Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Gott * íó FRUMSYNING BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC Umtöluö stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag i aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 6 og 9. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. Levnaarmal les og lygar Leyndarmál og lygar er sú mynd sem allir eru að tala um út um allan heim. Ekki bara út af þeim verðlaunum og viðurkenningum sem hún hefur fengið heldur líka vegna þess að hún fjallar um efni sem allir þekkja og snertir alla. Við spáum því að Leyndarmál og lygar verði með í keppninni um Óskarsverðlaunin en bíðum með að slá þvi upp í auglýsingu þar til að Akademían birtir niðurstöðu sína 11 febrúar. Um þessa mynd er aðeins eitt að segja: KVIKMYNDIR VERÐA EINFALDLEGA EKKI BETRIH Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára EKKI MISSA AF ÞESSARI „Besta kvikmynd ársins 1996" Arnaldur Indriðason MBL BRIMBROT ★ GB DV ★ ★★l/2 SV MBL ★ ★★ÁS Bylgjan ★ ★★ ÁÞ Dagsljós SÝND KL. 9. Sjá bls. ^ 11 ^ ATH. BÖRN FJÖGURRA ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT INN. Sýnd kl. 5 og 7. ísl. tal. Leyndarmál og lygar. Besta myndin og besta leikkonan Cannes 1996. Cf!lmES * FESTIVAL M HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Skytturnar þrjár SVIKRÁÐ - Michael Madsen herjar á fyrrum samherja. Taflmeistarinn Tarantino HELDUR bjálfalegur náungi með tómlegt augnaráð og skúffukjaft er nú talinn ein stærsta von bandarískrar kvikmyndagerðar. Quentin Tarantino, fyrrum afgreiðslumaður í myndbandaleigu og leiklistarnemi, virðist einkum hafa verið fóðraður á bíómyndum í uppvextinum og er það bæði styrkur hans og veikleiki sem handritshöfundar og leikstjóra. Tarantino nærist eink- um á ofbeldinu í bandarísku umhverfi, bæði kvikmyndalegu og raunveru- legu, en vandi er að sjá að hann geri greinarmun þar á milli. Og vandi er að sjá að hann búi yfir þeirri lífsreynslu, dýpt og víðsýni sem geri honum kleift að þróa viðfangsefni sín frá blóðsúthelltu aulabárða- og glæponasamfélagi til fólks sem skiptir máli, eins og til dæmis venjulegs fólks. Myndir Tarantin- os, sem er leikstjóri mánaðarins á Stöð 2, eru skrýtin blanda af verki þrosk- aðs listamanns og krakka með litabók. Tæknilegur er hann og nokkuð stíl- vís, og einn helsti kostur hans eru furðuleg samtöi og fáránlegur húmor. Meiri vafi leikur á því hvort hann hefur hjartað á réttum stað. Fyrsta mynd Tarantinos, Svikráð (Reservoir Dogs, 1991, föstudagur 22.30), er sótt til bandarísks bíómyndaforða: Ránsins sem fer úrskeiðis. Myndin gerist mestanpart í yfirgefnu vöruhúsi þar sem krimmarnir koma saman eftir hið misheppnaða rán og heyja sálarstríð hver við annan og við sjálfa sig. Vald Tarantinos á þessu verkefni er aðdáunarvert; hann teflir þessa sálfræðilegu ofbeldisskák eins og stórmeistari. Næsta mynd, Reyfari (Pulp Fiction, 1994), er einnig mögnuð en brokkgengari. Þau handrit sem Tarantino hefur unnið að fyrir aðra - True Romance, Natural Born Killers, Killing Zoe, From Dusk Till Dawn - hafa hins vegar ekki sýnt mikla breidd eða dýpt. En næstu myndar hans sjálfs verður beðið