Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR Sagnfræði EIMSKIP frá upphafi til nútíma eftir Guð- mund Magnússon. 424 bls. Utg. Hf. Eimskipafélag Islands. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. ÞETTA er mikið rit, bæði að efni og umfangi. Eimskip hefur verið svo snar þáttur í lífi landsmanna að saga þess snertir flesta þætti þjóðarsög- unnar, allt frá upphafí til þessa dags. Með réttu var strax farið að kalla það óskabarn þjóðarinnar. Stofnun þess tengdist sjálfstæðisbaráttunni. Hluta- fjársöfnunin gekk því með fádæmum greiðlega, bæði hérlendis og vestan- hafs. Vestur-íslendingar sýndu þá hug sinn til heimalandsins. Fyrsta skipinu var valið heitið Gullfoss. Það mátti kalla táknrænt. Flaggskip flot- ans var síðan um áratuga skeið látáð heita svo. Annað skipið, Goðafoss, strandaði við Straumnes sem frægt er. Félagið rétti skjótt við eftir áfalhð. Skaðinn varð fyrst og fremst huglæg- ur. Með Qórða áratugnum dró dökkar blikur á loft. Sjálfstæðisbaráttunni var lokið, flokkapólitíkin fúllmótuð og stéttabaráttan hafin. Verkfóll urðu tíð og stundum hatrömm. Ríkið hóf skipaútgerð í samkeppni við Eimskip. Aðsteðjandi heimskreppa olli félaginu þungum búsifjum. Þingmenn jafnað- armanna, upptendraðir af anda rúss- Siglingaannáll nesku byltingarinnar, lögðu til að félagið yrði þjóðnýtt. Að þeirra mati hugsuðu eigendurnir fyrst og fremst um eig- inn hagnað. Eindrægnin var fokin út í hafsauga. Öll er saga þessi rakin í annál Guðmundar. Þjóðlífíð var hér allt með frumstæðasta móti þegar félagið var stofn- að. íslendingar höfðu þá enga reynslu af farskipa- útgerð. Danskur skip- stjóri var ráðinn fram- kvæmdastjóri. Hann átti eftir að reynast félaginu og íslendingum vel. Upplýst er að mörg fyrstu árin hafi brytar og matreiðslu- menn á skipunum verið danskir. Is- lendingar áttu spölkom í að verða sjálfstæð þjóð - í raunveruleikanum. Asamt með Sambandinu var Eimskip fyrsta stórfyrirtæki Islendinga. Þeg- ar það hafði staðið af sér byrjun- arörðugleikana var stofnaður eftir- launasjóður starfsmanna. Telur höf- undur að það hafi í raun verið vísir að lífeyrissjóðakerfinu íslenska. En reksturinn fólst ekki einungis í að flytja fólk og vörur til og frá land- inu. Hin dreifða búseta með fjölda smáþorpa sem risið höfðu hringinn um landið krafðist margvíslegrar þjónustu sem engan veg- inn gat staðið undir sér. Og pólitísk áhrif dreibýl- isins voru enn afar sterk. Stjómvöld lögðu því mikið upp úr strandferð- um. Félaginu var frá upphafi og lengi síðan gert að sinna þeirri kvöð, og þá með lítilsháttar styrk frá ríkinu. Kaupmannahöfn var í fyrstunni burðarás er- lendra viðskipta og helsti áfangastaður skipanna erlendis. Er líða tók á fyrri heim- styrjöldina þótti allt of hættulegt að stefna skipum yfir ófriðarsvæðin. Is- lendingar urðu að sækja nauðsynjar sínar til Ameríku. Höfundur telur að hefði Eimskip þá ekki verið komið til sögunnar hefði þjóðin lent í afar erf- iðum þrengingum þar eð ekkert er- lent skipafélag hefði þá verið tilbúið að sigla þangað fyrir Islendinga. Ameríkusiglingum var hætt strax að stríði loknu. En sagan endurtók sig í seinna stríði. A þriðja áratugnum var skipum fjölgað. Og ákvörðunar- stöðum á meginlandi Evrópu og Guðmundur Magnússon Bretlandseyjum fór einnig fjölgandi. Kaupmannahöfn var ekki lengur miðpúntur heimsins í augum Islend- inga. Á síðari áratugum hefur félagið stöðugt eflst og fært út kvíamar. Upplýst er að nú séu starfsmenn hátt í tólf hundmð. Þá segir höfund- ur að félagið hafi með áranna rás »breyst úr hefðbundnu skipafélagi, sem annast vöraflutninga frá einni höfn til annarrar, í alhliða flutninga- félag þar sem litið er á skip sem einn hlekk af mörgum í flutningakeðju.