Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ BRENGLAÐAR HUGMYNDIR UM ÁHRIF ORKUNÝTINGAR Á MIÐHÁLENDIÍSLANDS Landsþörf Þar af á mið Mannvirki Vatnsaflsstöðvar alls km2 hálendinu km2 Miðlunarlón 1039 950 Önnur mannv. vatnsaflsstöðva 100 90 Jarðgufustöðvar 400 200 Raflínu, aðveitust., tengivirki 406 148 Samtals 1945 1388 Nokkur dæmi um hugmyndir manna um áhrif orkunýtingar á miðhálendið. „Hálendi íslands. Uppistöðulón eða þjóð- garður?“ Lítum á 1. mynd hér á síðunni. „Það er miðhálendi íslands sem stendur undir hinni sívaxandi ferðamennsku. Það er einsýnt að það gerði það ekki, ef menn þurfa að stikla á hæð- ardrögum á milli jökullóna Landsvirkj- unar.“ „Virkjanaáætlanir á við þær sem eru á borðum ráðamanna og sérfræðinga landsins enda í óbætanlegum skemmdum lands- ins komi þær til framkvæmda.“ „En það sem líklega er erfíðast er það sem hér fer á eftir: Það er að sumir af þessum mönnum eru svo grunnhyggnir að þeir halda að þjóðin græði á að gera landið að einu allsherjar vatna- og virkjunar- svæði þar sem síðustu uppúrstand- andi hálendis- og öræfaperlumar verða þaktar rafmagnsflytjandi stauravíravirkjum." „Þessu landi má ekki breyta í eitt stórt uppi- stöðulón." Fyrsta til- vitnunin hér að ofan er heiti útvarpsþáttar sem var fluttur í rík- isútvarpið á síðasta hausti. 1. mynd oghin- ar tilvitnanimar eru úr greinum í blöðum; flestum í Morgunblað- inu á ámnum 1995 og 1996. Jafnvel þótt tekið sé með í reikninginn að höfundar þessara til- vitnana hafí vitandi vits ýkt mál sitt til að leggja áherslu á þann boðskap sem þeir höfðu að flytja er samt ljóst að í huga sér höfðu þeir mótað ákveðna hugmynd um áhrif þess á hálendi íslands, einkum miðhálend- ið, að vatnsorka landsins og jarð- hiti væm nýtt í stómm stíl. Sú hugmynd er furðanlega lík hjá þeim öllum. Hún er á þessa leið: Virkjun orkulindanna á íslandi í stómm stíl, eins og frammámenn í orkumálum hugsa sér hana, legg- ur stóran hluta miðhálendisins und- ir miðlunarlón og vemlegan hluta Ég er sannfærður um að okkur mun takast að samhæfa mismun- andi óskir um nýtingu miðhálendisins, segir Jakob Björnsson, með vandaðri vinnu á þessu sviði. þess þurrlendis sem eftir verður undir raflínur, vegi og slóðir og önnur mannvirki í tengslum við virkjanimar. Sáralítið verður eftir af ósnortinni náttúm. Hver er raunveruleikinn? Hvernig kemur ofangreind hug- mynd heim við raunveruleikann? Afleitlega. Hún er kolbrengluð mynd af vemleikanum. Sá sem þetta ritar gerði á árs- fundi Orkustofnunar 1993 grein fyrir landþörf raforkuvinnsluiðnað- ar á íslandi sem framleiddi árlega 43.000 GWh af raforku sem reikn- að var með gæti orðið 2030. Til samanburðar er að raforkuvinnsl- an 1995 var rétt tæpar 5.000 GWh. Ég hef síðar athugað nánar hvað af þessari landþörf kæmi á miðhálendið. Niðurstaðan er sýnd í meðfylgjandi töflu. Nauðsynlegar slóðir til að leggja raflínurnar og halda þeim við eru meðtaldar í landsþörfínni. Jakob Björnsson Samkvæmt upplýsingum frá Landmótun hf., sem nú vinnur að skipulagningu fyrir skipulags- nefnd miðhálendisins sem um- hverfisráðherra skipaði, lætur nærri að flatarmál svæðisins sem þeir eru að skipuleggja sé 40% af flatarmáli landsins alls, eða 41.200 km2. Vinnsla á 43.000 GWh á ári, 8,6 sinnum meiri raf- orku en unnin var 1995, leggur þannig hald á 3,4 % af flatarmáli miðhálendisins. Segjum 4% af því. 96% eru þá eftir til annarra nota! Þetta er sýnt á 2. mynd. Hún leiðir skýrt í ljós hvílík fjarstæða sú hugmynd er sem vikið var að hér að framan. Höfundar þessara tilvitnana hafa annaðhvort ekki hirt um að afla sér bestu fáanlegra upplýsinga eða sans þeirra fyrir stærðahlutföllum er stórlega ábótavant. Er hér kannske komið enn eitt dæmið um mislukkað stærðfræðilegt uppeldi? Miðhálendið býr yfir mikilli fjöl- breytni. Þar eru