Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Starfsmenn kaupa 5% hlut í Skýrr hf. FYRSTA skrefíð í einkavæðingu Skýrr hf. var stigið fyrir síðustu ára- mót þegar ríki og Reykjavíkurborg seldu starfsmönnum fýrirtækisins 5% af hlutafé þess. Mikill áhugi var fyrir hlutabréfunum meðal um 150 manna starfsliðs fyrirtækisins því um 130 manns keyptu bréf, Þau eru alls að nafnvirði 10 milljónir króna og voru seld á genginu 1,3 eða fyrir um 13 milljónir. Um helgina er síðan fyrirhugað að auglýsa eftir tilboðum í 51% hluta- flárins _sem ætlunin er að selja einum aðila. Útboðsgögn munu liggja fyrir á mánudag hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með sölu bréfanna. í kjölfarið fer í gang ákveðið ferli sem skiptist í tvo hluta. Á fyrri hluta útboðstímans, sem stendur frá 20. janúar til 14. mars, verður kallað eftir áhugasömum aðilum sem kynnu að vilja kaupa meirihlutann í fyrir- tækinu. Þeir verða beðnir að skila inn bindandi verðtilboðum, við- skiptaáætlun með upplýsingum um framtíðarsýn og fjárhagslegum upp- lýsingum um sjálfa sig. Að því búnu verða valdir úr þrír bjóðendur sem teknir verða til nán- ari skoðunar á seinni hlutanum sem stendur frá 24. mars til 16. maí. Þeim gefst kostur á að kynna sér nánar rekstur Skýrr og fá tækifæri til að hækka tilboð sitt. Gert er ráð fyrir að endanlega verði tilkynnt hvaða tilboði verði tekið þann 23. maí. Búist er við að bæði innlendir og erlendir aðilar muni sýna áhuga á þessum hlut. Má þar nefna að bandaríska fyrirtækið Computer Science Corporation hefur þegar gefið til kynna að það muni hugsan- lega senda inn tilboð. Þetta fyrir- tæki keypti 75% hlutafjár í Data- centralen í Danmörku, systurfyrir- tæki Skýrr, á síðasta ári og býr yfir mikilli þekkingu á rekstri stórra tölvukerfa. Þá er vitað um áhuga einhverra aðila á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. í þessu sambandi má rifja upp þá skoðun Jóns Þórs Þórhalls- sonar, fyrrverandi forstjóra Skýrr, að það sé mjög mikilvægt fyrir Skýrr að fyrirtækið fái erlenda fjár- festa sem geti lagt eitthvað af mörk- um í formi nýrrar reynslu, nýrrar þekkingar eða viðskiptasambanda. Hins vegar þykir einnig líklegt að stærri fyrirtæki á íslenska tölvu-, fjarskipta- og fjölmiðla- markaðnum muni sýna áhuga á Skýrr, svo og öflugir fjárfestar á hlutabréfamarkaði. Tapið 60-65 milljónir Að sögn Stefáns Kjærnested, nýr- áðins forstjóra Skýrr hf., varð um 60-65 milljóna króna tap hjá fyrir- tækinu á árinu 1996. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa staðið í stað meðan rekstrargjöldin hefðu vaxið. Þar komi í fyrsta lagi til að launakostnaður hafi aukist umfram hækkanir á þjónustugjöldum. í öðru lagi hafi fyrirtækið unnið að mörg- um þróunarverkefnum, bæði innan- lands og erlendis, sem ennþá séu ekki farin að skila tækjum. I þriðja lagi hafi ijármagnskostnaður aukist í framhaldi af því að lífeyrisskuld- bindingum var breytt í skuldabréfa- lán. Aðspurður sagði Stefán að upp- sögn Jóns Þórs Þórhallssonar, frá- farandi forstjóra Skýrr hf., tengdist ekki afkomu félagsins á sl. ári. Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar Styrkir til átaksverkefna í atvinnumálum Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar vill hér með benda at- vinnurekendum í Reykjavík á „Reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði árið 1997 til átaksverk- efna á vegum sveitarfélaga", nr. 68011996. Frestur til að skila inn umsóknum til Atvinnu- og ferðamálastofu, vegna fyrstu úthlutunar, rennur út 11. febrúar nk. í ofangreindum reglum eru heimildir til aö styrkja sérstök verkefni á ábyrgð sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, þ.