Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 38
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Dieter Roth, fullu nafni Karl Dietrich Roth, fæddist í Hannover í Þýskalandi 21. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur í Basel í Sviss 5. júní síðastliðinn og hef- ur bálfór hans farið fram. Og hvað skal nú segja? - Líklega nokk- ur velvalin orð til að minnast látins góðvin- ar. - Orð eru til alls fyrst. - Máttur orðsins ætti að vera óbrigðull. - I upphafí var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð. Orð, það er málið. En nú bregður svo við að það er einsog orðin fái holan hljóm; orð verða á þessari stund merkingarlaus og úr þeim allur slagkraftur. Til að gera minningu Dieters Roth þau skil sem ég hefði óskað, duga ekki orð. Orð verða einhvern- veginn einsog bjánaleg vindhögg og má þá einu gilda hve hátt er til gg. höggsins reitt. Lífinu hefur stundum verið líkt við rysjótt tíðarfar og gengur víst hjá flestum á með skini og skúrum og hefur stundum verið sagt að for- sjónin stjórni veðurfarinu. Nú, þegar Dieter er allur, leiði ég hugann að þvi hvílík himinblíða hef- ur jafnan brosað við vináttu okkar við þennan óviðjafnanlega mann - hann Dieter. Og mér er efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa veitt okkur þau forréttindi að fá að kynn- ~ *ast Dieter og eiga hann að vini allt til hinstu stundar. Eg væri önnur tegund af manni hefði ég ekki kynnst honum. Ég væri þröngsýnni, ófrjórri í hugsun, nískari og leiðinlegri. Dieter fór svo sannarlega ekki troðnar slóðir í lífí sínu og list en þó er mér nær að halda að hann hafí ígrundað og gaumgæft alla þætti listsköpunar sinnar af meiri ná- kvæmni en margan grunar. Allir þættir lífsins og tilverunnar urðu honum að yrkisefni. Þegar hann var þjakaður af þung- lyndi og hugarvíli sá hann sér þann einn leik á borði að gera myndraðir sem fylla margar bækur til þess - einsog hann sagði - að virkja þann ógnarkraft sem býr í óstuðinu, ör- væntingunni og myrkrinu. Lífssýn hans var svo sérstök að oft kom fyrir að maður fylgdi honum ekki eftir og fór að velta vöngum yf- ir ótrúlegustu uppátækjum sem satt að segja voru stundum ekki öll inn- an ramma olíumálarafélagsins. En alltaf fór það nú svo að eftir að maður hafði orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að ræða málið við Di- eter að svona hlaut listsköpun hans að vera og öngvan veginn öðruvísi - eðli málsins samkvæmt. Rjómi sykur og sultutau, matar- leifar og myglað skyr í tvöfoldu gleri urðu listaverk sem fengu lífsneista f ^ vöggugjöf, lifðu síðan borgaralegu lífí þar til yfir lauk og þau dóu drottni sínum einsog allt það sem lífsanda dregur. Og það sem ég held að gleðji Diet- er kannske mest á þessu andartaki er að nú eru jarðneskar leifar þess- arar períóðu orðin ódauðleg lista- verk uppá vegg hjá okkur smáborg- ur'unum. Engan mann hef ég þekkt sem var samkvæmari sjálfum sér en hann. Það kostaði hann áreiðanlega aldrei nein átök að vera einsog hann var og ég held að honum hafí oft ^verið ósköp ljúft að vera ekki alltaf einsog einhverjir álitu hann eiga að vera. Hann Dieter var mesti alvöru- maður sem ég hef kynnst og þess- vegna var hann ef til vill með þeim skemmtilegri. Ég upplifði það aldrei að honum væri ekki fúlasta alvara bæði þegar ■^hann tjáði hug sinn eða tók sér eitt- hvað fyrir hendur. Það var tildæmis óhugsandi að tala við hann í hálfkæringi, hann skildi ekki hálf- kveðnar vísur og írónía virtist honum framandi - en einsog allir vita er írónía það þegar fólk segir eitt og meinar annað. Írónía hentaði Dieter ekki. Og ég