Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HAFLIÐI OTTÓSSON + Hafliði Ottósson var fæddur í Reykjavík hinn 18. desem- ber 1978. Hann lést á heimili sínu í Grindavík 29. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 6. janúar. Þegar við fjórar lögðum af stað í ævintýraferð til Benidorm síðast- liðið sumar óraði okkur ekki fyrir að kynnast jafn frábærum og skemmtilegum vinahóp og Hafliða pg félögum hans. Strax í upphafí ferðarinnar hittum við þá félagana og samverustundimar urðu ófáar. Hafliði átti stóran þátt í að halda uppi stemmningu, að ekki sé talað um þegar hann tók fram gítarinn. Úthald félaganna virtist vera tals- vert meira en hjá okkur og var það orðinn fastur liður hjá þeim að koma og vekja okkur með söng, gítarleik og öllum tilheyrandi látum því þá voru þeir sko ekki búnir að fá nóg. Þeir vöktu okkur alltaf upp en engu að síður tókst þeim að koma stuði í mannskapinn. Eitt af mörgu sem lifir í minningunni um Hafliða eru öll þau orðatiltæki sem hann lét flakka. Til dæmis þegar strákamir ^-fengu Hafliða til að hringja niður í móttöku og biðja um ruslapoka þá hringir Hafliði og segir: „Can I have some garbage, please?" Strax og hann skellti á þá heyrist í Haf- liða: „En strákar, ég gleymdi að segja pocket!“ Við kynntumst Haf- liða sem þessum hressa og skemmtilega strák sem alltaf sér spaugilegu hliðina á öllu að ekki sé minnst á aðlaðandi augun og fallega brosið sem ávallt lifír í minn- ingunni um Hafliða. Alltaf þegar við hugsum um þessa skemmtilegu ævintýraferð okkar tengist Hafliði ávallt þeim minningum. Við viljum votta aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans, ætt- ingja, Sigga, Alla og okkur öll sem söknum Hafliða. Árdís, Hildur, Nanna og Ragna. Kæri Hafliði bróðir. Skyndilega ertu farinn frá mér. Ég skil ekki af hveiju þetta þarf að vera svona og ég sakna þín ofsalega mikið. Þú varst mjög stríðinn en samt varstu alltaf skemmtilegur. Þú gafst mér ekki oft ráð en síðasta góða ráðleggingin sem ég fékk frá þér var að ég skyldi ekkert vera að reyna að læra dönsku því það væri ekkert gagn að því. Ég veit ekki hvort ég fer eftir þessu ráði en þó langar mig til þess. Nú verð ég stóri bróðirinn og við litlu systk- inin þín biðjum góðan Guð að geyma þ>g- Björgvin og Eyrún Osp. Þegar ég vaknaði 29. desember sl. og fékk þær fréttir að Hafliði vinur minn væri dáinn trúði ég því ekki. Þetta var bara eitthvað sem ég átti alls ekki von á, en svona er raunveruleikinn, hann getur ver- ið ískaldur. Við vinirnir áttum margar góðar stundir saman, en samt hefðu þær mátt vera fleiri. Ég minnist þess dags er við kynntumst fyrst í skíða- ferðalagi með skólanum. Er ég kom inn í rútuna og var að leita mér að sæti sá ég eitt laust við hliðina á honum og spurði hvort ég mætti tylla mér. Ekkert mál, sagði hann, og upp frá því urðum við perluvinir. Allir hans taktar og hans stórkostlegi húmor eru ógleymanlegir og fengu allflesta til að veltast um af hlátri. Þessi himnalengja sem allir fíluðu í botn, enda var hann ekki vinafár með gítarinn f hönd, syngjandi kátur. Ég minnist vikuferðalags sem við tveir fórum [ til Neskaupstaðar að heimsækja Óla Stefán, hvað þar var nú mikið brallað og hlegið þessa viku sem við áttum þar sam- an og er ábyggilega ein sú skemmtilegasta í lífi mínu. Þakka þér, vinur minn, fyrir góða tíma og þær góðu minningar sem þú skilur eftir, þær mun ég geyma vel í hjarta mínu. Elsku Abba, Ottó, böm, unnusta, MINNINGAR ættingjar og vinir, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Vertu sæll, vinur minn, og megi minning þín lifa. Víðir. Hinn 29. desember síðastliðinn barst okkur sú sorgarfregn að þú hefðir kvatt þennan heim. Margar em minningarnar um þig og hver annarri betri. Það er erfítt að átta