Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 42
•^42 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR HARALDUR Þ. JÓHANNESSON i + Haraldur Þor- steinn Jóhann- esson fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1905. Hann lést á Skjóli 10. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Málfriður O.L. Ólafsdóttir, f. á Álftanesi, og Jó- hannes Krisljáns- son, f. I Borgar- firði. Haraldur var einn sjö systkina og var fjölskyldan lengstum kennd við Jófríðarstaði við Kapla- skjólsveg í Reykjavík. Hinn 6. júní 1936 kvæntist Haraldur Guðrúnu Margríms- dóttur, f. 9. ágúst 1912, ættaðri frá Kolsholti í Flóa. Foreldrar hennar voru Jóhanna Gísladótt- ir og Margrímur Gíslason, sem síðar varð lögregluþjónn í Reykjavík. Haraldur og Guðrún eignuðust fjögur börn: 1) Mar- grímur Helgi, f. 29.1. 1936, d. 12.12. 1936. 2) Jóhanna, f. 26.11. 1938, maður hennar er Gunnar V. Magnússon, f. 22.7. 1929. Þeirra synir eru: a) Har- aldur Ingi, f. 18.12. 1961, kona hans er Kristín Másdóttir, f. 5.10. 1964. Börn þeirra eru Hákon Valur, f. 25.10. 1992, og Jóhanna Margrét, f. 2.3. 1995, b) Magnús Þór, f. 12.1. 1963, kona hans er Marín Kristjáns- dóttir, f. 1.12. 1972, dóttir þeirra er Guðrún Linda, f. 1.2. 1993. Fyrir átti Magnús soninn Karl Víði, f. 25.6. 1985, og Marín son- inn Daða Hrafn Sig- urðsson, f. 24.5. 1990. e) Sverrir Helgi, f. 14.10.1967, kona hans er Vil- borg Helgadóttir, f. 21.2. 1970, sonur þeirra er Helgi Snær, f. 20.1. 1992. 3) Málfríður, f. 9.2. 1944, maður hennar er Haraldur Þórðar- son, f. 13.5. 1943. Þeirra synir eru Rúnar Helgi, f. 17.5. 1969, kona hans er Unnur Konráðsdóttir, f. 16.12. 1972; og Haraldur Þorsteinn, f. 13.10. 1973, unnusta hans er Ragn- hildur Þorsteinsdóttir, f. 21.8. 1974. 4) Margrímur Gísli, f. 5.9. 1945, kona hans er Indíana Guðjónsdóttir, f. 27.8. 1950, sonur hennar er Guðjón Þór Þorsteinsson, f. 28.5. 1970, unn- usta hans er Matthildur Þórar- insdóttir, f. 29.1. 1975. Sonur Guðjóns er Kristófer EIí, f. 4.9. 1994. Synir Margríms og Indí- önu eru Gísli Már, f. 25.8. 1977, og Jóhann Viðar, f. 28.3. 1980. Haraldur hóf störf í Lögregl- unni í Reykjavík árið 1932 og starfaði þar allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, seinast sem umsjónarmaður Óskilamunadeildar. Útför Haraldar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 115A, Bolungarvik, sem lést á sjúkrahúsinu á ísafirði 13. janúar, verður jarðsunginn frá Hóls- kirkju, Bolungarvík, laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Sjúkrahúss ísafjarðar. Kristrún Steinunn Benediktsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Jón Sigurgeir Ásgeirsson, Hjördís Þorgilsdóttir, Benedikta Fanney Ásgeirsdóttir, Jón Friðrik Gunnarsson, Sigurður Aðalsteinsson, Ingimar Baldursson, Bryndfs Sigurðardóttir, Gylfi Þórðarson, Hallgrimur Hallsson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Gunnar Njálsson, Sigurður Böðvar Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórnenda elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar fyrir umhyggju og hlýhug. Lovisa M. Marinósdóttir, Njáll Þorsteinsson, Sigrún Ólöf Marinósdóttir, Jón Örn Marinósson, Sigrfður Dagbjört Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ALEXANDERS GUÐJÓNSSONAR, vélstjóra, Suðurbraut 12, Hafnarfirði. Aðalheiður Alexandersdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson, Hulda Alexandersdóttir, Magnús Nikulásson, Svanhildur Alexandersdóttir, Ágúst