Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, GUNNAR BERG KRISTBERGSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega vinsemd og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Bergljót Guðmundsdóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, ADÓLF ÞÓR GUÐMANNSSON, Sandprýði, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 15. janúar. Guðmann A. Guðmundsson, Guðfinnur Guðmannsson, Fjóla Guðmannnsdóttir. t Ástkaer eiginmaður, faðir okkar og sonur, VIÐAR VILHJÁLMSSON, Lækjarbergí 29, Hafnarfirði, lést á heimili sinu þann 8. janúar 1997. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel. Rósa Stefánsdóttir, Þorkell Vignir Viðarsson, Björgvin Viðarsson, Arnar Þór Viðarsson, Helga Finnbogadóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÆUNN JÓFRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, lést mánudaginn 14. janúar sl. Jóhannes Þorsteinsson, Helga Þorsteinsdóttir, Guðni Arnberg Þorsteinsson, Málfríður Ólína Þorsteinsdóttir, Steini Sævar Þorsteinsson, Árni Hreiðar Þorsteinsson og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Víðilundi 9, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 14. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Vigfús Ólafsson, Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason, Sigurlaug Marfa Vigfúsdóttir, Jónas Franklfn, Sigurður Vigfússon, Þóra Leifsdóttir, Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Vigfússon, Jóhanna Friðriksdóttir, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir, Þórður Mar Sigurðsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, STEINGRÍMUR JÓNSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðju- daginn 14. janúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlegast bent á líknarfélagið Heilavernd. Sigriður Sigurðardóttir, Leifur Steinarsson, Dagný Leifsdóttir, Sigrún Leifsdóttir og fjölskyldur. BERGÞORA RANNVEIG ÍSAKSDÓTTIR + Bergt>óra Rann- veig ísaksdóttir fæddist á Bakka í Garðahreppi 13. júní 1905. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Isak Bjarna- son bóndi í Fífu- hvammi, f. 1868, d. 1930, ,og Þórunn Kristjánsdóttir, f. 1875, d. 1960. Börn þeirra voru Guð- ríður, Guðmundur, Bergþóra Rannveig, Krisfján, Rannveigar fer fram frá Kópa- Ingjaldur, Rebekka og Anton. vogskirkju í dag og hefst at- Eru þau öll látin. höfnin klukkan 15. Hinn 23. maí 1931 giftist Berg- þóra Rannveig Þor- keli Guðmundssyni, f. 9. ágúst 1906, d. 12. ágúst 1990. Þau eignuðust þijú börn, fsak, f. 28. sept. 1932, Guð- mund, f. 10. okt. 1935, og Svein Gísla, f. 23. ágúst 1945, d. 1948. Eftir- lifandi synir Rann- veigar og Þorkels eiga tíu börn. Útför Bergþóru Hinn 7. janúar sl. lést gömul vinkona okkar, hún hét Bergþóra Rannveig ísaksdóttir, kölluð Veiga. Það var fyrir rétt um 20 árum að kynni okkar hófust, að við vorum nýflutt í Breiðholtið og fljótlega fóru börnin okkar að sækja leik í móana sunnan við götuna, þar stóðu þrjú hús í Fífuhvammslandi, Hlíðardalur I og II svo og Tunga, þar bjó hún Veiga, maður hennar var Þorkell Guðmundsson mikill gæðamaður en hann lést 12. ágúst 1990 84 ára að aldri. Þegar við kynntumst þeim hjónum hafði Veiga oft orð á því að hún yrði nú að lifa það lengi að hún lifði Kela sinn, því hún hafði lofað mömmu hans því að hugsa vel um hann og það gerði hún. Eftir að hann lést sagðist hún vera tilbúin að fylgja honum, þó þurfti hún að bíða í 6 ár. Þær voru tvær systumar sem bjuggu í Fífuhvammslandinu, Re- bekka bjó í Hlíðardal I, maður hennar var Viggó K. Jóhannsson, hún lést 5. september 1995. Mikill kærleikur var milli þeirra systra. Nú eru þau öll farm gömlu vinirnir okkar, en minningarnar eru