Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Softis hf. selur LOUIS-hugbúnað til Hollands Getur skipt sköpum um framtíð fyrirtækisins SOFTIS hf. hefur samið um sölu á LOUIS- hugbúnaðinum til hollenska fyrirtækisins Pharmapartners B.V. Forráðamenn Softis segja samninginn afar þýðingarmikinn fyrir fé- lagið og telja að nú fari markaðssetning hug- búnaðarins loks að skila þeim árangri sem stefnt hefur verið að frá því þróun hans hófst fyrir átta árum. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í gær. Tekjur Softis hf. hafa verið óverulegar þau átta ár sem helsta afurð þess, Louis-hugbúnað- urinn, hefur verið í þróun og vonir um að fyrir- tækið skili hagnaði hafa brugðist jafnóðum. Skili umræddur samningur þeim ávinningi, sem forráðamenn Softis vonast eftir, er því ljóst að hann getur skipt sköpum um framtíð fyrirtækis- ins. Ekki hefur verið færður sérstakur rekstrar- reikningur hjá félaginu á undanfomum árum en þess í stað hafa rekstrargjöld ársins verið færð til hækkunar á veltufjármunum á efnahags- reikningi undir liðnum hugbúnaður. Tekjur Softis námu um ellefu milljónum króna á síðast- liðnu ári og stóðu þannig í stað milli ára en eig- inlegur rekstrarkostnaður nam tæplega 45 milljónum króna. Fram kom á fundinum að tekjurnar það sem af væri þessu ári væru 14 milljónir króna eða hærri en tekjur sl. árs. Ekki er þó útlit fyrir að félagið verði sjálfbært á ár- inu. Skuldir lækka verulega á milli ára eða úr 122 milljónum í 69 en á síðustu mánuðum hefur auknu hlutafé verið safnað og skuldum breytt í hlutafé. Fimm þúsund notendaleyfi A fundinum greindi Sigurður Bjömsson frá samningi sem fyrirtækið gekk frá í síðustu viku við hollenska fýrirtækið Pharmapartners B.V. en það þjónar heilsugeiranum og starfrækir kerfí sem skráir sjúkrasögu og gefur út lyfseðla. Að sögn Sigurðar er fyrirtækið hið stærsta á sínu sviði í Hollandi með yfir sjötíu starfsmenn og hefur það skuldbundið sig til að kaupa yfir fimm þúsund notendaleyfi og 250 miðlaraleyfi af LOUIS-hugbúnaðinum á næstu 3^4 árum. Sagði hann samninginn mjög mikilvæga viður- kenningu fyrir LOUIS-hugbúnaðinn og Softis hf. en þýðing hans lægi ekki síður í auknum tekjum sem hann myndi væntanlega skila fyrir- tækinu. Erfíð barátta Björn Rúriksson, stjórnarformaður Softis, fjallaði á fundinum um stöðu fyrirtækisins er hann tók þar við stjórnarformennsku á aðal- fundi þess sl. haust. Þá hefði fyrirtækið verið langt leitt, skuldum vafið og kraftaverk þurft til að snúa vörn í sókn. Að vandlega íhuguðu máli hafi hann ákveðið að blása til sóknar og hefja harðsnúna endurreisn sem nú væri að skila sér. „I vaxandi mæli hefur Softis fengið um það staðfestingu að samskiptalausnin LOUIS þjóni mörgum fyrirtækjum betur og skilvirkar en aðrar lausnir sem bjóðast.“ Viðskiptastofa SPRON boðar breytingar Viðskiptastofa Sparisjóðs Hafnarfjarðar Tekur upp viðskipta- vakt um rík- isverðbréf VIÐSKIPTASTOFA SPRON hefur tekið upp viðskiptavakt með helstu flokka ríkisverð- bréfa. Samkvæmt fréttatilkynningu lýsir viðskiptastofa SPRON sig viðskiptavaka með eftirtalda flokka ríkisverðbréfa: RB00- 1010/K RS04-0410/K RS05- 0410/K BH22-1215/H BH21- 0115/H Með þessum breytingum er bankinn fyrst og fremst að bregðast við þeirri þróun sem er að eiga sér stað á íslenskum Qármagnsmarkaði að sögn Arn- ars Bjamasonar, framkvæmda- stjóra Viðskiptastofu SPRON. Hann segir viðskiptavaktina verða með þeim hætti að á hverjum morgni setji bankinn fram kaup- og sölutilboð á VÞÍ í ofangreinda flokka að lágmarki 10 m.kr. Hann telur eðlilegt að \ V;%s> { Ús j j viðskiptastofan, sem hóf form- lega starfsemi á þessu ári, fari varlega af