Birgir Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eva Margrét Asgeirsdóttir, Guðrún Asgeirsdóttir, Húni SævarÁsgeirsson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Erla Þórunn Ásgeirsdóttir, Guðmundur S. Asgeirsson, Kolbrún Rögnvaldsdóttir, Inga Maria Asgeirsdóttir, Rósa Sigriður Asgeirsdóttir, Tengdafaðir minn, Haraldur Þ. Jóhannesson, fyrrverandi lögreglu- þjónn, er látinn, 91 árs að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að búa um nokkurt skeið og síðasta eina og hálfa árið dvaldi hann á Skjóli, þar sem hann hlaut hina ágætustu umönnun. Haraldur var fæddur og uppalinn í Reykjavík, en átti ættir að rekja til Álftaness og Borgarfjarðar. Sjó- mennsku stundaði hann á yngri árum, sem og alla almenna verka- mannavinnu. Hann gerðist lögregluþjónn í Reykjavík árið 1932 og var það sem kallað var götulögregla allt til árs- isn 1945 er hann gerðist starfsmað- ur Sakadómaraembættisins í Reykjavík. Þá var Sakadómur á Fríkirkjuvegi 11, því glæsilega húsi. Seinustu starfsárin sá hann um óskilamunadeildina, sem þá var í Borgartúni 7. Haraldur var vinsæll sem lögreglumaður, þótti mjög lipur og kurteis við þá, er hann þurfti að hafa afskipti af og kom þar ljós- lega fram tillitssemi hans við aðra. Á þessum árum þegar lögreglu- menn voru á gangi um bæinn er trúlegt að þau störf er þeir þurftu að sinna hafi verið allmikið öðruvísi en nú. Ökukennslu sinnti Haraldur um árabil. Á yngri árum tók hann þátt bæði í glímu og sundi. Handlaginn var Haraldur og þótti liðtækur við smíðar. Mörg voru þau leikföngin sem hann smíðaði, bæði fyrir sín böm og annarra. Hestar og hestamennska voru hans líf og yndi. Þeir bræður Björg- vin og Haraldur höfðu hesta í hest- húsi í Nesi, skammt frá þar sem nú er Nesstofa. Síðustu árin á með- an heilsan leyfði dvaldi Haraldur löngum hjá þessum vinum sínum og saknaði mjög þess tíma, er heils- an leyfði ekki lengur hestastúss. Tengdafaðir minn var fremur hár maður vexti og samsvarði sér vel, fríður sínum, glaðlegur í viðmóti, skapgóður og léttur í lund. Þeir verða okkur öllum ógleymanlegir laugardagsmorgnarnir, þegar stór- fjölskyldan kom saman í morgun- kaffi á Gunnarsbrautinni. Þannig kynntust litlu börnin best langafa sínum. Árið 1936 kvæntist Haraldur Guðrúnu Margrímsdóttur og eign- uðust þau fjögur böm. Fyrsta barn sitt, dreng, misstu þau tæplega árs- gamalt, en hin börnin, tvær dætur og einn sonur, lifa föður sinn. Guðrún og Haraldur bjuggu lengst af á Gunnarsbraut 36. Guð- rún andaðist árið 1984, en eftir andlát hennar gat Haraldur búið áfram í íbúð sinni með aðstoð fjöl- skyldunnar og skulu hér færðar þakkir Málfríði, dóttur hans og Haraldi manni hennar, fyrir allt sem þau gerðu fyrir hann síðustu árin. Þann tíma er Haraldur dvaldist á Skjóli hlaut hann alla þá hjúkmn og umönnun, er völ var á. Fjölskyld- an vill koma hér á framfæri alúðar- þökkum til alls þess ágæta fólks er þar starfar. Eg þakka tengdaföður mínum fyrir öll árin okkar saman og allt það sem hann var mér og mínum. Blessuð sé minning Haraldar Þ. Jóhannessonar. Megi friður fylgja honum. Gunnar V. Magnússon. Elsku pabbi minn. Mig langar að skrifa þér fáeinar línur, nú þegar ljós þitt er slokkn- að, það ljós sem hefur lýst mér alla ævi. Margs er að minnast. Eins og þú manst var ég ekki mjög ánægð með að fá ekki að ráða mínum útivistaríma sjálf. Mér fannst að allir mættu allt nema ég. Þessi sömu orð fékk ég að heyra eftir að ég varð sjálf foreldri. En bann þitt var sett af ást og umhyggju, og eftir á að hyggja var það skyn- samlegt. Það var gott að vera barn ykkar mömmu. Áhugamál fjölskyldunnar LÚÐVÍK THORBERG ÞORGEIRSSON + Lúðvík Thorberg Þorgeirs- son fæddist í Reykjavik 2. nóvember 1910. