Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 4if I UNNUR HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Unnur Hrefna Guðmundsdóttir fæddist f Reykjavík 13. mars 1922. Hún j lést 17. desember siðastliðinn. For- eldrar Unnar voru ( Jóhanna Sigurð- ardóttir og Guð- mundur Valdimar Tómasson. Systkini Unnar: Margrét, f. 29.3. 1919, Jóhann- es Hörður, f. 28.10 1923, Dóra Björg, f. 3.2. 1925, Valdi- I mar Númi, f. 17.6. 1926, nú Iátinn, Bragi Rafn, f. 1 24.1. 1928, Hanna Hafdís, f. I 2.11. 1930, Auður Bergþóra, f. 1.11. 1931, Skarphéðinn, f. 29.4. 1933, Ragnheiður Erna, f. 17.2. 1935, Elísa Edda, f. 11.7. 1936. Unnur hóf búskap með unn- usta sínum Sveini Samúelssyni, f. 28.7. 1922, árið 1945 á Tjarn- arstíg 3, Seltjarnarnesi, þar sem þau bjuggu alla sína búskapart- fð. Hún giftist Sveini hinn 6. október 1949. Þau eignuðust 1 fjögur börn: 1) Sigríður Jórunn, f. 8.10. 1944, hennar maki Jó- hann Jóhannsson og eiga þau einn son, Svein Garðar. 2) Bryndís Jóna, f. 22.8. 1948, hennar maki Ás- mundur S. Jónsson 9jg þeirra synir eru Örvar og Brynjar. 3) Jóhann Valdi- mar, f. 16.12. 1949, fyrri sambýliskona Kristín Hulda Hauksdóttir, f. 1.1. 1951, þeirra börn Unnur Hrefna og Guðgeir Snorri. Seinni kona Birna Guðmundsdóttir, f. 7.5. 1956, þeirra börn Sandra Ósk og Linda Rós. Björn Pálmar, f. 8.12. 1951. Hans maki Hulda Ólafsdóttir, f. 21.6 1958, þeirra börn Þórður Örn og Björn Ingi. Unnur ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Norður-Fíflholtshjá- leigu í Vestur-Landeyjum, frá 4 ára aldri og til fullorðinsára, þeim Sigurði Eiríkssyni og Jór- unni Pálsdóttur. Þegar ævi Jór- unnar lauk og Sigurður var orð- inn fjörgamall var hún áfram að Norður-Fíflholtsþjáleigu í umsjá móðursystkina sinna þeirra Björns og Páiínu sem urðu henni þá sem foreldrar. Útför Unnar fór fram frá kapellu Fossvogskirkju 27. des- ember. Ég er 5 ára. Mamma mín er á spítala þvf bróðir minn er að koma í heiminn. Ég gisti hjá ömmu og afa á Tjarnó á meðan. Það er voða gaman. Ég er að fara á dansiball og amma dubbar mig upp í prins- essualklæðnað, setur bláan augn- skugga á augnlokin og rauðan vara- lit á varirnar. Ég lít ánægð í spegill- inn og fínnst ég vera svo falleg. Ég er prinsessa og mér líður alveg eins og slíkri því ég er nefnilega prinsessan þeirra _afa og ömmu. Ég er 10 ára. Ég sit við eldhús- MINNINGAR borðið í litla eldhúsinu hennar ömmu og sker jólasvein út í flatkökudeig. Amma hjólar í stólnum sínum á milli borðsins og pönnunnar sem hún steikir á jólasveinaflatkökumar mínar. Síðan setjum við smjör á heita jólasveinana og borðum þá með bestu lyst. Ætli það séu marg- ar stelpur sem hafa borðað jóla- sveinaflatkökur? Ég er 15 ára. Það er svo mikið að gerast í mínum innri heimi að ég má ekki vera mikið að því að hugsa um þann ytri. Ég fer ekki jafnoft til ömmu og afa og áður og gisti ekki lengur en ég hugsa oft um og til þeirra. Ég er 20 ára. Mér líður illa og ég fer til ömmu og afa og bið um að fá að vera hjá þeim og gista nokkrar nætur. Ég vona að friðurinn komi í sálina mína á Tjarnarstígnum og að amma og afi geti fyllt huga minn af sínu einstæða baráttuþreki og lífsvilja svo ég komist í gegnum þessa raun. Ég er 25 ára. Það er svo mikið að gerast í mínum ytri heimi að ég má ekki vera mikið að því að hugsa um þann innri