« Þrátt fyrir stærð bókar þessarar er textinn yfirhöfuð gagnorður. Eins og títt er í ritum af þessu tagi fer mest fyrir stjómunarsögunni. En daglegri starfsemi á sjó og landi era líl<a gerð viðhlítandi skil. Oft hefur félagið mátt gjalda þeirra pólitísku sviptinga sem svo mjög hafa sett svip á öldina. Einnig sú saga er þama rakin, hlut- lægt og án dómgimi. En söguskýring höfundar takmarkast að mestu við málefni sem beinlínis snerta eða hafa snert hagsmuni félagsins. Þar eð ritið er samið að framkvæði félagsins og kostað af því má ennfremur líta svo á að það túlki með nokkram hætti sjón- armið félagsstjómar. Eins og þjóðar- skútan hefur Eimsldp oft hreppt baming og mótvind. Oskaddað hefur það sloppið gegnum umrót aldarfars- ins og vaxið með öldinni. Fjöldi mynda er í bókinni. Mun þar gefa að líta andlit flestra sem að nokkru marki hafa léð fyrirtækinu krafta sína gegnum árin. Erlendur Jónsson Söngtónleikar í Sigurjónssafni FYRSTU tónleikar sumarsins í tón- leikaröð Listasafns Sigurjóns Olafs- sonar verða haldnir þriðjudagskvöld- ið 30. júní kl. 20.30. Þá koma fram Þórann Guðmundsdóttir sópran og Kristinn Öm Kristinsson píanóleik- ari. Á efnisskrá þeirra eru lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kalda- lóns, Karl Ó. Runólfsson, Jón Leifs, Gunnar-Reyni Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs, Jerome Kern og George Gershwin. „Þetta eru einkum lög í styttri kantinum og segja má að íslenski hluti efnisskrár- innar sýni íslenska söngsögu í hnot- skum,“ segir Þórann Guðmundsdótt- ir um efnisskrá þeirra Kristins Arn- ar. Hún segir að léttleiki sumarsins liti lagavalið einkum það er varðar amerísku lögin eftir Kem og Ger- swhin. „Það er líka ánægjulegt að syngja íslensk sönglög því úrvalið af þeim er geysimikið,“ segir hún. Þórann Guðmundsdóttir útskrifað- ist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu frá Tónlistar- háskólanum í Bloomington, Indiana. Hún hefur komið viða fram sem ein- söngvari og kennir við Tónlistarskól- ann í Hafnarfirði. Kristinn Öm Kristinsson píanó- leikari hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri og í Reykjavík og stund- aði framhaldsnám í Bandaríkjunum og hefur víða komið fram. Einn ljósmyndari og tveir málarar ÚR myndröð Einars Fals „tír dagbók: 76 mánuðir." „OXÍDASJÓN", málverk eftir Erlu Þór- arinsdóttur. MYNDLIST IVýlistasafnið Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14:00 til 18:00. Til 28. júní. LJÓSMYNDIR EINAR FALUR INGÓLFSSON EFTIR hið hýsteríska uppnám í kringum Flögð og fógur skinn, þá leikur nú öllu rólegra og yfirvegaðra andrúmsloft um sali Nýlistasafnsins. Tvær málverkasýningar, ein ljósmyndasýning og bókaherbergi með bók- verkum og tónlistarútgáfu Dieters Roths. Fjallað verður um bókverk í sér- stökum pistli, en lítum fyrst á Ijósmyndir. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari er sjálfsagt betur þekktur fyrir ljós- myndir sínar sem birst hafa í Morgunblaðinu, auk þess sem hann er ritstjóri ljósmyndaefnis blaðsins. Ef ég man rétt þá sýndi hann fyrir nokkrum árum í Galleríi einn einn og á síðustu sýningu blaðaljós- myndara var hann einn af þeim sem hlutu verðlaun, en ég hef annars ekki und- ir höndum upplýsingar um feril. í forsal Nýlistasafnsins sýnir Ein- ar Falur myndröð sem er afrakstur langtímaverkefnis (sem hugsanlega er ekki lokið). Hann kallar myndröð- ina „Úr dagbók: 76 mánuðir". Titill- inn og myndimar, þegar maður sér þær, skýra sig