Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson við setningu fyrstu prestastefnu sinnar Ekki unað við skil- mála um kosningar Morgunblaðið/Golli PRESTAR og djáknar ganga skrýddir til guðsþjónustu áður en prestastefna var sett í gær. „PRESTAR hafa einir embættis- manna búið við að vera kosnir og nú þegar þeir eni komnir undir fimm ára ráðningartíma þá verð- ur vart við það unað að þeir þurfi enn að sæta þeim skilmálum að eiga embætti sitt undir kosning- um,“ sagði biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, meðal ann- ars í ræðu sinni við setningu prestastefnu í gær, þeirri fyrstu sem hann stýrir. Sagði hann lögin sem gilt hefðu hvorki tryggja hagsmuni safnaða né prestastétt- arinnar. I viðtali við Morgunblaðið sagði biskup sóknamefndir og presta á öndverðum meiði um aðferð við val á sóknarprestum en sú niður- staða sem fram kæmi í drögum að starfsreglum, sem teknar verða til umræðu á prestastefnu í dag, væri málamiðlun þar sem leitast væri við að sætta andstæð sjónarmið. Hann kvaðst kalla eft- ir yfirvegaðri umræðu um málið og leiti lausnar sem gæti bæði hagsmuna sókna að fá góðan prest og prestastéttarinnar sem vildi taka tillit til reynslu og menntunar. Yfirskrift prestastefnu að þessu sinni er: Kristnitaka, fögn- um og gleðjumst yfir sköpun Guðs og sagði biskup rétt að doka við og íhuga hvert það erindi væri sem kirkjan væri send með ís- lenskri þjóð. Síðar í ræðunni sagði biskup: „Við þurfum nýtt vamarbandalag í veröldinni, ekki eins og þau fyrri: vesturs gegn austri, norðurs gegn suðri, við þurfum að byggja upp varnar- bandalag framtíðar, lífinu og jörðinni og ungviðinu til vamar. Þjóðkirkjan á að taka undir með öllu góðviljuðu fólki í viðleitni þess að suðla að réttlæti og friði í samskiptum manna og þjóða og lotningu fyrir lífinu á jörð.“ Sagði biskup okkur ekki aðeins þurfa pólitískar aðgerðir, hreinsistöðv- ar og mengunarvamir og alþjóða- samninga heldur líka messur þar sem fólk kæmi saman. Þá gat hann um yfirlýsingu sem Lútherska heimssambandið hefur nýlega samþykkt um sameigin- lega réttlætingu af trú og sagði að íslenska Þjóðkirkjan væri meðal þeirra kirkna sem hefði goldið jáyrði 'sitt við því að þetta mikilvæga skref yrði stigið í átt til aukins skilnings milli róm- versk- kaþólskrar og evangelisk- lútherskrar kirkju. Aldamótin verði trúarhátíð Biskup sagði aldamótin um- fram allt eiga að verða trúarhátíð og vitnisburður um Krist og kvaðst vilja sjá kór 2000 barna af öllu landinu syngja á Þingvöllum á kristnitökuhátíð árið 2000. „En líka að þjóðin syngi öll, taki öll undir í söng, syngjandi kirkja, syngjandi þjóð fagni þar sem kristnitöku verður minnst. Til þess að svo megi verða þurfum við að æfa okkur, vera dugleg að syngja, rifja upp sálma og söngva sem hrífa og næra trú og til- beiðslu. Fáum skólana í lið með sóknarkirkjunum að kenna að syngja sálrna," sagði biskup. Einnig hvatti hann presta, kennara, uppalendur og fjölmiðla og aðra til að taka höndum saman um að kenna og minna á bænina. „Að hver fjölskylda, sérhvert bam, læri að biðja. Endurvekjum borðbænina á heimilum okkar, bænarorð og þakkargjörðar sem áminning þess að við erum þiggj- endur, að við njótum góðs af önn og erfiði annars fólks, og gjöfum skaparans." I ræðu sinni vék biskup að mál- efni