Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ -1- Neyðarlínan, einn, einn, tveir Hátt í fimm hundruð símtöl á nýársnótt NEYÐARHRINGINGUM til Neyð- arlínunnar 112 hefur fjölgað jafnt og þétt frá því hún tók formlega til starfa hinn 1. janúar 1996. Að sögn Eiríks Þorbjörnssonar fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar hf. eru nú um 300-600 símtöl afgreidd á einum sólarhring og þar á meðal eru alltaf einhver alvarleg tilfelli. Neyðarlínan, sem er hlutafélag í eigu sjö aðila, starfar samkvæmt lögum um samræmda neyðarsím- svörun í landinu og er fyrst og fremst ætlað að sinna viðtöku til- kynninga um fólk og eignir í neyð og beiðnum um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, lækna og björgunar- sveita. Eiríkur segir í samtali við Morg- unblaðið að á einstaka tímum hafi verið mjög mikið hringt í Neyðarlín- una og nefnir sem dæmi nýársnótt- ina. „Þá var hringt stanslaust til okk- ar frá kl. 23 á gamlárskvöld til kl. 9 næsta morgun og afgreiddum við samtals um 500 símtöl --------- víðs vegar af landinu. Þetta voru aðallega til- kynningar um lítils háttar slys, m.a. af völdum flug- ____ elda,“ segir hann, en nefn- ir einnig að samfara fleiri neyðar- hringingum til Neyðarlínunnar hafí svonefndum „gabbsímtölum" fækk- að, eða því að krakkar og unglingar séu að gera at. „Eitt af því sem við höfum gert til að koma í veg fyrir manna það er að fara út í skólana og kynna fyrir bömum og unglingum hver alvaran er,“ segir hann. Sérhannað húsnæði fyrir Neyðarlínuna Þegar Neyðarlínan tók upphaf- lega til starfa hafði hún aðstöðu á tveimur stöðum; hjá vaktstöð Slysa- varnafélags íslands og hjá varðstofu Slökkviliðsins í Reykjavík. Fyrir um hálfu ári flutti starfsemi Neyðarlín- unnar í sérhannað húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar í Skógarhlíð 14, við hlið Slökkvistöðvarinnar. Síðan þá hefur verið unnið að frekari und- irbúningi starfseminnar, þar sem fullkomið tölvu- og símakerfi hefur m.a. verið fullreynt, en það kerfi mun endanlega verða tekið í gagnið á miðvikudaginn í næstu viku. „Þetta kerfi flytur símtöl inn á tölvuna, sem gerir starfsmönnum Neyðarlínunnar m.a. kleift að sjá á skjánum úr hvaða númeri er hringt og hver er skráður fyrir símanum. Þá geta þeir kallað fram kort af landinu til að sjá nákvæmlega hvaðan er hringt eða fengið fram upplýsingar sem sýna réttan útkallsaðila, til dæmis næstu lögreglu- eða slökkvil- iðsstöð. Einnig geta þeir fært símtöl á milli með því að ýta á einn takka, svo fátt eitt sé nefnt af þeim ljöl- mörgu möguleikum sem fyrir hendi eru,“ segir Eiríkur. „Mikiar kröfur til starfs- FRETTIR Hann nefnir einnig í því sam- bandi að búið sé að hnita inn eða staðsetja á landakortinu yfir 6.000 sveitabæi, þannig að sé hringt frá einhverjum þessara sveitabæja, sé hægt að vita nákvæmlega hvar hann er á landinu. „Þegar hringt er úr farsíma get- ur tölvan á hinn bóginn ekki gefið upplýsingar um staðsetningu sím- ans, aðeins hver sé skráður fyrir honum. Sérfræðingar Pósts og síma eru hins vegar að vinna að lausn þessa vandamáls," segir hann. Þá getur Eiríkur þess að ýmsar neyðaráætlanir séu í gangi bregðist tölvu- eða símakerfið af einhveijum ástæðum og að auki sé það marg- tryggt hjá Neyðarlínunni að símtöl berist alltaf inn. „Oll þessi tækni miðar að því að geta brugðist fljótt og örugglega við þeim neyðarsímtölum sem hing- að berast. Aðili í neyð þarf bara að hringja í númerið einn, einn, tveir og við