Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ J ERLENT Breyta verður hlið- arstýrum 2.700 Bo- eing-þotna Washington. Reuter. BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið (FAA) hefur ákveðið að krefjast breytinga á hliðarstýrisbúnaði allra flugvéla af tegundinni Boeing-737, en um er að ræða um 2.700 þotur, samkvæmt frétt Reutere-fréttastof- unnar. Breytingamar taka mið af hönnun stýrisbúnaðar nýrrar kyn- slóðar 737-flugvéla, sem smíði er nýhafm á. Einar Sigurðsson, aðstoð- armaður forstjóra Flugleiða, sagði að ráðist yrði í breytingar á 737-þot- um félagsins hið fyrsta, en flugfélög fá þijú ár til að ljúka þeim. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, tilkynnti um ákvörðun FAA á þriggja daga alþjóðlegri ráðstefnu um flugöryggismál, sem lauk í Was- hington í fyrrakvöld. Breytingunum er ætlað að koma í veg fyrir ógætilega og óumbeðna hreyfingu hliðarstýrisins; að það slá- ist hart í bak eða stjór, svonefnda „snarbeitingu", sem leitt getur til skyndilegrar og stjórnlausrar veltu. Sömuleiðis að hreyfibúnaður stýris- ins verði endurhannaður til að koma f veg fyrir að stýrið festist við óvenjulegar sviptingar í lofthitastigi. Ætlunin er m.a. að á hliðarstýrið verði settur búnaður til að koma í veg fyrir óumbeðnar hreyfingar. Talið er að bilun í hliðarstýri hafi átt sinn þátt í að Boeing-737 þotur ultu fyrirvaralaust í aðflugi og flugu stjórnlaust í jörðina, önnur við Pittsburgh 1994 og hin í Col- orado Springs 1991. Tilraunir Bo- eing-verksmiðjanna og Öryggis- stofnunar samgöngumála (NTSB) hafa leitt í ljós, að hreyfibúnaðurinn getur fest við ákveðnar aðstæður og leitt til þess.að flugmenn missi stjórn á flugvélinni. Talsmenn Bo- eing segja, að atvik af því tagi hafi þó aldrei komið fyrir í um 69 millj- ón flugferðum 2.790 flugvéla af 737-tegundinni. Boeing borgar „Við höfum ekki fengið þessi fyr- irmæli en munum vitaskuld fara eft- ir þeim í einu og öllu,“ sagði Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða. „Við munum nú kanna með framboð á þeim hlutum sem um er að ræða. Kostnaður Flugleiða verður óverulegur, fyrst og fremst vinnan, því Boeing-verksmiðjurnar munu leggja til þá hluti og efni sem um ræðir. Líklega verður reynt að gera þessar breytingar við reglu- bundnar skoðanir á þotunum." • • OSE ámiimir Milosevic Belgrað. Reuter. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) gagnrýndi í gær Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og hvatti hann til að viðurkenna kosningasigur stjórnarandstöðunn- ar í 14 af 18 stærstu borgum Serb- íu i stað þess að gefa eftir smátt og smátt. Áminning ÖSE var veitt eftir að Milosevic skaut á fundi öryggisráðs Júgóslavíu til að fjalla um ástandið í Serbíu. Kjörstjómir í Belgrað og Nis hafa viðurkennt sigur stjórnar- andstöðunnar þar og hnekkt ógild- ingu kosninganna. Þessar tilslakan- ir virðast hins vegar ekki ætla að hafa áhrif á stjómarandstöðuna, sem hefur ótrauð haldið áfram mótmælaaðgerðum. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Dana og formaður ÖSE í krafti þess að Danir hafa þar for- sæti um þessar mundir, sagði að Milosevic ætti að gera sér grein fyrir þvi að það gengi ekki að koma til móts við stjórnarandstöðuna smátt og smátt þegar um væri að ræða einfalt mál, sem afgreiða ætti sjálfkrafa; að skipta sætum milli frambjóðenda eftir fylgi. Hvetur hann til að láta af undanslætti o g viðurkenna sig- ur stj órnarandstöðu að fá úrslit kosninganna viður- kennd. Ákvörðun kjörstjómanna í Belgrað og Nis sigldi í kjölfar úr- skurðar ÖSE um að Zajedno, fylk- ing stjórnarandstöðuhreyfinga, hefði sigrað heiðarlega, en ekki haft rangt við eins og sagt var þegar kosningarnar 17. nóvember voru gerðar ógildar. Kjörstjórnirnar ítrekuðu hins vegar að hægt væri að áfrýja niður- stöðu hennar og rennur fresturinn til þess út á morgun. Harðlínumenn úr röðum sósíalista hafa því nægt svigrúm til að tefja og grafa undan