Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 29 SKOÐUN Mynd 1. Grænlendinga sem kunna vel til verka á því sviði? Það vill oft gleymast að ekki hafa allir ferða- og útivistarmenn sömu þarfir eða óskir. En þeir eiga allir sinn rétt til miðhálendisins. Vitaskuld geta ekki öll 96 pró- sentin verið friðland. Það er þörf á landi á miðhálendinu til annarrar starfsemi en orkuvinnslu, svo sem undir vegi, þjónustustöðvar fyrir ferðamenn, fjallaskála og fjallahót- el. Margt af þeim mannvirkjum getur verið í nágrenni við orku- mannvirkin og notið góðs af þeim samgöngum sem hvort eð er þurfa að vera fyrir hendi vegna þeirra. Dæmi um þetta er Versalir á Sprengisandsleið. Ef þessi starf- semi leggur hald á 6% til viðbótar þeim 4% sem orkuiðnaðurinn þarf verða samt eftir 90% af miðhálend- inu, rúmir 37.000 km2. í grein sem Kristín Halldórsdótt- ir alþingiskona skrifaði í Morgun- blaðið 14. maí 1996 segir hún frá því að ósnortin víðerni í Bandaríkj- unum þurfi samkvæmt lögum að vera 2.000 hektarar hið minnsta, eða 20 km2. Þar eru einnig í gildi ákveðnar reglur um lágmarksfjar- lægðir slíkra svæða frá mannvirkj- um. Ef við göngum út frá að svip- aðar reglur yrðu settar hér og reiknum með tífaldri þeirri stærð, 200 km2, sem meðalstærð ósnort- ins víðernis, yrði rúm fyrir 150 ósnortin víðerni eða meira innan þessara 37.000 km2. [Ti! saman- burðar má geta þess að útivistar- svæðið í Heiðmörk er 28,5 km2, Reykjanes- og Bláfjallafólkvangur 38,4 þjóðgarðurinn í Jökulsárgljú- frum 120 þjóðgarðurinn í Skafta- felli 1600 (að mestu jökull) og Þingvallaþjóðgarðurinn, að „áhrifasvæðum“ hans meðtöldum, 237 km2.] Auðvitað geta ósnortnu víðernin ekki orðið svo mörg í reynd. Ekki vegna þess að raforkuvinnsla, að- alvegir um hálendið eða landbún- aður hindri það, heldur vegna hinna margvíslega annarra þarfa ferðamanna og útivistarfólks sem að ofan er minnst á. svona til að afsanna nú örugglega ádrepuna. Þetta var dapurlegt merki þess, að menn þar á bæ þoldu ekki gagn- rýni og einhvern veginn á ég afskap- lega erfitt með að skilja, að þeir skuli ekki sjá hversu broslegt okkur fínnst þessi viðkvæmni í ljósi þess að leikhúsfólkið býr við hana árið um kring og verður að kyngja hveiju sem er. Jón virðist lifa í þeirri sorg- legu blekkingu að enginn hafi neitt við hann að athuga nema „einhver einn maður" (sic!) og þar að auki vanstilltur. Ég get fært honum þær fréttir að hér úti í lífinu, fyrir utan fílabeinsturninn hans, er fjöldi fólks og alls ekki vanstillt, sem hefur ýmislegt við þetta að athuga. Þau eru ófá símtölin og bréfin sem okk- ur hafa borist frá óánægðum sjón- varpsáhorfendum, sem hafa sann- reynt á sjálfum sér að eiga ekki samleið með gagnrýnanda sjón- varpsins og eru bæði sárir og reiðir í hans garð fyrir ómaklegar árásir. Forráðamenn Dagsljóss og sjón- varps eru auðvitað ekki svo skyni skroppnir að þeir viti ekki að leiklist- arumfjöllun Jóns hefur vægast sagt verið mjög umdeild. Reyndar vann Jón Viðar einstakt afrek fyrir skömmu í þætti þar sem undirritaður hafði verið kvaddur á vettvang ásamt leikhússtjóra Borg- arleikhússins til þess að ræða leik- listarviðburði síðasta árs; hvað hefði staðið upp úr og hver staðan væri í íslensku leikhúsi. Honum tókst að halda því fram að eiginlega hefði ekkert markvert gerst í íslensku leikhúsi á síðasta ári — ef frá væru taldir tveir efnilegir leikstjórar sem fram hefðu komið á árinu. Reyndar höfðu þeir nú báðir komið fram árið þar á undan og vakið mikla athygli fyrir skemmtilegar sýningar — enda verið fastráðnir árum saman í Þjóð- leikhúsinu við hlið frábærra lista- manna og skilað glæsilegu starfi þar. Það er nefnilega til nokkuð í leikhúsinu sem heitir að rækta