Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GÆTIRÐU ekki lagt inn gott orð fyrir mijg um styrk vegna tilrauna með trúarhita í bjálkahúsum Arni minn . . . Gjaldtökuákvæðum nýrra laga um framhaldsskóla breytt Innheimta endurinnrit- unargjalds hefst í haust FRAMHALDSSKÓLUM er heimilt að innheimta næsta haust sérstakt endurinnritunargjald af nemendum sem he§a aftur nám í bekkjardeild eða áfanga og er miðað við 500 krónur fyrir hveija einingu sem ólokið er frá síðustu önn. Hluti ein- inga er undanþeginn gjaldskyldu, það er 12 einingar í áfangaskólum og 15 einingar í bekkjakerfísskól- um. Alþingi samþykkti fyrrgreinda breytingu á gjaldtökuákvæði nýrra laga um framhaldsskóla hinn 19. desember síðastliðinn, auk 10 pró- sentustiga hækkunar álags vegna innritunar utan auglýsts innrit- unartíma, að beiðni Skólameistara- félags íslands. Þá er kveðið á um að efnisgjald, sem skólanefnd ákveður, skuli taka mið af raun- verulegum efniskostnaði, sam- kvæmt upplýsingum frá mennta- málaráðuneyti. Skólanefnd ákveður innritunar- gjald og efnisgjald sem nemendur eiga að greiða við upphaf hvers skólaárs. Innritunargjaldið skal ákvarðað í samræmi við kostnað vegna ýmiss konar kennsluefnis og pappírs, sem skólinn lætur nemend- um í té án endurgjalds og nauðsyn- legt er fyrir starfsemina, en má ekki vera hærra en 6.000 krónur á skólaári. Efnisgjald er innheimt af nem- endum sem njóta verklegrar kennslu og skal miðast við raun- verulegan efniskostnað, en ekki þriðjung hans eins og kveðið var á um áður. Það má hins vegar ekki vera hærra en 25.000 krónur á skólaári, eða 12.500 krónur á önn. Þá er heimilt að taka 25% hærra innritunargjald af þeim sem fá leyfi til innritunar í skóla utan auglýsts innritunartíma. í lögum um fram- haldsskóla sem samþykkt voru í fyrrasumar var hlutfallið 15%. Vildu skólameistarar hækka heim- ildina til að stuðla að markvissari innritun í framhaldsskólana, sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneyti menntamála. Upptöku- og sjúkrapróf undanþegin Endurinnritunargjald kemur ekki til innheimtu fyrr en á haustönn og verður kveðið nánar á um reglur um viðmiðun gjaldtökunnar, um mat á bekkjardeildum til eininga, tilhögun innheimtu og undanþágu frá greiðslu gjaldsins í reglugerð frá ráðuneytinu. Ákvæðið tekur ekki til upptöku- eða sjúkraprófa og gert ráð fyrir að innheimta og eftirlit verði eins auðvelt i framkvæmd og kostur er. Jafnframt verður tekið tillit til nem- enda sem eiga við námsörðugleika að stríða með því að hafa tiltekinn einingafjölda undanþeginn gjald- skyldu. Eðlilegt þykir að miða við 12 einingar í áfangaskólum og 15 einingar þar sem bekkjakerfi er, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneyti. Arnarnes íbúar mótmæla fyrirhugnðum göngustíg og byggð í Arnarholti BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hef- ur borist undiskriftalisti með nöfn- un 180 íbúa á Arnarnesi þar sem mótmælt er lagningu göngustígs í fjörunni neðan við byggðina og fyrirhuguðum húsbyggingum í Arnarneshæð. Kristjana Milla Thorsteinsson, einn íbúanna, segir að leitað verði til dómstóla verði ekki farið að tilmælum þeirra. „Það hefur alltaf verið talað um að þetta svæði yrði óbyggt. Þegar við keyptum lóðirnar fylgdi með þinglýst skipulag og á því var ekki gert ráð fyrir neinum bygg- ingum á Arnarneshæð. Okkur var þá sagt að landið væri sameign lóðareigendanna. Með því að byggja væri verið að taka af okk- ur eignarréttinn." Kristjana segir að lagningu stígs í fjörunni fylgi náttúruspjöll. „Það er öllum frjálst að ganga í kringum nesið og víða á milli hús- anna eru göngustígar og þar er hægt að komast niður að sjónum. Okkur finnst það nóg og óþarfi að umturna fjörunni.“ Kristjana segir að íbúar hafi einnig áhyggj- ur af truflun af umferð um stíginn því hann yrði víða að liggja mjög nálægt byggðinni. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framkvæmdirnar. „Við erum að auglýsa hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi í bænum öllum. Það er gert í þeim tilgangi að fá fram sjónarmið bæjarbúa. Við erum búnir að fá margar góðar og gagnlegar ábendingar og þær hafa verið lagðar fyrir skipulags- nefnd. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin.“ Heimeyjargosið framhald af Surtsey Kvikan beið aðeins 10 ár Iágúst birtist í tímarit- inu Nature grein eftir j arðefnafræðinginn Olgeir Sigmarsson um rannsóknir hans á nátt- úrulegri geislavirkni. Þar eru birtar niðurstöður hans á mælingum geisla- virkni í hraunum frá Vest- mannaeyjum, sem hafa vakið athygli. Þar sannar hann að gosið í Heimaey 1973 er bein afleiðing og framhald af gosinu í Surtsey. - Hvernig gekk það fyrir sig? „Líklegast er að þegar gos hófst árið 1963 og Surtsey tók að myndast hafi hluti kvikunnar ieitað forna leið, eða inn í kviku- hólf undir Heimaey. Þar mun kvikan hafa dvalist einungis í tíu ár? - Er það ekki þetta sem þykir svona merkilegt? „Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sýnt er fram á svo skamma viðdvöl kviku á leið hennar til yfir- borðs jarðar og er þar eingöngu fyrir að þakka þeim skilningi á náttúrulegri geislavirkni sem við höfun öðlast á einni öld,“ segir Olgeir. En hve lengi kvikan getur beðið í kvikuhólfinu og hve fljótt hún verður greind er undirstöðu- atriði til skilnings á þróun kvik- unnar og hegðun eldfjalla. - Má ekki segja að þetta sé gott dæmi um notagildi rannsókna á náttúrulegri geislavirkni? „Alveg rétt. N.ú er liðin ein öld síðan Marie Curie hóf ásamt eigin- manni sínum Pierre, rannsóknir á geislavirkni. Henni tókst að ein- angra geislavirku efnin Polonium og Radium og vann til tvennra Nóbelsverðlauna fyrir vikið. Þekk- ing á geislavirkni hefur síðan bæði verið notuð til gagns og skaða. í jarðfræðinni hefur geisla- virkni og afleiðingum hennar m.a. verið beitt til aldursákvörðunar á jörðinni." - Er þá hægt að lesa eftir geislavirkninni hvaða hraun þetta er í kvikuhólfinu og hve lengi það er búið að vera þarna? „Það er það sem við erum að reyna að gera. Ef maður vill sjá hvaðan hraunið kemur er hægt að nota samsætur eða geislavirka ísotopa til þess að sjá hvort það kemur úr möttlinum, hefur verið bráðnun úr skorpunni sjálfri eða er skorpumengun. Flest súrt berg á Islandi er talið myndað við bræðslu jarðskorpunnar. En þarna sýndi það sig að þetta var basalt úr möttlinum." - En af hverju stóð þessi kvika svona stutt við þarna, aðeins 10 ár? „Eg tel það vera vegna þess að þarna hefur verið ____________ tiltölulega lítil eldvirkni á jarðfræðilegum tíma- skala. Að skorpan sé tiltölulega köld miðað við annars staðar á Is- landi. Þess vegna kælir hún mjög hratt þá kviku sem kemur þarna inn. í Vestmannaeyjum er sem kunnugt er enginn jarðhiti, þetta er svo ungt eldstöðvakerfi. Lítil kvika hefur komið til yfirborðs og skorpan því ekki hitnað. Þegar 1.200 gráða heit kvika leitar þangað úr Surtseyjargosinu, þá stígur hún upp. Trúlega úr kviku- hólfi og þá kólnar hún svona hratt.“ -Það vekur spurningu. Held- urðu að meiri kvika hafí getað Dr. Olgeir Sigmarsson ► Dr. Olgeir Sigmarsson jarð- fræðingur er Njarðvíkingur og stúdent frá Flensborgarskóla 1978. Eftir nám í jarðfræði við HÍ 1979-85 stundaði hann og lauk doktorsprófi í jarðefna- fræði við Blaise Pascal háskól- ann í Clermont-Ferrand í Frakklandi 1991. Árið 1991 vann Olgeir að rannsóknum við háskólann í Cambridge á Bret- landseyjum áður en hann tók við stöðu á Vísindastofnun Frakkiands (Centre National de la Recherche Scientifique). Þar hefur hann undanfarin fimm ár stundað rannsóknir á náttúrulegri geislavirkni. í árs- leyfi frá Frakklandi er hann að störfum við Earth Science deildina í Kaliforníuháskóla í Santa Cruz. Kona Olgeirs er Hildur G. Albertsdóttir og eiga þau þrjá syni, Loga, Frosta og Kára. leitað út úr þessum gosum og bíði færis annars staðar?" „Nei, það held ég ekki, þetta var einstakur atburður. Við höfum engin gögn sem segja til um það. Að sjálfsögðu er kvika þarna niðri fyrir, það lítur út fyrir að þar sé að þróast megineidstöð eins og við köllum það, en það eru ekkert meiri líkur á að kvika komi upp.“ - En hvað ert þú að gera núna í Kaliforníu? „Ég er hér að vinna með gijót frá Kamtsjatka og Kúrileyjum. En í þessum bransa er maður með gijót alls staðar frá. Ég er líka með gijót úr Heklu. Eg er að greina PA 231, sem er svolítið skrýtið efni með stuttan helming- unartíma, og líka PB 210. Þetta er allt tengt niðurbroti á úraníum og þóríum, eins og Marie gamla Curie var að vesenast í. Með þessu er hægt að sjá atburði á mismun- _________ andi tímakvarða. Það sem ég hefi mestan áhuga á er að reyna að sjá tímakvarðann í þró- un kviku. Ýmis kviku- ferli eiga sér stað á mísmunandi tíma og hægt er að nota geisla- virk efni, sem hafa mis- munandi helmingunartíma til að athuga þessa atburði. Ég er að vinna með öll þessi efni af því helmingunartími þeirra ákvarðar þann tímakvarða sem við getum litið á. Síðan reynum við að líta á þessa mismunandi atburði sem gerast við þróun kviku eftir að hún verður til í möttlinum og stíg- ur upp, krystallast o.s.frv. Reyn- um síðan að slá tímakvarða á þessa atburði." Fyrsta sinn sýnd svo skömm dvöl kvikuá leiðtil yfirborðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.