kaupa meirihlutann í fyrirtækinu. Þeir verða beðnir að skila inn bindandi verðtilboðum, viðskiptaáætlun með upplýsingum um framtíðarsýn og fjárhagslegum upplýsingum um sjálfa sig. Að því búnu verða þrír bjóðendur teknir til nánari skoðunar á seinni hlutanum sem stendur frá 24. mars til 16. maí. Gert er ráð fyrir að endanlega verði tilkynnt um hvaða tilboði verði tekið þann 23. maí. Um 60-65 milljóna króna tap varð hjá fyrirtækinu á árinu 1996, þar sem tekjur fyrirtækisins stóðu í stað meðan rekstrargjöldin jukust nokkuð. ■ Starfsmenn/16 4,3% mann- fjöldans fæddir er- lendis 11.579 íbúar fæddir erlendis áttu lögheimili hér á landi 1. desember síðastliðinn, eða 4,3% af mann- fjölda. Erlendir ríkisborgarar voru 5.148, eða 1,9% af mannfjölda. Erlendir sendiráðsmenn og vam- arliðsmenn hér á landi eiga ekki lögheimili á íslandi og teljast ekki með í ofangreindum tölum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Mannfjöldi 1. desember sl. var 269.735. Lagareglum um ríkisfang var breytt í viðamiklum greinum 1952 og 1982. Fyrir 1952 fengu konur ríkisfang eiginmanns síns við gift- ingu en eftir það hefur hjónavígsla ekki áhrif á ríkisfang. Ifyrir 1982 fékk barn fætt í hjónabandi ævin- lega ríkisfang föður síns en síðan þá fær það íslenskt ríkisfang ef annað hjóna er íslenskt. Morgunblaðið/Golli Seðlabanki Islands hækkar vexti á innistæðubréfum um 0,8-0,9 prósentustig Tilgangurinn að viðhalda aðhaldi í peningamálum Vextir á peningamarkaði 3 prósentu- stigum hærri hér á landi en í ná- grannalöndunum SEÐLABANKI íslands hækkaði í gær vexti af svokölluðum inni- stæðubréfum sínum um 0,8-0,9 prósentustig í 6,6-6,7% eftir bindi- tíma. Þetta er gert til þess að gera bréfin samkeppnishæfari, en þar sem dregið hefur úr framboði á rík- isvíxlum að undanfömu hefur skort fjárfestingarkosti á peningamark- aði. Eftir hækkun eru vextirnir ívið iægri en á ríkisvíxlum. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs bankans, segir að þetta sé gert til að halda vaxta- stiginu óbreyttu hérlendis og stemma þannig stigu við þenslu í samræmi við stefnumörkun bank- ans frá síðastliðnu hausti, en vextir á peningamarkaði hér á landi eru nú um þremur prósentustigum „ hæmi en í nágrannalöndunum. Ákvörðun bankans kemur í fram- haldi af útboði ríkisvíxla í gær, en þar tók ríkissjóður tilboðum í víxla að upphæð 2.215 milljónir króna, en tilboð bárust í víxla að upphæð 3.580 milljónir króna. Meðalávöxt- un tekinna tilboða í þriggja mánaða víxla var 7,11%. Að óbreyttu hefði meiri eftirspurn en framboð eftir skammtímafjárfestingu orðið til þess að vextir lækkuðu. Innistæðubréf geta bankar og sparisjóðir keypt af Seðlabankanum og er binditíminn ýmist til 45 eða 90 daga. í tilkynningu bankans af þessu tilefni segir að tilgangur breytinganna sé að viðhalda því aðhaldi í peningamálum sem ríkt hafi frá því í september síðastliðn- um er Seðlabankinn hækkaði skammtímavexti og lausafjárskyldu viðskiptabanka og sparisjóða. Þær feli ekki í sér aukið aðhald. Vantar verðbréf Yngvi Örn sagði að ástæðan fyr- ir þessum aðgerðum væri að það vantaði verðbréf á peningamarkað- inn. Fjárþörf ríkissjóðs hefði minnk- að, bæði vegna batnandi stöðu og eins vegna þess að velta ríkisvíxla væri komin í þá stærð sem talin væri nægjanleg til að mæta sveifl- um. Jafnframt væri eftirspurn eftir verðbréfum til skamms tíma vax- andi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna betri lausafjárstýr- ingar stofnanafjárfesta, uppbygg- ingar peningamarkaðssjóða og eignarskattsfijálsra verðbréfasjóða. Yngvi Örn sagði að niðurstaða ríkisvíxlaútboðsins í gær sýndi að eftirspurnin væri meiri en framboð- ið og Seðlabankinn væri með þessu að bregðast við þeirri stöðu. Að öðrum kosti hefði þessi umframeft- irspurn sett þrýsting á að vextir á peningamarkaði lækkuðu, sem Seðlabankinn teldi ekki æskilegt vegna hættunnar á þenslu. Yngvi Örn sagði aðspurður að þetta sýndi að peningamarkaðurinn væri stöðugt að verða virkari sem stjórntæki í efnahagsmálum. Sjúkrabíl fyrir dúkkuna LÍTIL stúlka hringdi fyrir nokkru í Neyðarlínuna 112 og heimtaði sjúkrabíl, því að haus- inn væri dottinn af dúkkunni hennar. Sá sem varð fyrir svör- um reyndi að útskýra að þetta væri nú bara dúkka og þyrfti því ekki aðstoð Neyðarlínunnar. „Telpan þráaðist hins vegar við og taldi mjög mikilvægt að fá lækni á staðinn. Eftir nokk- urn tíma sagði hún eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, hann Nonni bróðir er búinn að setja hausinn aftur á dúkkuna, svo þetta er allt í lagi.“ Og þar með kvaddi hún,“ segir Eiríkur Þorbjörns- son, framkvæmdastjóri Neyðar- línunnar. Eiríkur segir gott að biýna fyrir bömum hvenær nauðsyn- legt sé að hringja í Neyðarlínuna og hvenær ekki. Annars geti þau átt í erfiðleikum með að meta það hvenær um raunverulega neyð sé að ræða. ■ Hátt í fimm hundruð/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.