Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 37 MINNINGAR SIGRIÐUR JONA ALBERTSDÓTTIR + Sigríður Jóna Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1973. Hún lést í Reykja- vík 9. júní siðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. Takk fyrir allar góðu stundirnar á Kvarna- borg og aðrar samveru- stundir. Eg sakna þín, elsku Sigga Lóa, góða ferð til himnaríkis. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náóarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Árni Björn Björnsson. í dag vil ég kveðja Siggu Lóu og þakka henni fyrir allar samveru- stundimar síðustu 5 ár. Ég bið góð- an guð að taka á móti henni og gefa henni frið og segja henni að litla dóttir hennar er í góðum höndum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ég sendi öllum sem eiga um sárt að bindá samúðarkveðjur. Hvíl í fríði. Árnina G. Sumarliðadóttir og fjölskylda. Eftir að ég frétti að þú vaerir farin hef ég fundið hjá mér sterka löngun til þess að minnast þín með nokkrum orðum. Það er ekki nema tæpt ár síðan ég kynntist þér og þá varstu ófrísk að litlu stúlkunni þinni; nýflutt í sama stigagang og ég. I marga mánuði hittumst við nánast á hverjum degi í eldhúsinu mínu, drukkum kafíl og spjölluðum. Það var mjög auðvelt að kynnast þér, þú varst opin, orðheppin og hafðir þann frábæra eiginleika að geta sagt frá svo skemmtilega og spennandi að oft fannst mér eins og ég hefði verið þar með þér. Þú hafðir mjög skemmtilegan húmor og það var ósjaldan sem ég sat með þér skelli- hlæjandi. Já, hérna í eldhúsinu deildum við bæði sorg okkar og gleði en þessara stunda mun ég ætíð minnast. Eftir að þú fluttir héldum við sambandi en ekki eins mikið og áður, það hafði myndast gjá á milli okkar. Nýlega heimsótti ég þig og þá átt- um við saman gott spjall en það var því miður í síðasta skipti sem ég sá þig. Sigga mín, lífíð lék ekki alltaf við þig, það er mín trú að guð gefi okkur öllum mismunandi hlutverk og þótt þitt hafi ekki verið auðvelt hér á jörð þá hefur kannski beðið þín eitthvað auðveldara annars staðar. Ég vona í hjarta mínu að þú sért búin að finna frið og ró, sért sátt á þeim stað sem þú ert núna því ef svo er get ég verið sátt líka. Elsku Sigga mín, hér kveð ég þig í síðasta skipti og mun ætíð minnast þín. Elsku Daníel Freyr, Nína Dögg og allir aðstandendur sem eiga um sárt að binda, bið ég góðan guð að vernda og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona Ásta Sóley. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig, Sigga Lóa, svo ótal margt sem við átt- um saman sem enginn annar nokkurntíma skildi. Sagt er að þeir sem guðimir elska deyi ungir, ég vona að það sé satt og þú sért komin á betri stað þar sem þú getur fundið þér sálarró, því það tókst þér ekki í lifanda lífi. Fáar manneskjur hafa verið aðnjótandi jafn lítillar lukku í lífinu og þú, elsku Sigga, í hvert skipti sem þú virtist vera að koma undir þig fótunumn virtist eitthvað sópa þeim undan þér, stundum fannst mér eins og örlögin hefðu spunnið þér grimman vef sem þú gast aldrei losnað úr. Þú varst skemmtilegasta mann- eskja sem ég hef kynnst, gáfuð, hlý, fyndin og gast tekið þátt í umræðum um alla heima og geima án nokkura takmarkana. Þær voru ófáar kvöld- stundirnar sem við eyddum saman með rólega tónlist og kertaljós að tala um heima og geima, þeirra kvölda á ég alltaf eftir að minnnast sem einna mestu hamingjustunda í lífi mínu. Þó svo að leiðir okkar hafi skilið stuttu fyrir andlát þitt mun ég alltaf minnast þín sem konunnar minnar, elsku Sigga. Þegar þú varst sofandi gat ég setið tímunum saman og horft á þig því fyrir mér varst þú fallegasta kona sem ég hef augum litið. Ég vildi að við hefðum getað látið meira af draumunum okkar rætast, af þeim áttum við nóg, okkur dreymdi um fjölskyldu, hús með garði, ferðalög, ást og eilífa ham- ingju. Þú komst til mfn í draumi nóttina sem þú lést, þú lást á blómabeði og varst svo friðsæl, friðsælli en ég hef nokkumtíma séð þig. Þú glóðir af hamingju og þeirri ró sem þú hefur alltaf sóst eftir en ekki fengið, augu þín voru lokuð en þú varst brosandi og ég held ég hafi ekki áttað mig á því að þú varst sofandi, ég tók blíðlega um höfuð þér, hvíslaði í eyra þér að allt væri í lagi og ég vonaði að þú fyndir frið í lífínu og ég sagði þér að ég elskaði þig. Ég áttaði mig ekki á þessum draumi fyrr en mér var til- kynnt að þú værir látin, þrátt fyrir að það hafi verið hræðilegt áfall að fá þessar fréttir hugga ég mig við það að sennilegast sértu nú loksins búin að finna frið í hjarta þínu og vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna. Mestu gleðistund lífs míns