sig á að þú sért farinn þegar mað- ur skoðar myndirnar frá sumrinu og hugsar til þess tíma er við eydd- um á Spáni. Þar eigum við margar sameiginlegar minningar um þig sem fá mann til þess að brosa. Við þekktum þig misvel og eigum því margar ólíkar minningar um þig sem við þó rifjum upp saman og hlæjum að þeim flestum því það var fátt sem þú gerðir sem ekki var fyndið eða broslegt. Það var ómiss- andi þegar mannskapurinn hittist að hafa þig nálægt þar sem þú varst alltaf kominn með gítarinn og farinn að syngja við góðar undir- tektir. Það er erfítt að horfa á eftir vin- um sem deyja ungir og þó má segja að huggun sé í orðunum „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Hafliði var rétt farinn að bragða á lífínu, hann átti alveg óráðna framtíð og því hugsar maður hvernig það hefði orðið þegar hann yrði eldri en við því er engin svör að fá. Það er djúpt sár níst í hjörtu vina og ástvina sem skilur eftir sig stórt ör. Kæri Hafliði, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Við hitt- umst öll þegar okkar tími kemur. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku Abba, Ottó, Hrund, Björg- vin, Eyrún, Lóa og aðrir ástvinir, ættingjar og aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð halda verndarhendi yfír ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guð blessi ykkur öll. Axel Rafn og Kristín María. kjark, einnig til þess að taka því óumflýjanlega. Það var uppörvandi að tala við Þórð, nauðhyggja var honum víðs fjarri, hver maður var, að hans áliti, skyldugur til að vera virkur, taka á sig ábyrgð, ráða ferðinni, en láta ekki telja sér trú um að einhver óviðráðanleg öfl stjómuðu öllu. Sjálfur var hann óhræddur við að bera fram djarfar hugmyndir og ræða þær, jafnvel þótt viðmæland- inn væri ekki alveg með á nótunum talaði hann ekki miður til þess fá- fróða, því að hann var sjálfur góður sósíalisti og húmanisti sem virti rétt og skoðanir annarra. Ef orðið fijálshyggja væri ekki búið að fá á sig miður góðan stimpil vildi ég nota það um stefnu þess sem lætur ekki hina almennu og viðurkenndu skoðun allra fréttamiðla, blaða og sjónvarpsstöðva, þvinga viðhorf sín niður á eitthvert meðallags-plan, þá hefði ég kennt Þórð við fijáls- hyggju. Hann var aldrei sáttur við að gera skoðanir meðaljóns að sín- um án efasemda og rökræðu. En í einu var hugsun og athöfn Þórðar hefðbundin öðru fremur. Pjölskylduböndin vom sterk og umhyggja Sigrúnar og Þórðar fýrir öllum venslamönnum þeirra óbrigð- ul, svo sem fram kemur í minning- argreinum um þau og ekki verður rakið hér. Sigrún Kæmested, kona Þórðar, var falleg og-> tíguleg og má segja að þau hjón settu svip á hvert samkvæmi og félagslífíð í umhverfí sínu. Þessi síðbúna kveðja er borin fram með þakklæti til Sigrúnar og Þórðar fyrir þjónustu og vináttu um áratuga skeið. Skylduliði þeirra og vinum sendi ég alúðarkveðjur og blessunaróskir. Vigdís Jónsdóttir. + Jón Ragnar Ás- berg Kjartans- son fæddist í Stykkishólmi 4. október 1921, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Keflavíkur. Hann lést 6. janúar síðast- liðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. For- eldrar Jóns voru Kjartan Ólason f. 3.4. 1890, d. 24.1. 1979, og Sigríður Jóhanna Jónsdótt- ir, f. 8.10. 1894, d. 21.9. 