lista- menn. Þessi sami Jón hafði að vísu óspart lagt sitt af mörkum til þess að sannfæra þjóðina um að þar færu litlir hæfileikamenn. En fyrr- nefnd afgreiðsla gagnrýnandans á heilu leiklistarári er auðvitað dóna- skapur og vanvirða við alla þá fjöl- mörgu leikara, sem unnu meiri hátt- ar leikafrek á árinu, vanvirða við þær fjölmörgu sýningar sem tíðind- um sættu á því ári, við íslenska höfunda sem fram komu með verk sín, við glæsilega frammistöðu leik- mynda- og búningahöfunda, við þann viðburð sem frumflutningur nýrrar íslenskrar óperu var, sem og nýrrar og merkrar list- danssýning- ar og svo mætti lengi telja — en ekkert var nógu gott. Og auðvitað er þetta fyrst og síðast dónaskapur og móðgun við þá 250 þúsund leik- húsgesti, sem sóttu sýningar ís- lenskra atvinnuleikhúsa á árinu og gera reyndar ár eftir ár. Er allt þetta fólk að láta bjóða sér upp á einskisverða hluti! Já, það er hver sæll í sinni blindu, Jón bóndi. Er fílabeinsturninn gluggalaus? í kjölfar ummæla minna um skiln- ingsleysi sjónvarpsins á framgangi og grósku íslensks leikhúslífs kvaðst Sigurður Valgeirsson, dagskrár- stjóri Sjónvarpsins, vera orðinn þreyttur á að hlusta á órökstudda gagnrýni mína á leiklistarumfjöllun sjónvarps. Ég veit ekki annað en Sigurður sé greindur og glöggur maður og ég varð þess vegna dálít- ið undrandi, því að það er meira en ár síðan hann fékk allan þann rökst- uðning, bæði skriflega í bréfi okkar þjóðleikhúsmanna og munnlega á ágætum fundi, sem við tveir áttum í framhaldi af því. Ég held að það væri kannski ekki úr vegi að hann gengi frekar eftir rökstuðningi í staðhæfíngum síns eigin manns, margumrædds Jóns Viðars. Við leikhúsfólk erum orðin lang- þreytt á órökstuddum sleggjudóm- um hans og lái okkur hver sem viil. Það vill líka svo vel til að enn er skoðana- og málfrelsi í landinu og þess vegna leyfist okkur að hafa skoðun á manninum og því sem hann er að gera, eins og hann á okkur og því sem við erum að gera. Jón Viðar Jónsson hefur enn ekki verið tekinn í heilagra manna tölu hér í leikhúsinu, þótt hann sé það greiniiega á heimavígstöðvunum. Og þá dugir ekki að sæma hann Hugsanleg nýting miðhálendisins árið 2030 Tll raforkuvinnslu 4% Tll annarra nota 96% Mynd 2. Vandinn sem fyrir liggur er að samhæfa allar þessar mismunandi þarfir og kröfur varðandi miðhá- lendið. Hvernig leysum við þann vanda? Góð og vönduð skipulags- vinna er upphaf og endir svarsins við þeirri spurningu. Þar er mjög mikil vinna óunnin. En hún er byijuð með því verki sem nú er unnið að við skipulagningu miðhá- lendisins. Það verk er aðeins fyrsta stigið. Ég er sannfærður um að okkur mun takast að sam- hæfa mismunandi óskir um nýt- ingu miðhálendisins með vandaðri vinnu á þessu sviði. En frumskil- yrði þess er að menn nálgist við- fangsefnið á raunsæjan hátt; byrji á því að ganga út frá raunveru- leikanum en ekki brengluðum hugmyndum eins og þeim sem tekin voru dæmi af í upphafi þessa máls. Þær gera ekki annað en torvelda verkið. Höfundur er fyrrum orkumálastjóri. stjörnum, þótt gaman hefði verið að gefa honum einar fímm fyrir hvað hann getur verið fyndinn og skemmtilegur og hefur veitt okkur margar ánægjustundir á liðnum árum. Nei — þá dugir ekki minna en glóandi geislabaugur. Svo aftur sé vikið að umhyggju- rabbi Jóns í Morgunblaðinu um heilsufar og sálarástand undirritaðs, þar sem hann gefur í skyn að við í leikhúsinu og þá einkum undirritaður séum yfír gagnrýni hafín, þá fer því fjarri. Við erum svo sannarlega ekki yfír hana hafín, það er hefðbundinn þáttur í starfí okkar að vera gagn- rýnd opinberlega. En við viljum mál- efnalega, ígrundaða og rökstudda gagnrýni, byggða á faglegri þekk- ingu á lifandi leikhúsi. Þá emm við