Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason SKÓLAMEISTARAR á íslandi og aðstoðarmenn þeirra hittust í skóla- lok í Stykkishólmi og báru saman bækur sínar. Skólameistarar þinga í Stykkishólmi Stykkishólmi - Aðalfundur Skóla- meistarafélags Islands var haldinn í Stykkishólmi 9. og 10. júní sl. Þar mættu skólameistarar flestra framhaldsskóla á landinu ásamt áfangastjórum og fleiri starfs- mönnum frá hverjum skóla. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var aðalþema fundarins „Enn betri skóli - þeirra réttur - okkar skylda“. Framsöguerindi fluttu Páll Skúlason rektor Háskóla ís- lands og Eiríkur Guðmundsson skólameistari Menntaskólans við Sund. Stykkishólmsbær bauð fund- armönnum í siglingu með Eyjaferð- um um Breiðafjarðareyjar og þar fengu þeir að kynnast náttúrulífi Breiðafjarðar. Margrét Friðriks- dóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi var kosin formaður Skólameistarafélags íslands. Ferðast á tveim- ur j afnflj ótum Egilsstöðum - Erik Reutersward er Svíi sem staddur er á Islandi með það eitt að markmiði að ferðast hringinn í kringum land- ið, fótgangandi. Þetta er ekki stærsta verkefni sem Erik ræðst í fótgangandi því hann hefur á árunum 1991-1997 gengið með strandlengju Evrópu, frá Barentshafi að Svartahafí, auk Stóra-Bretlands en samtals eru þetta um 32.000 km. Erik ætlar að ganga sumar- fríshring hins venjulega íslend- ings og fer í fylgd með sólinni. Hann tekur líka Reykjanesið, Snæfellsnesið og Vestfirðina. Samtals gera þetta um 3.000 km og ætlar Erik að ljúka þessari ferð á tíu vikum. Hann stefnir að því að ganga 40-50 km á dag og fara eftir þjóðvegi og stígum. Félagar Norræna félagsins aðstoða Erik er hingað kominn í sam- starfi við Norræna félagið en fé- lagsmenn munu hýsa hann og aðstoða á ferð hans um landið, ef þeir eru til staðar þar sem hann áir. Erik fótbrotnaði í fyrra á ferð sinni um Bretland en lætur það ekki aftra sér frá því að ganga um þjóðvegi Is- lands nú. Hans er minnst i Heimsmetabók Guinness sem „kustvandreren" eða strand- göngugarpsins. Hann hefur enga styrktaraðila á bak við sig heldur fjármagnar ferðir sínar sjálfur en þiggur gist ingu og að- stoð þeirra sem verða á vegi hans. Þjóðhetja í Noregi Það er mikill hugur í Erik og aðspurður hvað hafi rekið hann í svo langa göngutúra segir hann upphafið hafa verið í Svíþjóð og þá hafí hann valið litlar eyjar til að byija með. Síðan hafi hann gengið um Svíþjóð og þetta svo hlaðið utan á sig. Þegar hann ferðaðist um Noreg var hann var gerður að þjóðhetju en þar var fylgst með honum frá upp- hafi ferðar og til enda og hvar sem hann kom heilsaði fólk og talaði við hann. Allir þekktu hann. Erik segir til vera geggjað Morgunblaðið/Anna Ingólfs ERIK Reuterswárd, sænskur göngugarpur, ferðast nú fót- gangandi um Island. fólk í heiminum og hann verði sjálfsagt flokkaður með því. Hann hefur m.a. sagt sænska kónginum frá ferðum sínum og segir „allt það land sem ég geng um mun tilheyra sænska kóngin- um. Kónginum skal og tilkynna það sem gerist innan hans kon- ungdæmis". Sænski kóngurinn fær að fylgjast með og vonandi munum við Islendingar líka fá að fylgjast með Erik á göngu sinni um ísland. Morgunblaðið/Sig. Fannar. RADÍUSBRÆÐUR skemmtu gestum. Sumar á Selfossi Selfossi - Það var mikið um dýrð- ir síðastliðinn laugardag þegar „Sumar á Selfossi“-hátíðin fór fram. Fjöldi ferðamanna og heimamenn sótti ýmsar uppá- komur sem haldnar voru í tilefni dagsins. Talið er að 2.000 gestir hafi verið á hátíðarsvæðinu þeg- ar best lét. Veðurguðirnir voru í ágætu skapi þennan dag og voru aðstandendur hátiðarinnar ánægðir með daginn. Nýr sveitarstjóri í Snæfellsbæ Hellissandi - Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Kristinn Jónasson, fjármála- stjóri Hraðfrystihúss