stað í upphafi en lík- lega muni fleiri markflokkar ríkisverðbréfa bætast í hópinn fljótlega. Kjósi SPRON að hætta við- skiptavakt, mun það verða gert með a.m.k. eins mánaðar fyrir- vara. Kaup- og söluþókn- un bréfa 0,85% VIÐSKIPTASTOFA Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur lækkað kaup- og söluþóknun á hlutabréfum úr 1,5% í 0,85% sem er lægsta þóknun á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag að því er fram kemur í fréttatil- kynningu Sparisjóðsins. Lágmarks- þóknun fyrir hver hlutabréfavið- skipti verður 2.500 krónur. Að sögn Helgu Benediktsdóttur, miðlara á Viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafa miklar breyt- ingar átt sér stað á þessum markaði síðastliðnar vikur. Viðskiptastofa Sparisjóðsins reið á vaðið fyrst verðbréfafyrirtækja hér á landi og lækkaði söluþóknun sína úr 3% í 1,5% í apríl síðastliðnum sem var minni þóknun en áður hafði þekkst. I síðustu viku fylgdu önnur verð- bréfafyrirtæki í kjölfarið og lækk- uðu þóknun sína í 1% en tóku jafn- framt upp kaupþóknun upp á 1% sem hafði fram að því ekki viðgeng- ist hér á landi en er að mati Helgu eðlileg krafa og í takt við þá við- skiptahætti sem tíðkast á hluta- bréfamörkuðum erlendis. Helga segir lækkun þóknana ánægjuefni og telur víst að fram- kvæmdin hafi átt þátt í að auka veltu hlutabréfa talsvert sem gerir viðskiptahæfni þeirra meiri. Lágmarki náð Með nýjustu breytingu á gjald- skrá sinni hefur Sparisjóður Hafn- arfjarðar aftur fært sig niður fyrii’ keppinautana og býður nú um 0,15% lægri þóknun en aðrir á markaðnum. Helga segir það frum- kvæði Viðskiptastofunnar í vor, að lækka þóknunina úr 3 í 1,5% hafa verið byggt á mati manna þess efnis að ákveðið svigrúm til slíkra að- gerða væri til staðar: „Enginn vafi leikur á að sú ákvörðun var á rökum reist sem sést glögglega á þeim þróun sem átt hefur sér stað síðustu vikur. Velta Viðskiptastofu Spari- sjóðs Hafnarfjarðar var t.a.m. tölu- vert meiri í maí en samanlögð velta hennar fyrstu fjóra mánuðina í fyrra“. Hún segir aldrei að vita hvað framtíðin beri í skauti sér en telur lítinn grundvöll íyrir frekari lækk- unum að svo stöddu. Líflegt á Verð- bréfaþingi VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alls 744 milljónum króna í gær, þar af námu viðskipti með hlutabréf 151 m.kr. sem eru jafnframt mestu viðskipti sem átt hafa sér stað á einum degi á þessu ári. Viðskipti með hlutabréf voru mest með bréf Eimskipafélags- ins, alls 32 m.kr, Flugleiða 30 m.kr. og með Granda og ís- landsbanka 16 m.kr. hvort fé- lag. Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði um 0,09%. Aðalfundur Samvinnutrygginga og Andvöku Svipuð af- koma og í fyrra EIGNARHALDSFÉLÖGIN Samvinnutryggingar og And- vaka g.f. skiluðu bæði hagnaði á síðasta ári að því er fram kemur í ársskýrslum félag- anna. Hagnaður Samvinnu- trygginga nam rúmum 67 milljónum í fyrra, samanborið við rúmar 72 milljónir árið á undan. Samkvæmt rekstrar- reikningi nam eigið fé félagsins 491,3 m.kr. í árslok 1997. And- vaka skilaði 13,4 m.kr. hagnaði á síðasta ári, sem er um 600 þúsund krónum minna en árið 1996. Eigið fé í árslok 1997 var 171,7 m.kr. Félögin eru bæði hluthafar í Líftryggingafélagi Islands hf. Andvaka á 44,44% hlutafjár í Líftryggingafélaginu en eign- arhlutur Samvinnutiygginga nemur 23,2%, auk 50,1% eign- arhluta í Andvöku g.f. Ein breyting var gerð á stjórn félaganna, á aðalfundi þeirra s.l. mánudag. Magnús Gauti Gautason, sem nýlega hætti störfum sem Kaupfélags- stjóri KEA, vék sæti fyrir eft- irmanni sínum hjá Kaupfélag- inu, Eiríki S. Jóhannssyni, sem kjörinn var í hans stað. Aðrir stjórnarmenn eru Ingólfur Ólafsson, Karvel Ögmundsson, Sigurður Markússon og Óskar Gunnarsson sem jafnframt er stjórnarformaður. Aðgerðir Búnaðarbankans á hlutabréfamarkaði auka seljanleika hlutabréfa Eykur þrýsting á virka fjárfesta AÐGERÐIR Búnaðarbankans á hlutabréfamarkaðinum auka selj- anleika hlutabréfa, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings íslands. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur Búnaðarbankinn skuldbund- ið sig til að leggja fram einnar milljónar króna kaup- og sölutilboð í 10 af 15 stærstu fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði á hverjum degi. Stefán segist fagna þessum að- gerðum. Brúar bil milli kaup- og sölutilboða „Það er alveg ljóst að þessar að- gerðir auka líkurnar á að alltaf séu til kaup- og sölutilboð sem aðrir þátttakendur á markaði geti geng- ið að. Við upphaf viðskiptadags hefur stundum komið fyrir að lítið hefur verið um tilboð í sum bréf; þau hafa jafnvel bara verið í aðra áttina, annaðhvort kaup- eða sölu- tilboð. Líka hefur komið fyrir að verðbil hefur verið talsvert milli kaup- og sölutilboða og hvorugur tilboðsgjafinn sætt sig við að stíga skrefið þar á milli. Búnaðarbank- inn hyggst leitast við að hafa verð- bil með minna móti og þá aukast líkurnar á að kaupandi eða seljandi geti sætt sig við móttilboð. Af þess- um völdum eykst seljanleiki hluta- bréfa,“ segir Stefán. Einnig hefur oft gerst, að áhuga- verð tilboð hafi komið á morgnana en síðan leitt til viðskipta og engin ný tilboð komið í staðinn. „Sérstak- lega gerist þetta ef um er að ræða tilboð frá einstaklingum sem ætla sér ekki að kaupa eða selja meira en gefið var til kynna. Búnaðar- bankinn hyggst hins vegar fylla í „hillumar" jafnóðum og þær tæm- ast. Það stuðlar líka að auknum seljanleika," segir Stefán. Flýtir atburðarásinni Hann segir að í einhverjum mæli gætu aðgerðirnar haft þau áhrif að fjárfestar snúi sér frekar að hluta- bréfakaupum, en þó sé enn of snemmt að slá því föstu að þær leiði til mikillar viðskiptaaukning- ar. „Hins vegar má álykta að núna geti það gengið mun greiðar fyrir sig sem teygðist áður yfir lengri tíma.“ Hann nefnir dæmi um at- burðarásina eins og hún gat áður verið: Viðskipti verða með bréf í dag og þá klárast áhugaverð tilboð af markaðinum. Menn lesa um þessi viðskipti í Morgunblaðinu daginn eftir og fara þá að bregðast við. Þannig verður bið á viðbrögð- unum. Núna leitast menn við að bregðast við innan nokkurra mín- útna. Lækkun á þóknun liðkar fyrir viðskiptum „Þetta eykur að vissu leyti þrýsting á virka fjárfesta að fylgj- ast vel með hreyfingum. Verðið kann að vera að þróast í einhverja átt og tækifærin eru fljótari að renna mönnum úr greipum," segir Stefán. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, segist fagna þessu fram- taki Búnaðarbankans. Hann segist alltaf hafa verið á þeirri skoðun að há þóknun hafi hindrað viðskipti með hlutabréf, en nú hafi Búnaðar- bankinn, og fleiri þingaðilar í kjöl- farið, lækkað söluþóknun niður í 1% og tekið upp 1% kaupþóknun. Jóhannes segir að Sameinaði líf- eyrissjóðurinn líti á sig sem lang- tímafjárfesti, þótt hann sé töluvert virkur á markaðinum. „Við rennum hýru auga til væntanlegrar mið- stöðvar um rafræna skráningu og vonum að rafræn skráning minnki vinnu allra í kringum þessi mál; minnki kostnað og auðveldi við- skipti." Að sögn Jóhannesar hafa að- gerðir Búnaðarbankans og breytt markaðsumhverfi ekki afgerandi áhrif á val Sameinaða lífeyrissjóðs- ins milli fjárfestingarkosta. „Við höfum verið með 7-8% af eignum okkar í hlutabréfum og höfum hugsað okkur að halda áfram á þeirri braut,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.