ekki að tala um meinlausan jábróður — heldur gagnrýnanda sem á sér víðfeðman reynsluheim að sækja í varðandi mannleg samskipti, þannig að hann geti meðtekið og notið þess sem leikhúsið getur bætt við þekk- ingu hans á lífínu. Öll góð leiklist flallar fyrst og síðast um manninn og byggist á hæfílegri blöndu af skynsemi, hugmyndum og mannleg- um tilfínningum. Og skiptir þar hið síðastnefnda oft mestu. Við viljum gagnrýnanda, sem kann bæði að hlæja og gráta og leyfir sér að gera það í leikhúsinu — hvort sem það gerist hið ytra eða innra með honum. Sem kemur opn- um huga til þess að láta skemmta sér í leikhúsi, kann að hrífast og deila hrifningu sinni með öðrum eða koma vonbrigðum sínum til skila á uppbyggilegan hátt þannig að að- finnslur hans megi gott af sér leiða. Við viljum áhuga og umhyggju hins góða uppaldanda en ekki þórðar- gleði niðurrifsins. Við viljum gagnrýni, sem er sprottin af væntumþykju um leik- húsið, ástríðu á ótæmandi möguleik- um þess og gleði til þess að njóta þess sem þar er best gert. Við viljum gagnrýninn bandamann sem lítur á sig sem vökulan samheija í stöð- ugri viðleitni okkar til að efla og auðga íslenskt leikhúslíf. Höfundur er þjóðleikhússtjóri. AÐSEIMPAR GREiNAR Mengunaráform- um mótmælt ENN fæst Helgi Þór Ingason, verkfræðing- ur, við að beija höfðinu við steininn og heldur því fram í Morgun- blaðsgrein 28. desem- ber, að járnblendið mengi ekki umhverfið. Hann segir það sjald- an hafa komið fyrir, að reyk hafi lagt yfír fjörð- inn í Kjós. Staðreyndir málsins eru þessar: Dag eftir dag, þegar hlýtt var í veðri, barst blár mökk- ur með innlögninni yfir á suðurströnd Hval- fjarðar, gróf sig þar niður í lautir, lægðir og dali, og stóð þar við, þar til vind hreyfði að nýju, oft ekki fyrr en í morgunsárið. Veðurfræðiathuganir á Grundartanga hafa ekki verið stöð- ugar frá 1979 og í algeru lágmarki þar til fyrir einu eða einu og hálfu ári. Úr þeim athugunum sem gerðar hafa verið á þeim tíma hefur ekkert verið unnið af veðurfræðingum. Það er flókið mál að vinna úr þeim gögn- um. Helgi Þór Ingason, verkfræðing- ur, má lesa hvað hann vill úr þessum gögnum um ríkjandi vindáttir. Það haggar ekki þeim staðreyndum málsins, sem íbúarnir á suðurströnd Hvalfjarðar hafa sjálfir upplifað. Með því að ganga í berhögg við reynslu þeirra er verkfræðingurinn að gera því skóna, að við sem þetta upplifðum, séum bæði blind og skynjum hvorki bragð né lykt. Væri ekki úr vegi, að verkfræðingurinn talaði við fólkið sem býr hinum megin við fjörðinn. Þegar hann hef- ur gert það verður gaman að vita hvort hann vogar sér að bera það upp, að það sem þetta fólk hefur frá að segja sé allt ímyndun og lygi. Hann ætti að gera sér grein fyrir því, að það er ekki sæmandi manni með fuilu viti að slengja slíkum að- dróttunum að meðbræðrum sínum og -systrum. Aðalatriðið í þessu máli er það, að fólkið sem býr á suðurströnd Hvalfjarðar veit nú þegar, hvernig mengun berst yfír fjörðinn frá Grundartanga. Verði af því að ál- verksmiðja verði reist þar mun flú- or- og brennisteinstvíildismengun berast með sama hætti yfir fjörðinn og halda öllu náttúrufari þar í hel- greipum. í tillögum Hollustuverndar að starfsleyfi fyrir álver á Grundart- anga eru ekki gerðar hinar ströng- ustu, tæknilega mögulegu mengun- arvarnakröfur. Einungis er gert ráð fyrir þurrhreinsun útblásturs. Ef gerð væri krafa um vothreinsun að auki yrði það dýrara fyrir álverk- smiðjueigandann, en Landsvirkjun fær þeim mun hærra verð fyrir raf- magn, sem álverksmiðjueigandinn þarf að eyða minna fé í mengunar- varnir. Um reykhreinsivirki segir verk- fræðingurinn: „Viðhaldi reyk- hreinsivirkja hefur verið sinnt með eðlilegum hætti undanfarin 16 ár.