Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 17 URVERINU Ráðstefna um þjálfun og nýsköpun í evrópskum fiskiðnaði Stefnt að aukinni samkeppnis- hæfni fyrirtækja í fiskiðnaði Kynning á áætlunum ESB og styrktarmöguleikum samvinnuverkefna í fiskiðnaði Morgunblaðið/Sigurgeir STEFNT er að því að auka samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja í fiskiðnaði með ýmsum hætti. VIÐSKIPTI Ársf jórðungsleg þróun neysluverðs 1995-1997 Spá Seðlabankans vegna 1. ársfjórðungs Verðlag hækkar um 0,2% VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,1% milli þriðja og fjórða árs- fjórðungs 1996, sem samsvarar 0,6% verðbólgu á einu ári. Verðlag hækkaði um 2,3% milli áranna 1995 og 1996 og 2% yfir árið 1996. Seðlabanki íslands spáir 0,2% hækkun neysluverðs á fyrsta árs- fjórðungi í ár, sem samsvarar 0,7% ársverðbólgu. Ekki er reiknað með launabreytingum í þeirri spá, en í frétt frá Seðlabankanum segir að verðlagshorfur næstu mánuði séu . óvenju óvissar þar sem flestir kjara- samningar séu lausir. Af þeim sök- um nær spá bankans um verðlags- þróun aðeins einn ársfjórðung fram í tímann nú. Fram kemur að verðlagsþróun milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 1996 hafi verið töluvert hagstæðari en reiknað hafi verið með í spánni í október, en þá spáði bankinn 0,4% hækkun neysluverðs milli þriðja og fjórða ársfjórðungs eða sem nemur 1,4% hækkun á ári. Meginástæða þessarar hagstæðu útkomu er meiri lækkun á matvöru í desember en reiknað var með. Lítið eitt meira launaskrið Þá segir: „Spá um 0,2% hækkun fyrsta ársfjórðung 1997 byggist á þeirri forsendu að launabreytingar hafi ekki áhrif á verðlagsþróun í ársfjórðungnum. Jafnskjótt og nið- urstöður almennra kjarasamninga liggja fyrir mun bankinn endur- skoða spá sína. Reiknað er með lít- ið eitt meira launaskriði en á síð- asta ári, eða sem nemur 1,5% í stað 1% á heilu ári, og heldur minni framleiðnibreytingu. Ennfremur er reiknað með að innflutningsverðlag hafi hækkað 3,5% á síðasta ári, en muni hækka um 1,5% í ár. Seðla- bankinn mun ekki gefa út spá fyrir allt árið 1997 fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir.“ -----♦ ♦ ♦---- Lengsti sæstrengur íheiminum Singapore. Reuter. NÍUTÍU íjarskiptafyrirtæki heims í flórum heimsálfum hafa undirritað samning um lagningu lengsta og afkastamesta sæstrengskerfis heims fyrir 1.3 milljarða Bandaríkjadala. Sæstrengurinn mun liggja frá Suður-Kyrrahafi til Norður-Atlants- hafs um Asiíu og Miðausturlönd og verður 38.000 kílómetra langur. Kerfið verður tekið í notkun í árslok 1998 að sögn embættismanna við undirritunina í Singapore said. TENGSLARÁÐSTEFNA á vegum landskrifstofu Leonardó á íslandi verður haidin á Hótel Sögu þann 31. janúar til 1. febrúar nk. Ráðstefn- unni er ætlað að vera vettvangur íslenskra fyrirtækja og stofnana í fiskiðnaði fyrir mótun nýrra starfs- þjálfunar- og nýsköpunarverkefna og sækja til þess styrki til sjóða Evrópusambandsins. Evrópska starfsmenntaáætlunin, Leónardó, verður kynnt á ráðstefn- unni og hvernig íslenskar verkhug- myndir falla að áherslum hennar um styrkveitingar. Sömuleiðis verða kynntir gagnabankar fyrir verk- efnahugmyndir og leit að sam- starfsaðilum. Sérfræðingar veita ráðgjöf Á ráðstefnunni verður haldin formleg kynning á áætlunum Evr- ópusambandsins og styrktarmögu- leikum samvinnuverkefna í fiskiðn- aði. Hingað til lands kemur hópur sérfræðinga frá Evrópu, annars veg- ar sérfræðingar sem eru starfsmenn sjóðanna sem veita ráðgjöf, en hins vegar fólk sem hefur nokkra reynslu af styrkumsóknum fyrir verkefni, rekstri þeirra og dreifingu niður- staðna. Þeir munu á ráðstefnunni lýsa þeim aðferðum sem reynst hafa best til árangurs í fjölþjóðlegri sam- vinnu þannig að verkefnin skili fyrir- tækjum aukinni samkeppnishæfni. Farið verður yfir helstu atriði um- sóknagerðar, vali samstarfsaðila, samninga milli samstarfsaðila, fjöl- þjóðlegt verkskipulag, höfundarrétt, útgáfu og dreifingu afurða. Jón Páll Baldvinsson, verkefnis- stjóri hjá Rannsóknaþjónustu Há- skóla íslands, segir að aldrei hafi komið hingað til iands jafn stór hóp- ur sérfræðinga um þessi mál. „Þann- ig að hér er kominn öflugri vettvang- ur en áður til að koma nýjum verk- efnum á koppinn og gera þau lík- legri til að fá háa einkun í mati í Brussel." Aukin samkeppnishæfni er meginmarkmiðið „Á