stjórnarandstöðunni, í það minnsta á meðan ekki berast fyrirskipanir um annað frá Milosevic, sem hefur ekkert sagt um málið. Sömu brögð og í Bosníu Níu vikna mótmæli Allt að hálfri milljón manna hef- ur mótmælt daglega í níu vikur til Fréttaskýrendur segja að Mil- osevic beiti nú sömu brögðum og hann notaði í Bosníu. Þá hefðu for- seti Serbíu og Bosníu-Serbar notað óeiningu og ringulreið í röðum Rússa og Vesturlanda til að leggja undir sig 70% Bosníu í upphafi átakanna 1992 til 1995. Það hefði ekki verið fyrr en Vest- urveldin sneru bökum saman og gripu til loftárása að Milosevic féllst á samkomulagið, sem undirritað var fyrir milligöngu Bandaríkjamanna í Dayton í Ohio og kvað á um að Serbar fengju aðeins um helming Bosníu. Á meðan barist var í Bosníu virti Milosevic Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið yfirleitt að vettugi þar til sprengjur féllu. Þá gaf hann eftir, en eins lítið og hann taldi sér fært. Nú segja fréttaskýrendur að það sama sé að gerast. „Þetta er þessi gamli leikur kattarins að músinni hjá Milosevic," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Belgrað. „Tefja, fara í kringum hlutina, bijóta Iof- orð, láta fresti renna út og rugla alla rækilega í ríminu." Vestrænif stjórnarerindrekar sögðu til dæmis að Milosevic hefði heitið því að ágreiningurinn við stjórnarandstöðuna yrði leystur með jákvæðum hætti fyrir 12. jan- úar, en það stóðst ekki. Milosevic hefur verið kallaður „meistarinn í að standa á ystu nöf1 fyrir að fylgja þessari herfræði. Hann hlýtur hins vegar að gera sér grein fyrir því að þegar hann hefur hegðað sér í anda hennar hefði betur verið heima setið en af stað farið. Bosníu-Serbar fengu á endanum sýnu minna landsvæði í sinn hlut en hefðu þeir gengið að þeim kost- um, sem buðust 1993. „Stjórn Milosevic mun að lokum, undir þrýstingi, ganga að hvaða kostum sem er, en reglan er sú að það verður sýnu dýrkeyptara fyrir hana en hefði hún gengið að samn- ingum í upphafi," sagði umbóta- sinninn Dragoslav Avramovic, fyrr- verandi bankastjóri seðlabanka Júgóslavíu. Það hriktir í stoðum efnahagslífs í Serbíu eftir íjögurra ára refsiað- gerðir að undirlagi Sameinuðu þjóð- anna og ýmsir segja að hrun blasi við berist ekki fjármagn inn í land- ið. Vestræn ríki standa hins vegar fast á því að veita enga aðstoð eða fé nema Milosevic láti að stjórn. Sinueldar boða vorkomu Reuter ÞAÐ er hefð að brenna sinu þegar vorar í hinum forna bæ Nara í Japan. Þessi siður nefnist ,jama-jaki“ og laðar að fjölda ferðamanna. Hér sést Tofuku-hofið bera við sinueldana í hlíðum Wakakusa-Qalls á miðvikudag. Afmælishátíð í hefðbundnum stíl KONUNGLEGA leikhúsið hefur bor- ið nafn með rentu frá fyrstu tíð og verið notað af konungsfjölskyldunni til að fagna merkisatburðum. I fyrra- kvöld bauð Margrét Danadrottning til hátíðasýningar með dagskrá úr sígildum dönskum verkum, en í hléi var boðið upp á eftirminnilega flug- eldasýningu, sem var gjöf flugelda- meistara Tívolís. í dagblaðinu Politi- ken er áætlað að öll hátíðahöldin kosti rúmar þijátíu milljónir íslenskra króna, en drottningin fær sem svarar rúmum hálfum milljarði íslenskra króna árlega til að reka hirðina. Hátíðasýning í Konunglega leikhúsinu er fastur liður, þegar tímamótum er fagnað í konungsfjölskyldunni. Sigrún Davíðsdóttir segir frá ríkisafmæli Danadrottningar. Drottningarkjóll með burðarþoli Á leikhúströppunum stóð hirðmar- skálkurinn á rauðum dregli og heilsaði gestum með handabandi og inni stóð hirðsiðameistarinn og gerði það sama. Báðir íklæddust bláum og rauðum ein- kennisbúningum hirðmanna og þeirra, sem hafa einhveija hirðtitla og þar sem margir slíkir voru boðnir settu ein- kennisbúningamir sterkan svip á sam- komuna. Þama gafst tækifæri til að bera orður fyrir þá sem þar eiga og eldri herrar höfðu fangið fullt af slíku skrauti. Auk hirðmanna og yfirmanna hersins vom þama stjómmálamenn og ráðherrar, æðstu embættismenn, fólk úr