Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 17. JANÚÁR 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Stefánsson, form. Bridss. Vesturlands, Þórður Ingólfs- son, form. Bridsfél. Borgarness, Gylfi Baldursson, Björn Tehód- órsson, Helgi Sigurðsson og Sigurður B. j^orsteinsson. SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja alþjóðlegra meistara á ítalska meist- aramótinu fyrir áramótin. Spartako Sarno (2.410) var með hvítt, en Bruno Belotti (2.400) hafði svart og átti leik. 33. - Rxf4! 34. Bfl (Eftir 34. exf4 — Dxf4+ fellur riddarinn á g3 með skák) 34. - Re6 35. Ddl - f4 36. Hxd5 - fxe3+! 37. Kf3 - Df4+ 38. Kg2 - Df2+ 39. Khl - Hxd5 40. Dxd5 - Dxg3 og hvítur gafst upp. Belotti varð ít- alskur meistari, hlaut 6 72 vinning af 9 mögulegum. 2. Mantovani 6 v., 3. Godena 5 72 v., 4.-7. Bellini, Tatai, Arlandi og Sarno 5 v. o.s.frv. Keppni í unglinga- flokki á Skákþingi Reykjavíkur hefst á morg- un kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. BBIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson FLEST NS-pörin freistuðu gæfunnar í sjö tíglum í spili dagsins, sem kom upp í 12. umferð Reykjavíkur- mótsins síðastliðið mið- vikudagskvöld. Niðurstað- an var misjafnlega ánægju- leg fyrir sagnhafa, allt eft- ir útspili vesturs. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁDG7 V ÁK7632 ♦ - ♦ G84 Vestur ♦ K62 ¥ G105 ♦ 542 ♦ K976 Austur ♦ 1098543 ■ :s * 53 Suður ♦ -- ¥ D ♦ ÁKD109763 ♦ ÁD102 Á einu borði vakti norð- ur á sterku laufi og austur strögglaði á spaða. Eftir þá byijun þýddi lítið fyrir norður að slá af og á end- anum átti vestur út gegn sjö tíglum. Spaði út gefur slemmuna á augabragði og auðvitað lauf einnig, en vestur var á skotskónum og spilaði út hjarta. Það útspil klippir á samgang sagnhafa og hann neyðist til að treysta á laufsvíning- una. Einn niður. Tromp út gefur sagn- hafa vinningsmöguleika, sem þó er ólíklegt að hann finni í reynd. Ef hann tek- ur öll trompin og síðan ÁK í hjarta, neyðist vestur til að fara niður á blankan laufkóng. En það er tæp- lega rétt spilamennska að reyna þvingun, sem bygg- ist á því að vestur eigi svörtu kóngana, þegar svíning fyrir annan kóng- inn stendur til boða. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með margvíslega áhugamál: Yoko Konishi, 1-9-15 Yokoen Yaoshi, Osaka 581, Japan. FERTUGUR franskur tölvuverkfræðingur sem starfar í banka í París og hefur áhuga á bókmennt- um, frímerkjum, leikhúsi, kvikmyndum, fjall- göngum, útreiðum o.m.fl. Fylgir hér bæði tölvupóst- fang hans og heimilisfang: acoissac@cpr.fr Andre Coissac, 102 rue de l’Ouest, 75014 Paris, France. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Sjónvarpið óstundvíst P. PÉTURSSON hringdi og vill koma því á fram- færi að honum fmnist það ólíðandi hvað Sjón- varpið væri óstundvíst með auglýsta dagskrá. Ríkisútvarpið hefði í gegnum árin ekki átt við þessi vandamál að stríð. Hann vill beina því til viðkomandi aðila að þeir taki sig á í þessu efni. Leikfimi fyrir of þungar konur VARÐANDI leikfimi fyr- ir of þungar konur viljum við í Baðhúsinu benda á átaksnámskeið fyrir kon- ur sem eru 20 kíló og meira yfir kjörþyngd og hefst námskeiðið hjá okkur í byqun febrúar. Allar nánari upplýs- ingar í síma 588-1616. Linda Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, Sævar Pétursson, einkaþjálfari. Tapað/fundið Hattur og gleraugnahulstur töpuðust SVARTUR mjúkur hatt- ur og silfurlitað gler- augnahulstur tapaðist um áramótin, líklega i eða við Háskólabíó eða Kringlubíó. Finnandi vin- samlegast hringið í síma 566-8989. Hringur fannst GULLHRINGUR með rauðum steini fannst á Skólavörðuholti við Iðn- skólann. Uppl. í síma 565-3864. Dýrahald Til liundaeigenda ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundi sín- um eru vinsamiega beðn- ir um að hafa samband við dýraspítalann í Víðid- al strax í síma 567-4020. Páfagaukur týndur GRÆNN