Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Yfirlýsing vegna brottvísunar ÉG UNDIRRITAÐUR, Árni H. Kristjánsson, sé mig knúinn til að skýra Dagsbrúnarverkamönnum frá því hvers vegna ég sit ekki lengur í stjórn félagsins eftir stutta stjórnarsetu. Forsaga málsins er sú að fyrir rúmu ári stóðu fyrir dyrum stjórnar- kosningar í Vmf. Dagsbrún. Tveir listar voru í framboði A- listi stjómar og B-listi nokkurra áhugasamra verkamanna um bætt kjör verkamönnum til handa. Til að byija með hvarflaði ekki að mér að styðja A-lista stjómar enda hafði ég haft skömm á vinnu- brögðum hennar til margra ára. Á B-list- anum voru margir vel- meinandi menn, en ég gat ómögu- lega treyst forkólfum listans til að stýra félaginu, en allt benti til að svo myndi fara skömmu fyrir kosningar. Ástæðan fyrir því að ég fór fram með A-listanum var fyrst og fremst sú að ég vildi leggja mitt af mörkum til að af- stýra fyrirsjáanlegu slysi. Forysta Dagsbrúnar til margra áratuga sá fram á að missa völd- in. Því ákvað hún að gera róttæk- ar breytingar á listanum. Guð- mundi J. var skákað til hliðar og með honum fylgdi helmingur stjórnar. Nýir menn komu til skjal- anna, m.a. undirritaður, í krafti þekktra átaka er urðu í slipp Stál- smiðjunnar fyrir fáum árum. Kosningabaráttan var háð undir formerkjunum: „Reynsla og rót- tæk endurnýjun". Ég var fenginn til að taka að mér kosningastjórn A-listans. Það varð að nýta nýtt fólk enda voru gömlu andlitin mjög óvinsæl. Þetta gerði ég þrátt fyrir ábendingar um að verið væri að nota mig tímabundið til þess að tryggja gömlu foryst- unni áframhaldandi völd. Einnig horfði ég til þess að Halldór Björnsson og Ólafur Ólafsson létu fljótlega af störfum, en þeir hafa verið í forystu Dagsbrúnar í árarað- ir, og nýir menn tækju við. Eftir harða baráttu sigraði A-listinn með litlum mun í stjórnar- kjörinu. Við tók stjómarstarf sem undirstrikaði grun minn um að engar róttækar breytingar yrðu á starfsháttum Dagsbrúnar, þrátt fyrir fögur fyrirheit í kosn- ingarslagnum. Gamla stjórnark- líkan passaði vel uppá að halda öllum valdastöðum, bæði í stjórn og nú síðast í uppstillingarnefnd. Á ASÍ-þinginu siðastliðið vor fann ég fyrst fyrir því að óbreytt- ir stjórnarmenn í Dagsbrún eiga ekki að tala gegn vilja forystu félagsins („stjórnin á að vera sam- hent“, var það kallað). Á þinginu lagði miðstjórn ASÍ fram aldeilis makalausa kjaramálaályktun þar sem m.a. var að finna eftirfar- andi: „ASÍ telur að með styttingu vinnutíma megi skapa raunhæfar forsendur fyrir hækkun grunn- launa þvi afköst og framleiðni munu aukast samhliða og gæði framleiðslunnar fara vaxandi." Þessu mótmælti ég harðlega og taldi að verkafólk ætti að semja Jafn róttæk ákvörðun og sú að víkja stjórnar- manni úr Dagsbrúnar- stjórn, sefflr Arni H. Kristjánsson, getur ekki gerst án vitunar forystu félagsins. um kaup og kjör á eigin forsend- um. Ég og Gylfi Páll Hersir Dags- brúnarverkamaður lögðum síðan fram breytingartillögu þar sem ofangreindu var hent út og eftir- farandi kæmi í staðinn: „ASI krefst þess að dagvinnulaun nægi til framfærslu.“ Tillaga okkar var samþykkt þvert á vilja forysta- manna verkalýðshreyfingarinnar þ.