á.m. eftirfarandi: Varanlea atvinnusköoun Heimilt er að veita styrk til þess að aðstoða fyrirtæki við að skapa ný störf vegna nýrrar framleiðslu, enda sé það ekki talið fela í sér röskun á samkeppnisstöðu. Það er forsenda styrkveitingar að atvinnulausir einstaklingar séu ráðnir ótímabundið í störfin og styrkhafi skuldbindi sig til þess að viðhalda störfunum, eftir að styrktímabil rennur út, í a.m.k. jafnlangan tíma og styrkur náði til. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að endur- krefja styrkhafa um styrk, ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt. Verkefni sem ella væru ekki framkvæmd í launaðri vinnu Heimilt er að veita íþróttaféiögum, líknarfélögum, skóg- ræktarfélögum, góðgerðarstofnunum og öðrum sam- bærilegum aðilum styrk til að ráða atvinnulausan ein- stakling til starfa við verkefni, sem ella væri ekki fram- kvæmt í launaðri vinnu. Starfsþiálfun oq skiotistörf Heimilt er að veita styrk til þess að ráða mann af atvinnuleysisskrá í starfsþjálfun, þar sem fræðsla og vinna er samþætt, enda feli ráðning hans í sér aukningu á starfsmannafjölda. Ennfremur er heimilt að veita styrk til þess að ráða mann af atvinnuleysisskrá til þess að leysa af fastan starfsmann, sem fengið hefur launað leyfi til endurmenntunar eða til þess að sinna nýsköpun fyrir atvinnulífið, enda sé starfsmanni ekki tryggður réttur til endurmenntunar í kjarasamningi. Styrkjum Atvinnuleysistryggingasjóðs verður úthlutað þrisvar á árinu 1997, í febrúar, maí og september. Sveit- arfélög hafa milligöngu um að koma umsóknum á framfæri við skrifstofu sjóðsins og verða umsóknir vegna fyrstu úthlutunar að hafa borist til Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6,101 Reykjavík, eigi síðar en 11. febrúar 1997. Umsóknareyðublöð fást hjá Atvinnu- og ferðamálastofu og Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Engjateigur 11 • Sími 5882580 • Fax 5882587 Morgunblaðið/Ámi Sæberg FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti Ólafi Ragnarssyni, bókaútgefanda, markaðsverðlaun ÍMARKS, en auk þeirra á myndinni er Bogi Siguroddsson, formaður samtakanna. Vaka-Helgafell fær mark- aðsverðlaun ÍMARKS ÍMARK, sem er félag íslensks markaðsfólks, veitti bókaútgáf- unni Vöku-Helgafelli markaðs- verðlaun sín í gær, en markmiðið með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi fag- legs markaðsstarfs og veita verð- skuldaða viðurkenningu á þessu sviði. Verðlaunin voru nú veitt í sjötta sinn, en þijú fyrirtæki voru tilnefnd til verðlaunanna að þessu sinni, Vaka-Helgafell hf., Vátryggingafélag íslands hf., og Vöruveltan 10-11 hf. Niðurstað- an varð sú að Vaka-Helgafell fengi verðlaunin og í frétt í til- efni verðlaunanna segir að á fimmtán árum hafi stofnandinn, Ólafur Ragnarsson, og sam- starfsfólk hans byggt upp fyrir- tæki sem sé mótað af markaðs- hugsun og markaðsvinnubrögð- um sem verðskuldi sérstaka at- hygli. Ennfremur segir: „Vaka- Helgafell hf. tekur fullan þátt í baráttunni á hinum hefðbundna bókamarkaði fyrir almennan markað, en fáir gera sér grein fyrir því að mun stærri hluti starfseminnar liggur utan hefð- bundinnar bókaúgáfu. Þessi starfsemi grundvallast á hug- myndafræði beinnar