Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR BORGÞÓR MAGNÚSSON + Sigurður Borg- þór Magnússon, húsasmíðameistari og matsmaður, Fasteiguamati rik- isins, fæddist i Hafnarfirði 7. októ- ber 1931. Hann lést á Landspítalanum 6. janúar 1997. For- eldrar Sigurðar voru Magnús Leó Brynjólfsson frá Ytri-Ey á Skaga- strönd, f. 18. júlí 1903, d. 25. mars 1941, og Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir frá Bjálmholti, Holtum i Rangár- vallasýslu, f. 22. júní 1903, d. 12. apríl 1973. Systir Sigurðar er Hulda, f. 14. september 1938, hún býr í Reykjavík. Sigurður kvæntist 7. september 1956 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sess- elju Guðmundu Asgeirsdóttur, starfsmanni Neytendasamtak- anna, f. 22. nóvember 1936. Foreldrar hennar voru Asgeir Þorláksson, f. 10. feb. 1908, d. 4. ágúst 1974, og Svanfríður Sigurðardóttir, f. 26. okt. 1909, d. 14. jan. 1978. Sigurður og Sesselja eignuðust 5 börn. Þau eru: Guðrún, f. 29. júní 1956, gift Ásmundi Ragnari Richards- syni, f. 26. apríl 1955; Ásgeir, f. 28. júlí 1958, giftur Gabrielu Elisabeth Pitterl, f. 8. nóv. 1967; Magnús, f. 25. des. 1959, sambýl- iskona Valborg Halldóra Gests- dóttir, f. 1. jan. 1967; Ingunn, f. 1. nóv. 1964, sambýlismaður Þorkell Ágústsson, f. 7. feb. 1963, og Helga, f. 26. sept. 1970, unnusti Jóhannes Hreiðar Símonar- son, f. 24. ágúst 1973. Barnaböm þeirra em 11. Sig- urður ólst upp í Reykjavík, en dvaldist á æsku- stöðvum móður sinnar mikinn hluta æskuáranna, í Holt,- um í Rangárvalla- sýslu. Hann lærði húsasmíðar hjá Helga Krisljáns- syni, húsasmíða- meistara, og vann við ýmsar byggingar þar til hann stofnaði ásamt félögum sínum byggingafyrirtækin Byggingaver hf. og Digranes hf., sem m.a. byggðu áfanga við Fjölbrautaskólann við Armúla og Vogaskóla og vora verktakar fyrir Landsvirkjun o.fl. Fyrir- tækin hættu rekstri og vann Sigurður þá mikið með mági sínum Þorláki Ásgeirssyni, húsasmiðameistara, m.a. fyrir Viðlagasjóð auk ýmissa verka fyrir byggingafyrirtækið Stólpa hf. Hann starfaði hjá Skráningadeild Reykjavíkur- borgar og síðar hjá Fasteigna- mati Ríkisins sem matsmaður þar til hann veiktist. Sigurður tók ávallt mjög virkan þátt í félagsstörfum, var m.a. formaður Bræðrafélags Bústaðakirkju, söng i kirkju- kórnum og var trúnaðarmaður á vinnustað. Útför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáum orðum að minnast mágs míns og góðs vinar, en eftir 45 ára kynni er af mörgu að taka. Þar ber hæst þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman bæði í leik og starfi. Ofarlega er mér í huga þegar við Boggi eins og hann var kallað- ur meðal vina sinna ferðuðumst um landið með fjölskyldum, okkar bæði langar og stuttar ferðir. Við fórum margar ferðir saman austur á Hornafjörð og síðar, þeg- ar við hófum byggingu sumarbú- staðar fjölskyldu minnar þar var hann ætíð reiðubúin að hjálpa til en það var hjálpsemi hans, hlýtt viðmót og jafnaðargeð sem gerði hann að mjög vinmörgum manni svo ekki sé minnst á þá miklu umhyggjusemi sem hann bar fyrir öðrum. Það var hans sterka trú og létta lund sem hjálpaði honum og ástvin- um hans að takast á við þau veik- indi sem hann átti við að stríða síðustu þijú ár. Aldrei skorti hann glettnina og gamansemina í góðra manna hópi og gladdi það alla mjög að hann skyldi geta komið síðastlið- ið sumar, þrátt fyrir veikindi, aust- ur í sumarbústað á fjölskyldumót hjá okkur systkinunum og börnum, þar sem við áttum yndislega daga saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Selia systir og fjölskylda. Megi guð gefa ykkur styrk í sorg __ykkar. Þorlákur Ásgeirsson og fjölskylda. Elsku afi, nú höfum við það sem enginn getur tekið frá okkur; allar fallegu minningarnar og er okkur þá efst í huga þegar þú sóttir okkur í ís-bíltúrana og huggaðir okkur þegar okkur leið illa - straukst bakið okkar til að róa okkur. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Missir elsku ömmu okkar er mikill, en við munum svo vel þegar þú varst að gera blómastofuna hennar og pallinn sem við lékum okkur svo oft á í góða veðrinu. Alltaf leyfðir þú okkur að fylgjast með þér. Nú ert þú farinn yfír í annan heim en við sem eftir erum, munum oft hugsa til þín með söknuði. Við viljum kveðja þig með vísunni sem þú ortir fyrir foreldra okkar - börn- in þín. Við viljum nota þessi heil- ræði á okkar lífsgöngu. Þú skalt ekki þrauta vé þig á setja beisli. Láttu sem að lífið sé ljúfur sólargeisli. Far þú i friði. Þín barnabörn, Hörður, Sesselja, Ingibjörg, Ingvar Þór, Guðrún María, Arnór Pálmi, Sigurður Borgþór. Alexander, Sólborg Ingunn, Elísabeth Þóra og Sesselja Rún. í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju Sigurður B. Magnússon húsasmíðameistari. Við unnum saman að faginu okkar, húsasmíðinni, lengi vel, síðan unn- um við saman að félagsmálum t.d. vegna Bræðrafélags Bústaðakirkju og öðrum kirkjunnar málum. Það var oft mikið að gera á heim- ili þeirra hjóna, Sigurðar og Sess- elju, t.d. þegar hann var formaður Bræðrafélagsins í Bústaðakirkju og hún formaður kvenfélags Bú- staðakirkju, en alltaf var tími til fórna fyrir kirkjuna sína og félögin fyrrnefndu. Sigurður kom vel fyrir sig orði á fundum og mannamótum og var þá oft stutt 1 gáskann og léttan húmor, enda var oft áberandi hvað maðurinn var skapléttur. Hann var traustur og áreiðanlegur maður í alla staði. Eg vil minnast Sigurðar þess góða drengs sem alltaf var gott að starfa með t.d. í bræðrafé- laginu og öðrum félagsmálum. Kæri vinur, ég kveð þig nú! Einhvem veginn finnst mér að ég hafi ekki kvatt þig nógu vel í lifanda lífi. Sesselja, börnin ykkar og aðrir aðstandendur, megi algóð- ur guð styrkja ykkur og styðja í náinni framtíð. En alltaf verður nú vinur okkar Sigurður ekki langt undan. Bestu kveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Davíð Kr. Jensson. í dag verður til moldar borinn frá Bústaðakirkju góður vinur minn og íjölskyldu minnar, Sigurður Borgþór Magnússon, eða Siggi Magg. eins og hann var ævinlega nefndur. Hann yfirgaf þessa jarð- vist langt um aldur fram að kveldi síðasta dags jóla eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar hófust fyrir hart- nær hálfri öld þegar við þá ungir menn vorum að byija nám, hann sem húsasmiður en ég sem raf- virki. Síðan endurnýjuðust kynni okkar þegar ég hóf störf hjá bygg- ingarfyrirtæki sem hann rak ásamt öðrum. Síðustu ár höfum við starf- að saman hjá Fasteignamati ríkis- ins. Hvar sem leiðir okkar lágu saman reyndist hann mér ávallt góður vinur og félagi. Hann hafði létta og græskulausa lund og var næmur á það spaugilega í umhverf- inu sem gat létt mönnum skapið í erli dagsins. Þess utan var hann ráðhollur og tillögugóður ef eftir var leitað. Sigurður varð mikill gæfumaður í sínu einkalífi er hann kvæntist konu sinni Sesselju Ásgeirsdóttur og eignuðust þau fimm mannvæn- leg börn. Sesselja hefur staðið eins og klettur við hlið hans í langvinn- um veikindunum og vékst aldrei undan. Sennilega gleymist engum sem staddur var í 60 ára afmæli Sesselju í nóvember síðastliðnum þegar hann talaði til hennar og annarra gesta. Þar talaði maður með reisn, bundinn hjólastól og engum gat dulist að hann vissi að hveiju stefndi. Að lokum þakka ég og fjölskylda mín allar þær samverustundir sem við höfum átt saman. Við vottum Sesselju, börnum og fyolskyldum þeirra dýpstu samúð. Mannkostamaður er kvaddur, hafi hann þökk fyrir allt. Magnús og Unnur. „Styrk oss, Jesú, styrk oss veika, styrk oss til að fylgja þér, lífs af braut ei lát oss skeika, lífs svo kransinn hljótum vér. Hér er freisting, hér er strið, hér er mæða’ og reynslutíð. Vér því biðjum: Vík ei frá oss, vertu' í lífi og dauða hjá oss.