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 27. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 3. janúar. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Við Framarar kveðjum nú Lúðvík Thorberg Þorgeirsson, sem var heiðursfélagi og í forystusveit fé- lags okkar um áratuga skeið. Saga Knattspyrnufélagsins Fram verður trauðla rakin án þess að minnast Lúðvíks, svo afgerandi spor markaði hann í sögu félagsins. Hann gekk ungur til liðs við félag- ið, sem á tímabilinu 1912-1925 var stórveldi í knattspyrnu og varð ís- landsmeistari 10 sinnum fyrstu 14 árin sem íslandsmeistaramótið var haldið. Eftir það kom erfiðustu ár í sögu félagsins, síðasta sætið 1927 og ekki tekið þátt í íslandsmóti 1928. Starfsemi var engin, aðal- fundur hafði ekki verið haldinn og félagið nánast stjórnlaust. Á vel- gengnisárunum hafði gleymst að sinna yngri flokkum félagsins og endumýjun liðsmanna og reyndar félagsmanna næsta lítil. Við þessar aðstæður kom að 20 ára afmæli félagsins 1. maí 1928. Þá ákváðu nokkrir áhugasamir félagar undir forystu Guðmundar Halldórssonar, sem síðar varð mág- ur Lúðvíks, að endurreisa félagið og minnast á þann hátt afmælisins. Á fundi í félaginu 22. maí 1928 voru kosnir í stjórn félagsins fimm ungir menn, þar af þrír unglingar. Einn þeirra var Lúðvík Þorgeirsson, þá 17 ára gamall. Þannig hófust störf Lúðvíks í forystusveit Knatt- spymufélagsins Fram. Næstu 10 árin skiptust þessir ungu stjórnar- menn á um formennsku í félaginu. Við Framarar getum seint fullþakk- að þeim ungu mönnum sem endur- reistu félagið 1928 og lögðu grund- völl að frekari tilveru þess. Eitt var sameiginlegt með þessum mönnum sem stóðu að endurreisn félagsins. Þeir höfðu lært af reynslu liðinna ára og höfðu á því góðan skilning að íþróttafélag án æsku og öflugs unglingastarfs á sér enga framtíð. Af þessu einkenndust störf þeirra í þágu Fram. Þegar nú er kvaddur sá síðasti sem stóð að þessari endur- reisn 1928 þykir ástæða til að rifja upp þennan þátt í sögu félagsins. Þetta varð aðeins upphafið að störfum Lúðvíks fyrir Knattspyrnu- félagið Fram, bæði sem leikmanns í meistaraflokki í knattspyrnu og utanvallar sem stjórnarmanns og forystumanns, oft í þessum báðum hlutverkum samtímis. Hann varð formaður félagsins 24 ára gamall árið 1935 og gegndi því starfi í tvö ár og samhliða var hann leikmaður í meistaraflokki í knattspyrnu. Megineinkenni hans í báðum þess- um hlutverkum voru dugnaður, kraftur og ódrepandi baráttuvilji. Á þessum árum var lagður grundvöll- ur að góðum árangri, sem lauk með sigri félagsins í íslandsmóti meist- araflokks í knattspyrnu árið 1939. Lúðvík háetti keppni í meistara- flokki þegar hann stofnaði til rekst- urs eigin matvöruverslunar við Hverfisgötu árið 1939 og um leið varð Lúlli í Liverpool að Lúlla í Lúllabúð. Störfum hans í þágu Knattspyrnufélagsins Fram var þó á engan hátt lokið. Hann sat síðast í stjórn félagsins 1948-1949 en var ætíð reiðubúinn til átaka fyrir félag- ið þegar til hans var leitað og fylgd- ist með gengi félagsins af áhuga á meðan hann hafði heilsu til. Lengi vel var engum ráðum ráðið í Fram án hlutdeildar hans. Lúðvík var voru mörg; ferðalög í tjaldi og húsbíl, auk hestamennskunnar. Kynslóðabil þekktum við ekki. Það var ekki síst þér að þakka, enda varst þú