Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 15 LANDIÐ Fyrrum framkvæmdasljóri Útgerðarfélags Bílddælinga hf. Dæmdur til fangelsisvist- ar fyrir skattalagabrot Isaljörður - Fyrrum framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Bfldælinga hf. á Bfldudal hefur fyrir héraðsdómi Vestfjarða verði dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar fyrir brot á skattalögum. Fyrrum stjórnar- formaður fyrirtækisins var sýknað- ur af kröfum ákæruvalds í málinu. í dómsorði segir að fresta skuli fullnustu 8 mánaða af refsivist framkvæmdastjórans fyrrverandi og að hún skuli niður falla að liðn- um tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá var framkvæmdatjóranum gert að greiða birtingu dómsins ella sæta varðhaldi í 3 mánuði. Fram- kvæmdastjóranum var einnig gert að greiða 100.000 kr. saksóknara- laun til ríkissjóðs auk þess sem honum var gert að greiða 2/3 hluta annars sakarkostnaðar. Málsvam- arlaun veijanda stjórnarformanns- ins, kr. 150.000, greiðast af ríkis- sjóði. Málið var höfðað með ákæm ríkissaksóknara, dags. 30. apríl 1996, á hendur fyrmm fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Bílddælinga hf. og fyrram stjóm- arformanni fyrirtækisins fyrir fjár- drátt og brot á skattalögum, sem framin voru á ámnum 1992 og 1993 í rekstri Útgerðarfélags Bíld- dælinga hf. sem úrskurðað var gjaldþrota 20. ágúst 1993. Ákærðu var gefið að sök að hafa á ámnum 1992 og 1993 vanrækt að standa ríkissjóði skil á virðisaukaskatti að fjárhæð kr. 10.985.285, sem inn- heimtur var af félaginu. Þá var ákærðu gefið að sök að hafa á árinu 1993 vanrækt að standa rík- issjóði skil á kr. 764.502, sem þeir héldu eftir af launum starfsmanna félagsins samkvæmt ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var ákærðu gefíð að sök að hafa á árunum 1992 og 1993, við útborgun launa til starfsmanna félagsins, haldið eftir af launum samtals kr. 769.773, sem ganga átti til greiðslu á iðgjöldum starfs- manna til lífeyrissjóða og stéttarfé- laga, en eigi staðið skil á því fé eins og skylt var samkvæmt 2. málslið 2. gr. og 2. mgr. 6 gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, heldur dregið félag- inu fé og notað í rekstur þess. í niðurstöðu dómsins segir að annar ákærðu hafi verið fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Bíld- dælinga hf. frá upphafi og beri því ábyrgð á daglegum rekstri félags- ins, þar á meðal fjárreiðum. Hinn aðilinn var á sama tíma formaður stjórnar, en lét af störfum á skrif- stofu félagsins 15. júlí 1992 og hafði eftir það engin afskipti af daglegum rekstri þess. Sá fram- kvæmdastjórinn þannig um inn- heimtu og skil á virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu opin- berra gjalda á því tímabili, sem 1. og 2. kafli ákærðu lúta að, og bar ábyrgð á að haldið væri eftir af launum starfsmanna félagsins iðgjöldum tii þeirra lífeyrissjóða og stéttarfélaga, sem tilgreind eru í ákæm. Þá segir í niðurstöðu dómsins að hvorki verði ráðið af framburði ákærðu, vitna, né framlögðum gögnum, að framkvæmdastjórinn hafí rætt sérstaklega á stjómar- fundum eða upplýst stjóm með öðmm hætti um, að félagið stæði ekki skil á framangreindum gjöld- um. Er þannig ósannað, gegn neit- un ákærða, fyrrum formanns stjórnar, að hann hafí vitað eða mátt vita um þau vanskil félags- ins. „Ber því að sýkna hann af ákæra í málinu,“ eins og segir í dómsniðurstöðu. Veijandi stjórnarformannsins fyrrverandi í málinu var Ágúst Sindri Karlsson hdl. Veijandi fram- kvæmdastjórans fyrrverandi var Gunnar Jakobsson hdl. Gunnar lýsti því yfir á málflutningsdegi að hann krefðist ekki greiðslu málsvamar- launa. Dóminn kvað upp Jónas Jó- hannsson héraðsdómari. Minkarækt endurvakin í Reykjahverfi Laxamýri - Minkarækt er hafin að nýju á bænum Skógarhlíð í Reykjahverfi og þar eru nú 600 læður og 130 högnar í skála sem verið hefur í eyði um árabil. Það er