Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 13.TBL.85.ÁRG. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ísraelar stefna að því að ljúka brottflutningi hermanna frá hverfum araba í Hebron í dag Þingið sátt við samkomulag- ið um Hebron Hebron. Reuter. ÞING ísraels samþykkti í gærkvöldi samkomulag ísraela og Palestínu- manna um að flytja ísraelska her- menn frá stærstum hluta Hebron og stijálbýlum svæðum á Vesturbakkan- um. Hermennimir í Hebron höfðu þá þegar rifið niður varðstöðvar í borg- inni og flutt í burtu megnið af bún- aði herliðsins. Yitzhak Mordechai, vamarmálaráðherra Israels, sagði að brottflutningi hermanna frá þeim hverfum borgarinnar, sem verða und- ir stjóm Palestínumanna, ætti að ljúka að mestu í kvöld. Þingið samþykkti samkomulagið með yfirgnæfandi meirihluta í at- kvæðagreiðslu sem sýnd var í beinni útsendingu í sjónvarpi. 87 þingmenn studdu - samkomulagið, 19 greiddu atkvæði gegn því og einn sat hjá. „Við erum ekki að fara frá Hebr- on, við emm að færa okkur til í borg- inni,“ sagði Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra þegar hann ávarpaði þingið fyrir atkvæðagreiðsluna. Fallhlífahermenn voru sendir til koma í veg fyrir mótmæli gyðinga í Hebron og vernda hermennina meðan þeir undirbjuggu brottförina frá hverfum araba. Palestínskir embætt- ismenn sögðu að ekkert væri því til fyrirstöðu að 400 palestínskir lög- reglumenn hæfu störf í borginni. Deilt um túlkun samkomulagsins Þótt aðeins væru tæpir tveir sól- arhringar frá því samkomulagið var undirritað hófust deilur milli Israela og Palestínumanna um túlkun þess. Netanyahu sagði á þinginu að í bréfi, sem Bandaríkjastjóm skrifaði til að greiða fyrir samkomulaginu, kæmi fram að Israelar ættu einir að ákveða hversu stór svæði yrðu á valdi þeirra eftir að brottflutningi hermanna frá stijálbýlum svæðum á Vesturbakkan- um lýkur í ágúst á næsta ári. Embætt- ismenn PLO sögðust hins vegar túlka samkomulagið þannig að ísraelar og Aðeins 23% treysta Jeltsín Moskvu. Reuter. Varað við efnahags- hruni ZHAN Vídenov, fráfarandi for- sætisráðherra Búlgaríu, sagði í gær að efnahagshrun blasti við landinu ef Sósíalistaflokkurinn og stjórnarandstaðan næðu ekki samkomulagi um stjórnarmynd- un. Vídenov ákvað í desember að segja af sér og stjórnarandstaðan hefur kennt honum um efnahags- kreppuna. Zhelju Zhelev, fráfar- andi forseti, sem veifar hér til mótmælenda í Sofíu í gær, hefur neitað að veita sósíalistum umboð til að mynda nýja stjórn. ■ Óvissa eykst í Búlgaríu/19 ALEXANDER Lebed, fyrrverandi leiðtogi rússneska öryggisráðsins, nýtur meira trausts meðal Rússa en nokkur annar stjórnmálamaður í Rússlandi og aðeins tæp 23% þeirra treysta Borís Jeltsín forseta, ef marka má skoðanakönnun sem dagblaðið Nezavísímaja Gazeta birti í gær. Lebed kom langbest út úr þessari könnun, sem náði til 2.200 manna víðs vegar um Rússland og var gerð í síðustu viku desembermánaðar. 58,4% aðspurðra sögðust treysta Lebed og næstur kom Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, með 42,7%. I þriðja sæti var Grígorí Javlínskí, fijálslyndur hagfræðingur, með 34,9% og á eftir honum kom Borís Nemtsov, æðsti embættismaður sjálfstjórnarsvæðisins Nísní Novg- orod, með 34,4%. í fímmta sæti með 29,9% var Gennadí Zjúganov, leið- togi kommúnista, sem beið ósigur fyrir Jeltsín í kosningunum í júní. Þegar spurt var hvernig stjórn- málamönnunum myndi vegna ef efnt yrði til forsetakosninga á næstu mánuðum töldu 25,9% að Lebed myndi sigra en 20,3% spáðu Zjúg- anov sigri. Lebed hefur skorað á Jeltsín að segja af sér vegna heilsubrests frá því