Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 139. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín Rússlandsforseti krefst róttækra efnahagsaðgerða í landinu Varar við hættu á félagslegri ólgu Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, varaði við því í gær að fjár- málakreppan í landinu væri komin á mjög hættulegt stig og krafðist þess að gripið yrði til róttækra aðgerða sem allra fyrst til að koma í veg fyr- ir pólitíska og félagslega ólgu í land- inu. Sergej Kírijenko forsætisráð- herra svaraði með því að kynna nýja efnahagsáætlun stjómarinnar, boðaði m.a. uppstokkun á skattkerf- inu, sparnaðaraðgerðir til að minnka fjárlagahallann, auk ráð- stafana til að styrkja rúbluna og lækka vexti um rúman helming. „Efnahagskreppan er orðin svo alvarleg að félagslegar og pólitískar hættur hafa skapast," sagði Jeltsín á sameiginlegum fundi þingsins og ríkisstjórnarinnar. „Eg hneigist ekki til að gera mikið úr ástandinu en gífurleg spenna er orðin að veru- leika í þjóðfélaginu.“ Dulin hótun um þingrof Forsetinn réð andstæðingum sín- um í Dúmunni, neðri deild þingsins, frá því að reyna að hindra efnahags- aðgerðir stjórnarinnar og krafðist þess að þær yrðu samþykktar áður en sumarhlé Dúmunnar hefst 16. júlí. „Ef þið samþykkið ekki frum- vörpin, sem gert er ráð fyrir í þess- ari áætlun, mun ég grípa til annarra aðgerða," bætti forsetinn við og orð hans voru túlkuð sem dulin hótun um að leysa þingið upp og boða til kosninga. Helstu andstæðingar Jeltsíns á þinginu sögðust styðja ýmsa þætti efnahagsáætlunarinnar en bættu við að mjög erfitt yrði að koma henni í framkvæmd. Forseti Dúmunnar, kommúnistinn Anatolí Lúkjanov, sagði að í áætlun- inni væri tekið á ýmsum vandamál- um, sem brýnt væri að leysa. „Marg- ar lausnanna eru þó óviðunandi fyrir þingið,“ bætti hann við og hafði mestar áhyggjur af áformum stjóm- arinnar um að minnka ríkisútgjöldin. Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, fagnaði áformum stjómar- innar um að lækka skatta og tolla en kvaðst ekld geta sætt sig við hótun Jeltsíns um þingrof. „Jeltsín hélt sig við gömlu efnisskrána. Hann setti fundinn, tók að hóta Dúmunni, var dónalegur, móðgaði okkur og fór síð- an út.“ ■ Boðar uppstokkun/20 Reuters BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gerir hlé á máli sínu og fær sér tesopa á fundi ríkisstjórnarinn- ar og þingsins í gær. Norðmenn sigruðu Brasilíu KJETIL Rekdal (3. frá hægri) og félagar í norska landsliðinu fögnuðu innilega í gærkvöldi er þeir höfðu lagt Brasilíu að velli á HM, 2-1. Þar með komust Norðmenn áfram í 16 liða úrslit og spila þá við Itali. ■ Norðmenn/Bl ■ Fagnað í Heiðmörk/56 Kínaför Clintons Utvarpsmenn fá ekki áritun Washington. Reuters. KÍNVERSK stjórnvöld hafa aftur- kallað vegabréfsáritun til þriggja útvarpsmanna er hugðust fylgja Bill Clinton Bandaríkjaforseta eftir í Kínaför hans, en hún hefst á morgun, flmmtudag. Lýsti Clinton því yfír í gær að ákvörðun Kínverja væri „gagnrýniverð“ og sagði stjórn sína myndu mótmæla henni. Æ meiri spenna hefur einkennt undirbúning Kínaheimsóknar Clintons og er neitun Kínverja nýjasta dæmið um hana. Utvarps- mennirnir þrír sem fá ekki að fylgja forsetanum starfa fyrir Ríídio Free Asia, útvarpsstöð sem stofnuð var að frumkvæði banda- ríska þingsins fyrir tveimur árum. Utvarpar hún fréttum og efni um asísk málefni, óháð stjórnvöldum ríkjanna. Þremenningarnir fengu vega- bréfsáritun sl. föstudag en hún var síðan afturkölluð. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið mótmælti, en tveir útvarpsmannanna eru bandarískir ríkisborgarar og einn indverskur. ■ Þrýstingur eykst/21 Reuters Þingkosningar á N-Irlandi á morgun vekja minni áhuga en Tvísýnt um niðurstöðuna Belfast. Morgunblaðið. DAVID Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), varaði í gær við því að sundrung innan raða sambandssinna á N-Irlandi gæti valdið því að hófsamir kaþólikkar (SDLP) ynnu stærstan sigur í þingkosningunum á morgun. Hvatti Trimble kjósendur til að greiða UUP atkvæði, ef þeir vildu að sambandssinnar hefðu áhrif og völd í væntanlegri ríkisstjórn, en ekki þeim flokkum sambandssinna sem andstæðir voru páskasam- komulaginu svokallaða og beittu sér gegn samþykkt þess í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í síðasta mánuði. Kosningabaráttan á N-írlandi hefur fallið í skugga heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu og ljóst er að áhugi almennings er ekki jafnmikill nú og fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í maí. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa því reynt að sannfæra fólk um mikilvægi kosninganna og Trimble, ásamt öðrum þeim sem hlynntir voru páskasamkomulaginu, hefur hvatt fólk til að „ljúka verkinu“ sem hófst með samþykkt samkomulags- ins í þjóðaratkvæðagreiðslunni og tryggja N-írlandi bjartari framtíð. Ljóst er að flokkar sem hlynntir voru samningnum koma til með að vinna flest sætanna hundrað og átta á hinu nýja þingi sem N-ír- land mun senn eignast. Hitt er óljóst hvort andstæðingum samn- ingsins, með klerkinn Ian Paisley og sambandsflokk hans (DUP) í broddi fylkingar, tekst að fá nægi- lega marga fulltrúa kjörna á þingið til að þeim takist að hefta störf þingsins og gera mönnum ómögu- legt að hrinda ákvæðum samnings- ins í framkvæmd. Er talið að þeir þurfi um og yfir 30 sæti til að ná því marki sínu, en skoðanakannanir á fylgi flokkanna A Italska þingið NATO- stækkun sam- þykkt Róm. Reuters. NEÐRI deild ítalska þingsins samþykkti í gær stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) en hefði þingið hafnað henni hefði það getað orðið stjóm Romanos Prodis að falli. Marxistar, sem styðja stjórn hans, eru andvígir stækkun- inni en þar sem 195 þingmenn stjómarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna var hún samþykkt. Mafíuforingjar sluppu Þingheimur sætti harðri gagnrýni í gær vegna þess að tveimur mafíuforingjum tókst að flýja úr réttarsal, fullum af fólki, í Salemo. Foringjarnir, Ferdinando Cesarano og Giuseppe Autorini, vom höf- uðpaurar Camorra-mafíunnar í Napólí. I síðasta mánuði sluppu tveir glæpaforingjar úr klóm laganna, sem varð til þess að Giovanni Maria Flick, dómsmálaráðherra, sagði af sér. Hann dró afsögnina síðan til baka. Að sögn lögreglu í Salemo tókst mafíumönnunum að sleppa úr stúku sakborninga í gegnum göng sem grafin höfðu verið í gegnum gólfið, að því er virðist af utanaðkom- andi aðstoðarmönnum. Aðrir sakborningar í stúkunni skyggðu á mennina tvo, sem komust á brott án þess að eftir væri tekið. Þegar verðir átt- uðu sig á hvað gerst hafði vom flóttamennirnir á bak og burt. Ottavino Del Turco, formað- ur þingnefndar gegn starf- semi mafíunnar, sagði flóttann í gær „mjög alvarlegt mál“, sem sýndi rétt eina ferðina fram á hversu ónýt ítölsk fangelsi væm. kosningarnar í maí gefa ekki fullkomlega upp hvernig þessari baráttu lyktar því að kosið er eftir afai- flóknu hlutfallskosn- ingakerfi þar sem kjósandinn verð- ur að raða flokkum í forgangsröð og gæti á endanum ráðið úrslitum hvem kjósandi setur sem fjórða eða fimmta valkost. Það sem einna helst hefur lífgað upp á annars daufa kosningabar- áttu er deilan um Drumcree-göngu Oraníureglunnar 5. júlí næstkom- andi, en með henni nær „göngutíð" sambandssinna árlegu hámarki. Þessi deila er til vitnis um að þótt Sinn Féin, stjórnmálaarmur IRA, sé nú um stundir eins konar „bandamaður" Trimbles, þar sem bæði Sinn Féin og UUP studdu samkomulagið, er enn gmnnt á því góða milli UUP-flokksins og her- skárra þjóðernissinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.