páfagaukur, með rautt stél og grátt höfuð, yfirgaf heimili sitt á Tjarnargötu 44, Reykjavík. Hann er kær heimilisvinur og hans er sárt saknað. Ef einhver hefur orðið var við hann er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551-1932. Fund- arlaun. Týndur köttur SVARTUR og hvítur fressköttur fór að heim- an frá sér, Hverfísgötu 3 í Hafnarfírði, mánudags- kvöldið 13. janúar sl. Hann var ólarlaus, en eyrnamerktur „G-6038". Hafí einhver orðið ferða hans var er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 565-5441. Kettlingar gefins FJÓRA kettlinga, 10 vikna, bráðvantar gott heimili. Uppl. í síma 565-0632. Köttur óskar eftir heimili AF sérstökum ástæðum óskar fullorðinn högni eftir góðu heimili. Uppl. í síma 896-6192 Reiðhjól tapaðist RAUTT gíralaust kven- mannshjól, með hvítum hnakk og ryðguðu stýri hvarf fyrir utan blokk á Meistaravöllum í vik- unni. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hringja í Önnu í s. 562-7763. Víkverji skrifar. •• BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þrjátíu sveitir spiluðu á Bridshátíð Borgarness Bridshátíð Vesturlands var haid- inn um síðustu helgi (11.-12. jan.) í Hótel Borgamesi. Þátttakan sló öll fyrri met en 30 sveitir spiluðu átta umferðir á laugardeginum og 57 pör voru í Mitchell-tvímenningi á sunnu- deginum og má ætla að um 150 manns hafí komið á Hótel Borgames um þessa helgi og notið þess góða viðurgjömings sem í boði var. Mótið gekk mjög vel fyrir sig undir ör- uggri stjóm Jakobs Kristinssonar keppnisstjóra. Sparisjóður Mýrasýslu styrkti mótið mjög myndarlega að vanda og var hart barist um þau 200 þús- und sem vora í verðlaun á mótinu og þurfti að grípa til reglugerðar í tvímenningnum þar sem tvö pör vora jöfn að stigum í efsta sæti. úrslit urðu annars þessi: Sveitakeppni stig SigurðurB.Þorsteinsson,Rvk. 160 Þrír vinir og Guðm. Sv., Rvk. 155 Jóhannes Sigurðsson, Kefiav. 147 Sérsveitin, Rvk. 139 Roche, Rvk. 134 í sveit Sigurðar B. vora auk hans þeir Helgi Sigurðsson, Bjöm Theód- órsson og Gylfí Baldursson. Tvímenningur Ingi Agnarsson - Halldór Már Sveinsson 641 Karl Sigurhj artarson - Snorri Karlsson 641 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 635 Jón Hjaltason - Aðalsteinn Jörgensen 628 Brynjar Valdimarsson - Kristinn Ólafsson 615 Austfirðingar spila um rétt til þátttöku í Islandsmóti Úrtökumót Bridssambands Aust- urlands fyrir íslandsmót í sveita- keppni var haldið á Eskifirði 11. og 12. janúar 1997. Til Ieiks mættu 13 sveitir víðs vegar af Austurlandi og unnu 5 efstu sér rétt til þátttöku í undankeppni íslandsmótsins, sem haldin verður í mars 1997. Árangur fimm efstu sveitanna varð sem hér segir: Sveit Aðalsteins Jónssonar 259 Aðalsteinn Jónsson, Gísli Stefáns- son, Kristján Kristjánsson, Ásgeir Metúsalemsson, Böðvar Þórisson, Þorberur N. Hauksson (BRE) Sveit Loðnuvinnslunnar hf. 229 Jónas Ólafsson, Magnús Ásgríms- son (BSF), Bjami Sveinsson, Jón Aðall Kjartansson (BBE), Sigurþór Sigurðsson (BF) Sveit Sláturf. Vopnfirðinga hf.22- 6 Ólafur Sigmarsson, Stefán Guð- mundsson, Svanur Arthúrsson, Þórður Pálsson (BV) Sveit Kaupfélags Hérðasbúa 218 Guðmundur Pálsson, Þorvaldur P. Hjarðar, Þorsteinn Bergsson, Bern- hard N. Bogason, Ingi Már Aðal- steinsson (BF) Sveit Herðis hf. (216) Pálmi Kristmannsson, Guttormur Kristmannsson, Stefán Kristmann- son, Siguijón Stefánsson (BF) Bjarni Einarsson (BN). Bridsfélag Suðurnesja Nú stendur sem hæst íjögurra kvölda tvímenningur þar sem 3 efstu kvöldin ráða úrslitum til verðlauna. Ágæt þátttaka var sl. mánudag eða 20 pör. Eftir tvö kvöld eru Kristján Krist- jánsson og Gunnar Guðbjömsson best settir með 59,35% skor. Karl Her- mannsson og Amór Ragnarsson hafa 57,62%, Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson 53,22% og Einar Júlíusson og Þröstur Þorláksson hafa 51,70%. Nokkur pör hafa spilað eitt kvöld og hafa mjög góða skor. Pétur Stein- þórsson og