“ (Páll Jónsson) Þennan sálm Viðvíkurprestsins og sálmaskáldins vil ég tileinka minningu góðs vinar og ,bróður“, Sigurðar Borgþórs Magnússonar, sem í dag er kvaddur og til moldar borinn eftir þriggja ára hetjulega baráttu við illskeytt veikindi, sem yfirbugað hefðu margan annan á styttri tíma, en óbilandi trú hans á Drottinn og kristna kirkju, og ómældur stuðningur og fyrirbænir vina og vandamanna og þá fyrst og fremst eiginkonu, barna og tengdabarna, gerði honum kleift að deila með þeim margar ánægju- og gleðistundir á þessum þremur árum, sem liðin eru frá fyrsta áfall- inu. Kynni mín af Bogga, eins og hann var jafnan kallaður af ætt- ingjum og vinum, hófust fyrir um 30 árum, þegar ég tengdist inn í fjölskyldu Sesselju eða Sellu, eins og við köllum hana, eiginkonu hans. Þýtt viðmót þessa stóra og gjörvulega manns kom mér á óvart og má segja hafi verið í réttu hlut- falli við stærð hans. Hann var hrók- ur alls fagnaðar, jafnt í vinahópi sem og innan fjölskyldunnar og Sella er engin eftirbátur hans i þeim efnum. Það var jafnan gull- tryggt að kringum þau ríkti glaum- ur og gleði, enda var vinahópurinn ávallt fjölmennur og mjög gest- kvæmt á heimili þeirra. Margs er að minnast á þrjátiu árum, ferm- ingar og brúðkaup barnanna, stór- afmælisdagar og lítil afmæli, kvöldstund við arineld og lengi mætti telja, en einn atburður stend- ur samt upp úr, en það var á föstu- degi einum í nóvember sl. á 60 ára afmælisdegi Sellu. Þá ávarpaði hann, helsjúkur eins og hann var orðinn, konu sína með einni eftir- minnilegustu ræðu, sem ég hef heyrt, eins og óður til ástarinnar, en sem jafnframt hljómaði eins og kveðjuræða til fjölskyldu sinnar og vandamanna. En ég kynntist einnig annarri hlið á Bogga og það var trúrækni hans. Hann vann ötull að málefnum kirkjunnar og í þeim efnum átti Bústaðakirkja hug hans allan. Óeigingjamt starf hans í þágu kirkju sinnar mun eflaust verða minnst af þeim, sem með honum störfuðu í Bústaðasókn, en slíka tryggð bar hann til kirkju sinnar, að hann lagði stund á söngnám til að taka þátt í störfum kirkjukórs- ins, þegar hann hætti afskiptum af sjálfu sóknarstarfinu. Hann hafði yndi af að hlusta á sígilda tónlist og þá einna helst á óperur, kórsöngva og einsöngslög, og eftir- Iætissönggoðið hans var Kristinn Sigmundsson stórsöngvari, og voru þeir nánir vinir, auk þess Kristinn tengdur inn í fjölskylduna. Boggi var húsasmíðameistari að mennt og á einu tímabili ævi sinnar reisti hann margar byggingar, bæði fyrir einkaaðila og opinbera. M.a. byggði hann Vogaskóla í Reykjavík, nokkrar fjölbýlisblokkir og fleiri hús. Vegna þekkingar sinnar á húsasmíðalistinni var oft leitað til hans af vinum og ættingj- um og brást hann ávallt vel við. Reyndist hann mörgu ungu fólki haukur í horni, þegar vandamál samfara byggingu eigin húsnæðis komu í ljós hjá reynslulitlum ung- mennum. En jafnhliða byggingu jarðbundinna húsa, þá lagði hann fyrir allmörgum árum hornstein að því musteri, sem hann reisti innra með sér, þegar hann gekk í Frímúr- araregluna á íslandi. Hugsjónir hennar voru honum helgar og hann bar með sér öll einkenni þess mann- ræktarstarfs, sem þar fer fram. Hann var sannur vinur vina sinna og hafl hann átt sér óvildarmenn var hann einnig vinur þeirra. Við ræddum oft um trúna, manngildið, öll mannleg mál líðandi stundar. Hann var einarður í skoðunum sín- um á öllum málefnum og fylgdi þeim eftir með rökfestu, en var ávallt reiðubúinn að