Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mjólkursamsalan og Sorpa taka höndum saman um endurvinnslu á fernum Sjö líf mjólk- urfernunnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg HRÖÐ og örugg handtök einkenndu sýnikennslu barnanna frá leikskólanum Norðurbergi í ráðhúsinu í gær. Frá vinstri: Aron Birgisson, Anna Laufey Stefánsdóttir og Guðni Guðmundsson. DAGBLÖD; TiM/'S ikh /. JÍSKJR otj pí%Btdai ODDRÚN Lára Friðgeirsdóttir, Knútur Hreiðarsson og Kristján Stefánsson tóku fyrir hönd félaga sinna í Norð- urbergi við viðurkenningarskjali úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, sem kallaði yngstu kynslóðina „umhverfislöggur heimilanna". FERNUR undan mjólk og mjólkur- vörum, ávaxtasafa og grautum er nú hægt að senda í endurvinnslu rétt eins og dagblöð, gler og gos- dósir. Mjólkursamsalan og Sorpa hafa gert með sér samning um endurvinnslu á þessum umbúðum og hleypa nú af stokkunum kynn- ingarátaki undir kjörorðinu „Fern- ur eiga framhaldslíf ... skilið!“ Átakið var kynnt á fundi í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Þar greindu þeir Guðlaugur Björgvins- son, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, frá fram- kvæmd þess og markmiðum. Einn- ig sagði Gunnar Moen, tæknilegur framkvæmdastjóri norska endur- vinnslufyrirtækisins Returkartong a/s, sem taka mun við femunum, frá reynslu landa sinna af endur- vinnslu pappaferna. Returkartong er í eigu norskra mjólkurbúa, safa- framleiðenda og umbúðaframleið- enda, og er í samstarfi við pappírs- verksmiðjuna Humm papirfabrik, sem framleiðir pappírsvömr af ýmsu tagi úr fernunum. Á fundinum var ennfremur frumsýnd kynningarmynd um endurvinnsluna og börn úr leik- skólanum Norðurbergi í Hafnar- firði sýndu af mikilli röggsemi hvemig brjóta á saman mjólkur- femur og ganga frá þeim til endur- vinnslu. Börnin hafa um tveggja ára skeið flokkað allan úrgang sem til hefur fallið á leikskólanum og hafa frá því í haust tekið fernurn- ar sérstaklega fyrir. Skola, bijóta saman, setja í poka og út í næsta gám Mjólkursamsalan hefur gert kynningar- og fræðsluáætlun sem miðar að því að tryggja þátttöku almennings og fyrirtækja í endur- vinnslu pappafernanna og kostar Mjólkursamsalan alfarið kynning- arátakið. Það nær til átta sveitarfé- laga á þjónustusvæði Sorpu eða alls höfuðborgarsvæðisins. Á næstu dögum og vikum verða íbúarnir hvattir til þess að flokka fernur frá öðrum heimilisúrgangi og skila þeim í söfnunargáma til endurvinnslu. Tómu fernumar þarf að skola, fletja út og setja í hrein- an plastpoka. Venjulegur inn- kaupapoki rúmar auðveldlega 60-80 slíkar fernur. Þegar pokinn er orðinn fullur er honum lokað og skilað í næsta söfnunargám. Gámarnir sem bæði taka við dag- blöðum og fernum eru nú um 45 talsins, við verslanir og bensín- stöðvar víðs vegar um höfuðborg- arsvæðið. Auk þess má fara með fernurnar í endurvinnslustöðvar Sorpu, sem era sjö, og einnig er tekið við þeim í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Ferna verður að umslagi - sem verður að eggjabakka Mikilvægt er að fernurnar séu settar í plastpoka og þeim lokað áður en þeir fara í gámana, svo auðvelt sé að flokka þær frá dag- blöðum og öðrum pappír. Auk pappírs er í fernunum plastefni og stundum ál, sem er skilið frá papp- írnum við endurvinnslu. Hún fer fram hjá Returkartong í Noregi. Þar er plastið notað til orkufram- leiðslu en álið endurnýtt. Pappírinn úr fernunum verður að öðrum pappírsvörum af margvíslegu tagi, svo sem eggjabökkum, umslögum og öðrum skrifstofuvörum. Á fund- inum kom fram að fernurnar mætti endurnýta allt að sjö sinnum, þann- ig að mjólkurferna sem væri send í endurvinnslu í Reykjavík á morg- un gæti allt eins borist sendandan- um að nokkrum mánuðum liðnum í formi umslags utan um sendibréf frá Noregi. Það mætti síðan aftur senda í endurvinnslu og þá yrði það kannski að eggjabakka og þannig mætti áfram telja. Þannig væri jafnvel hægt að segja að fern- urnar hefðu sjö líf. í máli Ögmundar Einarssonar, framkvæmdastjóri Sorpu, kom fram að þar á bæ legðu menn mikla áherslu á að ekkert í ferlinu leiddi til aukins kostnaðar. Þess vegna lægi beint við að nota það söfnunarkerfi sem þegar væri fyrir hendi með dagblöðin. Hann sagði að mikið hefði verið spurt um það á undanfömum áram hvenær ætti að fara endurvinna mjólkurumbúð- ir og nú væri loks komið að þeim merku tímamótum í umhverfísmál- um á íslandi. Þegar bömin frá Norðurbergi höfðu sýnt viðstöddum frágang og pökkun mjólkurferna og sett fyrsta fernupokann í þar til gerðan gám