og heimsækja þá sem standa mér næst. Ég er búin með mitt nám og farin að vinná og bytj- uð að búa. Ég finn að afi og amma gleðjast yfir því að mér skuli nú ganga allt í haginn. Ég hugsa oft til þeirra og fyllist stundum kvíða þegar ég hugsa til þess að bráðum kalli himnafaðirinn þau til sín. Ég er 30 ára. Ég sit með litla barnið mitt í kjöltunni og við skoðum prisnessumyndir af mér og myndir af ömmu og afa. Ég rifja upp at- burði sem tengjast myndunum og segi baminu mínu frá. En bamið mitt er svo lítið að það skilur mig ekki. Því fínnst myndimar litríkar og fallegar og reynir að klófesta þær og setja í munninn sinn. En ég veit að það koma tímar þegar barnið á eftir að setjast í kjöltu mína og biðja mig um að segja mér + Ingibjörg Jóns- dóttlr fæddist á ísafirði 24. apríl 1915. Hún lést í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Sæ- mundsdóttir frá Álftafirði og Jón Halldór Jóhannes- son frá Arnardal. Eiginmaður Ingi- bjargar var Gísli Guðmundsson, f. 30.10. 1907 frá Tröð í Kolbeinsstaða- hreppi. Gísli var lengst af kenn- ari við Verslunarskóla íslands og fararstjóri. Hann lést 29.12. 1989. Þau slitu samvistir. Böm þeirra eru: 1) Jón Halldór, f. 3.11. 1943, kvæntur Margréti Sigurðardóttur, þau eiga fjögur böm og fjögur bamaböm. 2) Brandur, f. 15.12.1944, kvæntur Mörtu Hauksdóttur, þau eiga tvo syni og eitt bamabam, Brandur á dóttur frá fyrra hjónabandi 3) Guðmundur Tómas, f. 11.1. Það var að koma vor árið 1970 þegar ég hitti Ingibjörgu fyrrver- andi tengdamóður mína í fyrsta sinn. Ég var ung og eilítið kvíðin fyrir að unnustinn kynnti mig fyrir móður sinni og um leið færðum við henni þær fréttir að innan nokkurra mánaða yrði hún amma að sjötta barnabarni sínu. En kvíðinn hvarf fljótlega við spjall og skemmtileg- heit og tók hún bæði mér og frétt- unum um tilvonandi barnabarn ljúf- mannlega. Höfum við síðan átt ótal ánægjustundir saman, og þar sem við höfðum báðar gaman af að tala skorti okkur aldrei umræðuefni. Ingibjörg var húsmæðrakennari og kunni vel til ýmissa verka. Ég, Atli og synir okkar nutum í ríkum 1946, kvæntur Jó- hönnu Vigfúsdótt- ur. Þau eiga þijár dætur og eitt barna- barn. 4) Atli, f. 12.8. 1947. Hann er frá- skilinn og á þrjá syni. 5) Ásmundur, f. 6.2.1951, kvæntur Helgu Erlendsdótt- ur. Ásmundur á fimm börn. 6) Guð- rún, f. 11.12. 1954. Guðrún er fráskilin og á tvær dætur. Ingibjörg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar, hús- mæðraskólaprófí frá Húsmæð- raskólanum Ósk á ísafírði og þriggja ára kennaranámi frá Statens Lærerinneskole í Hus- stell í Stabekk í nágrenni Ósló- ar. Heimkomin tók hún við skólastýrustarfi við Húsmæðra- skólann Ósk á ísafirði, en flutti síðan til Reykjavíkur. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. mæli þessarar verkþekkingar og lærðum margt af henni. Ég kunni lítið sem ekkert í matargerð þegar ég fór að búa, en það gerði ekki svo mikið til því það kunni Ingibjörg afar vel. Bæði eldaði hún og útbjó veislurétti eins og ekkert væri ef á þurfti að halda og einnig kenndi hún mér ýmsa pottagaldra sem oft hafa komið sér vel í gegnum tíðina. Ég var frekar frábitin hvers kyns saumaskap en það gerði heldur ekk- ert svo miídð til þó ekki tækist henni að kenna mér á undur skæra og saumavéla. Ég gat einfaldlega mætt með efni sem mér