Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 19 ERLENT S-Kóreumenn fínna n-kór- eskan kafbát Seoul. Reuters. NORÐUR-kóreskur njósnakafbátur sökk í gær þegar suður-kóreskur dráttarbátur reyndi að draga hann í land eftir að kafbáturinn lenti í neti sjómanna innan landhelgi Suður- Kóreu. Kafbáturinn sökk vegna þess að dráttartaugin slitnaði og suður- kóreski sjóherinn hugðist toga hann upp til að ganga úr skugga um hvort einhverjir væru um borð í honum. „Við vitum ekki enn hvort ein- hverjir eru enn í kafbátnum eða hvort áhöfnin er á lífi,“ sagði tals- maður suður-kóreska herráðsins. Kafbáturinn er 25 m langur og var á 30 km dýpi um einum km frá flota- stöð í bænum Donghae í norðaustur- hluta Suður-Kóreu. Embættismaður í vamarmálaráðu- neytinu í Seoul sagði að hugsanlegt væri að áhöfnin hefði öll svipt sig lífi. Herskip leituðu þó á svæðinu til að ganga úr skugga um hvort einhver úr áhöfn kafbátsins hefði reynt að flýja. Kafbáturinn er af „Júgó-gerð“, sem getur borið sjö manna áhöfn. Norð- ur-Kóreumenn hafa aðallega notað slíka kafbáta til njósna. Sakaðir um „ögrun“ S-Kóreustjórn sakaði N-Kóreu- menn um „ögrun“ og brot á vopna- hléssamningnum. Sérfræðingur í málefnum N-Kóreu í Seoul sagði þó að málið myndi ekki hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna. „Þetta var ekki ögrun,“ sagði hann. Kafbáturinn fannst nálægt þeim stað þar sem stærri kafbátur frá Norður-Kóreu strandaði í septem- ber 1996. 24 úr 25 manna áhöfn kaf- bátsins fundust þá í viðamikilli leit suður-kóreska hersins, sem tók 53 daga. Flestir þeirra voru skotnir tU bana en hinir sviptu sig lífi til að komast hjá handtöku. Fjórtán vikur til kosninga í Þýzkalandi Enn sígur á ógæfuhliðina fyrir Kohl ÞEGAR fjórtán vikur eru til þing- kosninga í Þýzkalandi eiga Helmut Kohl og flokkur hans, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), enn á brattann að sækja í kosningabarátt- unni. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum fengi Jafnaðarmanna- flokkurinn, SPD, 42% atkvæða ef kosið yrði nú. SPD og Græningjar fengju samtals um 48%, sem myndi duga þeim til að ná hreinum meiri- hluta þingsæta. CDU og hinum bæverska systurflokki hans CSU myndu hins vegar ekki meira en 37% þýzkra kjósenda greiða at- kvæði sitt. I austurhluta landsins er fylgi CDU aðeins 28%. Agaleysi græningja stefnir möguleikum Schröders í hættu Deilur innan CDU um aðferðir í kosningabaráttunni og óheppilegt orðfæri hins nýja talsmanns stjórn- arinnar, Ottos Hausers, hafa styrkt stöðu Gerhards Schröders, kanzl- araefnis SPD. Mikill munur er á stöðunni í kosningabaráttunni nú og 1994, þegar CDU seig fram úr SPD í fylgiskönnunum þegar í maímán- uði. Þáverandi kanzlaraefni SPD, Rudolf Scharping, tapaði síðan í kosningunum um haustið með 5% mun (CDU fékk 41,4%, SPD 36,5%). Mesta hættan sem nú virðist í sjónmáli fyrir möguleika Schröders á að komast í kanzlarastólinn eru klaufalegar yfirlýsingar forystu- manna Græningja, sem gætu valdið því að þessi líklegasti samstarfs- flokkur SPD í ríkisstjórn næði ekki tilskildu 5% lágmarksfylgi til að hljóta þingsæti. Nýjasta dæmið um þetta eru um- mæli Jurgens Trittins, talsmanns flokksstjórnar græningja, um þýzka sambandsherinn Bundeswehr, sem hann lét falla á mótmælafundi í Berh'n 10. júní sl., þar sem opinberri eiðsvöm nýliða í hemum var mót- mælt. Lét Trittin svo um mælt að slíkt hefði ekki tíðkazt „nema í tíð hinnar fasísku alræðisstjómar". Tals- menn SPD, FDP og CDU/CSU for- dæmdu ummælin, og nokkrir fram- mámenn úr röðum græningja hörm- uðu þau. Heide Ruhle, framkvæmda- stjóri flokksins, sagði að takist flokks- systkinum hennar ekki að sýna meiri aga í opinberum yfirlýsingum hætti þau á að missa fylgið niður fyrir 5%. Reuters SUÐUR-kóreskur dráttarbátur dregur norður-kóreskan kafbát sem fannst innan landhelgi S-Kóreu. fUJABÖR 0« Ml: CUSTOZA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 1.190 mz -35% DÆMI: POLKA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 995 mz -40% DÆMI: MACRINO gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 1.332 m2 -35% ^RÝMUM VEGNA BREYTINGA 1.400 m1 AF GÓLF OG VEGGFUSUM - 40 UHR OPNUNARTÍMI: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga DÆMI: RUST gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 977 m2 -50% NÚB rmm DÆMI: JACKSON gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.771 mz -35% DÆMI: PALLARI gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.590 m1 -40% í fáa dag ^DÆMI: DESENZANO gólfflfsar 20x20 sm aðeins kr. 975 m2 -52% ^EMI: ALGA gólfflísar 10x20 sm aðeins kr. 1.171 m2 -40% >^ÆMI: TORBA gólfflísar 30x30 sm aðeins kr. 1.390 m1 -40% Takið málin með það flýtir afgreiðslu! tbp CW) immM V»y Cóð grciðslukjörl Raðgreiðslur tJl alft að Grensásvegi 18 s: 581 2444 Löggæslu- myndavélar í Ósló LÖGREGLAN í Ósló hyggst koma upp löggæslumyndavél- um í miðborg Oslóar, bæði til að letja fólk til glæpa og til að safna sönnunargögnum. Ingelin Killengren lögreglustjóri segir þó að myndavélarnar muni ekki koma í stað lögreglumanna sem verði áfram á götunum. Amir áfrýjar YIGAL Amir, morðingi Yitzhaks Rabins forsætisráð- herra Israels, bróðir hans Hagai og vinur þeirra Dror Ad- ani, hafa áfrýjað þeim dómi undirréttar að þeir hafi lagt á ráðin um að myrða Rabin. Ekki er ijóst hvenær mál þeirra verður tekið fyrir í hæstarétti. Hvílík sending! 988.000 kr. Framtíðarbíllinn Sirion Frumsýndur 25. - 28. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.