kristniboðs og hjálparstarfs sem hann sagði vera boðun fagn- aðarerindisins í verki. Sagði hann eitt mikilvægasta verkefnið sem blasti við Þjóðkirkjunni um þess- ar mundir vera aukna líknarþjón- ustu safnaðanna. Einnig sagði hann hjálparstarf og kristniboð þurfa að komast á dagskrá í hverri sókn. Undir lok ræðunnar sagði bisk- up: „Þjóðkirlgan er elsta stofnun þessa lands. I þúsund ár hefur ekki fallið niður sunnudagur hér á landi, þar sem kirkjan hefur ekki sfanað fólki til helgrar iðk; unar um heilagt orð og borð. I þúsund ár, kynslóð eftir kynslóð, allt fram á síðast liðinn sunnudag. Hringinn í kringum landið, til illstu dala og á ystu nesjum. Eng- in stofnun getur sýnt fram á ann- að eins samhengi í þjóðarsögunni. Þjóðkirkjan er stærsta annrækt- arsamfélag landsins og hefur víð- ari snertiflöt við heimili og stofn- anir samfélagsins en nokkur stofnun.“ Framkvæmdastjóri Rfkisspítala um samninga við hjúkrunarfræðinga Stöndum ekki ein und- ir auknum kostnaði FULLTRÚAR Sjúkrahúss Reykja- víkur og Ríkisspitala eru að velta fyrir sér ýmsum möguleikum til að ná samningum við hjúkrunarfræð- inga og hafa samráð um hugmyndir í þeim efnum. Yfirstjórn Ríldsspít- ala gerði hjúkrunarfræðingum, sem þar hafa sagt upp, tilboð fyrir all- nokkru um breytingar á vinnutíma og ýmsa hagræðingu sem hjúkrun- arfræðingum finnst ekki nóg. Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Ríkis- spítala, segir menn velta málinu fyr- ir sér frá ýmsum hliðum en segir spítalana standa illa og lítið svigrúm hafa. Hann segir að útreikningar og vangaveltur til lausnar verði að vera í samráði við nefnd ráðuneytis- stjóra, sem skipuð var til að kanna leiðir, því Ríldsspítalar geti ekki staðið einir undir auknum kostnaði vegna nýrra samninga. Til verði að koma einhver ádráttur frá yfirvöld- um um frekara fjárframlag. Bæði hann og Vigdís Magnúsdóttir, for- stjóri Ríkisspítalanna, létu í ljós von um að takast mætti að ná saman áð- ur en til uppsagnanna kemur. Sólveig Sverrisdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á Landspítala og tals- maður þeirra sem þar hafa sagt upp, tjáði Morgunblaðinu í gær að engar viðræður hefðu farið fram síðan í byrjun síðustu viku. Ljóst væri að þeim þætti tilboð sem stjómendur Ríkisspítala hefðu sett fram til að koma hreyfíngu á málin of lágt. Segir hún grunnkaups- hækkun nauðsynlega og þvf þurfi meiri fjármuni í heilbrigðiskerfið. Oðruvísi leysist málið ekki. Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir boltann nú hjá heilbrigðisyfirvöld- um. Eftir dóm Félagsdóms um að niðurstaða úrskurðamefndar vegna samnings við Félag íslenskra nátt- úrufræðinga skuli standa sé annað- hvort að halda áfram viðræðum þar sem frá var horfið í úrskurðamefnd eða að fara hugsanlega með málið til aðlögunamefndar á ný verði aðil- ar sammála um það. Segir hún fé- lagið fúst til viðræðna um að ljúka samningum hafi talsmenn heilbrigð- isyfirvalda eitthvað nýtt fram að færa. Réttarstaða hjúkrunar- fræðinga könnuð Einn talsmanna hjúkrunarfræð- inga sem sagt hafa upp, Herdís Herbertsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir stjómendur spítalans ekld hafa gert hjúkrunarfræðingum til- boð um hugsanleg störf vegna neyð- arviðbragða ef til uppsagna kemur. Segir hún hjúkmnarfræðinga vera að