afhenti Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri þeim viðurkenn- ingarskjal fyrir framtak þeirra í umhverfismálum. Guðlaugur Björgvinsson afhenti þeim ávísun frá Mjólkursamsölunni, sem fram- lag í ferðasjóð leikskólans, og Gunnar Moen gaf þeim marglitar teikniblokkir úr endurunnum papp- ír — að sjálfsögðu. Háskóli íslands 39 lækna- nemar áfram HÁSKÓLARÁÐ samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær þá tillögu deildarráðs læknadeildar Háskóla Islands að hækka fjöldatakmörkun læknadeildar úr 30 í 39, vegna mistaka í tímavörslu í samkeppnisprófi í desember síðastliðnum. Að sögn Einars Stefánssonar forseta lækna- deildar gekk afgreiðsla tillög- unnar auðveldlega fyrir sig og voru menn almennt sam- mála henni. „Þessi niðurstaða tekur af allan vafa um að nokkur nemandi hafi verið órétti beittur,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær þegar afgreiðsla málsins lá fyrir. Atvinnu- og ferðamálanefnd Styrkir til nýsköpunar og þróunar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar um að aug- lýsa styrki að upphæð sam- tals 8 milljónir til nýsköpunar og þróunar í atvinnu- og ferðamálum í Reykjavík. Jafnframt hafa verið sam- þykktar tillögur um að veita tvo útgáfustyrki til kynningar á Reykjavík, samtals 500 þús. Útgáfustyrkirnir eru vegna útgáfu Ferðakorta hf. á „What’s on in Reykjavík" árið 1997, 250 þús. krónur, og vegna útgáfu Nesútgáf- unnar á „Around Reykjavík", 250 þús. krónur. Stofnfundur Grósku haldinn á laugardag Árni Benediktsson hættir formennsku í VMS Vilja þjóð- aratkvæði um aðildar- viðræður við ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg HRANNAR B. Arnarsson, Flosi Eiríksson, Hólmfríður Karlsdótt- ir og Þóra Amórsdóttir úr undirbúningshópi að stofnun Grósku. í DRÖGUM að stefnu Grósku, samtökum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, segir að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Einnig segir að samtökin séu andvíg því að örfáir einstakling- ar nýti afraksturinn af auðlind- um landsins, og er þá ekki að- eins átt við sjávarafurðir heldur einnig aðrar náttúrulegar auð- lindir landsins. Um afstöðu til NATO eru skiptar skoðanir hjá undirbúningshópi Grósku og er því í raun „samkomulag um að vera ósammála." Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær til kynningar á stofnfund- inum en hann verður haldinn á morgun, laugardag. Þar verða samþykkt lög félagsins og kosin sljórn. Undirbúningur að stofn- un Grósku hófst í nóvember en fjölmargir undirbúningsfundir hafa verið haldnir síðan. Um 70-100 manns hafa sótt þá. Sérhæð óskast Vantar 100-150 fm sérhæð í Reykjavík. Allir staðir koma til greina. Sterkar greiðslur í boði. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. Spáir verðbólgu eftir samninga ÁRNI BENEDIKTS- SON hefur látið af störf- um sem formaður Vinnumálasambandsins vegna óánægju með horfur í kjarasamning- um. Hann segir einsýnt að nú stefni í tuga pró- senta launahækkanir og í kjölfarið fylgi verðbólga og stöðnun í atvinnulíf- inu. „Ég var að vona að það yrði haldið áfram þar sem frá var horfið árið 1990. Þá var gjörbreytt um áherslur í kjara- samningum og stöðug- leika komið á í efnahags- Árni Benediktsson lífinu. Annar þáttur var eftir, en það var hvemig staðið yrði að gerð kjara- samninga í framtíðinni. Að mínu viti var mikil þörf á breytingu í þá átt að fyrst og fremst yrði rætt um fram- leiðni. Eg hef orðið fyrir vonbrigðum með það og ég sé ekki betur en að verið sé að hverfa frá slíku og fara í sama farið og fyrir 1990, að betja fram óraunhæfar launahækkanir með þeim afleiðingum að hér verði verð- bólga, jafnvel óðaverðbólga, sem hefur í för með_ stöðnun í at- vinnulífí. Ég er ekki sátt- ur við að taka þátt í þeim leik aftur.“ Ámi segir að enginn einn beri sök á því hvert stefni í kjaraviðræðun- um. „Það er ljóst að margir innan verkalýðs- hreyfingarinnar telja að það þurfi að gera veru- legar breytingar á því hvemig staðið er að kjarasamningum. Þeir era ekki endilega sam- mála okkur um hvemig það eigi að gerast, en í heild held ég að hug- myndimar séu ekki mjög óskyldar. Þess vegna var ég að vona að kjara- samningar myndu þróast í það að hægt yrði að vinna á þessum nótum. Ég tel ekki að neinn sérstakur beri sök í þessum efnum, menn eru einfald- lega ekki tilbúnir. Ég vona að það verði áður en langt um líður.“ Árni tekur ekki fyrir að hann muni starfa fyrir Vinnumálasam- bandið í framtíðinni, þó hann hafí nú látið af störfum sem formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.