Gunnlaugur Sævarsson unnu N/S riðilinn síðasta spilakvöld með 61,34%. Grethe íversen og Sig- ríður Eyjólfsdóttir urðu í öðra sæti með 60,19%. Kristján og Gunnar unna A/V-riðilinn sl. mánudag með 63,89% skor en Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson urðu í öðra sæti með 57,41%. Garðar Garðarsson og Bjami Kristjánsson eiga einnig þokkalega skor en þeir urðu í 4. sæti í N/S-riðli með 56,25%. Þriðja kvöldið í keppninni verður nk. mánudagskvöld og hefst keppnin kl. 19.45. Ástæða er til að minna á að öllum er frjálst að koma og vera með þó að þeir taki ekki þátt í heildar- keppninni. Keppnisstjóri og reikni- meistari er ísleifur Gíslason. Bridsfélag Húsavíkur Jólatvímenningi Bridsfélags Húsavíkur er lokið. Úrslit urðu: Þóra Sigurmundsd. - Magnús Andréss. 674 ÓIi Kristinsson - Guðmundur Hákonarson 633 Pétur Skarphéðinsson - Þórólfur Jónasson 615 Aðalsveitakeppni BFH á þessum vetri stendur nú yfir og taka fjöl- margar sveitir þátt í henni. GÁRUNGARNIR láta ekki að sér hæða. Nú hafa þeir fund- ið nöfn á tvö tæknifyrirbrigði, sem rutt hafa sér mjög til rúms upp á síðkastið. Tölvupóstinn „E-mail“ hafa þeir umskírt og kalla nú „Em- il“ og „GSM-símana“ kalla þeir ein- faldlega „Ólínu“, þ.e.a.s. línulausan síma. Segja má að hér sé um svipað- ar nafngiftir að ræða og þegar menn fundu upp á því að kalla sím- boðann „Friðþjóf“. XXX FIMMTUDAG í fyrri viku íjall- aði Víkveiji í pistli sínum um hversu erfitt væri að komast á milli borgarhluta með vögnum Strætis- vagna Reykjavíkur. Því var lýst, hve sonur Víkveija hefði átt í erfið- leikum með að komast upp í Breið- holt. Nú hefur Lilja Ólafsdóttir for- stjóri SVR haft samband við Vík- veija og benti hún á leið 3, sem færi í Mjóddina og þar væri unnt að skipta um vagna og komast um allt Breiðholtshverfið. Hins vegar lofaði Lilja að taka til athugunar, hvort ekki væri unnt að láta hraðferðirnar, sem ækju upp í Breiðholt, stansa við biðskýli fyrir- tækisins á leiðinni þangað upp eftir á Reykjanesbraut. Það myndi strax verða til bóta fyrir íbúa hverfanna, sem þar eru næst. xxx ÍKVERJA hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Óskari Magnússyni, forstjóra Hagkaups: „Fyrir rúmu ári ákvað stjórn Kringlunnar að breyta reglum um afgreiðslutíma. Fram til þess hafði gilt sú regla að ef opið væri í Kringl- unni yfirleitt þá skyldu allar versl- anir opnar. Nú var ákveðinn lág- markstími en kaupmönnum í sjálfs- vald sett hvort þeir nýttu sér rýmri tíma sem var frá 9-21 á virkum dögum, frá 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum. All marg- ir kaupmenn nýttu sér strax þennan lengri tíma. Það gerði Hagkaup, að hluta til í sérvöruversluninni og að fullu í matvöruversluninni. Nú hafa mál þróast á þann veg að fáir eða engir kaupmenn hafa opið allan tímann. Til dæmis hefur skapast sú regla í Kringlunni á sunnudögum að hafa opið frá kl. 13-17 en ekki 12-18 eins og byij- að var á. Viðskipti í Kringlunni, eins og annars staðar, fara að veru- legu leyti eftir því hvað mikið er opið af verslunum á svæðinu. Ein- hver mundi kalla þetta „framboð verslunar og þjónustu". Eftir rúm- lega eins árs reynslutíma fannst okkur ekki skynsamlegt að halda úti Hagkaupsversluninni einni held- ur laga okkur að því umhverfi sem við störfum í. Það voru einfaldlega of lítil viðskipti á nýja tímanum þrátt fyrir að við gæfum okkur meira en ár til að láta á það reyna. Hagkaup hefur á undanförnum árum lengt afgreiðslutíma sinn mjög. Þegar það hefur verið gert höfum við orðið að þreifa okkur áfram og sjá hvaða tími er hentug- astur en ekki endilega hitt á ná- kvæmlega réttan tíma í fyrstu til- raun. Svona er nú þetta mál vaxið og ekki öðruvísi.“ Morgunblaðið/Silli SIGURVEGARNIRI jólatvímenningi Bridsfélags Húsavíkur, Þóra Sigmundsdóttir og Magnús Andrésson, spila gegn Óla Kristins- syni og Guðmundi Hákonarsyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.