held að hann Dieter hafi ekki kunnað að ijúga. Satt að segja held ég að honum hafí þótt lygi svo skondið fyrirbrigði að hann hafi haft lúmskt gaman af því þegar aðr- ir reyndu að ljúga að honum, svíkja hann eða pretta. Ég er sannfærður um að með Di- eter Roth er fallinn frá einn merki- legasti listamaður tuttugustu aldar- innar en útí þá sálma ætla ég ekki að fara. A síðari árum höfum við Lilja og Dieter hist sjaldnar en áður en nær- vera hans er alltaf innan seilingar heima. Þar höfum við borið gæfu til að eignast hlutdeild í hugsun þessa óviðjafnanlega manns og lífssýn sem birtist okkur í verkum hans sem for- sjónin hefur Ieyft okkur að njóta frá því við kynntumst Dieter fyrir fjór- um áratugum. Æ! enn er svo margt sem mig langar að segja - svo margt sem ekki verður sagt í orðum. Við samhryggjumst öllum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Dieters. Blessuð sé minning hans. Flosi Olafsson. Jæja vinur, svo þú hafðir þennan háttinn á, stakkst bara af rétt áður en við færum saman í fyrirhugaða ferð til Huldulands og hvalaskoðun á Skjálfanda. Þú unnir íslenskri náttúru svo sannarlega af alhug. Þú gast ekki beðið eftir því að sumraði heldur losaðir þú þig við jarðarkífið og fórst einn. Ég hafði sent þér bók mína Huldulandið og þú vildir sjá þessa náttúruperlu norðursins með eigin augum og anda að þér fersk- leikanum og kraftinum sem þar býr. Núna þegar þú ert orðinn svona léttur og skjótur í förum munar þig heldur ekki um að líta til með sum- arbústaði þínum á Hellnum undir Jökli, eða skjótast í Loðmundar- fjörðinn. Ég sá þig fyrst ungan mann í lítilli íbúð á Hraunsholtinu. Þú varst eins og viðkvæmur styggur foli, var um þig. - Við lá að þú frýsaðir á mig en ég vissi hvernig átti að umgangast stygga og viðkvæma fola og við féll- um strax saman eins og geirnegldir. Gagnkvæmur trúnaður og traust myndaðist þegar við fyrstu orð. Við vorum ungir þá. Þú heimsóttir mig til Akureyrar hvenær sem færi gafst og þú varst öllum hér aufúsugestur. Einu sinni komstu inn um glugga til mín þar sem ég var að vinna, í svarta myrkri, seint í ágúst. Allt í einu stóðstu þama og hlóst kumpán- lega til mín - næstum sigrihrósandi yfir því að vera kominn. Við vorum báðir jafn blankir. Hlógum saman, gerðum tilraunir, sögðum brandara og rökræddum í heila viku en þá höfðum við safnað fyrir fari þínu til baka. Þannig var vinátta okkar ein- læg og látlaus. Síðar komst þú norð- ur á þínum eigin bfl og þá með börn- in þin sem féllu vel saman við frændsystkini sín hér. - Svo var það einn morgun að þú vaktir mig með hringingu og sagðist ætla að gefa mér lítinn sendibíl sem þú hafðir flutt inn notaðan frá Þýskalandi. Ég hélt þetta hálfónýtan skrjóð en tók þó við gjöfinni með semingi. Ekki var hann heldur sérlega glæsilegur við fyrstu sýn þar sem brotist hafði verið inn í hann nóttina áður en ég sá hann. Þessi bíll reyndist mér ein- hver gæfusamlegasti og besti bíll sem ég hefi haft undir höndum. Hann var kallaður Matti af öllum sem hann þekktu. Á Matta fórum við saman um afskekkta staði lands- DIETER ROTH ins og við vorum öruggir og okkur leið vel. Þú komst ætíð færandi hendi og gleymdir engum þegar þú komst norður. Þá kom örlaganomin, eins og þruma úr heiðskíru lofti, með sinn illa seið og skildi okkur að í tuttugu ár. Þögnin ein ríkti. I haust komst þú til Akureyrar án þess að ég hefði hugmynd um. Það tók þig þrjá daga að gefa þig fram, en svo var barið og þú stóðst á úti- dyratröppunum. Ekki urðu nein faðmlög né gífuryrði. Við fundum báðir að vináttan og væntumþykjan hafði staðist hinn illa seið, hlógum hvor