ávallt léttur í lund. Oft hef ég leitt hugann að því hvernig þið mamma fóruð að því að vinna ykkur út úr sorginni, er þið misstuð Margrím Helga aðeins tíu mánaða gamlan. En þannig unnuð þið alla ykkar sambúð. Á okkar heimili var mikið spilað og sungið. Röddin var þitt hljóð- færi og af henni gastu státað, engu síður en mamma sem spilaði lista- vel á píanó og orgel. Svo fórum við systurnar að læra á píanó. Systir mín skilaði sinni vinnu vel og samviskusamlega að vanda, en ég var að aðeins óstýrilátari. Ég vildi útsetja mína heimavinnu eftir eigin geðþótta. Mér þótti „Söngur Sólveigar" alltaf þunglamalegt Iag í réttri útsetningu, og útsetti það því sjálf. Fyrir þetta fékk ég mikl- ar ákúrur sem gerðu mömmu alveg eyðilagða. En glettið bros og koss á kinn sagði mér að innst inni var hún á sömu skoðun. En mér skild- ist einnig að svolítið meiri iðni væri alveg skaðlaus. Ég veit að ein af ykkar heitustu óskum rættist þegar ykkur fæddist annar sonur. Hann var fallegt barn með ljóst hár, og var þar að auki blíður og góður. Eftir að hann fæddist fluttist ég búferlum yfir í rúmið ykkar, til þín. Þar var mér ekki í kot vísað. Nú þegar við skiljumst að um stundar sakir, þú orðinn 91 árs, þreyttur og lúinn, vil ég þakka þér samfylgdina og allan þann kær- leika og ást sem þú sýndir mér, drengjunum mínum og nafna þín- um. Eg þakka guði fyrir þann styrk sem hann gaf mér til að geta hald- ið í þínar hendur þegar þú þurftir á að halda. Guð geymi þig, pabbi minn, og gefi okkur styrk, því að þín er sárt saknað. Þín, Málfríður (Fríða). kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnu- félagsins Fram árið 1958 fyrir mik- il og góð störf í þijá áratugi. A þessum árum þekktu allir Framarar Lúlla í Lúllabúð og svo var reyndar um flesta sem höfðu áhuga fyrir knattspyrnu hér í bæ. Þó Lúðvík væri að jafnaði hlédræg- ur til félagsstarfa utan Fram og sækti lítt eftir þeim, var til hans leitað um ýmis störf innan íþrótta- hreyfingarinnar. Hann var m.a. kjörinn í aðalstjórn íþróttasam- bands íslands 1953 oggegndi störf- um gjaldkera í tvö ár. Jafnframt átti hann sæti í Olympíunefnd Is- lands. Lúðvík var fríður maður, karl- mannlegur og einstakt snyrtimenni. Hann var hlýr persónuleiki, vinfast- ur og greiðasamur. Þessara eigin- leika nutu viðskiptamenn kaup- mannsins á horninu, sérstaklega þeir sem áttu á einhvern hátt undir högg að sækja og þeirra nutu einn- ig félagar hans og vinir í Knatt- spyrnufélaginu Fram. Það var aldr- ei lognmolla í kringum Lúðvík. Hann var fjörmaður mikill, hress í viðræðum og honum fylgdi græsku- laus gamansemi. Þannig minnumst við félagar og vinir í Fram þessa forystumanns félags okkar. Lúðvík var mikill fjölskyldumað- ur. Hann hafði ungur gengið að eiga Guðríði Halldórsdóttur og bjuggu þau sér fallegt og hlýlegt heimili sem lengst stóð að Sigtúni 47. Þar voru vinir og vandamenn ætíð aufúsugestir. Synir þeirra Halldór Geir, Birgir og Þorgeir voru allir miklir stuðningsmenn Fram, keppnismenn bæði í handknattleik og knattspyrnu. Afanum til mikillar ánægju gekk þessi áhugi áfram til sonarbarna. Hér er flutt kveðja frá aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram. Við Framarar minnumst Lúðvíks með þakklæti fyrir mikil störf í þágu félags okkar og sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Guðríði Halldórs- dóttur, sonum þeirra og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Sveinn H. Ragnarsson. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.