hjá Neyðarlínunni hætt- um ekki fyrr en búið er að ná í einhvern til að hjálpa viðkomandi," segir hann. í vafatilfellum er betra að hringja en láta það ógert Hjá Neyðarlínunni eru venjulega fjórir starfsmenn á vakt á nóttunni en fimm að degi til, en á álagstímum eru fleiri kallaðir út. Aðstaða er fyrir níu til tíu manns til að svara númerinu. „Þá eru ijörutíu línur inn í Neyðarlínuna og fólk getur treyst á að því verði svarað svo lengi sem hringir," segir Eiríkur. Hann bendir hins vegar á að stundum komi það fyrir að hringt sé úr mörgum símum út af sama atvikinu. „Þá er líklega á tali hjá okkur. Ef svo er, má jafnvel gera ráð fyrir því að við séum að bregð- ast við atvikinu. Sá sem hringir getur hins vegar haldið áfram að hringja til að vera viss í sinni sök,“ segir hann. Eiríkur telur að það sé í raun erfitt að segja mönnum hve- nær ástæða sé til að hringja í Neyð- arlínuna og hvenær ekki. „Ég held það sé best að meta þetta þannig að telji viðkomandi sjálfur að um neyð sé að ræða þá eigi hann ekki að hika við að hringja. Það kostar ekkert, hvaðan sem hringt er á land- inu og óháð því hvernig síma er hringt úr. Til dæmis er hægt að hringja í Neyðarlínuna úr almenn- ingssímaklefa án þess að setja mynt í símann,“ segir hann. Heimtaði sjúkrabíl fyrir dúkkuna sína Þá leggur Eiríkur áherslu á mikil- vægi þess að fræða börn og ungl- inga um Neyðarlínuna og kenna þeim símanúmerið. „Gott er til dæmis að brýna fyrir börnum hve- nær sé nauðsynlegt að hringja í neyðarlínuna og hvenær ekki. Ann- ars gætu þau átt í erfiðleikum með að meta það hvenær sé um raun- verulega neyð að ræða,“ segir hann og nefnir sem dæmi litla sögu sem gerðist fyrir nokkru. „Eitt sinn hringdi lítil hnáta til okkar og heimtaði sjúkrabíl, því hausinn væri dottinn af dúkkunni hennar. Sá sem svaraði reyndi að útskýra fyrir henni að þetta væri nú bara dúkka og þyrfti því ekki aðstoð Neyðarlínunnar. Telpan þrá- aðist hins vegar við og taldi mjög mikilvægt að fá lækni á staðinn. Eftir nokkurn tíma sagði hún eitt- hvað á þessa leið: „Heyrðu hann Nonni bróðir er búinn að setja haus- inn aftur á dúkkuna, svo þetta er allt í lagi.“ Og þar með kvaddi hún.“ Auk þess segir Eiríkur að menn eigi að segja börnum að númerið hjá Neyðarlínunni sé einn, einn, tveir, en ekki eitthundrað og tólf, „því auðveldara er fyrir börn að læra fyrri tölurnar," segir hann. Að sögn Eiríks eru gerðar miklar kröfur til starfsmanna Neyðarlínunnar, þeir skulu hafa hlotið almenna menntun sambærilega við stúdentspróf, auk þjálfunar og starfs- reynslu á vegum þeirra aðila sem sinna neyðarþjónustu. „Þá höldum við sérstök námskeið fyrir starfs- mennina og byggjum þau á aðferðum frá meginlandi Evrópu og Bandaríkj- unum,“ segir hann að síðustu. „6.000 sveitabæir staðsettir" Aukakirkjuþing haldið í næstu viku AUKAKIRKJUÞING verður haldið í næstu viku og hefst það á þriðju- dag. Reglulegt kirkjuþing, sem haldið var í október sl., samþykkti að boða til aukaþings í vetur þegar lokið væri undirbúningi að tveimur málum sem gefin var áfangaskýrsla um á þinginu. En þessi ákvörðun var tekin með tilliti til þess að Al- þingi afgreiði þessi mál nú þegar á vorþinginu, ef aukakirkjuþingið samþykkir þau. I fréttatilkynningu frá biskups- stofu segir: „Um er að ræða annars vegar hið mikla frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunn- ar, sem tekur á flestum málum, sem snerta Þjóðkirkjuna, starf hennar og skipulag. Og hins vegar eru til- lögur