ráðstefnunni verður lögð mikil áhersla á verkefnareksturinn sjálf- an, ekki aðeins frá sjónarhóli þess sem sækir um styrkinn og vinnur verkefnið, heldur einnig frá sjónar- hóli fyrirtækjanna sjálfra og hvernig verkefnin nýtast þeim til þess að hagnýta sjóðina til að verða sam- keppnishæfari. Fólk sem hefur hug- myndir að nýjum verkefnum er því sérstaklega velkomið á þessa ráð- stefnu en einnig þeir sem vilja kynna sér ný verkefni. Ráðstefnan er þann- ig vettvangur fyrir fólk til að koma hugmyndum sínum í réttan farveg fyrir sjóðina og að finna samstarfs- félaga í verkefnin frá öðrum lönd- um,“ segir Jón Páll. Þátttakendum á ráðstefnunni verður skipt í umræðuhópa eftir svið- um, bæði eftir hefðbundnum sviðum í fískiðnaði og þeim verkefnum sem kynnt verða. „Þeir sem hafa áhuga á þvi að vera með í ákveðnum sam- vinnuverkefnum geta komið og skip- að sér í hópana þó að þeir hafi í sjálfu sér ekki lagt fram hugmyndir að verkefnum,“segir Jón Páll. Kaffitorg og kvöldverður „Við notum ýmsar aðferðir til að koma þessum hópum saman, meðal annars munum við setja upp nokk- urs konar kaffitorg þar sem sérfræð- ingar starfsmenntaáætlunarinnar veita ráðgjöf og upplýsingar. Þeir munu ekki aðeins hjálpa til við að finna samstarfsfélaga í Evrópu, heldur eru þetta sérfræðingar í áætl- anagerð og styrkumsóknum og munu veita ráðgjöf í þeim efnum. Ennfremur verður sameiginlegur kvöldverður að loknum fyrri degi ráðstefnunnar þar sem tækifærið verður notað til að leyfa fólki að kynnast og finna sér samstarfsfé- laga. í lok ráðstefnunnar munu síðan þeir hópar sem hafa komið sér sam- an um meginatriði verkefnishug- mynda vinna við áætlun og umsók- nagerð." Flókið ferli Jón Páll segir að oft sé farvegur umsókna nokkuð þröngur og því geti samning verkefnalýsingar og umsóknar verið flókið ferli. Hann segir að að mörgu sé að huga, til dæmis sé mikilvægt að samninga- gerð milli þátttakenda í verkefnun- um sjálfum séu gerð góð skil. „Þessi verkefni eru fjölþjóðleg og að meðal- tali taka fjögur til sex þjóðlönd þátt í hveiju verkefni. Það getur því oft verið flókið að gera samninga á milli þessara aðila, sérstaklega þeg- ar verið er að finna upp nýja hluti, til dæmis verðmæta söluvöru. Þá þarf að gæta þess að ganga vel frá höfundarrétti." Nýtt verkefni sett af stað Netverkefni um starfsmenntun, nýsköpun og gæðstjórn í fiskiðnaði, „European Quality Fish Network" verður hleypt af stokkunum á ráð- stefnunni en verkefnið hefur fengið styrk þil þriggja ára frá Leonardo da Vinci áætluninni. Verkefnið er rekið af Rannsóknaþjónustu Háskól- ans en fulltrúar frá átta þátttöku- löndum í verkefninu verða á ráð- stefnunni og geta ráðstefnugestir einnig gerst formlegir aðilar að verk- efninu. Viyum fleiri fyrirtæki Jón Páll segist hafa orðið var við áhuga fyrirtækja á slíkri verkefna- vinnu hér á landi. „Við höfum verið í sambandi við nokkra aðila sem eru komnir í vel skilgreind verkefni sem verða kynnt á ráðstefnunni. En hér á íslandi erum við að beijast við það eins og í hinum Evrópulöndunum að auk þátttöku fyrirtækjanna sjálfra í þessum verkefnum. Við vinnum líka hörðum höndum að því að niðurstöður rannsóknanna styrki samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Því jafnvel þó ýmsar grunnrannsóknir skili mjög viðunandi niðurstöðum er ekki alltaf víst að gróði fyrirtækisins sé áþreifanlegur. Fyrirtækin hafa að sjálfsögðu misjafna afstöðu til þannig vinnu en ýmsis hagsmuna- samtök fyrirtækja eru þá líklegri til að sinna slíkri vinnu fyrir sína um- bjóðendur. Stór og rótgróin fyrirtæki eru sömuleiðis oft tilbúin í þessi verkefni." Landsskrifstofa Leonardó hefur sent um 500 fyrirtækjum og stofn- unum boðsbréf þar sem leitað er eftir nýjum verkefnishugmyndum. Skráning fer fram á Rannsóknaþjón- ustu Háskóla íslands. Léttð iei** *-ýsin9ar s aðferð sem c FYRSTIR MEÐ NYJUNGAR SUÐURIAND5BRAUT 22, 108 REYKJAVlK SÍMI533 1500, FAX 533 1 SOi léttir einstaklinqum bílakaup (boði hjá öllum bflaumboðunum /LéttgS L £ IO LÝSINGAR HF wamamaam Dæmi Verð bíls Útborgun Láns- /leigutími 1.000.000 kr. 250.000 kr. 36 mán. Hefðbundið bílalán 24.600 kr. á mán. Lokaafborgun 0 kr. Létta leiðin Lokaafborgun 10.600 kr. á mán. 550.000 kr. I báðum tilvikum er greiðslugjald, 7,8% vextir og verötrygging inni- falið I mánaðarlegu greiðslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.