Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 45 GUÐMUNDUR ÓSKAR JÓNSSON JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR ■4- Guðmundur Óskar Jóns- ■ son, jafnan kallaður Óskar, fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi 25. jan- úar 1918. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 6. janúar. Komið er að kveðjustund. Kær bróðir og mágur er kvaddur hinstu kveðju. Óskar, eins og hann var jafnan nefndur af þeim sem þekktu hann, var löngum kenndur við Helgavatn í Þverárhlíð, þar sem hann ólst upp frá fimm ára aldri og átti þar heima fram yfir tvítugsaldur. Við Óskar vorum aldir upp hjvor hjá sínum bróðurnum og var gott samband á milli bæjanna, þó að þeir væru hvor á sínum enda sveit- arinnar. Skammt frá heimili hans var barnaskólinn og þar ríkti alltaf góður félagsandi með krökkunum undir handleiðslu frábærs kenn- ara. Þar hófust kynni okkar fyrst því ég hélt til á heimili hans á meðan á skólagöngu stóð og geng- um við saman í skólann. Kynni okkar héldu áfram að þróast, bæði við leik og störf, í vegavinnu vor og haust og í fjallferðum á haustin. Fjárleitir í þá daga gátu oft verið erfiðar og hrakningasam- ar ef veður voru slæm, því aðbún- aður ganganamanna var þá ekki eins og nú tíðkast, en samt var alltaf tilhlökkunarefni að fara í göngumar. Það var tilbreyting frá daglega lífinu, sem var yfirleitt tilbreytingalítið. í slíkar fjárleitir fórum við Ósk- ar saman mörg haust og hafa ýmis atvik frá þeim ferðum lifað lengi í minningunni. Rúmlega tvítugur yfirgaf Ósk- ar heimabyggð sína og hélt til Reykjavíkur. Þar vann hann í fyrstu almenna verkamanna- vinnu. Síðan fór hann að aka vö- rubíl, en fór fljótlega yfir í leigu- bílaakstur og vann við það í mörg ár. Þá hafði hann umsjón með og veitti forstöðu íbúðarhússbygg- ingu á vegum BSAB á meðan það félag var með byggingarfram- kvæmdir. En Óskar hafði áhuga á fleiru en að steypa upp hús hér í Reykjavík. Hann varð sér úti um gott land til ræktunar og þar kom hann upp fallegum ttjáreit, sem ber vitni um dugnað hans og natni við ræktunina. Þar byggði hann sér sumarhús, sem nú stendur í skjóli tijánna er hann gróðursetti. Þessi reitur var hon- um kær og hann dvaldi þar mjög mikið síðustu árin, en síðastliðið ár varð honum erfitt vegna veik- inda og starfsþrekið fór dvínandi. Illkynja sjúkdómur náði yfírhönd- inni að lokum. í mörg ár höfðum við það að dægradvöl nokkrir félagar að spila lomber þá vetur var genginn í garð. Óskar var góður spilamaður. Við félagarnir þökkum honum ánægjustundirnar sem við áttum saman við spilaborðið. Það er í raun margs að minnast frá sameiginlegri vegferð, en það verður ekki tíundað hér, heldur færum við honum þakkir fyrir samfylgdina og óskum honum góðrar heimkomu á nýtt tilveru- stig. Aðstandendum hans öllum sendum við samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng er geymd í hugum okkar. Svanlaug og Svavar. + Jóhanna Þorsteinsdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 11. júlí 1914. Hún lést á dvalarheim- ilinu Uppsölum 2. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 10. janúar. Það var dapurlegur endir á góðum afmælisdegi Amars hinn 2.janúar að amman hringdi og sagði mömmu að langamma á Fáskrúðsfirði væri dáin. Mamma vildi ekki segja okkur frá þessu fyrr en daginn eftir þar sem dagurinn var búinn að vera svo skemmtilegur. Elsku langamma, þú sást alltaf um að litlu puttunum og tánum væri ekki kalt þar sem þú prjónaðir sokka og vettlinga á okk- ur. Okkur fínnst við ekki hafa feng- ið að njóta nærvem þinnar nærri nógu mikið en það gerði fjarlægðin við ykkur langafa, en þegar við fengum þær fréttir að þú og lang- afí fæmð að koma til Reykjavíkur var tilhlökkunin svo mikil að það var eins og þjóðhöfðingjar væru að koma í heimsókn sem var auðvitað alveg rétt því þið vomð höfuð fjöl- skyldunnar. Skemmtilegustu stundimar með langömmu vom við spilamennsku. Hún var alltaf til í að spila við okk- ur olsen-olsen og veiðimann. Við gátum setið tímunum saman og spilað, en þess á milli sast þú með heklunálina og heklaðir. Elsku lang- amma, við munum sakna þín mikið þó að okkar samvemstundir væm ekki margar, en þegar við fengum að njóta þeirra vom þær stundir ógleymanlegar, og það var svo gott að vita af ykkur langafa á Fáskrúðs- fírði. Elsku langamma, við vitum að þú færð góðar móttökur hjá Guði því hann er svo góður, og við emm vissir um að Gústamma tekur vel á móti þér og hugsar vel um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthóium.) Góði Guð, viltu passa langafa fyrir okkur og styðja hann í hans miklu sorg. Jóhannes og Arnar Georgssynir. A TVINNUAUGL YSINGAR Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus kennarastaða frá 1. febrúar 1997. Kennslugreinar: Líffræði, stuðningskennsla og almenn kennsla. Ódýrt húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma 475 1224 eða í heimasíma 475 1159. I -------------------------------- l Öldrunarlæknir Staða öldrunarlæknis við Sólvang í Hafnar- firði er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% starf. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist forstjóra Sólvangs fyrir 8. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Bragi Guðmunds- son, yfirlæknir, og Sveinn Guðbjartsson, forstjóri, í síma 555 0281. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 21. janúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Áhaldahús á hafnarkanti, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður, atvinnutryggingadeild. Fjarðargata 30, 0101, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0201, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0203, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0205, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sætún 12, 0202, Suöureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur verkamanna. I I I < Túngata 27, n.h., Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á Isafirði, 16. janúar 1997. Menntamálaráðuneytið Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn, sem starfa í Evrópu og ísrael, til skemmri eða lengri dvalar við er- lendar rannsóknastofnanir á sviði sameinda- líffræði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Professor Frank Gannon, Executive Secretary, European Molecular Biology Org- anization, Postfach 1022.40, D-69012 Heid- elberg, Þýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 15. febrúar og 15. ágúst, en um skammtíma- styrki má senda umsókn hvenær sem er. Veffang EMBO er: http://www.embl-heidel- berg.de/Externallnfo/embo/ Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 1997. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1997. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 20. janúar 1997. Kjörstjórnin Námskeið og ráðgjöf í Maharishi ayurveda Dr. Donn Brennan er írskur læknir sem sér- hæft hefur sig í ayurveda, elstu náttúrulækn- ingahefð veraldar. Hann heldur námskeið sem hefjast: í Reykjavík: Föstudaginn 17. janúar kl. 20 á Suðurlandsbraut 6, 2. hæð (húsi Ökuskólans). Á Akureyri: Sunnudaginn 19. jan. kl. 10 að morgni í Glerárgötu 32 (ofan við 66° N). Uppl. og pantanir í einkatíma í síma 551 6662. Sltlú auglýsingar Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin. Námskeið - Kristín Þorsteinsdóttir - hagnýtt námskeið fyrir alla ★ Tekurðu mikið inn á þig? ★ Áttu erfitt með að finna ekki of mikið til með þeim sem bágt eiga? ★ Gerirðu þér grein fyrir öllum áreitunum sem við búum við í nútímaþjóðfélagi og hvaða áhrif þau hafa á okkur? ★ Hefurðu upplifað það að framkoma, hegðan og tal annars fólks hefur breytt líðan þinni í einni svipan? ★ Langar þig til að læra að losna undan slíku og bera sjálf(ur) ábyrgð á líðan þinni alla daga? Ef svo er, komdu þá á námskeiö um helgina þar sem verður farið í ofangreint efni, kenndar leiðir til að þú getir sjálf(ur) stjórnað þinni eigin líðan í samskiptum þínum við umhverfi þitt. Námskeiðið verður laugardag og sunnudag frá kl. 10.00- 15.30. Kennari: Kristín Þor- steinsdóttir. Verð kr. 8.000 - innifaldar í verði eru veitingar í hádegi báða dagana. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 554 1107 frá kl. 9.00-12.00 og kl. 16.00-18.00. Þeir, sem ekki ná í gegn á síma- tíma en hafa áhuga á námskeið- inu er velkomiö að mæta án skráningar. Biblíuskólinn við Holtaveg PðstUót 4060. 124 Riykjavtk Slrrt 91-678899 ■ Byggt á bjargl Alfa-námskeið Nýtt Alfa-námskeið hefst mánu- daginn 20. janúar kl. 19.15. Kennt verður 9 mánudagskvöld og eina helgi. Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trú- ar, lífið með Guði, leiðsögn hans og margt fleira. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðuhópum. Umsjón hefur Ragnar Gunnars- son, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Námskeiðið er öllum opið. Námskeiðsgjald kr. 3.000 fyrir utan helgina. Léttur kvöld- matur og verkefnablöð innifalin. Ekki er nauðsyn að greiða fyrr en eftir fyrsta kvöldið. Innritun og nánari upplýsingar ( síma 588 8899 til kl. 17 1 dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.