íjármála- og listaheiminum og svo sérstakir vinir konungsíjölskyld- unnar eins og hin þungaða Janni Spi- es og fleiri frægir Danir. Samkvæmt Berlingske Tidende hafa fínni saumastofur bæjarins saumað hátíðakjóla í stríðum straum- um á boðsdömumar undanfarnar inn stífan og þarf sennilega verk- fræðilist til að reikna burðarþol hans. Efnin í kjólum drottningar eru iðu- lega sérofin fyrir hana og meðal annars verslar hún hjá vefurum í Flórens. Aðrar konur létu ekki sitt eftir liggja í skartgripum, svo þama hafa verið bomir gripir fyrir tugi milljóna íslenskra króna. Nútímalegir kjólir eða skartgripir voru sjaldséðir. Formfesta í fyrirrúmi vikur og í hirðveislum þykir svartur litur ekki við hæfi, þar sem hann er sorgarlitur, þótt tískan segi kannski annað. Drottningin klæddist smar- agðsgrænum silkikjól með sannköll- uðum drottningarsvip og bar smar- agðsskartgripi. En þar sem hún ber einnig orður verður að gera kjólbol- En formfestu gætir jafnt í efnis- vali, sem framkvæmd svona sýning- ar. Fyrst var leikinn þáttur úr „El- verhoj, sem allir Danir þekkja og svo kom hlé, þar sem borinn var fram léttur matur og vín. Þá tók leikhúsið að nötra af flugelda- sprengingum, sem nutu sín fagur- lega af svölum leikhússins, þar sem drottningin stóð með loðfeld yfir sér og virtist hafa barnslega gaman af, enda útsýnið af svölunum stórfeng- legt. Þarna stóðu íslensku forseta- hjónin líka, Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir í einföldum fagurrauð- um tvískiptum silkikjól og hrifust af, því þótt íslenskt gamlárskvöld sé mikilúðlegt þá er flugeldasýning glæsilegri. Eftir hlé var sýnt atriði úr ballettinum Þjóðsögu frá síðustu öld, en drottningin hefur hannað leiktjöld í æfintýrastíl fyrir þá sýn- ingu. I eftirfylgjandi hléi var boðið upp á kampavín og þá gekk hirðmar- skálkurinn með staf sinn fyrir drottningunni, Henrik prins, sonum þeirra og tengdadóttur um leikhús- ið, heilsuðu þeim sem þau þekktu og kinkuðu kolli til annarra. Þeir sem kunnu sig hneigðu sig þegar drottningin gekk hjá. Sýningunni lauk síðan með atriði úr Grímudans- leik Carl Nielsens og þar með var æfintýrið úti, nema fyrir þá gesti, sem boðnir voru til náttverðar í höll krónprinsins í Amalienborg. Stækkun NATO Ætla ekki að svara með hernaðar- bandalagi Moskvu. Reuter. ÍGOR Rodíonov, varnarmálaráð- herra Rússlands, fordæmdi í gær fyrirhugaða stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO), en bætti við að ætlun Rússa væri hins veg- ar ekki að stofna eigið hernaðar- bandalag til mótvægis. Rodíonov sagði á blaðamanna- fundi að Rússar væru mjög and- vígir áætlunum NATO um að fjölga aðildarríkjum, en litu ekki á bandalagið sem óvin eins og sakir stæðu. „Leyfum þeim að stækka NATO ef þeir vilja, en við erum andvígir þessu,“ sagði Rodíonov. „Við ætl- um ekki að þenja okkur út og það lítur ekki út fyrir að við stofnum nýtt hernaðarbandalag.“ Varnarmálaráðherrann vísaði til daga kalda stríðsins þegar hann sagði að stækkun NÁTO „gæti aðeins leitt til endurvakningar ástandsins, sem í áratugi hélt heiminum í greipum óttans“. Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, sem hyggst ræða við Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, í Moskvu á mánudag, sagði á blaðamanna- fundi í Vín í gær að hann vonað- ist til að samskipti NATO við Rússa yrðu komin í fastar skorður þegar næsti leiðtogafundur banda- lagsins verður haldinn í Madrid í júlí. Komið til móts við Rússa? Bandaríska dagblaðið The Washington Post greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra í Evrópu hefðu ákveð- ið að leggja fram nýjar tillögur til þess að draga úr andstöðu Rússa við stækkun NATO. Haft var eftir ónafngreindum stjórnarerindrek- um hjá bandalaginu að þar á með- al væri aukinn sveigjanleiki í af- vopnunarmálum, aukin efnahags- aðstoð við Rússa og að veita Rúss- um sérstakt ráðgjafarhlutverk. Jl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.