hlusta á skoð- anir annarra og taka tillit til þeirra og jafnvel breyta út af sínum eig- in, ef betri rök hnigu á móti. En mannkostir Bogga komu ekki síst fram í fjölskyldulífi hans. Umhyggja hans fyrir eiginkonu, börnum, tengdabörnum og öllum barnabörnunum var slík, að aðdáun var að, en gagnkvæm umhyggja þeirra í hans garð var ekki síður aðdáunarverð. Eg hef sjaldan séð og fylgst með jafnsamhentri fjöl- skyldu. í veikindum sínum naut hann styrks þessarar ræktarsemi og undir hið síðasta stóðu börnin og þeirra fjölskyldur sem klettur með móðurinni, þannig að viðskiln- aðurinn var sem Guðs blessun en ekki þjáning. Ég og fjölskylda mín kveðjum Bogga af hjartans þakk- læti og nú, þegar hann hefur hafið ferð sína til austursins eilífa, biðj- um við almáttugan Guð, hinn hæsta Höfuðsmið himins og jarðar að blessa og varðveita sálu hans og halda verndarhendi yflr elsku Sellu eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Megi eilíft íjós Guðs, sem tendrað var og er í Jesú Kristi, vera þeim styrkur til áfram- haldandi vonar og blessunar. Birgir Arnar. Kveðja frá Fasteignamati ríkisins í dag er kvaddur Sigurður Borg- þór Magnússon, matsfulltrúi hjá Fasteignamati ríkisins. Hann hóf störf hjá stofnuninni hinn 1. febrú- ar 1988 og starfaði í fullu starfi fram í desember 1993, er hann varð fyrir áfalli, sem skerti heilsu hans svo mjög, að ekki varð aftur- kvæmt nema um stuttan tíma. Sigurður var húsasmiður að mennt og hafði, er hann hóf hér störf, starfað sem lærlingur, sveinn og meistari í iðn sinni frá unglingsá- rum. Það kom fljótt í ljós eftir að Sig- urður hóf hér störf, að þar hafði skipast vel um ráðningu. Hann var fljótur að setja sig inn í þau verk, sem honum voru falin, var mjög glöggur og kom með ýmsar tillögur í framkvæmd matsins, sem betur máttu fara. Sigurður var mikið ljúf- menni, sem gerðu honum og okkur samstarfsmönnum hans starfið allt léttara. í starfi matsmannsins reyn- ir mikið á mannleg samskipti og þar skaðaði nú ekki ljúfmennska hans. í ófá skipti létu viðskiptavin- ir stofnunarinnar í ljós ánægju með úrlausnir hans í málum, sem þeir fyrirfram töldu litla von um að við- unandi lausn fyndist á. Sigurður var vinsæll á vinnustað og naut þar mikils trausts enda var hann trúnaðarmaður starfsmanna um tíma. Á þeim árum, sem Sigurður starfaði hér var ráðist í það í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun háskólans, að koma á fjögurra anna námskeiði í matsfræðum. Sigurður sótti þetta námskeið og lauk þaðan prófi sem matstæknir með góðum vitnisburði. Við samstarfsmenn Sigurðar minnumst hans sem einstaklega góðs drengs og félaga og þökkum honum samveruna á vinnustað og utan. Eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu allri er vottuð dýpsta samúð. Magnús Ólafsson. Á einni stundu allt varð hjótt og eftir stóðum við. Að lokum alla þrýtur þrótt svo þunga eftir bið. Þú kvaddir hljótt og hægt í nótt við helgan jólafrið. Við spyijum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. En þó að verði vegamót og vinir hverfi brott, á alfaðir við öllu bót svo aftur verði gott. Hann græðir allt af einni rót með ást og kærleiksvott. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin bqotast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (GÖ) Guðrún, Agnes og Guðbjartur. í Sigurði Þ. Magnússyni mætt- ust margir þeir kostir sem einn mann geta prýtt. Hann var bæði hlýr og skemmtilegur í viðmóti, en jafnframt dugnaðarforkur og framkæmdamaður mikill. Einkum var hann þó yfirlætislaus í allri framkomu og greiðvikinn svo um munaði. Sigurður var einn þeirra sem stóðu að því að byggja upp öflugt safnaðarstarf í Bústaða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.