á m. forystu Dagsbrúnar. Það var nefnt við mig i gamni (al- vöru!) að ég væri að taka mér gröf. Á samningarnefndarfundi seint síðastliðið haust talaði ég gegn vilja stjórnar og benti ég á að því hefði verið heitið í kosningaslagn- um að leggja höfuðáherslu á grunnkaupshækkanir (sbr. sam- þykkt ASÍ-þings). Vinnustaða- samningar þýða ekkert annað en að þeir sem hafa veikari samning- stöðu sitja eftir með lægri laun en þeir hafa sterkari stöðu (t.d. hafnarverkamenn), samstaðan fer lönd og leið. Einnig taldi ég rökrétt að leggja höfuðáherslu á grunnkaupshækkanir sérstaklega á ljósi þess að vinnutímatilskipun ESB um styttingu vinnutíma var á næsta leiti. Eins benti ég á að við samninganefndarmenn bær- um mikla ábyrgð gagnvart öllum Dagsbrúnarfélögum, ekki bara þeim sem geta bætt kjör sín gegn- um sérkjarasamninga heldur líka gagnvart þeim sem_ hafa enga möguleika til þess. Ég taldi frá- leitt að samið yrði til allt að 26 mánaða í ljósi slæmrar reynslu af langtímasamningum. Að end- ingu gagnrýndi ég að það skyldu ekki vera haldnir fleiri félags- fundir í félaginu. Þetta líkaði for- ystu Dagsbrúnar ákaflega illa og á næsta stjórnarfundi var mér aftur bent á að stjórnin ætti að vera einhuga og samhent. Að kvöldi 8. janúar sl. hringdi síðan Ágúst Þorláksson, formaður uppstillingarnefndar, sem jafn- framt er stjórnarmaður, í mig og tjáði mér að nefndin hefði ákveð- ið að víkja mér úr stjórn Dags- brúnar. Ég varð nokkuð hvumsa og spurði um forsendur fyrir brottvikningunni. Hann nefndi þá að ég hefði hætt sem trúnaðar- maður sl. vor er ég tók við flokk- stjórastarfi. Ég spurði hann hvort þetta væri endanleg ákvörðun. Þá kvaðst hann ætla að hringja í mig seinna um kvöldið og láta mig vita af eða á. Það er skemmst frá því dð segja að hann hringdi aldrei aftur. Daginn eftir hringdi ég svo á skrifstofu Dagsbrúnar og var mér þá tjáð að ég væri ekki lengur á uppstilltum stjórn- arlista og annar maður settur í sæti mitt. Uppgefnar ástæður fyrir brottvikningu eru náttúrlega fáránlegar, margir stjórnar- og trúnaðarráðsmenn eru flokks- stjórar, m.a. tveir fyrir utan mig í stjórninni. Varaformaðurinn, Sigríður Ólafsdóttir, leysir yfir- mann hreinsunardeildar Reykja- víkurborgar af á sumrin. Hin ástæðan, að ég væri ekki lengur trúnaðarmaður á mínum vinnu- stað er ekki síður fáránleg. Annar af fulltrúum hafnarverkamanna í stjórn er ekki heldur trúnaðar- maður. Öllum í stjórn Dagsbrúnar var það kunnugt að ég léti af störfum sem trúnaðarmaður enda ræddi ég þetta ítarlega á tveimur stjórnarfundum sl. vor og þá fannst stjórnarmönnum að þetta skipti engu máli. Öllum ætti að vera það ljóst að mér var ekki vikið úr stjórn Dags- brúnar fyrir einhvern „misskiln- ing“ eins og forysta Dagsbrúnar vill halda fram eftir á enda var Ágúst Þorláksson, formaður upp- stillingarnefndar, í símasambandi við Halldór Björnsson, formann félagsins, sama kvöld og mér var vikið úr stjórn. Halldór hefði getað leiðrétt þennan „misskilning“ strax þetta kvöld en það gerði hann ekki. Þetta varð fyrst að „misskilningi“ daginn eftir brott- vikningu mína er ég tjáði Halldóri Björnssyni að ég sæi mig knúinn til að senda yfirlýsingu til fjöl- miðla. Það er athyglisvert að bæði Ágúst Þorláksson og Ólafur Ólafs- son, sem hefur verið lengi í upp- stillingarnefnd, eru jafnframt stjórnarmenn. Þeim báðum var það ljóst að forsendur brottvikn- ingarinnar gætu ekki staðist enda er ég aðalfélagi í Dagsbrún, greiði í félagið og hef því rétt til að gegna hvaða trúnaðarstarfi sem er i fé- laginu. Halldór Björnsson hafði ítrekað á stjórnarfundi fyrir brott- vikningu mína að hann vildi sem minnsta breytingu á stjórn félags- ins! Bæði Sigríður Ólafsdóttir og Ágúst Þorláksson ítrekuðu orð Halldórs við mig og sögðu hann hvergi hafa komið nærri. Eins róttæk ákvörðun og að víkja stjórnarmanni úr stjórn gæti aldr- ei farið fram án vitundar forystu félagsins. Það er hreinasta móðg- un við mig að halda því fram af Halldóri Bjömssyni, formanni Dagsbrúnar, að hann hefði ekki haft