til annars og tókum upp þráð- inn þar sem frá var horfíð. Allt varð á augabragði eins og það hafði verið fyrir tuttugu árum - án minnstu út- skýringa. Þú hafðir haft það fyrir sið að gefa mér kópíur af verkum þínum og sent mér yfirmáluð póstkort frá öllum heimshornum. Það byrjaði aftur þetta haust. Þú með þínar miklu gáfur, húmor, tilfinningar, mildi, viðkvæmni - þína frostköldu kaldhæðni og bein- skeyttu hárbeittu orð - þú sem lagð- ir heiminn að fótum þér en varst samt einfari í stórborgunum, hróp- andinn í eyðimörkinni. Já, einsemd- in var þinn drösull. Ekki var hægt að kaupa hana burtu. Fáir sáu inn í þína stórbrotnu en þó barnslegu sál því þú áttir skráp að færa þig í. Þú varst ekki augljós öllum, en því ein- lægari vinum þínum. Díter minn, aldrei hefi ég átt slíkan hauk í horni sem þig. Þótt sollinn sé heimur frægra manna og ríkra, var hjarta þitt alltaf hreint og einlægt - þar inni skein hið hreina ljós barnsins. - Já, þú munt verða undrandi yfir feg- urð og töfrabirtu Huldulandsins. - Skarð er fyrir skildi þá miklir garpar falla. - Ég bið börnum þínum og fyrrverandi eiginkonu, systur minni, blessunar. Vigfús Björnsson. Ég kynntist Dieter hér í miðbæn- um um eða uppúr 1960. Hann var þá orðinn þekktur listamaður og hjá sumum einskonar goðsögn. Hann fór ekki með hávaða en kom sínum frjóu hugmyndum á framfæri með sínum sérstaka hætti. Ræktaði sér- visku sína af miklum myndarskap og var því sjálfstæður listamaður og áhrifamikill, því það er sérviskan sem gerir menn sjálfstæða en ekki peningarnir og völdin. Að vera mað- ur sjálfur með sína sér visku taldi hann miklu skipta í lífinu. Sá sem eltir hégómann sem stöðugur við- takandi og leggur aldrei sjálfstætt mat á neitt, verður aldrei annað en handbendi nytsamt valdhöfum tím- ans og ríkjandi viðhorfa. Aðeins sá sem getur risið upp í sér visku sinni hefur áhrif. Á fyrrgreindum tíma bjó ég um skeið í einu kjallaraherbergi í Norð- urmýri. Ég teiknaði eða krassaði einsog ég hef gert frá barnsaldri, en gætti þess að halda því fyrir mig og sýna það engum. Á síðdegi einu var þybbinn stafli af slíku pári á borði hjá mér og þá er skyndilega knúið dyra. Úti stóð Dieter Roth. Ég ætl- aði á undan honum inní herbergið og bjarga krotinu frá höndum hans en tókst ekki. Dieter stökk á borðið, greip bunkann, settist með hann í stól og fór að skoða. Þetta er merki- legt, sagði hann. Ég hef aldrei séð svona myndir áður. Þetta hljómaði sem lofsöngur í eyrum mínum og samtal okkar stóð marga klukku- tíma. Dieter taldi sig ekki mann akademíunnar, en í rauninni var hann akademía sjálfur. Hann stóð ekki vörð um eigið tún, en var hjálp- samur og greiddi götu margra lista- manna. Það er ekki honum að kenna að ég varð ekki evrópskur myndlist- armaður. Þó hafði Dieter áhrif á líf mitt, hann kenndi mér sjálfstraust og áræði. En þakklátastur er ég honum fyrir að kenna mér með orð- ræðu og með fordæmi sínu að rækta mína eigin sérvisku. Ég var honum gjarnan ósammála, enda mín sér- viska önnur en hans. í vitund minni lifir hann sem leiðbeinandi, sá sem upplýsti þann sannleik að vel rækt- uð sérviska er eitt það dýrmætasta sem maðurinn getur eignast. I því felst að geta borið virðingu fyrir sér- visku annarra. •Jón frá Pálmholti. Dieter Roth myndlistarmaður er látinn. Hann var fyrrverandi mágur minn, var giftur Sigríði systur minni, myndlista- og sjúkraiðju- kennara, en þau slitu sambúð eftir sjö ára hjónaband. Dieter hélt alltaf miklu og mjög góðu sambandi við börnin sín og barnabörnin og dvaldi hér langdvöl- um á hverju ári, átti hér húseignir og fékk ást á landinu. Hann