fyrirtækið Stekkjarholt ehf. sem hefur hafið rekstur í húsinu og er eign Örlygs Hnefils Jónsson- ar og Gunnars Gunnarssonar. Markmiðið er að nýta þær fjár- festingar sem fyrir hendi eru í hreppnum til minkaræktar en á jörðunum Skógahlið og Stekkjar- holti er um 2200 fm húsnæði að ræða með búrum og ððrum útbún- aði. Læðurnar sem keyptar voru komu aðallega frá bænum Hrísum í Vopnafirði en 100 dýr komu frá tilraunabúinu á Hvanneyri og er um aldanskar læður að ræða sem ætlað er að kynbæta stofninn. Ef vel gengur má búast við 3000 hvolpum að vori og ætlun fyrirtækisins er að færa út kvíarnar þannig að ásettar læður verði 1000-1200 læður að ári liðnu. Þvi má reikna með að bú þetta færi 2-3 störf í sveitina en ráða þarf aukafólk á álgastimum. Þá má geta þess að Stekkjar- holt ehf. hefur keypt skinnaverk- unarstöð frá Hvanneyri og ætl- unin er að setja hana upp i Skóg- hlíð þar sem ákjósanleg aðstaða er fyrir hendi. Fyrrum framkvæmdastjóri Júpíters hf. í Bolungarvík * Akærður fyrir 22,7 milljóna króna skattalagabrot ísafirði - Ríkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál fyrir héraðs- dómi Vestfjarða á hendur fyrmm framkvæmdastjóra Júpíters hf. í Bolungarvík sem úrskurðað var gjaldþrota 16. apríl 1993 fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og fjárdrátt. Nýtt þinghald í málinu fer fram 26. febrúar nk. og er málflutningur ráðgerður í mars. Ákærða er gefið að sök að hafa eigi staðið innheimtumanni ríkis- sjóðs skil á virðisaukaskatti sem félagið hafði innheimt á ámnum 1992 og 1993, samtals að fjárhæð 11.184.010 kr. Þá er ákærða gefíð að sök að hafa eigi staðið ríkis- sjóði skil á 8.978.419 kr. sem hald- ið hafði verið eftir af launum starfsmanna félagsins á ámnum 1992 og 1993, samkvæmt ákvæð- um laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, sbr. lög nr. 90/1987. Ákærða er einnig gefið að sök að hafa eigi staðið Lífeyris- sjóði Bolungarvíkur skil á lífeyris- sjóðsgjöldum, samtals 2.630.575 kr. sem haldið var eftir við útborg- un launa starfsmanna félagsins á árunum 1992 og 1993 til greiðslu iðgjalda þeirra til lífeyrissjóðsins. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að ákærði verði dæmdur fyrir framangreint brot. Ákærði kvaðst fyrir héraðsdómi ætla að halda uppi vörnum í málinu, en sagðist engu að síður vera reiðubúinn að tjá sig stuttlega um ákæmna. Hann taldi sig ekki hafa gerst brot- legan við þau ákvæði laga sem tilgreind era í ákæru en varðandi 1. og 2. kafla ákæmskjals er lýtur að broti á lögum um virðisauka- skatt og broti á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda, sagði ákærði hafa verið í gildi samkomu- lag milli Júpíters hf. og innheimtu- manns ríkissjóðs um skil á um- ræddum gjöldum. Þá hafí einnig verið fyrir hendi samkomulag milli félagsins og Lífeyrissjóðs Bolung- arvíkur um skil á lífeyrissjóðsgjöld- um. Ákærði kvaðst því hvorki hafa gerst sekur um fjárdrátt né brotið gegn lögum um virðisaukaskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda eða 262. gr. almennra hegn- ingarlaga. Sigmundur Hannesson hrl. hef- ur verið skipaður veijandi ákærða í málinu en Ólafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á ísafirði, sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Byggingaplatan \fl][]3©(3* sem allir hafa beðið eftir \ÍÍ1B@(§' byggingaplatan er fyrir veggi, ioft og gólf Wð@@’byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi 'íífKSSÆ byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni \ÍD0@S byggingaþlatan er umhverfisvæn PP &co ^1®@<§ byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞOHGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6100 ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 5 I I 2200 Morgunblaðið/Atli Vigfússon BÚSTJÓRI Stekkjarholts ehf. Björn Ófeigur Jónsson og kona hans Alice Gestsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.