jöklar, hraun- breiður, eyðisandar, gróðurvinjar, veiðivötn, eldfjöll, gil og gljúfur og alpalandslag. Það býður því upp á mjög fjölbreytileg útivistar- svæði: Osnortin víðerni með um- ferð gangandi fólks einvörðungu; jafnvel með mismunandi erfiðum gönguleiðum til að mæta mismun- andi þörfum fólks í því efni; vís- indaleg viðmiðunar- og rannsókn- arsvæði; svæði með jeppaslóðum; jafnvel sérsvæði fyrir torfæru- akstur, önnur með akstursleiðum sem færar eru venjulegum bílum og enn önnur með malbikuðum vegum, að ógleymdum jöklum þar sem afmarka mætti séstök svæði fyrir vélsleðaferðir, önnur fyrir skíðaferðir þar sem menn væru lausir við hávaðann frá vélsleðun- um og kannske enn önnur fyrir ferðir á hundasleðum. Erum við ekki í ferðamálasamvinnu við ER FÍL ABEIN STURNINN GLUGGALAUS? Um Jón Viðar o g fleira fólk ÉG LAS það í Morgunblaðinu á þriðjudagsmorgun að leiklistargagn- rýnandi sjónvarpsins, okkar ástkæri Jón Viðar, hefði áhyggjur af heilsu undirritaðs og virtist halda að mér liði ákaflega illa. Vonaði hann að ég tæki gleði mína á ný með hækkandi sól. Það er engin smá upphefð að það skuli vera orðið fréttaefni í blöð- um hvemig ég er til heilsunnar en úr því menn eru að velta því fyrir sér á þessum vettvangi, og átta sig ekki á að það er hægðarleikur að taka upp síma og hringja í viðkom- andi til þess að komast að hinu sanna, langar mig að upplýsa eftir- farandi: Sem betur fer þarf Jón ekkert að bíða eftir að sólin hækki á lofti, því að mér hefur sjaldan liðið betur og margt verður mér til hinnar mestu gleði þessa dagana. Það er nú til dæmis svo margt að gleðjast yfír í leiklistinni: Ótrúleg gróska hvert sem litið er, fjöldi afbragðs góðra sýninga á Qölunum, hver leik- arinn á fætur öðrum að vinna leikaf- rek kvöld eftir kvöld, ótrúlega auð- ugt framboð verka, sígildra sem nýsaminna, glæst afrek leikmynda- og búningahöfunda blasa við leik- húsgestum og svo mætti lengi telja. Kannski hefur það líka stuðlað að gleði minni að ég er hættur að horfa á leiklistarumíjöllun Jóns í sjónvarp- inu eftir áralangt úthald, svo oft hefur hún nú gengið fram af mér. Jón kemst að þeirri frumlegu niðurstöðu í fyrr- greindu blaðaspjalli að listafólk verði að gera til sín kröfur og vera viðbúið því að til þess séu gerðar kröfur. Já, það var ekki seinna vænna að einhver benti okkur á það. En kæri Jón, listafólk gerir þessar sömu kröfur til þín sem og annarra listgagnrýnenda vilji þeir láta taka sig alvar- lega. Að þið rækið starf ykkar af heilindum og heiðarleika og nálgist það af væntumþykju og virðingu bæði fyrir ykkur sjálfum og um- fjöllunarefninu. Tilefni áhuga Jóns á heilsu minni má rekja til ummæla sem ég lét falla í ávarpi á hátíðarsamkomu í tilefni af aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur á dögunum. Ummælin voru byggð á áralöngum áhuga mínum á leiklistarpistlum hans í sjónvarpinu en jafnframt vaxandi vonbrigðum yfir því hversu þessir pistlar hafa einkennst af æ meiri veruleikafirrð og skilningsleysi á efni því sem um er fjallað. Það var ekki bara Jóni og félög- um í sjónvarpinu, sem brá við um- mæli mín. Islenski fjölmiðlaheimur- inn bókstaflega helltist yfir mig næsta dag. Það er vissulega um- hugsunarefni og í raun stórmerki- legt, þótt auðvitað spegli það ástandið, sem ég var að deila á, að á þriggja klukkustunda fjölbreyttri hátíðardagskrá Leik- félags Reykjavíkur, í öllum þeim fjölda skemmtilegu ávarpa, sem þar voru flutt, skuli fjöimiðlarnir ekki hafa fundið neitt verð- ugra eða áhugaverð- ara efni til að slá upp í fréttum næsta dag. En svo er nú komið í menningarumfjöllun okkar, að það þykir sjálfsagt að viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár sé hnýtt og jafnvel sparkað í helstu leik- ara þjóðarinnar í um- fjöllun um leiklist — oft mjög svo ómaklega og jafnvel af hreinum dónaskap í framsetn- ingu og orðavali. Ef