átti líka miklu barnaláni að fagna með fyrr- verandi konu sinni og mat hann það mikils. En það sem mig langar mest af öllu til að minnast á í fari Dieters Roth, er hvað hann reyndist mömmu og pabba góður tengdason- ur. Allan þann velvilja og umhyggju sem hann sýndi þeim ávallt gleym- um við systkinin ekki, mömmu sem var orðin heilsutæp sýndi hann al- veg sérstaka nærgætni og taldi hann ekki eftir sér sporin að verða henni að liði. Ég vona að honum launist ríkulega fyrir. Samband okk- ar hjóna var mikið og gott við Diet- er, en rofnaði að mestu eftir skilnað hans og systur minnnar. En við fengum fréttir af honum af og til hjá Siggu systur sem ævinlega bar hag hans fyrir brjósti. Dieter var góður vinur, afskaplega skemmtilegur, gáfaður og glettinn, sérstakur per- sónuleiki, sem maður getur ekki gleymt. Sem ungur var Dieter fríður maður svo af bar. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum öllum ástvinum Dieters innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að blessa þau. Dieter þökk- um við alla hans vináttu og hlýju, og biðjum guð að varðveita hann. Ingibjörg R. Björnsdóttir. Sunnudagseftirmiðdaginn hinn sjöunda júní var ég sem oftar á heimsfréttadorgi í textavarpi þýzku og austurrísku sjónvarpsstöðvanna, sem maður nær hér í Miinchen, og varð ekki bofs var. Þá var hringt í mig frá Sviss og mér sagt frá ný- skeðu láti Dieters Roth í Basel, sem var á þeirri stundu enn ekld komið í fréttirnar. Nokkrum dögum fyrr höfðu fjölmiðlamir verið að tönnlast á „andláti“ Bobs Hope, sem var svo borið til baka. Mér datt í hug að þetta með Dieter væri einn af mörg- um lélegum brandörum listaheims- ins, og ég reyndi að ríghalda í þá von til að byrja með, en því miður urðu samt staðfestingamar blákald- ar. Daginn eftir tóku fréttatilkynn- ingarnar að birtast í öllum helztu fjölmiðlum og mátti af þeim ráða í stærðargráðu listamannsins, að þar hafði enginn smálax farið. Sjaldnast hitti ég Dieter í eigin persónu þegar á allt það heila er lit- ið. Oftast rakst ég á hann í lista- verkum á söfnum víðsvegar um heiminn, í bókum, tímarita- og blaðagreinum - eða hann dúkkaði upp í samtölum mínum við fólk sem ég var alltaf að hitta í hinum og þessum löndum. Ávallt þegar ein- hvers staðar kom upp úr kafínu, að ég væri íslenzkur fylgdi spurning um hvort ég þekkti Dieter Roth, og þá var farið að segja uppátækjasög- ur af honum. Sumarið 1966 þegar ég var enn nánast unglingur kynntist ég Dieter fyrst í eigin persónu, í Reykjavík. Hann var þá nýorðinn fulltíða lista- maður og spurði mig hvað ég væri að gera. Sagðist ég vera að skrifa bók. Ég er að skrifa líka, sagði Diet- er og sýndi mér vasabók er hann handskrifaði og teiknaði í - og sem kom síðar út í Þýzkalandi: „die blaue flut“. Ég stamaði næstum eins og Einhver Thor, en Dieter sagði mér að það væru engin tak- mörk fyrir því hvað væri hægt og mætti í list. Þetta tók mig allt sum- arið að melta og skilja. - Viðkynn- ingin af Dieter færði mér svo heim sanninn um nauðsyn þess að ganga langt í listinni - ekki aðeins stutt eins og algengast mun vera, og um- fram allt að forðast kyrrstöður. Og svo má nú ekki gleyma áhættunum sem taka verður. Hann hikaði t.d. ekki að kalla ljóðabækur sínar „Scheisse" eða „Noch mehr Scheis- se,“ sem átti sínar þýzku forsendur. Vegna þess að Dieter var bendl- aður við íslendinga með búsetu sinni og fjölskyldulífi í Reykjavík, má segja að ísland hafí fyrir vikið komizt á blað í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Island var fram að því ekki með á landakortinu. Islend- ingar stunduðu þá þjóðaríþrótt