Hellissands, verið ráð- inn bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ. Kristinn er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð árið 1965 og með yngstu mönnum í slíku trúnaðarstarfi. Hann er sonur hjón- anna Nönnu Magnús- dóttur og Jónasar Ólafssonar sveitar- stjóra. Þótt Kristinn hafi ekki tekið að sér fyrr svo mikilvægt verkefni fyrir byggðarlag, enda ung- ur að árum, má með sanni segja að hann hafi alist upp með sveitar- stjórnarmálum, því móðurafi hans, Magnús Amlin, rak Sparisjóð Þing- eyrarhrepps af miklum skörungs- skap áratugum saman og var mikill frammámaður í málefnum Þingeyr- inga. Angantýr bróðir hans er þar sparisjóðsstjóri í dag. Jónas Ólafsson faðir hans, sem er af Skarðsverjum kominn, hefur hins vegar staðið í sveitarstjórnarmálum fyrir Vestfirðinga leng- ur en nokkur annar maður. Þegar sveitarfé- lög voru sameinuð á Vestfjörðum hafði Jónas verið sveitar- stjóri Þingeyrarhrepps í 25 ár og lauk sínum ferli að þeim málum með því að sitja í bæjar- stjórn ísafjarðarbæjar. Hefur líklega enginn verið lengur í forystu fyrir sveitarfélagi nema Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi. Kristinn Jónasson stundaði nám á Núpi og við Menntaskólann á Isafirði en varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Árið 1992 lauk hann námi í rekstraríræðum frá Sam- vinnuháskólanum í Bifröst. Næstu tvö árin starfaði hann fyrir Kaupfélag Dýrfirðinga og Útgerðar- félagið Fáfni hf. á Þingeyri en tók þá við stöðu fjármálastjóra við Hrað- frystihús Hellissands. Kona Kristins er Helga Guðjóns- dóttir Stefánssonar kaupfélagsstjóra í Keflavík. Kristinn Jónasson Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Heimsókn frá Brúarásskóla Bakkafirði - Góð heimsókn barst til Bakkafjarðar nú á dögunum þegar 6-12 ára krakkar frá Brúarásskóla í Jökulsárhlið komu í skóla- ferðalag hingð. Kirkjan og bryggjulífið var skoðað, farið í íjöruferð og grillað. Það var ánægður hóp- ur sem hélt heimleiðis að lokn- um viðburðaríkum og ánægju- legum degi. Meirihluti myndaður í sveitarstjórn Norðurhéraðs Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ODDVITAR H-Iista og S-lista, Arnór Benedikts- son og Katrín Ásgeirsdóttir, handsala samstarfs- samning listanna eftir undirritunina. Vaðbrekka, Jökuldal - Meirihluti hefur verið myndaður í sveitarstjóm Norðurhéraðs. S-listi sam- einingar og samstöðu ásamt H-lista horft til nýrrar aldar hafa myndað meirihluta um stjórn Norðurhéraðs þetta kjörtímabil. F-listi framfara og einingar situr í minni- hluta með einn mann kjörinn í sjö manna sveitarstjórn Norðurhéraðs. Samkomulag er um odd- vitakjör út kjörtímabilið. Oddviti fyrsta árið verður af H-lista en hin þrjú af S-lista. Samkomulag er um að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra Jónas Þór Jó- hannsson um sveitarstjóra- stöðuna út þetta kjörtímabil. For- maður skólanefndar kemur úr röð- um H-lista. Formaður nefndar um byggingu og rekstur íþróttamann- virkja og annarra fasteigna hrepps- ins kemur úr röðum S lista. Aðrar nefndir, atvinnumálanefnd, byggingar og skipulags- nefnd, kjörnefnd, og fjall- skilanefndir sem eru tvær austan og norðan Jökulsár, kjósa sér formenn sjálfar. Unnið verður að því að fé- lagsmálanefnd verði sameig- inleg fyrir allt Hérað eins og bamaverndamefnd er nú skipuð. Unnið verður verður eftir markmiðum og stefnu- skrám S og H lista og sam- starfssamningi er listamir undirrituðu í átta liðum. Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitastjómar var núverandi oddviti Amór Benediktsson af H-lista kjörinn oddviti til eins árs og Katrín Ásgeirs- dóttir af S-lista varaoddviti. Kjöri í nefndir var frestað til næsta fundar er verður þrítugasta júní næstkomandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.