hins vegar ein- hver úr leikhúsheiminum vogar sér að anda út úr sér aðfinnslu eða athugasemdum um gagnrýnand- ann Jón Viðar rýkur ekki bara hann sjálfur og ritstjóri hans upp til handa og fóta. Sjálft útvarpsráð snýst til varnar og fjölmiðlaheimur- inn mundar stríðöxina. Þá er nú ekki verið að spyija vesalings lista- fólkið um hvernig tilfinning það sé að vera rassskelltur frammi fyrir alþjóð í beinni útsendingu — nei, en hvernig líður blessuðum gagn- rýnandanum og ábyrgðarmönnum hans? Er ekki voðalega sárt að láta sparka í sig? Það eru einkennileg öfugmæli að maður, sem hefur það að atvinnu að hnýta í aðra og kemst upp með Við leikhúsfólk erum orðin langþreytt, segir Stefán Baldursson, á órökstuddum sleggjudómum. ótrúlega ruddalega framsetningu óáreittur í skjóli einokunaraðstöðu aftur og aftur, skuli vera svo hör- undsár sjálfur að ekki megi orði á hann halla. Vonandi skilur Jón nú sársauka og svefnlausar nætur leik- arans sem vamarlaus kemur til leik- hússtjóra síns og spyr: Þarf það nauðsynlega að fylgja starfínu að eiga yfir sér að vera tekinn af lífí frammi fyrir alþjóð í beinni útsend- ingu? Sem betur fer brynja sig flest- ir gegn þessum ósköpum enda löngu búnir að átta sig á að umræddur gagnrýnandi á litla samleið með framsæknu leikhúsfólki, sem beitir sig aga og sjálfsgagnrýni í þrot- lausri viðleitni sinni til að mjaka leikhúsinu fram á við í ’stað þess að festast í stöðnuðu formi og öryggi hins hefðbundna. Öfgafull íhaldssemi í leikhúsviðhorfum flytur engin fjöll. Það þarf mikið til að leikhúsfólk bregðist opinberlega við gagnrýni. Enda leikgagnrýni eins og hún birt- ist í ijölmiðlum aldrei annað og meira en álit eins manns og því varhugavert að gefa henni eitthvert ofurvægi. Hversu langskólageng- inn sem gagnrýnandinn kann að Stefán Baldursson vera. í aldarfjórðungs löngu starfi mínu í leiklistinni hefur undirritað- ur aðeins tvívegis leyft sér slíkt. Og í bæði skiptin út af sama gagn- rýnandanum. Því stundum gengur fram af manni. Eins og þegar einn hæfileikamesti og fjölhæfasti leik- ari þjóðarinnar vinnur glæsilegt leikafrek í kröfuhörðu aðalhlut- verki og er ekki einu sinni nefndur á nafn í leiklistarumfjöllun sjón- varpsins. Fyrir þessa túlkun hlaut leikarinn m.a. tilnefningu til menn- ingarverðlauna DV. Sá leikari sem verðlaunin hlaut það árið hafði reyndar einnig hlotið háðuglega útreið hjá sjónvarpsgagnrýnand- anum. Ótal dæmi mætti nefna.en við erum ekki að gera kröfu um að vera endilega sammála Jóni blessuðum, heldur að hann kunni sér hóf í að hallmæla fólki og reyni að auka víðsýni sína — ekki síst á sjónræna sviðinu. Leikhús er ekki bara texti. En eins og nú varð að sjálfsögðu allt vitlaust í fyrra skiptið. Það var fyrir einu ári og þjóðleikhúsráð og undirritaður leyfðu sér að benda rit- stjórum Dagsljóss á að formi og framsetningu á leiklistarumfjöllun væri stórlega ábótavant. Hvernig er hægt að fjalla af viti um leiksýn- ingu í hraðskeytastíl á þrem til fjór- um mínútum? Og hvers eiga leikhús og áhorfendur að gjalda; að öll leik- listarumfjöllun sjónvarpsins skuli takmarkast við umræddan dægur- málaþátt og þá í tengslum við um- fjöllun umrædds gagnrýnanda. Hér áður voru þó væntanlegar leiksýn- ingar kynntar áhorfendum í frétta- tímum — enda taldar til menningar- viðburða flestar hveijar. Við í leik- húsunum teljum svo enn vera. Hins vegar heyrir það til algerra undan- tekninga að fjallað sé um leiklist á einhvern hátt utan umrædds þáttar. Athugasemdir undirritaðs og þjóðleikhúsráðs urðu til þess að Jón lagði undirritaðan og allflest það sem Þjóðleikhúsinu viðkom í einelti næstu mánuði á eftir. Ef frá er tal- inn fyrsti þáttur eftir aðfinnslur, þar sem menn að sjálfsögðu vönduðu sig sem aldrei fyrr og fóru fögrum orðum um viðkomandi sýningu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.