“ Um þetta efni segir forstjórinn í bréfi til nágranna sinna: „Hér er um að ræða búnað, sem hefur næst- um linnulaust snúist í 16 ár og kallar því á eðlilegt viðhald." Þetta eru orð forstjórans, hrein og ómeng- uð. Hver sá sem skilur íslenzku sér, að annar hvor fer með stað- lausa stafi. Hvað kemur til, að „reykhreinsivirkin hafa einungis að hluta til verið virk vegna bilana“, ef þeim hefur verið haldið eðlilega við? Hvað kemur til að „legur í mótorum eða blásurum eða vök- vatengi milli mótora og blásara í reykhreinsivirkjunum hefa gefið sig og kalla á endurnýjun" (orð forstjór- ans) ef þessu maskíneríi hefur verið haldið eðlilega við? Ekki bætir það úr skák, að nýr mengunarvarnabún- aður (sem skv. fréttum kostaði 260 millj. kr. árið 1996) varð fyrir ein- hveiju „verkfræðilegu slysi“, svo að eiturefni hafa verið losuð frá verksmiðjunni út i andrúmsloftið. Mengunin hefur verið slík, að Hollustuvernd hefur látið það frá sér fara, að mengunin sé „langt yfir þeim mörk- um sem verða í nýju starfsleyfi“. Það er því ekki að ástæðulausu að umhverfisráðherra hefur „þegar gert Holl- ustuvernd ríkisins að fara í þetta mál“ (DV, 19. des. 1996, bls. 4). Varla væri umhverfis- ráðherrann að skipa fyrir um sérstaka at- hugun á málinu nema hann og sérfræðingar hans teldu fulla ástæðu til þess. Og varla hefði stjórn járnblendifélagsins ákveðið að eyða 300 millj. kr. á árinu 1997 í endurnýjun mengunarvarnar- virkja, ef þau væru öll í góðu lagi. Þá segir verkfræðingurinn að „starfsemi verksmiðjunnar hafi ekki spillt náttúrufari við Hvalfjörð". Sannleikurinn í því máli er sá, að um þetta er ekkert nákvæmlega Réttur manna til eigna o g afkomu, er svívirtur, að mati Arnórs Hanni- balssonar, og frum- stæðustu mannréttindi fótum troðin. vitað, því að engar rannsóknir hafa verið gerðar um mengunaráhrif verksmiðjunnar til að bera saman við rannsóknir frá 1979, þegar frá eru taldar örfáar lauslegar athug- anir. Staðlausir stafir Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra, birtist á skjánum í sjónvarps- fréttum þann 11. janúar. Þar var hann spurður um mótmæli Kjósveija og fleiri íbúa við Hvalfjörð gegn byggingu álvers á Grundartanga. Ráðherrann svaraði því til, að mót- mæli væru of seint fram komin. Á sínum tíma hefði verið tækifæri til að gera athugasemdir. „En það var ekki gert“, - sagði ráðherrann. Eftir þessa yfirlýsingu er óhjákvæmilegt að spyija: Hefur ráðherrann ekki lesið gögn málsins? Hann þyrfti ekki annað en að fletta úrskurði skipu- lagsstjóra ríkisins til að sjá, að mót- mæli og athugasemdir komu frá tveimur bændum í Kjós, frá dr. Guðmundi E. Sigvaldasyni jarðfræð- ingi og fleiri aðilum málsins. En það var valtað yfir þessi mótmæli í úr- skurði umhverfísráðherra frá 20. júní 1996 og þau ekki tekin til greina. Mótmælum mun verða haldið áfram. Enn hefur ekki verið talað við eigendur jarða á og við iðnaðarsvæð- ið. Þeir geta búizt við því, að einn góðan veðurdag komi jarðýtur á staðinn og ryðji burt húsum og mannvirkjum. Frumstæðustu mann- réttindi eru fótum troðin. Réttur manna til eigna og afkomu er svívirt- ur. Þannig kemur iðnaðarráðherrann fram við borgara lýðveldisins. Hann ryðst fram til að demba álveri niður í miðju blómlegu landbúnaðarhéraði og stefnir lífi, eignum og afkomu íbúanna í fímm hreppum í tvísýnu. Það verður fróðlegt að vita, hvað landbúnaðarráðherrann hugsar, þegar umhverfisráðherrann skrifar upp á þau leyfi sem þarf til að fram- kvæmdir hefjist við álver á Grund- artanga. Skyldi hann ekki hugsa honum þegjandi þörfina? Eða er það hugsjón landbúnaðarráðherrans að þrengja svo að kjörum bænda sem kostur er? Höfundur erprófessor. Arnór Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.