kirkjueignanefndar, sem hefur starfað síðastliðin ár og er skipuð annars vegar fulltrúum kirkjunnar og hins vegar ráðuneytisstjórum þeirra ráðuneyta sem ábyrgð hafa borið á þessum málum fyrir hönd ríkisins. Bæði þessi mál náðu iokaaf- greiðslu viðkomandi nefndar nú í janúar og aukakirkjuþing hefur þess vegna verið boðað þriðjudaginn 21. janúar. Hefst það með guðsþjónustu í Bústaðakirkju þar sem þingið fer fram að venju kl. 10 árdegis. Vakin er athygli á því að þingið hefst fyr- ir hádegi en ekki kl. 2 eins og venja hefur verið. Við messuna prédikar dr. Gunnar Kristjánsson og ásamt honum þjónar sr. Dalla Þórðardóttir fyrir altari en þau eru bæði kirkju- þingsmenn. Að messu lokinni setur herra Ólafur Skúlason, biskup, þing- ið og kosnir verða varaforsetar og skipað í nefndir. Eftir hádegishlé heQast fundir aftur kl. 3 og þá mun kirkjumálaráð- herra ávarpa þingið og flytja fram- sögu fyrir fyrrgreinda málinu um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóð- kirkjunnar. Nefndir hafa unnið að því máli nokkuð lengi, nú síðast stýrði Hjalti Zophoníasson starfi nefndarinnar en þar áður var dr. Gunnar _ Kristjánsson formaður hennar. í frumvarpinu felast grund- vallarbreytingar á samstarfí og samskiptum kirkju og ríkis og fær- ast flestir þættir í skipulagi kirkj- unnar, sem fyrr hafa verið á valdi Alþingis, undir stjóm kirkjunnar beint. Ér þar með talin skipan prestakalla og prófastsdæma og mun kirkjuþing taka það vandasama mál til meðferðar og ekki aðeins gera tillögur um ný mörk, heldur ákveða þau. Margt fleira er vitan- lega til meðferðar í þessu frumvarpi og miklar breytingar sem fylgja því. Og verði frumvörpin að lögum nú, mun kirkjuþing í haust hafa nýtt umboð og aukið valdsvið. Hitt málið, samkomulag „um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, verður síðan á dagskrá kirkjuþings- ins til fyrri umræðu á miðvikudag- inn. Þama er um tímamótaáfanga að ræða og hefur verið árum saman til umræðu, eða alveg frá 1907 að heita má, þegar ríkið tók að sér að greiða laun presta i staðinn fyrir yfirtöku á jarðeignum, sem fyrr höfðu tilheyrt kirkjunni. Nú er skrefið stigið enn lengra og stefnan skýrar mörkuð. Mun Gunnlaugur Finnsson flytja málið við fyrri um- ræðu og gera grein fyrir því en for- menn kirkjunefndarinnar hafa verið þeir sr. Þórhallur Höskuldsson og eftir fráfall hans sr. Þorbjörn Hlyn- ur Árnason en formaður nefndar ráðuneytisstjóranna hefur verið Þor- steinn Geirsson. í samkomulaginu, sem tekur gildi við samþykki ríkisstjórnar, Alþingis og kirkjuþings, felst, að kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir, sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því sem þeim fylgir, verða eign íslenska ríkisins. En í staðinn tekur ríkið að sér að greiða laun presta Þjóðkirkjunnar og starfsmanna biskupsembættisins. Er gert ráð fyrir 138 prestsembættum auk bisk- ups og vígslubiskups og 18 starfs- manna biskupsembættisins. Allir eru boðnir velkomnir til messunnar og fundir kirkjuþings eru opnir fyrir áheyrendur, ef ekki er annað ákveðið.“ ÚTSALA - ÚTSALA 10-60% afsláttur Barnaúlpur kr. 4.490. Fullorðinsúlpur frá kr. 4.990. íþróttagallar barna kr. 2.990. íþróttagallar fullorðins kr. 3.990. Barnaskíðagallar frá kr. 4.990. Skíðagallar fullorðins frá kr. 7.990. íþróttaskór með góðum afslætti o.m.fl. Nýtt kortatfmabil Opið laugardag kl. 10-16 »hummél • SPORTBÚÐIN Nóatúni 17, sími 511 3555 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.