þóttu falleg og nokkrum dögum síðar voru tilbúnir útigallar, buxur, jakkar eða hvað sem drengina vanhagaði um í það og það skiptið fyrir utan allt sem hún saumaði óumbeðin. Á þessum tíma vann Ingibjörg við fiskvinnslu og gerði hún það þar til hún hætti að vinna. Hún var dugnaðarforkur og dáðist ég oft áð henni. Hún vann oft fram að kvöld- mat, og eftir það settist hún við saumavélina eða með aðra handa- vinnu og fannst mér oft með ólíkind- um hveiju fullorðin kona gat áorkað. Ingibjörg var einlægur sósíalisti og verkalýðssinni eins og hún orð- aði það og áttum við oft fjörugar umræður um pólitíkina. Oftast vor- um við sammála en einnig deildum við um ýmislegt, ég róttæk og ák- öf, hún þroskuð og vissi oft betur, en aldrei fór svo að deilumar end- uðu í illu. Það var gaman að segja Ingi- björgu afrekssögur af drengjunum, hún var ánægð með allt gott og skemmtilegt sem drengimir sögðu og gerðu og sagði hún þá gjaman að þeir líktust föður sínum og sagði fúslega öðrum sögurnar. Ef ég sagði henni eitthvað af strákapör- um þeirra sem stundum gat talist miður jákvætt, þá gerði hún lítið úr því eða sneri því á betri veg, kímnigáfa hennar kom vel fram í viðhorfi hennar til bamabarna sinna. Hún hafði oft ýmislegt að athuga við uppeldisaðferðir mínar og þar vorum við ekki alltaf sam- mála, en það fór alltaf vel á með okkur í þeim umræðum. Ingibjörg átti sex böm og skildi það mæta vel að stundum var gott að komast út án þeirra eða að sum vinna heima fyrir var erfið með börnin I kringum sig. Alltaf var gott að biðja hana um að passa og gerði hún það oft og með ánægju. Þó að við hjónin skildum hélst áfram gott samband milli mín og Ingibjargar. Við heimsóttum hvor aðra og héldum jafnframt þeim sið að heimsækja saman nýfædd barnabörn hennar og höfðum báðar mikla ánægju af. Ég kveð vinkonu mína Ingibjörgu og þakka henni samfyldina þessi ár og sendi ég börnum hennar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Unnur. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR af langömmu sinni og langafa. Og ég mun segja því söguna aftur og aftur. Elsku amma mín. Til þín langar mig að skrifa hin allra fallegustu orð en samt veit ég ekki hvort þau duga til þess að segja hversu vænt mér þótti um þig, hversu mikið ég virti þig og tók mér til fyrirmyndar. Mig skortir líka orð til að lýsa sterkum persónuleika þínum. Orð eru fátækleg. Þú varst fyrst og fremst amma mín og mér þótti vænt um þig. Nú ertu lögst til hinnar hinstu hvíldar. Margs er að minnast og margs er að sakna. Þó ég sé nú orðin aldarfjórðungs gömul fínnst mér enn sárt til þess að hugsa að fólkið í kringum mig, fólkið sem mér þykir svo vænt um og hef tengst alla ævi mína, skuli ekki geta verið eilíflega á þessari jörð. En nú áttu samt eilíft líf, amma mín, því eins og Jesú Kristur sagði: „Þeir sem trúa á mig öðlast eilíft líf.