með eftirvæntingu. ÞRÍR af fremstu og sérstæðustu leik- stjórum Bandaríkjanna eiga myndir á dagskrá sjónvarpsstöðvanna þessa helgina og má gróflega telja þá fulltrúa þriggja kynslóða. Elstur og bestur er Martin Scorsese, nú 54 ára að aldri, gleggsti gegnumlýsandi amerísks þjóð- félags, vægðarlaus og málamiðlunar- laus. í miðið er Tim Burton, 38 ára, hugarflugmaður, jafnvígur á tækni og tilfinningu fyrir því sem er utanveltu og öðruvísi. Þeir Burton og Scorsese eiga myndir í Sjónvarpinu á laugar- dagskvöld. Loks er það Quentin Tarant- ino, 33 ára, sem sumir hafa kallað undrabam, en hann er leikstjóri mánað- arins á Stöð 2 og um er fjallað hér til hliðar. Föstudagur Sjónvarpið ►21.10 Munaðarleys- ingjar með einkaspæjara á hælunum eru söguhetjur fjölskyldumyndarinnar Strokudrengirnir (Brother’s Destiny, 1994), þar sem Charles Martin Smith, Kris Kristofferson, Dee Wallace Stone, Danny Aiello og Mickey Rooney eru í aðalhlutverkum. Góðir leikarar sumsé, en engar umsagnir liggja fyrir. Leik- stjóri er Dean Hamilton. Sjónvarpið ►23.35 Ævintýramynd- irnar um tímaflakkarann Conor McClo- ud í steinrunninni túlkun Christophers Lambert urðu æ aumari afþreying eft- ir því sem á syrpuna leið. Hálending- urinn lli - Seiðmaðurinn (Highlander III, J994ýflyturmiðaldahetjunatil New York samtímans og er hann þar eins og illa gerður hlutur, rétt eins og mynd- in er sjálf. Leikstjóri Andy Morahan. ★ Stöð2 ►l3.00og0.10Seinnimynd- in með partíbullunum Mike Myers og Dana Carver, Veröld Waynes 2 (Way- ne’s World2, 1993) kætir trúlega þá sem kættust af þeirri fyrri en hvorki er hún snarpari né grínið þróaðra. Hér fást þeir við að skipuleggja tónlistarhá- tíð og fleka eitt megabeibið enn (Kim Basinger). Leikstjóri Stephen Surjik. ★ Stöð 2 ►21.00 Ameríkanar voru ekki seinir á sér að gera skil því knýj- andi viðfangsefni að segja sögu O.J. karlsins Simpson. Saga O.J. Simpson (The O.J. Simpson Story, 1995) rekur lífshlaup hans frá fátækt til frama í íþróttum og kvikmyndum og svo eins frægasta morðmáls seinni tíma. Engar umsagnir flnnast um þessa skyndisagn- fræði en trúlega er hún full af safaríku slúðri. Leikstjóri Jerrold Freedman og í aðalhluverkum Bobby Hosea og Jessica Tuck. Stöð 2 ►22.30 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 3 ^21 .05 Tvær rosknar stjörn- ur, Katherine heitin Hepburn og Anth- ony Quinn, leiða saman lotlega hesta sína í gamansamri sjónvarpsmynd Varla ást (This Can’t Be Love, 1994) og leika þar merkilegt nokk tvær roskn- ar stjömur að róta í gömlum glæðum. Anthony Harvey er vandaður leikstjóri og er þetta þægileg afþreying. ★ ★ Stöð3 ►22.35 Rod Serling var af- kastamikill brautryðjandi í bandarísku sjónvarpi, einkum á sviði dularfullra spennuþátta og vísindaskáldskapar, eins og í ljósaskiptunum. Myndin í ljósaskiptunum: Úr fórum meistar- ans (Twilight Zone: Rod Serling’s Lost Classics, 1994) v innur með tvær áður óbirtar sögur úr smiðju Serlings og eru í aðalhlutverkum Jack Palance, Patrick Bergin, Amy Irving og Gary Cole. Umsagnir liggja ekki fyrir en leikstjóri er Robert Markowitz. Stöð 3 ►0 .15 Millitveggja elda (Caught In The Crossfire) er spennu- mynd