Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR Kraftaverkamyndir MYNPLIST II o r n i ð MYNDVERK Lulu Yee. Opið frá 14-18 alla daga. Til 22. janúar. Aðgangur ókeypis. LISTAKONAN Lulu Yee býr og starfar í San Francisco í Bandaríkjunum, útskrifuð frá Art Instutite þar í borg 1987 og Montana-háskólanum 1992. Stundaði eftir það myndlistarkennslu í tvö ár, en síðan hefur hún verið liststjóri hjá fyrirtækinu Cpshades. Hún hefur tekið þátt í á þriðja tug myndlistarsýninga í Bandaríkjunum, en þetta er hennar fyrsta sýning erlendis. Lulu Yee ferðast um í leit að kraftaverkum og viðfangsefni hennar er hinn stórkostlegi mannsandi. Hún hefur tekið eftir því að fólk leiðist út í ótrúlega hlutij lætur stjórnast af ást og trú. I verkum sínum vill hún deila með öðrum þeim atvikum sem hún hefur upplifað og einnig þeim sem annað fólk hefur deilt með henni. Henni finnst að þegar menn gera sér grein fyrir hve mikillar gæfu þeir njóta fari þeir að gera meiri kraftaverk. Hún vonast eftir að halda starfí sínu áfram í öðrum löndum við að safna þessum stór- kostlegu sögum. Gerandinn er eftir öllum sólar- merkjum að dæma gagntekinn einhverri afmarkaðri trúarsann- færingu, þar sem hamingjan er öllu ofar. Eins og á sér stað um slíka vill hann deila hugsýnum sín- um og opinberunum með öðrum. Sem og fara vill er mikið lagt í yfirborðið og umgerðir verkanna sem hvorttveggja er litríkt og stásslegt, notar jafnvel 22 og 24 karata gulllauf og silfur í málverk þar sem grunnurinn er tré. Enn- fremur notar hann sterkar litríkar tiivísanir við nafngift myndanna, sem geta minnt á ljóðlínur. Þegar Lulu Yee gleymir hins vegar að hluta hinum sterka og hamingjuríka boðskap kraftbirt- ingsins, svo sem í perlusaumsverk- unum „Jafnvægi" (5), „Doris“ (18) og „Kóróna fyrir tvo“ (20), lætur einfalt myndmál og tjáríka mynd- byggingu ráða ferðinni, reynist boðskapurinn til muna forvitnileg- astur. Hægur stígandi M Á L V E R K Sigurður Haukur. Opið alla daga frá 14-18. Til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ gerist að menn fara að mála sér til hugarhægðar er aldur- inn færist yfír, reglulegum vinnu- tíma sleppir og tómstundir verða fleiri. Hafa kannski einhvern- tímann á lífsleiðinni stundað nám í myndlist í afmarkaðan tíma, eru ennþá fullir eftirvæntingar hvernig það geti nýst þeim. Einn þessara manna telst Sig- urður Haukur Lúðvíksson, sem 1935 stundaði nám í málaraskóla þeim sem Finnur Jónsson og Jó- hann Briem ráku 1935-’40. Hann hefur haldið einkasýning- ar í Mokka (1977), Háholti, Hafnarfirði (1983) og Vestmanna- eyjum (1984) og tekið þátt í þrem- ur alþjóðlegum sýningum erlendis. Þetta ferli er auðvitað besta mál og réttlætanlegt að slíkir sýni afrakstur iðju sinnar einhvers staðar, er meira að segja afar al- gengt í útlandinu sem er helsta viðmiðun eyjarskeggja. Það er ljúfur og notalegur blær yfír myndunum, en eðlilega ekki kafað djúpt í vandamál myndfl- atarins né litasambandanna. Heil- legur blær er yfir myndaröðinni, sem við blasir er inn er komið eink- um er rauði bletturinn í myndinni „Skriðjökull" (2) á réttum stað í myndbyggingunni, gæðir hana safa og vaxtarmögnum. En veigá- mesta verkið á sýningunni er án nokkurs vafa „Hafðu það ekki eft- ir mér“ (12), sem er af sjávar- þorpi og fer þar saman trúverðug myndbygging og stígandi í lita- meðferð. Bragi Ásgeirsson Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Suðurlandi NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKU OG SKEIÐARÁRSANDI Eldgosið í VatnajökJi í október og hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember á síðasta ári eru meðal mestu náttúruhamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði og olli það einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu lanclinu miklum óþægindum. Myndir sem ljósmyndarar Morgunblaðsins tóku af náttúruhamförunum verða til sýnis á Suðurlandi á eftirtöldum stöðum: Fossnesti á Selfossi: 18. janúar - 7. febrúar. Víkurskáli Vík í Mýrdal. 8. febrúar — 1. mars. Skaftárskáli Kirkjubæjarklaustri. 2. mars — 29. mars. Víkurskáli Vík í Mýrdal. 30. mars - 5. apríl. Fossnesti á Selfossi. 6. apríl — 20. apríl. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN ÞRÍR síðustu forsetar Norræna kirkjutónlistarráðsins, frá vinstri: Sixten Enlund, Finnlandi, Kjartan Sigurjónsson, íslandi, og Bo Svensson, Svíþjóð. Tónleikar organ- leikara í Hallgrímskirkju FÉLAG íslenskra organleik- ara heldur tónleika á sunnu- daginn í því skyni að greiða kostnað vegna þátttöku í Nor- ræna kirkjutónlistarmótinu í Gautaborg. Munu flestir þeir sem tóku þátt í mótinu koma fram á tónleikunum og flytja hluta þeirrar tónlistar sem kynnt var. Tónleikarnir verða haldnir í Hallgrímskirkju kl. 17. Um það bil hundrað íslenzk- ir flyljendur komu fram í Gautaborg; þrír kórar, ein- söngvarar, hljóðfæraleikarar, organistar og tónskáld fóru utan á vegum Félags íslenskra organleikara og kynntu ís- lenska kirkjutónlist. Almennir þátttakendur á mótinu voru rúmlega þúsund frá öllum Norðurlöndunum. Haldnir voru 12 tónleikar, fyrirlestrar og umræðuhópar um norræna kirkjutónlist frá síðustu árum auk kynninga á nýrri kirkju- tónlist frá öllum Norðurlönd- um. Fulltrúar hvers lands héldu eina tónleika og segir í fréttatilkynningu, að komið hafi fram á fundi ráðsins að íslensku tónleikarnir hafi verið best sóttir. Þá hafi verið greini- legt að undangenginni könnun að framlag íslands á kirkjutón- listarmótinu hafi vakið mesta athygli bæði hvað varðar gæði tónlistar og flutning. Stór hluti þeirrar íslensku tónlistar, sem kynnt var á mót- inu, var af þessu tilefni sérstak- lega gefinn út á vegum ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar og Skálholtsútgáfunnar og voru flestir sálmarnir þýddir á dönsku eða sænsku. I Gautaborg komu fram: Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur sem kynnti það nýjasta í tónlist fyr- ir barnakóra, Kammerkór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, sem m.a. flutti Requiem eftir Jón Leifs á tónleikum í Dómkirkjunni, og Mótettukór Hallgríms- kirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem m.a. flutti Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sverri Guðjónssyni, Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara og Douglas A. Brotchie organista. Þá lék Björn Steinar Sólbergs- son orgelverk eftir Hafliða Hallgrímsson, Jón Nordal, Pál ísólfsson og Þorkel Sigur- björnsson. j-jíviemif þvolmvé'l ■ Hreinni þvottur • Hreinna skol • Minna rafmagn ' Mínua þvettaefni í\hvj 'M'ú Ja stgr.78.990 kr, 1600/800/500 sn/mln. ijuii 'j'Jtua stgr. 64.990 kr 1100/500 sn/mín. FÁIKINN Suðurlandsbraut 8, simi 581 4670 New Wave - fyrsta þvottavélin I Evrópu til aó uppfylla nýja vistvæna EU-staðalinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.