neina vitneskju um fyrirætlan uppstillingarnefndar. Er forystu Dagsbrúnar var ljóst hvílíkt klúður þessi brottvikning var („illa að henni staðið“) og eins hver við- brögð mín urðu þá ákvað hún að bjóða mér aftur sæti í stjórn og víkja hinum splunkunýja arftaka mínum af iistanum! Að sjálfsögðu þáði ég það ekki enda gæti ég aldrei unnið með forystu stjórnar- innar eftir það sem á undan er gengið. Höfundur átti sæti ístjórn Dagsbrúnar. Árni H. Kristjánsson Filippi peysur 3.900 F.5. stakur jakki -22r?fKF 12.900 blússa ^SrOOfr 5.500 F.8. úlpa 19.400 _S>/^Lbuxnadragt 18.900 Marío Roseíía TISKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími. 553 3300 Vinstra vor Senn vorar til vinstri, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem SENN vorar til vinstri í íslenskri póli- tík. Eftir áratuga sam- stöðuleysi hillir undir að vinstri menn lands- ins nái að slíðra sverðin og mynda bandalag til mótvægis við aftur- haldsveldi stjórnar- flokkanna. Þann 18. janúar verða stofnuð samtök sem að stendur fólk úr ungliðahreyf- ingum A-flokkanna, Þjóðvaka, Kvennalist- ans og Röskvu, ásamt félagslega sinnuðu áhugafólki um bætt þjóðfélag. Samtökin koma til með að heita Gróska — samtök jafnaðarmanna og verða stofnuð með pompi og prakt í Loftk- astalanum laugardaginn 18. janúar kl. 16. Aðstandendur samtakanna hafa opnað skrifstofu á Laugavegi 103 og er hún opin alla daga frá morgni til kvölds. Það sem rekur unga fólkið út í stórvirki þetta er sú niðurlæging sem þjóð- in má þola af hálfu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Rúnir allri framtíðarsýn vaða ráðamenn áfram með það eitt að markmiði að herða tök hags- munablokka og sæ- greifa á þjóðinni. I höndum þeirra er fjö- regg þjóðarinnar, menntakerfið, rústir einar og kjör verka- lýðsins þar sem eyði- mörk. Slíkt ástand geta þeir sem landið eiga að erfa ekki liðið og aðgerða er þörf. Sundruðum í mismörg- um smáflokkum hefur íslenskum félagshyggju- mönnum mistekist að halda aftur af samtrygginga- veldi Sjálfstæðisflokksins og eftir siðlausar árásir ríkisstjórnarinnar á skrifar um sameiningu jafnaðarmanna. kjör þeirra sem minnst mega sín er aðgerða þörf. Ástandið hlýtur að renna öllum réttsýnum jafnaðar- mönnum til rifja og nú er lag að forðast fallið og sameinast í eina öfluga breiðfylkingu gegn þessu ófremdarástandi. Niðurstaðan af viðræðum þessa unga og framsýna fólks er að meira sameinar en sundrar. Hugsjónin um réttlátt þjóðfélag þar sem allir fá notið sín án tillits til þjóðfélagsstöðu eða kynferðis er heillandi sýn og ekkert má koma í veg fyrir að hún verði að veru- leika. I breiðfylkingu félags- hyggjufólks á að vera pláss fyrir ólíkar skoðanir ólíks fólks. Grundvallar- hugsjónin er hinsvegar ein og það er það sem máli skipt- ir. Hlutverk stjórnmálamanna er að skapa umhverfi þar sem hver einasti einstaklingur er frjáls til að þroska kosti sína án tillits til stéttar og stöðu. Umhverfi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og jafnrétti kynjanna er jafn sjálfsagður hlutur og það að draga andann. Slíkar eru hugsjónir Grósku — samtaka jafn- aðarmanna og mikilvægt er að allir sem búa yfir þessari fögru lífssýn gangi til liðs við samtökin og mæti í Loftkastalann þann 18. janúar. Höfndur er háskólanemi og blaðanmður. Öllum, sem glöddu mig ú úttrœðisafmœli mínu 3. janúar sl. með hlýjum kveðjum, heimsóknum, góðum gjöfum og ómetanlegri aðstoð, fœri ég mínar innilegustu þakkir og bestu óskir um gott gengi ú nýbyrjuðu úri. Martha Árnadóttir, Engjavegi 22, ísafirÖi. Björgvin G. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.