um rannsóknarblaðamann í flók- inni morðgátu. Lítt þekktir leikarar og engar umsagnir. Sýn ►21.00 Sá úrræðagóði og fjöl- hæfi leikari Michael Keaton finnur ekki fídusinn í grínglæpamyndinn Bófahas- ar (Johnny Dangerously, 1984), ekki frekar en aðrir, en þar leikur hann ungan mafíósa á uppleið. Fyndnir að- stoðarkokkar á borð við Danny DeVito og Dom DeLouise verða að öskubusk- um. Leikstjóri Amy Heckerling. ★ 'h Sýn ►23.20 Stríðsdraugurinn (Ghost Warrior, 1984)er afburða- snjailt nafn á mynd um japanskan stríðsdraug sem vaknar eftir fjögurra alda svefn í ís og finnur sinn forna kraft í Bandaríkjum nútímans. Martin og Potter skemmtu sér vel og gefa ★ ★ 'h Leikstjóri Larry Carbol. Laugardagur Sjónvarpið ►22.00 Milljónamæring- urinn Bruce Wayne breytist í Leður- blökumanninn að næturþeli og gerir það með stfl í Leðurblökumanninum (Batman, 1989), fyrri myndinni af tveimur sem Tim Burton leikstýrði í þessari nýju syrpu um gamla hasar- blaðahetju. Tækni, leikmyndir og leikur Michaels Keaton og Jacks Nicholson eru til fyrirmyndar en drungalegt yfir- bragðið og súrrealísk taug Burtons ríma ekki allt of vel við sakleysi hasar- blaðsins. Myndin veit ekki alveg hvert hún stefnir. ★ ★ 'h Sjónvarpið ►O.IOGlæponarsem einskis svífast í eftirsókn sinni eftir dollurum og völdum og ekki heldur í eigin sjálfstortímingarhvöt eru við- fangsefni Lagsbræðra (Goodfellas, 1990), afar ofbeldisfullrar myndar Martins Scorsese. Kraftmikil er hún en sagan fer út um of víðan völl, Rob- ert DeNiro, Ray Liotta, Joe Pesci o.fl. leika vel, en manni er svo skítsama þegar skítapakkið hrynur niður hvað um annað þvert. Vandinn liggur í hand- riti en leikstjómin er verk meistara. ★ ★★ Stöð 2 ►l 5.00 Kall óbyggðanna (CallOfThe Wild, 1992) erein af mörgum útgáfum af samnefndri ævin- týrasögu Jacks London um hund og mann í ævintýrum í óbyggðum Alaska. Michael Uno leikstjóri hefurgert nokkrar ágætar sjónvarpsmyndir en hér kýs hann að fela sig bak við dul- nefnið illræmda Alan Smithee. Það boðar ekki gott. Samt gefa Martin og Potter myndinni ★ ★ ★. Stöð2 ►21.10SteveMartin, fram- leiðir, skrifar handritið og leikur aðal- hlutverkið í Pabbi óskast (A Simple Twist ofFate, 1994), sem byggð er á skáldsögunni Silas Marner eftir George Eliot og segir frá því hvernig munaðar- laus stúlka snýr lífi einsetumanns á hvolf. Gaman og alvara vega salt í þessari sérkennilegu mynd og er það jafnvægi ekki fullnægjandi. ★ ★ Stöð 2 ►23.00 Þjóðverjinn Wolfgang Petersen er kominn í hóp helstu spennu- og hasarmyndaleikstjóra Hollywood og hann stendur bærilega að verki í farsóttartryllinum I bráðri hættu (Outbreak, 1995), þar sem afr- ísk veira er að leggja bandarískt byggð- arlag í gröfina þegar Dustin Hoffman og fleiri grípa í veirutaumana. ★ ★ 'h Stöð 2 ► 1.10 Fagurlimuð kvenblóð- suga - franska leikkonan Anne Pa- rillaud - nennir ekki lengur að bíta bara á jaxlinn í grínhrollvekjunni Ban- vænt blóð (Innocent Blood, 1992). John Landis leikstjóri sparar ekki blóð- ið og brögðin en myndin er heldur bragðlaus þótt stundum megi hafa gaman af heilum mafíuflokki af blóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.