Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 23 „Sæluríkið“ Morgunblaðið/Ásdís FRÁ tónleikunum í Hafnarborg. Topp-tenór TÓNLIST Ilaínarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ólafur Ami Bjarnason tenór, Ólafur Vignir Albertsson píanó. Miðviku- dagur 15. janúar. JÁ, SANNKALLAÐUR topp- tenór. Að vísu byijaði hann á lágu nótunum, miðað við tenór, og strax í fyrsta laginu, „Þú eina hjart- ans ..." eftir S. Kaldalóns, var rödd- in ekki alveg ryðlaus og minnti á gamlan íþróttamann sem byijaði öll sín hlaup eins og hann væri að gefast upp, en sigraði þó alla í lok- in. Næstu tvö lög voru einnig ís- lensk, bæði eftir Kaldalóns, „Ave María“ og „Letin“, og enn var rödd- in í upphitun, en þar með var þess- ari upphitun lokið og nú fór toppur- inn á ísjakanum að teygja sig til himins. Fyrsta arían var „Auch ich war ein feiner Czardaskavalier" úr óper- ettunni María greifafrú eftir Kál- mán og kom það mér á óvart hve vel hann réð við óperettustílinn og sígaunasveifluna - og þó - þrátt fyrir að hann sé kannski ekki sem heppilegast vaxinn fyrir loftfim- leika á venjulegri slá, er mér ekki grunlaust að nokkurt sígaunablóð renni um æðar hans, án þess þó að ég kunni á nokkurn máta að standa við þá yfirlýsingu frekar. En hvað um það, Ólafur söng þessa óperettuaríu með öllum réttum til- þrifum og glæsilega. Eftir þetta kom hver topp-óperettuarían á fætur annarri, „Dein ist mein ganz- es Hertz“, Lehar, „Als flotter Geist" úr Sígaunabaróninum eftir J. Strauss og allt á útopnu. Ekki var spennunni aflétt á síðustu tveim fyrir hlé, tvær topp-aríur úr La Traviata og „Oh mio rimorso" voru glæsileg lok fyrri hlutans, þrátt fyrir að öðru hvetju yrði vart hæsi og þreytu í röddinni, sem maður hafði nokkrar áhyggjur af. Eftir hlé hefði mátt búast við að eitthvað yrði slakað á spennunni, en slíkt var ekki í karakter Ólafs. Tvær aríur úr Tosca, „Recondita armonia", og „E lucevan stelle", mjög erfið og vandmeðfarin aría úr Don Carlo eftir Verdi, og „Di rigore armato I seno“ úr Rósaridd- aranum eftir R. Strauss í lokin. Ólafur hefur glæsilega rödd, kannski þá glæsilegustu sem ís- lenskur tenórbarki hefur yfir að ráða í dag, en öllu má ofgera og um of varð vart þreytu og nokkurt óöryggi yfir því hvort röddin svar- aði eða ekki og þannig má áheyr- andanum ekki líða að hann hafi áhyggjur af því hvort hái tónninn svari eða ekki. Eins og fyrr segir hefur Ólafur glæsilega rödd, en svona upp- byggða efnisskrá má enginn tenór leyfa sér að setja upp, nema hann sé ákveðinn í að syngja sitt síðasta. Fyrir utan að raddlega er ekki vitur- legt að setja saman verkefni þar sem röddin er sett í hættu í hveiju spori, er það einnig sálrænt skakkt gagnvart áheyrendum, þeir fá aldr- ei hvíld, þeir hætta að taka eftir tindunum af því þeir sjá aldrei dal- inn. Ólafur Vignir fylgdi nafna sín- um frábærlega vel á píanóið og hefði enginn gert betur í oft erfiðu hlutverki. Vegna hrifni á möguleikum Ólafs sem söngvara, þá mundu, - listin er númer eitt, nái maður valdi á henni koma áheyrendurnir á eftir. Ragnar Björnsson MYNDLIST og óformleg vinnubrögð, eða kannski réttara húðin yfir holdinu og hinum ólgandi líkamsvessum. Ólgandi er rétta orðið, því það er mikið líf og geijun í þessum vinnu- brögðum og svo mikið liggur lista- manninum á hjarta, að stundum nægir ferlið eitt honum ekki og smyr litunum að hluta til á yfirborð glersins eða sveigir það við gólfjað- arinn eins og t.d. í myndinni „Upp- lausn“. Gólfverkið úr maskínupappírnum „Skissubók“ virkar þó sem hliðarspor í þessu samhengi. Ekki vantar að lista- menn hafi tekið eftir ýmsum aukaferlum er verða til samfara því að þeir mála, sem geta í sjálfu sér verið býsna áhugaverð, hafa enda verið hagnýtt á ýmsa vegu. Iðulega er t.d. meira litasamræmi á pal- lettinu eða plötunum sem málarinn blandar litun- um á en í sjálfum mál- verkunum(l), og er um að ræða ómeðvitaðar at- hafnir sem tengjast samt lífshrynjandi hvers og eins, eins konar fingra- för sálarinnar. Afhjúpa jafnvel meira af viðkom- andi, en það sem