kanna réttarstöðu sína, þ.e. hvaða skyldum þeim beri að gegna sé lýst yfir neyðarástandi og þeir kallaðir til vinnu, enda starfi hjúkr- unarfræðingar eftir læknalögum. Sé málið nú til athugunar hjá land- lækni. Þurfi að kanna stöðu og skyldur þeirra sem hætt hafa störf- um og hvaða greiðslur og trygging- ar komi til verði einhverjir úr þeim hópi fengnir til starfa í neyðará- standi. Einnig sé beðið skilgrein- ingar landlæknis á neyðarástandi. „Það verður eiginlega enginn hjúkrunarfræðingur til að taka á móti á slysadeild og ef alvarlegt slys verður þarf að kalla þá inn vant fólk til að bjarga lífi og þá verðum við að hafa eitthvað í hönd- unum um hvernig á að greiða fyrir það,“ sagði Herdís. Herdís sagði verið að undirbúa tilflutning starfsfólks og sjúklinga þannig að deildir verði færðar sam- an til að nýtast betur. Þannig sé hugmyndin að sameina þrjár hand- lækningadeildir í eina. Það sé hins vegar lítið um að aðrar stéttir geti gengið inn í störf hjúkmnarfræð- inga, helst geti sjúkraliðar komið meira að umönnun og læknar tekið einhver verkefni þeirra á sig. Hún segir þetta aðeins mögulegt í ein- hverjum mæli á almennum deildum en pgerlegt t.d. á slysadeild, skurð- stofu og gjörgæslu þar sem störfin séu sérhæfð. „Þetta lítur illa út og hér verða mjög fáir hjúkrunarfræðingar eftir í starfi og vandséð hvemig hægt verður að reka stofnunina. Það verður ekki gert nema fá inn hjúkr- unarfræðingana af þessum sér- hæfðu deildum sem munu hætta störfum," sagði Herdís. Þegar er farið að draga úr aðgerðum og sagði Herdís alla sjúklinga senda heim sem mögulegt væri. BESTA BÓKIN um getnað, i meðgöngu og fæðingu • Áreiðanleg, nútfmaleg og auðskilin bók um fæðingu bams og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og bams. • Ljósmyndir, telknlngar, ómsjérmyndir og linurit — samtals yflr 500 lítmyndir. • 350 bls. I stóru broti. FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Færeyskir bátar til Grænlands ÞRÍR 13 tonna plastbátar komu til Vestmannaeyja siðdegis á mánudag eftir rúmlega 47 tíma siglingu frá Færeyjum. Bátarnir eru á leið til Grænlands þar sem nýir eigendur bíða þeirra en bátarnir voru smíð- aðir hjá AWi Boats í Rúnavík í Færeyjum. Að sögn Baldvins Harð- arsonar, eins skipveija, hefur ferð- in gengið mjög vel fram til þessa og hafa bátarnir reynst prýðilega. „Við fengum leiðinda sjógang á sunnudag og töluverðan hliðarvind en bátamir stóðu sig vel. Einhver óhreinindi komust reyndar í olíu á einum bátnum en það hefur verið lagfært." Alls hafa 15 slíkir bátar verið seldir til Grænlands en flestir fara þeir á lúðulínu en einnig era fáeinir notaðir við smáhvalaveiðar, að sögn Baldvins. Jafnhliða ferðinni eru bátarnir Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BÁTARNIR reyndust vel á leið til landsins, að sögn Baldvins Harðarsonar. sýndir í þeim 14 höfnum sem eru á leið þeirra til áfangastaðar og gera menn sér vonir um góðar móttökur. í morgun héldu bátarnir áleiðis til Qaqortoq en þar búast félagamir reyndar við að ís geti hatnlað sigl- ingu. Ganghraði bátanna er um 8 milur fullhlaðnir olíu og er ráðgert að koma á áfangastað, Uperaavik, sem er á 72. breiddargráðu, í kring- um 10 júlí. Sjö eru í áhöfn og bættist einn við á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.