sína af kappi, að láta sem mest framhjá sér fara af alþjóðlegri myndlist: heilu listastefnurnar náðu aldrei til landsins, eða ekld fyrr en þær voru úr sér gengnar. Með Dieter tylltu hræringar samtímans oft örstutt niður fæti sínum í Rvk, sem nægði til þess að kveikja í nokkrum ung- um og forvitnum listamönnum. (Meðan Dieter tók þátt í sýningum beggja megin Atlantshafsins og var önnum kafinn við að koma ár sinni fyrir borð í heimslistarsögunni, stóð hann jafnframt í reddingum fyrir tengdafólk sitt á Akureyri. Skrifaði bréf til safnara síns í Hamborg og bað- hann að útvega bifreiðavara- hluti til íslands!) - Áhrif Dieters fólust aðallega í því að hann hjálpaði til að flýta íslandsklukkunni, og má þar benda á tengsl hans við ýmsa meðlimi Súmfélagsins. Klukkumar gengu ósjálfrátt hraðar í návist Di- eters. Dieter Roth var skráður meðlim- ur í Súm og greiddi þar ársgjald einn örfárra meðlima á fyrsta starfsári gallerísins, sem félags- skapurinn rak - en svo fældist hann skriffínnsku sem þar kom upp, var aðeins með í upphafi og dró sig síð- an í hlé. En á fystu alþjóðlegu sýn- ingu gallerísins, SÚM III lagði hann til flestöll verk erlendu þátt- takendanna úr sinni einkaeigu. Þeg- ar verið var að spá í upphengingar- möguleikana, kom Dieter í galleríið við Vatnsstíginn og súmdrengirnir, sem báru næstum takmarkalausa virðingu fyrir honum, spurðu hann ráða í sambandi við uppstillingu myndverkanna. Lagði Dieter þá til, að stafla öllum sýningarverkum upp í hrúgu á salargólfinu og halda sýn- inguna svoleiðis. Það var þó [því miður?] ekki gert, því innan Súm réðu hefðbundin sjónarmið. D.R. var sá útlendingur sem ég heyrði tala hvað skemmtilegasta ís- lenzku. Hann skapaði sífellt ný orð þegar hann talaði málið. Orðið lífs- tækni heyrði ég hann t.d. nota um það að bjarga sér áfram og koma hlutum í kring. Þannig sagðist hann gera myndlist í því skyni að fjár- magna ritstörf og bókaútgáfu. Bókagerðin var þungamiðja í fjöl- breytilegu lífsverki hans. Síðustu árin pumpaði hann upp úr sálinni og skrifaði dagbækur í doðrantatali. Eitthvað var orðið hljóðara um D.R. í Þýzkalandi með árunum en þangað kom hann þó nokkuð reglu- lega til að sækja verðlaun, sem alltaf var varið að veita honum. Hann var seztur að í Basel, og svo náttúrulega var hann með annan fótinn á Islandi þar sem hann lifði eins og huldumaður. Var þó engan veginn seztur í helgan stein er hann féll frá. Hvar sem ég um heiminn fór, rakst ég á landkynninguna sem Di- eter skaffaði Islandi. Um Island er það annars að segja, að allir útlend- ingar kannast í dag við nöfnin Lax- ness, Björk, Sigurvinsson (fótbolti) og Dieter Roth. Einna oftast hef ég verið spurður um Dieter - nafn hans og Islands hafa jafnan verið nefnd í sömu andránni í mín eyru. Lánsamur var hann að festast aldrei í þeirri „kitsch“-gildru að vera nefndur tengdasonur Islands! Þótt ég sæi Dieter Roth síðast fyrir fímmtán árum í eigin persónu, fann ég samt stöðugt fyrir listrænni návist hans; það voru alltaf einhverj- ar afspurnir. í gamla daga hafði hann gefið út bækur eftir mig þegar enginn annar útgefandi fékkst til þess. Fyrir það hugsaði ég ávallt hlýtt til hans og held áfram að gera. Ég hefði svo ákaflega gjaman viljað hitta manninn og lyfta með honum einu glasi eða svo, en því varð ekki að heilsa eins og nú er komið í ljós - það eru þó engin leiðarlok, og þessi listræna návist sem ég minntist á, hún heldur áfram að vera! Munchen, 16. júní 1998, Einar Guðmundsson. Listamaður kveður. Til að lýsa Dieter Roth þyrfti minnst 500 síðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.