1972. Systkini Jóns eru Karl Villýálmur, f. 1915 (lát- inn), Sigtryggur, f. 1916 (lát- inn), Ólafur og Ragnar, f. 1918 (látnir), María, f. 1920, Lúðvík f. 1924 (látinn), og ívana Sóley, f. 1929. Útför Jóns Ragnars Ásbergs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Minn kæri vinur, hann Beggi, er nú horfínn yfír til æðri og betri heima. Það er sár söknuður að góð- um félaga. Ég kynntist honum fyr- ir níu árum og hafði ávallt gott samband við hann. Hann starfaði á sama vinnustað og ég í fjögur ár og var sérstaklega samviskusamur. í starfí var hann ákveðinn og vildi + Bjarney Guðrún Sigurjóns- dóttir fæddist á Akureyri 3. júní 1955. Hún lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akur- eyrarkirkju 6. janúar. Við Didda vorum samferða í fímm ár, 1989 til 1994, fimm ógleymanleg ár. Kynni okkar hóf- ust þegar ég var ráðin forstöðumað- ur að Vistheimilinu Sólborg á Akur- eyri, en þar vann Didda. Þær voru þama nokkrar, sem helgað höfðu starfskrafta sína þroskaheftu fólki og unnið við heimilið í áratugi eða nánast frá stofnun þess, og var Didda ein þeirra. Reyndar var Didda enn bam þegar heimilið var stofn- að, en hún fylgdi þá bara mömmu sinni í vinnuna á Sólborg, og hóf svo störf þar sjálf um leið og hún hafði aldur til. Þessi ár okkar Diddu á Sólborg vom umbrotaár í sögu heimilisins. Ákveðið hafði verið að leggja niður starfsemi þess og flytja alla íbúana annað, ýmist á sambýli eða sérbýli á Akureyri eða til annarra sveitarfé- laga. Vitað var að breytingarnar yrðu mörgum erfíðar, bæði íbúum og starfsfólki. Lán heimilisins og íbúanna var að þessar „gömlu", sem allt kunnu og gátu, Didda og þær hinar, sýndu að þær vom vandanum vaxnar. Didda áttaði sig fljótt á breyttum aðstæðum og verndaði fólkið sitt að svo miklu leyti sem það var hægt. Hún hafði áræði til að takast á við breytingarnar, lang- lundargeð til að þola þær, umburð- arlyndi til að aðlagast breyttum háttum og umhyggju í ríkum mæli sem hún veitti íbúunum. Hún var sannarlega rétt kona á réttum stað. Lengst af var Didda deildarstjóri Mikluhlíðar, en flestir íbúar þar vom aldraðir. Þeir fögnuðu henni þegar hún kom og sofandi og vak- andi bar hún hag þeirra fyrir bijósti. hafa allt í föstum skorðum. Hann var mjög við- kvæmur maður og mátti ekkert aumt sjá og alltaf reiðubúinn að hjálpa þeim sem voru illa staddir. Hann gat verið stífur á meining- unni en var ávallt fljót- ur að fyrirgefa. Hann trúði statt og stöðugt á framhaldslíf. Þegar ég heimsótti hann á dvalarheimili aldraðra í Keflavík annan dag jóla var hann hress og ánægður. Það kom mér því á óvart er frænka mín tilkynnti mér um lát hans og það aðeins þremur dögum eftir andlát bróður hans. Það var því þungur harmur sem kveðinn var að eftirlifandi systur hans og ætt- ingjum. Kæri Beggi, ég kveð þig með þakklæti fyrir góð kynni á liðnum árum og færi þér einnig þakklæti frá vinkonum þínum sem þú barst ávallt fýrir bijósti. Beggi minn, nú veit ég að þér líður vel því þú trúð- ir á Guð og vissir að betra tæki við að lokinni þessari jarðvist. Megi Guð styrkja systur þína og ætt- ingja. Hvíl þú í friði í umsjá föður- ins. Þínir vinir, Eggert B. Sigurðsson, Ellen, Guðný og Inga. Hún heimsótti fólkið sitt frá Sól- borg reglulega eftir að leiðir þess og hennar skildu, þau áttu hug hennar þar til yfír lauk. En Didda var fremst meðal jafn- ingja á fleiri sviðum. Mér er minnis- stætt þegar við ákváðum nokkrar að standa fyrir síðustu árshátíðinni fýrir starfsfólk Sólborgar og fleira fólk. Við ákváðum að elda veislumat í eldhúsi Sólborgar og flytja hann þaðan til veislustaðar og fá faglega umsjón hjá Brynjólfí matráðsmanni. Brynjólfur, sem þekktur er fyrir snyrtimennsku og nákvæmni við matargerð, spurði mig hveijir yrðu við eldamennskuna og gaf ég upp nöfn okkar fimm sem ætluðum að taka að okkur verkið. „Ef Didda verður með, er engin þörf fyrir mig, hún er betri en nokkur önnur sem ég hef fengið í eldhúsið, bæði við matseld og framreiðslu". Og Didda stjómaði verkinu auðvitað, slíka ein- kunn frá Brynjólfi fær eingöngu úrvalsfólk á þessu sviði og undir þeirri einkunn stóð Didda. Leiðir okkar skildu á miðju ári 1994 og héldum við á vit nýrra ævintýra hvor um sig. Ég hitti Diddu aðeins einu sinni eftir