“ Og þú trúðir á Guð og son hans Jesús Krist og þú lagðir grunninn að minni barnatrú sem hefur verið svo mjög að brjótast um innra með mér hina síðustu mánuði. Þú varst farin að hyggja að heim- för og það var ef til vill enginn til- viljun að þú ákvaðst að fara rétt fyrir þá hátíð sem við höldum til þess að minnast fæðingar Jesú Krists, lausnara okkar. Við, sem eftir erum og söknum þín svo sárt, getum þó glaðst yftr því að þú hef- ur nú fengið lausn frá þeim líkam- legu kvölum og sjúkdómum sem hijáðu þig hvað verst þín síðustu æviár. í gegnum tíðina ræddum við oft saman um tilveruna, tilgang llfsins, þennan heim og annan heim, lands- ins gagn og nauðsynjar. Þær sam- ræður voru oft innilegar og stund- um fjörugar. Við skiptumst á skoð- unum og vorum ekki alltaf sam- mála. En það skipti ekki öllu máli því við gátum báðar borið virðingu fyrir skoðunum hvor annarrar og sætt okkur við það að það getur verið jafnerfitt að kenna hundum að sitja hvort sem þeir eru ungir_ eða gamlir. En engu að síður sann- aðist oft hið fornkveðna ungur nemur, gamall temur. Og þú kennd- ir mér sitthvað og ekki bara með orðum, sem ég mun búa að alla mína ævi. Æðruleysi þitt og bar- áttuþrek gagnvart örlögum þínum, lömuninni og þeim langvinnu sjúk- dómum sem á þig heijuðu síðustu árin kenndu mér meira en nokkuð annað að horfa lengra en nef mitt náði. Lífsafstaða þín og lífsskoðan- ir höfðu mótandi áhrif á mig ómeð- vitaða. Samræður okkar verða mér eniP' meira virði nú þegar þú ert farin úr þessum heimi. Frásagnirnar af æskuárum þínum, ungdómsárunum, fyrstu búskaparárunum, árunum sem þú varst á spítalanum og í end- urhæfingu eftir að hafa fengið mænuveikina og lífí þínu með löm- uninni, allar mun ég þær geyma í huga mínu og hjarta og bera þær áfram til komandi kynslóða svo þær geti gert sér grein fyrir hversu mik- il og merkileg manneskja formóðir þeirra var. Amma mín, nafn mitt er mér mikils virði því það er einnig nafnið þitt. Það er dálítið erfítt að bera nafn svo mikilfenglegrar og marg- brotinnar konu en ég mun ávallt reyna mitt besta til þess að vera þér og nafninu okkar beggja til sóma. Amma mín, það voru forrétt- indi að hafa fengið að vera sam- ferða þér í 25 ár í þessu lífi. Hvíl þú í friði. Ég hugsa um og til þln. Ég bið góðan Guð að styrkja í sorginni elsku afa, pabba, Sirrý, Binnu, Bjössa og maka þeirra, barnabömin, systkini ömmu, frænd- fólk allt og vini. Þín, Unnur Hrefna. f t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Hvassaleiti 28, Reykjavfk, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, miðvikudaginn 15. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Edda Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Sigurður Vignir Sigurðsson, Valdemar Loftur Lúðvíksson, Helga Sveinsdóttir, Þórir Lúðvfksson, Anna Margeirsdóttir, Ólavfa Stefanfa Lúðvíksdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, YNGVI ÞÓR EINARSSON bifreiðastjóri, lést á Landspítalanum þann 15. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Valgeirsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGFÚSSON húsasmfðameistari, fyrrv. fasteigna- og skipasali frá Gröf á Höfðaströnd, til heimilis f Safamýri 50, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. janúar kl. 15.00. Bára Sigrún Björnsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sigurður Birkir Sigurðsson, Pétur Þór Sigurðsson, Freyr Baldvin Sigurðsson, Una Sigurðardóttir, Sigfús Jón Sigurðsson, Zophanías Þorkell Sigurðsson, Alma Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ása S. Þrastardóttir, Jónína Bjartmarz, Steinunn Jónsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnheiður Einarsdóttir, Guðrún ívars, Magnús Æ. Magnússon,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.