Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Danadrottning viðstödd opnun norrænnar fornmunasýningar Nordfoto FJÓRIR norrænir þjóðhöfðingjar á sýningunni um Margréti I. Frá vinstri: Margrét Danadrottning, Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti Islands, Haraldur Noregskonunugur og Martti Ahtisaari, forseti Finnlands. Vel búin síldar- og loðnuvinnslustöð reist á þremur mánuðum „Stórkostleg stund fyrir okkur öll í Neskaupstað“ NÝTT frystihús Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, sem er ein best búna loðnu- og síldarvinnslustöð landsins, var prufukeyrt í Nes- kaupstað í gær. Fyrsta loðnufarm- inum var þá hleypt í gegn um glæ- nýtt hús og hátæknibúnað, sem fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa hannað og unnið sameiginlega að uppsetningu á undanfarnar vikur fyrir austan. Verkið var að stærst- um hluta til í höndum ístaks, sem var aðalverktakinn, en auk þess tóku þátt í byggingunni mörg önn- ur fyrirtæki sem hafa sérhæft sig meðal annars í innmötun á fiski, flokkun og pökkun, kæli- og frysti- kerfum svo eitthvað sé nefnt. „Það var stórkostleg stund fyrir okkur öll í Neskaupstað, þegar við reyndum tæknibúnað hússins í Dýrgrip- ur á dýr- grip ofan Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ALTARISTAFLA úr Hítardal er einn merkasti gripurinn á nor- rænni sýningu um Margréti I drottningu og þar staldraði nafna hennar Þórhildur Dana- drottning við í gær, er hún var viðstödd hátíðlega opnun sýning- arinnar að viðstöddum þremur öðrum norrænum þjóðhöfðingj- um, þar á meðal Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Sýningin hefur verið sett upp í tilefni ríkisafmælis Danadrottn- ingar, auk þess sem liðin eru 600 ár frá stofnun Kalmarsambands- ins og eru norrænu þjóðhöfð- ingjamir verndarar sýningarinn- ar. Hún mun fara til hinna Norð- urlandanna þriggja, en of dýrt þykir að senda hana til íslands, auk þess sem vart er til heppi- legt sýningarhúsnæði. Sýningin er einstakt samsafn áhugaverðra gripa, enda segir Þór Magnússon þjóðminjavörður að þarna séu dýrgripir á dýr- gripi ofan. Tveir gripir auk alt- aristöflunnar, ítalskur hökull og legsteinn frá Gilsbakka, voru fengnir að láni frá íslandi. Deilt um forgang að störfum hjá P&S ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir að félög opinberra starfsmanna hafi á stundum átt í vök að veijast vegna þess að þau séu ekki með forgangsréttarákvæði í sín- um kjarasamningum við vinnuveit- endur. Þetta hafi m.a. komið fram um áramót þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Öll stéttarfélög innan ASÍ hafa samið við vinnuveitendur um forgang félagsmanna sinna að vinnu á félags- svæði þeirra. Akvæðin voru sett í samninga fyrir mörgum áratugum og má rekja þau til þess tíma þegar félöginu voru að beijast fyrir sjálf- stæðum samningsrétti. Ákvæðin fela í sér ákveðna vörn verkalýðsfélaga því með þeim er tryggt að vinnuveit- endur geta ekki ráðið starfsfólk í vinnu sem stendur utan verkalýðsfé- laga. Forgangsréttarákvæðin eru hluti af skipulagi verkalýðshreyfing- arinnar að því leyti að félögin skipu- leggja sig þannig að þau fara ekki inn á félagssvæði hvors annars. Er alfarið samningsatriði Sigurður Líndal lagaprófessor sagði að ekkert væri að finna í lögum um forgang verkalýðsfélaga að vinnu. Þetta væri alfarið samnings- atriði milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda. Þeirri spurningu hefði stundum verið velt upp hvort þessi ákvæði væru í samræmi við ákvæði laga um atvinnufrelsi og félaga- frelsi. Um þetta væru nokkuð skiptar skoðanir meðal lögfræðinga. Dóm- stólar hefðu aldrei verið spurðir áiits á þessum atriðum og því hefði þeirri spurningu ekki verið svarað hvort hér væri um að ræða ákvæði sem væru í ósamræmi við lög. Það eru ekki öll verkalýðsfélög með forgangsréttarákvæði í sínum kjarasamningum. Stéttarfélög opin- berra starfsmanna eru almennt ekki með þessi ákvæði í sínum samning- um og sagði Ögmundur Jónasson að þau hefði í sumum tilfellum átt í vök að veijast vegna þeirra eins og hefði komið í ljós þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag um áramót. Við breytingu á rekstrarformi Pósts og síma hf. færðist fyrirtækið úr opinbera geiranum yfir á almenna markaðinn. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og fleiri félög gerðu kröfu um að nýir starfsmenn Pósts og síma yrðu félagsmenn í félögum ASÍ, m.a. með vísun í forgangsrétt- arákvæði kjarasamninga. Á sama tíma beindu Póstmannafélagið og Félag íslenskra símamanna kröfum að fyrirtækinu um forgang sinna félagsmanna að vinnu hjá félaginu. Niðurstaða stjórnenda Pósts og síma hf. var sú að semja við póst- og síma- mannafélögin um forgang félags- manna þeirra að störfum hjá fyrir- tækinu. Jafnframt hefur Póstur og sími hf. gengið í Vinnuveitendasamband íslands, en það hefur samið við ASÍ um forgang félagsmanna í ASÍ að störfum hjá fyrirtækjum sem eru í sambandinu. VR heldur því fram að þetta ákvæði snerti forgang félags- manna þess að störfum hjá P&S. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að þessi niðurstaða auðveldaði ekki lausn til frambúðar varðandi samskipti Pósts og síma hf. við ASÍ um gerð kjarasamninga eða önnur samskipti. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði það óvenjulega stöðu að fyrirtæki fæli VSÍ að semja við hluta starfsmanna sinna, þ.e. þeirra sem eru í Rafiðnaðarsambandinu og VMSÍ, en semdi sjálft við hinn hlut- ann. Hann sagðist velta fyrir sér hvernig eiganda fyrirtækisins, rík- inu, gengi að selja það efir að hafa gert þennan samning við póst- og símamannafélögin um forgang þeirra að vinnu hjá fyrirtækinu. fyrsta sinn og í ljós kom að allt gekk eftir vonum,“ segir Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldarvinnslunn- ar. Verktakar, iðnaðarmenn, tækni- og verkfræðingar hafa í raun unnið þrekvirki. Það eru að- eins fimm mánuðir síðan ákveðið var að landa í vinnsluna þann 15. janúar og svo var gert. „Verkið hefur samkvæmt því tekið rétt um þijá mánuði. Maður gerir sér í reynd ekki almennilega grein fyrir því hversu hratt þetta hefur gengið. Það er í raun stór- merkilegt og sýnir hve mikið er hægt að gera á skömmum tíma,“ segir Finnbogi. Sjálfvirkni í vinnslu loðnu og síldar Nýja húsið leysir af hólmi um 50 ára gamalt frystihús sem upp- fyllir nú orðið ekki nútímakröfur um aðbúnað við matvælavinnslu að sögn Finnboga. „Við höfum þurft að leggja í mjög mikinn kostnað til að lagfæra það og ef við ætluðum okkur að fara út í þá sjálfvirkni, sem hugur okkar stóð til við vinnslu á loðnu og síld, hefði það verið gjörsamlega óhugsandi í gamla frystihúsinu. Auk þess erum við að flytja okkur inn á hafnarsvæðið, sem þýðir að við þurfum ekki lengur að keyra hráefnið fram og aftur um bæinn eins og hátturinn hefur verið á hingað til.“ Frystigetan sexfölduð Finnbogi segir hina megin ástæðuna fyrir þessum stórfram- kvæmdum vera þá að verið sé að auka frystigetuna í loðnu og síld allt að sexfalt eða úr 60 tonnum á sólarhring í 360 tonn. „Við erum að taka upp eins mikla sjálfvirkni og mögulegt er til að geta fram- leitt afurðir úr þessum fiski með lægri tilkostnaði en áður og til að geta mætt lækkandi verði á afurð- um okkar í framtíðinni." Framkvæmdir upp á 650 milljónir króna Nýja frystihúsið er samtals um 5.000 fermetrar og gera kostnað- aráætlanir ráð fyrir því að heildar- kostnaður við byggingu og tækja- kaup nemi um 640 milljónum króna. Framkvæmdimar em að hluta til íjármagnaðar með lánum og hluta til hagnaði af sölu hluta- bréfa. ÚTSALA 10-70% afsláttur Hvassviðri og snjókoma víða um land Skólahaldi afiýst og inn- anlandsflug stopult Ljós og lampar Rafkaup Ármúla 24 - sími 568 1518 SAMFELLD snjókoma var um mest allt land í gær, nema sunnanlands þar sem rigndi, auk hvassviðris. Vindur mældist á milli 8 og 10 vind- stig á annesjum og var mjög hvasst, einkum á fjöllum. Skólahaldi var af- lýst á nokkrum stöðum á norðan- verðu landinu, þar á meðal í Lundi í Öxarfirði og yngri börn fóru ekki í skóla á Hafralæk vegna veðurs. Innanlandsflug gekk hægt í gær vegna veðurs og lá niðri um tíma fyrri hluta dags eftir að Veðurstofan hafði sent frá sér aðvörun um ísingu og ókyrrð í lofti. Komust aðeins fímm vélar á loft fyrri hluta dags, til Egils- staða, Sauðárkróks og Hafnar. Flug til Vestmannaeyja, ísafjarðar og Patreksfjarðar var fellt niður og um klukkan 18 í gær var annað flug í athugun. Öxnadalsheiði var lokað um klukk- an 15 í gær vegna veðurs en þá höfðu bifreiðir lent þar í erfiðleikum. Ófært var um Steingrímsfjarðar- heiði, Fjarðarheiði var ófær og sömu- leiðis Oddsskarð, Kleifarheiði var jeppafær en Breiðdalsheiði var opin og fært var um Fagradal og suður með ströndinni. Hvessir aftur í dag Ásdís Auðunsdóttir veðurfræðing- ur sagði að lægja ætti sunnanlands og suðaustanlands, en strengurinn lægi áfram yfir norðvestanverðu landinu í dag eða frá Breiðafirði og yfir Vestfírði og Norðurland vestra og þar yrði hvasst í dag áfram. Síð- degis í dag á að hvessa aftur um allt land af norðaustri, samkvæmt veðurspá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.