eftir, það var svo margt sem við lærðum af þessu fólki og börnin okkar sem sátu flesta daga í öðru hvoru eld- húsinu, þau lærðu svo margt fal- legt og gott, fróðlegt og nytsam- legt af þessu góða fólki. Það kemur þeim til góða um ókomin ár. Þær systur fylgdust með börnunum okkar eldast, giftast og eignast heimili og þó við og þau flyttumst úr Reykjavík var alltaf samband. Sérstök vinátta var þó við Guð- mund son okkar en hann var 5 ára þegar þau kynntust. Alla daga fór hann sem barn til Veigu sinnar og ef veður var vont leiddust þau hönd í hönd síðla dags til baka er hún fylgdi honum heim. Hún sagði svo oft að hann minnti sig á Svein Gísla son sinn sem lést þegar hann var 3 ára og hún saknaði svo sárt. Veiga og Keli höfðu mikla ánægju af veiðiferðum og voru dugleg við það á sumrin. Á veturna keypti Veiga marga pokana af fuglafóðri því það var oft ansi margt í mat hjá henni úti á hjarn- inu. Þau höfðu áður fyrr á árunum gróðursett mikið af trjám og þar höfðu fuglarnir gott atlæti, Veigu til mikillar ángæju. Elsku Veiga, nú að leiðarlokum viljum við þakka þér allar góðar stundir og alla þína vináttu í gegnum árin. Ættingjum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fjölskyldan á Brjánsstöðum. í dag kveðjum við ömmusystur mína Bergþóru Rannveigu Isaks- dóttur eða hana Veigu eins og hún var kölluð. Margar eru þær minn- ingarnar sem upp í hugann koma, minningar sem ég geymi um góða frænku. Frænku sem ég átti því láni að fagna að búa í næsta húsi við í Fífuhvammi, og fara til á hverjum degi sem barn. Það var alltaf gott að koma til Veigu og Kela í vinalega húsið þeirra, og margar voru þær sögurn- ar sem hún sagði mér frá því i gamla daga. Það var svo gott að eiga þessa gömlu frænku sem reyndist mér sem besta amma. Fyrir það vil ég þakka henni. ísak, Guðmundi og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Veigu. Ragnheiður Ólafsdóttir. Með söknuði kveð ég kæra vin- konu mína, Bergþóru Rannveigu ísaksdóttur. Það eru liðlega tveir áratugir síðan ég kynntist henni. Strax komu góðir eðliskostir henn- ar í ljós. Skólaganga Rannveigar var tak- mörkuð við þá fábrotnu kennslu sem samfélagið veitti á þeim tíma, nokkurra vikna fræðslu frá heimil- iskennara en langt var að sækja skóla á Seltjarnarnesið úr Fífu- þvamminum í Kópavogi. Rannveig var þriðja barn ísaks Bjarnasonar og Þórunnar Kristj- ánsdóttur. Þau urðu sjö systkinin sem komust á legg og með Renn- veigu eru þau öll gengin á vit feðr- anna. Foreldrarnir voru félagslynd og tóku afstöðu til þeirra þjóðfé- lagsmála sem efst voru á baugi - sjálfstæðisbaráttunnar og réttinda- mála alþýðu. Á henni mátti heyra áhrif þjóðernishyggjunnar eins og þau að varast dönsk áhrif og halda vörð um íslenska menningu. Faðir hennar var kosinn formaður Verka- mannafélagsins Hlífar við stofnun þess árið 1907. Þrátt fyrir nafn félagsins voru verkakonur einnig innan vébanda þess og það var nýlunda því ekkert stéttarfélag verkakvenna var starfandi á land- inu. Á Þórunn frá Hliðsnesi á Álfta- nesi efalítið sinn þátt í þeirri fram- sæknu afstöðu Verkamannafélags- ins Hlífar. Hún þótti höfðingskona og kvenréttindasinnuð. Minntist Rannveig þess hve fjölmennt var í heimili uppvaxtaráranna og óeigin- gjörn gestrisni sýnd öllum sem að garði bar. Rannveig fæddist að Bakka í Garðahverfi. Fjögurra ára gömul flyst hún með foreldrum sínum til Nesjavalla sem ísak hafði fest kaup á en þau halda aftur að ári til hins vaxandi útgerðarbæjar Hafnar- fjarðar, nú að Óseyri. Stundaði ísak sjóinn, var formaður á ijögurra manna báti sem hann átti. Tók sjó- mennskan nokkrun toll af þreki hans. Isak leitaði eftir hentugri jörð að yrkja og keypti