hann notar alla orku sína og vitsmuni til að ná fram á myndfletinum. Og þeg- ar litur fer í gegn um léreft eða pappír mynd- ast ósjaldan heillandi samræmi á bakhliðinni, sem viðkomandi gæti aldrei, í öllu falli mun síður, náð á sjálfu yfir- borðinu, telst þó hluti af lífrænu gangverki hans sjálfs. Háttinum hvernig hann blandar litina og smyr þeim á flötinn. Þessi uppgötvun hefur einmitt fætt af sér ýmsa anga núlista og vel að merkja verður samræmið þeim meira sem tilfinn- ing viðkomandi fyrir litum og inn- byrðis blæbrigðum þeirra er þrosk- aðri, svo engan veginn er hægt að tala um hreinar tilviljanir. Með þessari sérstöku aðferð sem Bjarni viðhefur þrengir frönsk fágun sér inn í gróft vinnsluferli, sem kemur greinilegast fram í myndinni „Froskur aflífaður í 90 prósent spíra“. Einnig frönsk rök- fræði í uppbyggingu ósjálfráðra myndheilda eins og kemur fram í dúkum Danans Per Kirkeby. Af öllu að dæma er Bjarni Sigur- björnsson á örri þroskabraut og rétt að gaumgæfa athafnir hans á næstu árum. Bragi Asgeirsson MÁLVERK Bjami Sigurbjörnsson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 27 janúar. Aðgangur ókeypis. ÞÆR eru margar listaspírurnar, sem numið hafa við San Francisco Art Institute, en minni sögum fer af svipmikl- um afrekum þeirra á íslenzkum listavett- vangi. Listnám hefur á næstliðnum áratugum verið sveigt að allt öðr- um áherslum og gildum en fyrrum, með þeim árangri að algjör sprenging hefur orðið á listamarkaði, þetta nefna menn erlendis Kunstboom og Art Boom. Allt aðrar kröfur hafa verið gerðar til nemenda, sem hljóta jafnvel meistaragráður áður en þeir hafa lært undirstöðuatriði hand- verksins, en storma þó strax á sýningavett- vang, jafnvel með sýnibox utan á sér. Er þeir í vesturheimi töldu sig hafa jarðað jafn úr- elt fyrirbæri og stafróf og grunnatriði málara- listarinnar, virðast þau hafa risið upp frá dauð- um, í öllu falli má telja vinnubrögð þeirra sem frá stofnuninni hafa út- skrifast á síðustu árum snöggtum jarðbundnari. Um það er fram- kvæmd Bjarna Sigurbjörnssonar að Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, til vitn- is, því vinnubrögðin eru mun safa- ríkari og lífmeiri flestu sem komið hefur frá hinni merkilegu og fallegu borg. Það er dijúgur sköpunarkraft- ur sem streymir frá þessum verk- um, og þótt trefjaglerið sem málað er á virki full glansandi í fyrstu venst það fljótt, í öllu falli er ekki sá falski háglans á yfirborði glers- ins og sumum fernisbornum mál- verkum. Hins vegar getur yfirborð- ið elst og rispur komið í það, en getur allt eins orðið myndheildunum til góða. Eins og fyrri daginn málar Bjarni ROSKUR aflífaður í 90 prósent spíra, 1995, 225x190 sm. þykkt, en nú hefur hann haft enda- skipti á vinnsluferlinu í þá veru að hann snýr hinum stóru flekum við, þannig að slétta hliðin, botn mál- verksins, blasir við skoðandanum. Ósjálfráð fágunin á bak við gróf Morgunbladid/bolli 25 milljón- ir til Leik- félagsins BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra afhenti í vikunni Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra Leikfé- lags Reykjavíkur bréf þess efnis að Alþingi hefði samþykkt, að tillögu ríkisstjórnarinnar, að veita í fjáraukalögum 1996 og í íjárlögum 1997 samtals 25 milljóna króna framlag til Leikfélags Reykjavíkur. Framlagið er veitt í tilefni af 100 ára afmæli félagsins í janúar 1997. í sama bréfi færir menntamála- ráðuneytið Leikfélagi Reykjavíkur „heillaóskir á merkum tímamótum, þakkar mikilsvert brautryðjenda- starf í þágu íslenskrar leiklistar og árnar félaginu góðs gengis á kom- andi árum.“ Á meðfylgjandi mynd sést Þór- hildur Þorleifsdóttir veita bréfinu viðtöku úr hendi ráðherra en Sig- urður Karlsson formaður Leikfélags Reykjavíkur fylgist með. SAMA GOÐA SINNEPIÐ! CÍMFALr DÆHi Hið vinsæla UG sinnep hefur nú fengið nýjar umbúðir. UG sinnepið sem kitlað hefur bragðlauka íslendinga verður eftir sem áður fáanlegt í öllum helstu verslunum undir hinu nýja nafni Tkkathwián ‘Böfhicke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.