átti ég með þér en þar stendur uppúr þegar dóttir okkar Nína Dögg fæddist, ég grét af gleði þegar hún kom í heim- inn og við umvöfðum litlu telpuna okkar ást og umhyggju. Þó þú sért nú farin frá okkur reyni ég að hugga mig við það að ég á alltaf hluta af þér í henni. Ég skal segja henni frá öllu því góða sem í þér bjó, Sigga Lóa, og vona að hún hafi fengið eitthvað af því í vöggugjöf. Alltaf þegar hún tek- ur framförum, fær nýja tönn eða segir fyrsta orðið vona ég að þú fylgist með okkur, getir brosað og glaðst með okkur að ofan. Ég á þér ótal margt að þakka, Sigga Lóa, þú hjálpaðir mér að verða sá maður sem ég er í dag, þú studdir mig þegar ég ákvað að hætta í skóla og hefja minn eigin rekstur, þá varst þú sú eina sem trúðir á mig og ég man þessa óbilandi trú sem þú hafðir á mér, fyrir það fæ ég þér aldrei full- þakkað. Ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast öllu því góða sem í þér bjó og ég þakka þér fyrir dóttur okkar, Sigga Lóa, líf mitt er svo sann- arlega ríkara eftir að ég kynntist þér. Ég sakna kossanna, daganna okkar sem bðu ahtof fljótt. Ég sakna blíðuhótanna, sem svo oft vöktu mig þreyttan. Ég sakna hitans, sem streymdi frá líkama þínum. Ég sakna matarinns, sem þú eldaður mér af ást og natni. Ég sakna stúlkunnar minnar, með bbða brosið og hlæjandi augun. Ég sakna hlátursins sem gladdi mig, þegar myrkrið yftrtók bf mitt. Ég sakna fingranna, sem svo oft héldu í hönd mér, en mest af öbu sakna ég þín og elska, Sigga Lóa. Það mun alltaf vera staður í huga mér og hjarta tileinkaður þér, Sigga Lóa. Þinn Salvar (Salli). Það var hinn 25. janúar 1973 að leiðir okkar Siggu lágu fyrst saman. Þá litum við báðar heiminn augum á Landspítalanum, hvítvoðungar sem voru svo lánsamir að fá að heita sömu fornöfnum, þ.e. Sigríður. Síðar meir er við hittumst í Skógaskóla, fyrir tíu árum, komumst við að því að við áttum mun meira sameigin- legt en bara það. Tókst með okkur mikil og innileg vinátta, og þótt hálft landið skildi að þá missti ég aldrei sjónar á henni Siggu. Síðan, mér og henni til mikillar undrunar og gleði, lágu leiðir okkar saman í desember en þá keypti Sigga sér litla stúdíóí- búð í blokkinni þar sem ég bjó. Varð ég síðan eins og heimalningur á heimili hennar. Báðar vorum við ókrýndir íslandsmeistarar í kaffi- drykkju og höfðum gaman af lífinu og tilverunni, gerðum grín að öllu og þó sérstaklega að okkur sjálfum. Höfðum við það fyrir vana að hittast yfir kaffi og sígó seinnipart dags, er ég kom heim úr vinnunni og Sigga var búin með hin svokölluðu „hús- verk“. Héldum við síðan saman upp á afmælið okkar, samanlagt 50 ár, í janúar. Rosalega var gaman hjá okk- ur þá. Minningarnar lifa og ég get ekki annað en brosað út í annað er ég hugsa út í allt er við höfum brall- að saman. Tilhugsunin um samveru- stundirnar sem við áttum saman ylja okkur öllum um hjartarætur er vor- um svo lánsöm að kynnast Siggu Lóu. Kæru ættingjar og vinir, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Fallin er frá fogur sál sem skilur eftir sig fagrar minningar í hugum okkar. Sigríður Hafdi's. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓNS FINNBOGASONAR, og systur okkar, móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU JÓNSDÓTTUR. Aðstandendur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR frá Rjóðri, Djúpavogi, lést á Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði þriðju- daginn 16. júní. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugar- daginn 27. júní. Halldóra Jónsdóttir, Ásgeir Hjálmarsson, Helgi Þór Jónsson, Elsa Skúladóttir, Sigurrós Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, JÓRUNN S. GRÖNDAL, síðast til heimilis að Hæðargarði 35, lést í Landakotsspítala þriðjudaginn 23. júní. Sigurlaug Gröndal, Steingrímur Þ. Gröndal, Benedikt Þ. Gröndal, Ólafur Þ. Gröndal og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, ÞORVALDÍNA GUNNARSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði mánudag- inn 22. júní. Ragna Gunnur Þórsdóttir, Skúli Þórsson, Guðrún B. Þórsdóttir. t Systir mín, ANNA Þ.E. GUÐMUNDSDÓTTIR BARNETT, andaðist í Los Angeles aðfaranótt 9. júní sl. Útförin hefur farið fram. Jens A. Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför VALTÝS GUÐJÓNSSONAR, Suðurgötu 12, áður Suðurgötu 46, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir einstaklega góða umönnun. Einnig sendum við bæjarstjórn Reykjanesbæjar okkar bestu þakkir. Emil Valtýsson, Guðrún Valtýsdóttir, Gylfi Valtýsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓHANNS Þ. EIRfKSSONAR frá Raufarhöfn. Systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.