þetta. Þá kom hún og hinar „gömlu“ frá Sólborg í mat til mín og við rifjuð- um upp góðar stundir og sögðum fréttir. Og Didda sagði okkur frétt- ir. Auk þess að vinna á nýjum stað með þroskaheftum hafði hún aftur sest á skólabekk. Hún stefndi nú að formlegu námi í sínu fagi, þroskaþjálfun, og hafði því til undir- búnings hafíð nám í Verkmennta- skólanum á Akureyri, í dagskólan- um með krökkunum. Vegur hennar lá þó annað. Minningin lifír. Ég kveð Diddu með kærri þökk fyrir samfylgdina. Eiginmanni og börnum, aldraðri móður og öðrum ættingjum sendi ég mínar 'innilegustu samúðar- kveðjur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir. ÞORÐUR ODDSSON + Þórður Oddsson fæddist í Ráðagerði á Selljarnarnesi 23. september 1910. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt 24. desembers síðastliðins og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 2. janúar. Þegar Þórður Oddsson kom að Kleppjámsreykjum árið 1950 voru í hans umdæmi fjórir framhalds- skólar: Reykholt, Hvanneyri, Varmaland og Bifröst, auk grunn- skólanna í héraðinu. Það var á þeim dögum þegar ' læknirinn kom til sjúklingsins og engum kom til hugar að sá veiki risi upp af sóttarsænginni og heim- sækti heilsugæslustöð. Svo sem nærri má geta var þetta fyrirkomu- lag vikaskylt fyrir lækna og mikil- vægt var að þeir væru vel á sig komnir, líkamlega og andlega, til að þola allt ferðavolkið sem bættist ofan á hin eiginlegu læknisstörf. I heimavistarskólum leggst það þungt á hug stjómenda, ef eitthvað ber útaf um heilsufar nemenda. Koma Þórðar í héraðið var því dýr- mæt fyrir okkur sem stóðum i þeim spomm. Maður hringdi með hálfum ,huga: „Ætli ég sé nú að ónáða lækninn að ástæðulausu, kannski ijátlast þetta af stúlkunni án lækn- ishjálpar?" En Þórður kom á stund- inni og gerði viðeigandi ráðstafanir. Hann var fljótur og ömggur að greina sjúkdóma, að því er mér virt- ist, sendi sjúklinginn umsvifalaust á sjúkrahús ef skurðaðgerð var -lausnin. Botnlangabólga var þá al- gengur sjúkdómur og sjúkrahús Hvítabandsins tók við stúlkunum frá Varmalandi hverri af annarri, þaðan skilaði Kristinn Bjömsson þeim frískum og glöðum. Þetta tvennt, að bregðast fljótt við kalli og að gera án tafar ráðstaf- anir ef frekari læknismeðferðar er þörf en hægt er að veita heima, vom ómetanlegir kostir hvers hér- aðslæknis. Það fylgdi því góð öryggiskennd að vera í umsjá Þórðar með fjömtíu ungiinga í heimili. Ef einhver þeirra var bami aukin fylgdist hann með heilsufarinu og mælti svo fyrir að svo skyldi gert, eða ef heimþrá hrjáði, svo að jaðraði við hugsýki, þurfti sá kvilli að fá viðeigandi meðferð. Ef mér varð á að segja: „Þetta er uppgerð í stelpunni," þá fékk ég dálitla uppfræðslu um sam- band og gagnkvæma verkun hug- lægs jafnvægis og líkamlegrar heil- brigði. Það væri hlutverk læknis að leita orsaka hverskonar tmflana á heilsufari sjúklings, en vísa hon- um ekki frá sér nema til viðeigandi sérfræðinga. Þórður hafði lyfjabúð í sinni vörslu og honum vom tiltæk á ferðalögum flest þau algengustu meðul sem þá vom notuð. Aldrað fólk dáði hann fyrir góðar úrlausnir í baráttu við margskonar kvilla sem ellinni fylgja. Hann miðlaði ekki einungis heilsu- lyflum í töflum og smyrslum heldur einnig h'fsorku með framkomu sinni, hressandi gusti, sem gerði að þeir sem ellin var farin að beygja tóku að rétta úr sér. Návist hans glæddi Handrit afmælis- og minningargreina skulu vcra vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfcct eru cinnig auðvcld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamlcg tilmæli að lengd grcina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttncfni undir greinunum. JÓNÁSBERG KJARTANSSON BJARNEY GUÐRUN SIG URJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.