árið 1916 Fífuhvamm þangað sem Rannveig flyst með foreldrum og systkina- hópi 1919. Þar átti hún eftir að búa og starfa mestalla sína ævi. Faðirinn lést í janúar 1930, 62 ára að aldri, og aðstoðaði Rannveig móður sína sem mest hún mátti við bústörf. Launað starf varð aldr- ei hennar hlutskipti. Ósérhlífnin og nægjusemin einkenndu ávallt Rannveigu, eiginleikar sem komu að notum, ekki bara á kreppuárun- um heldur lífsleiðinni. í maí 1931 giftist hún Þorkeli Guðmundssyni. Hann hafði lokið sveinsprófi í jámsmíði haustið 1928. Þau bjuggu fyrst á Baróns- stíg lla í Reykjavík. Vann Þorkell hjá Jóni Sigurðssyni er rak verk- stæði á Laugavegi 54. Árið 1935 fluttu þau í nýbyggt hús sem Tunga hét og er við Fífuhvammsveg. Þeim varð þriggja barna auðið, þrír syn- ir, en einn þeirra lést úr hvítblæði þriggja ára að aldri. Þorkell vann allan sinn aldur í Reykjavík, hjá vélsmiðjunni Hamri og síðar í Landsmiðjunni. Rannveig sá um heimilishaldið. Hún þótti snillingur í höndum, svo vel vann hún að vart varð greint hvar við- gerðin hafði farið fram. Gestkvæmt var á heimili þeirra og margir sóttust eftir nærveru Rannveigar. Hún veitti svo mikinn sálarstyrk þeim er hún umgekkst. Förukarlar fyrri tíma gátu fundið dýrmætt skjól hjá slíkri eðalmann- eskju sem Rannveig var. Sameiginleg áhugamál hjónanna urðu meira og meira áberandi á efri árum. Nærveran við náttúruna var þeim mikils virði. Þau settu niður trjáplöntur sem skópu hlýjan einstakan gróðurlund sem efalítið verður varðveittur til framtíðar. Ótaldar voru veiðiferðir þeirra í nágrenni Reykjavíkur. Barnabörn- in urðu tíu og afkvæmi þeirra fengu aldrei nóg af ævintýrum hjá afa og ömmu. Bæjarfélagið í Kópavogi sóttist eftir Fífuhvammslandinu til að mæta eftirspurn eftir byggingalóð- um. Háir skattar voru á jörðinni. Seldist jörðin í lok áttunda áratug: arins töluvert undir skattmati. í öllu hátterni þeirra hjóna var hlýtt hugarþelið í garð Kópavogsbæjar. Þau hafa skilið eftir sig stóran ættgarð sem festi djúpar rætur í Kópavogi. Eiginmaður Rannveigar, Þorkell Guðmundsson, lést árið 1990. Rannveig ísaksdóttir kom mér fyrir sjónir sem elskuleg og heil- steypt kona, laus við ytra prjál. Hún var létt í lund, stutt í kímni. Í haust heimsótti ég hana í Sunnu- hlíð í Kópavogi, þar sem hún dvaldi í tæp tvö ár. Þetta var á sunnu- degi og bauð ég henni í bíltúr sem hún og þáði af ánægju. Fórum við í skoðunarferð um borgina og hafn- arsvæðið þar sem hún leit fjarræn- um augum yfir sjóinn og hugsaði til þess liðna sátt. Rannveig var ung í anda en leit raunsæum augum á dauðann í hárri elli. Hún hefur mætt honum með reisn og auðnast að fá hvíld í fram- tíðarlandinu. Guð blessi hana. Stefán F. Hjaltason. Við viljum með nokkrum orðum kveðja góða vinkonu okkar, hana Veigu. Vinskapur okkar hófst fyrir nærri 19 árum. Var ég þá sex ára. Ég var nýlega fluttur í Breiðholt og móinn var okkar leiksvæði. Veiga og Keli fylgdust með okkar að Ieik og vöruðu okkur við hættun- um í' móanum. í 10 ár kom ég þangað nærri daglega og dvaldist þar tímunum saman í faðmi yndis- legra hjóna. Margs er að minnast frá þessum tímum, veiðiferða, tafl- mennsku, spila og spjalls um þá tíma sem Veiga og Keli mundu. Veiga er síðust til að kveðja þennan heim af fólkinu í móanum, nú eru þau öll sameinuð á ný. Keli hefur eflaust verið ánægður að fá hana Veigu til sín. Við viljum að lokum þakka þær ógleymanlegu stundir sem við átt- um saman, þeirra minnist ég alla tíð. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast fólkinu í móan- um. Við sendum öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur, Kristín Björk og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.