forsetinn var lagður inn á sjúkra- hús í Moskvu í vikunni sem leið og segist staðráðinn í að verða næsti forseti Rússlands. Þingumræðu um afsögn Jeltsíns frestað Kommúnistar hafa beitt sér fyrir atkvæðagreiðslu í Dúmunni, neðri deild þingsins, um hvort Jeltsín eigi að fara frá en forseti hennar, komm- únistinn Gennadí Seleznjov, lagðist gegn þeirri tillögu í gær. „Eg tel að taka eigi þetta mál af dagskrá," sagði hann. Viktor Iljúkhín, formaður örygg- isnefndar Dúmunnar, sem stendur á bak við tillöguna, sagði að þingmenn- irnir vildu fá meiri tíma til að íhuga hana og hún yrði því ekki rædd á þinginu í dag, eins og ráðgert var. Umræðunni yrði frestað til miðviku- dags í næstu viku. Hver bauð Lebed? Lebed hefur skýrt frá því að hann hafí þegið boð um að vera við emb- ættistöku Bills Clintons Bandaríkja- forseta á mánudag en í gær kom fram að hvorki forsetinn né innsetningar- nefndin, sem er skipuð leiðtogum þingsins, kannast við að hafa boðið honum. Öllum þingmönnum landsins hefur verið úthlutað boðsmiðum og talið er að einhver þeirra hafi boðið rússneska stjómmálamanninum. Milosevic boð- ar umbætur Belgrað. Reuter. LEIÐTOGAR stjómarandstöðunnar í Serbíu sögðu í gær, á 60. degi mót- mælaaðgerða hennar, að setja ætti stjóm landsins lokafrest til að viður- kenna úrslit kosninganna, sem stjóm- in lét ógilda í nóvember. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, brást í gær við þrýstingnum erlendis og heima fyrir með því að boða uppstokkun í stjórn landsins, efnahagsumbætur og lausn pólitískra deilna með lýðræðis- legum hætti. „Árangur heildarefnahagsstefn- unnar veltur að mestu leyti á þeim mönnum, sem munu hrinda henni í framkvæmd í ríkisstofnunum jafnt sem í efnhags- og fjármálalífinu," hafði fréttastofan Tanjug eftir Mil- osevic. „Þetta er vísbending um við- eigandi uppstokkun í stjóminni.“ Stjómarandstaðan hélt uppteknum hætti og efndi til mótmælafundar í Belgrað. „Ég legg til að við gefum þeim lokafrest til að viðurkenna kosn- ingaúrslitin til fulls,“ sagði Vesna Pesic, einn leiðtoga Zajedno, samtaka stjómarandstöðuhreyfinga. „Þegar þessi frestur rennur út fáum við alla Serbíu til að rísa upp. Við höfum enga ástæðu til að sóa meiri tíma.“ ■ ÖSE áminnir Milosevic/20 Keut«r ÍSRAELSKIR hermenn taka niður tjald við höfuðstöðvar hersins í Hebron og undirbúa brottflutn- ing hersveitanna frá þeim borgarhlutum, sem verða undir stjórn Palestínumanna. Palestínumenn ættu að semja um þetta mál. Bandaríska utanríkisráðu- neytið sagði á miðvikudag að ísraelar ættu að ráða því hvaða svæðum þeir héldu til að tryggja öryggi sitt. Bandalag tíu róttækra hreyfinga Palestínumanna fór í gær hörðum orðum um samkomulagið og hótaði að koma því fyrir kattamef. Banda- lagið sagði samkomulagið fullnægja öllum skilyrðum ísraela og vera „glæp gagnvart palestínsku þjóðinni". Bandaríkin Tilræði í fóstureyð- ingastöð Atlanta. Reuter. TVÆR öflugar sprengingar urðu í fóstureyðingamiðstöð í Atlanta í Bandaríkjunum í gær og talið var að um sprengjutil- ræði hefði verið að ræða. Nokkrir menn særðust í seinni sprengingunni, aðallega lög- reglu- og slökkviliðsmenn, sem komu á staðinn eftir hina fyrri. Að minnsta kosti íjórir starfsmenn voru í fóstureyð- ingamiðstöðinni þegar fyrri sprengingin varð en engan þeirra sakaði. Rúmri klukku- stund síðar varð sprenging í ruslatunnu á bílastæði við bygginguna þegar lögreglu- og slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn. Lögreglan var með mikinn öryggisviðbúnað við a.m.k. sex fóstureyðingastöðv- ar í Atlanta og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.