markaðs- setningar og rekstri ýmiss konar klúbba fyrir mismunandi hópa. Velgengni í markaðsmálum byggist á því að fyrirtækin not- færi sér öll tæki og tól markaðs- fræðinnar. Oft er misbrestur á þessu og færa má rök að því að aðferðarfræði beinnar markaðs- setningar hefur verulega verið vannýtt sem tæki við markaðs- setningu á Islandi. Þetta á ekki við um Vöku Helgafell hf., en fyrirtækið hefur byggt upp þekkingu, reynslu og aðstöðu til að beita beinni markaðssetningu sem ekki er sambærileg hjá öðr- um fyrirtækjum hér á Iandi.“ Exo hús- gögn á nýj- umstað EXO húsgögn flytja um næstu mánaðamót í Fákafen 9 þar sem Vedes leikföng hafa verið til húsa. Að sögn Inga Þórs Jakobsonar, innanhússarkitekts og eins af eig- endum Exo húsgagna, fer verslun- in úr 400 fermetra húsnæði í 600 fermetra. Með því verði hægt að auka vöruúrvalið í versluninni og þá helst í ljósum. „Verslunin Exo húsgögn hefur allt frá upphafi boðið upp á íslensk húsgögn ásamt því að vera með mikið af spænsk- um húsgögnum. Við opnuðum verslunina hér í bláu húsunum við Suðurlandsbraut fyrir tæpum fimm árum og á síðustu tveimur árum hefur orðið umtalsverð auk- ing í veltu. Á síðasta ári jókst hún um rúmlega 30% og árið þar á undan um 40%.“ ----» ♦ ---- Murdoch og Packer semja frið Sydney. Reuter. RUPERT MURDOCH og keppi- nautur hans í ástralska fjölmiðla- geiranum, Kerry Packer, hafa leyst alla hagsmunaárekstra sína og þar með afstýrt hörðum mála- ferlum um kvikmynda- og sjón- varpsréttindi. Lachlan Murdoch, sem stjórnar umsvifum föður síns í Ástralíu, segir að samkomulag hafi náðst um allar gagnkvæmar kröfur fyr- irtækis Packers, Nine Network Australia, og News Ltd, Ástralíu- deildar News Corp fyrirtækis Murdochs. Engartölur voru nefnd- ar. Ný tengibygging milli Kringlunnar og Borgarkringlunnar Eigendafundur ífebrúar STEFNT er að því að boða til eig- endafundar hjá Húsfélagi Kringl- unnar í fyrri hluta febrúarmánað- ar, þar sem kynntar verða niður- stöður frumathugana á möguleik- um þess að reisa tengibyggingu milli suður- og norðurhluta húss- ins. Á fundinum verður tekin ákvörðun um hvort ráðast eigi í viðamikla úttekt á slíkri fram- kvæmd á næstu 3-4 mánuðum, t.d. á því hvaða byggingarmögu- leikar séu fyrir hendi. Að sögn Einars I. Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra verkefnis- stjórnar Kringlunnar, hefur málið verið kynnt borgaryfirvöldum. Hann segir að fyrst þurfi að skoða nánar ýmsa valkosti varðandi bygginguna og gera kostnaðar- og fjármögnunaráætlun ásamt könnun á leigumarkaði. Hann seg- ir því undirbúninginn á byrjunar- stigi og málið ekki komið jafnlangt á veg og látið hafi verið í veðri vaka í frétt Morgunblaðsins í gær. Umrædd bygging myndi tengja saman þessa tvo hluta húsanna með göngugötu, en einnig eru möguleikar á að setja þar upp verslanir, veitingahús og aðra af- þreyingu. Einar sagði að rekstur í hinum nýja hluta Kringlunnar, þar sem Borgarkringlan var áður til húsa, hefði gengið vel. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á síðasta ári hafa einnig verið gerðar áætlanir um verulega stækkun Kringlunnar til norðurs í átt að Miklubraut og sagði Einar að þær hugmyndir væru ennþá uppi á borðinu. „Mér sýnist að það yrði rökrænna að ráðast fyrst í framkvæmdir við tengibygging- una til að fullkomna tenginguna milli húsanna, en að stækkun til norðurs yrði látin bíða nýrrar ald- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.