sjálfar. I hverjum mánuði, frá því í mars 1992 og þang- að til í júní 1998, samtals 76 mánuði, hefur Einar Falur tekið mynd af sjálfum sér, á þeim stað sem hann er staddur hverju sinni. Allar myndirn- ar eru eins, þ.e. andlit hans er í nær- mynd fyrir miðjum myndramman- um, en umhverfis andlitið og í bak- grunnni má greina vísbendingar um staðhætti á hverjum stað. Einar Falur er víðforull og hefur heimsótt flestar heimsálfur á þessum áram sem myndröðin spannar. „Seríalismi" í ljósmyndum, þ.e. reglubundnar endurtekningar, hafa tíðkast lengi í ljósmyndalistinni, a.m.k. síðan hjónin Bemd og Hilla Becher byrjuðu að ljósmynda úrelt iðnaðarmannvirki í Þýskalandi. Ný- legt dæmi, sem stendur okkur nær, er bókverk bandarísku listakonunn- ar Roni Hom, „Swimming Pools“, en hún tók myndir af Margréti Blöndal, íslenskri listakonu, ofan í öllum sundlaugum hringinn í kring- um landið, og sást ekkert á myndun- um nema andlitið á Margréti með blautt hárið, sveipað gufú. Það er skemmtileg tilviljun að það skuli einnig vera sýning á bókverk- um Dieters Roths, en hann gerði nokkrar slíkar myndraðir, t.d. lét hann taka ljósmynd af öllum húsum í Reykjavík. Svo má minnast þess, til gamans, að í kvikmynd Paul Au- sters, „Smoke“, var tóbakssali sem tók ljósmynd af tóbaksbúðinni sinni, á nákvæmlega sama götuhomi, klukkan átta á morgnana, árum saman, og safnaði saman í ljós- myndaalbúm. Sömu aðferðinni er ekki endilega beitt í sama tilgangi. Sumir gera þetta til að „drepa“ myndefnið og gera það svo leiðinlegt að það glatar öllu fagurfræðilegu aðdráttarafli. Hjá sumum verður þetta að ein- hvers konar ritúali, til staðfestingar á innri sannfæringu og listrænni staðfestu. Aðrir nota þetta sem með- vitað stílbragð til að beina athygl- inni að einhverju atriði sem er ólíkt frá einni mynd til annarrar, t.d. í sundlaugarmyndum Roni Hom er það veðrið og birtan sem eru aðalat- riðið, ekki sundlaugin eða andlitið. Enn aðrir nota síbylju til að gera óá- hugavert efni fagurfræðilega áhuga- vert á allt öðru plani, sem hreina abstraksjón. I þessu tilviki virðist tilgangurinn vera persónulegur, myndröðin er kölluð dagbók, og það er uppá- þrengjandi nærvera höfundarins sem skapar samhengið. Andlitið er fasti punkturinn, bakgrunnurinn og umhverfið er síbreytilegt. Vélræn, reglubundin skráningin leikur sér að tímanum og pakkar honum sam- an. Myndröðin segir okkur afskap- lega lítið um persónuna, en endur- speglar þó þau almennu sannindi að persónan, sjálfið, er það sem gefur reynslu okkar samhengi í allri óreið- unni. Seríalismi í ljósmyndum getur verið veralega þreytandi, en í þessu tilviki er það hinn persónulegi sjón- arvinkill sem gerir myndröð Einars Fals Ingólfssonar að afar sérstæðu tímaflakki í lífshlaupi einstaklings. MÁLVERK ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR Þegar Erla Þórarinsdóttir sýndi síðast í Ásmundarsal, sem nú er Listasafn ASÍ, þá vöktu málverk hennar athygli fyrir trúarlega uppi- hafningu. Málverldn vora sum hver hátíðleg og kirkjuleg. Á sýningunni í gryfju Nýlistasafnsins er Erla að fást við svipaða hluti, þó hin trúar- lega mystík sé ekki eins áberandi. Myndimar era byggðar upp á ein- litum bakgranni, sem er djúpblár í sumum en rauðbleikur í öðrum. Fyrir miðri mynd er síðan skýrt af- markað form, sem gert er úr gull- laufi. Verkin era afar efnisrík og litsterk. Stíl þeirra má lýsa sem sér- kennilegu samblandi af býsanskri list og Yves Klein. Litsterku einlitu fletirnir minna á Klein, og það fylgir alltaf einhver býsönsk helgi þegar gull og ultramarine fara saman. Erla kallar sýninguna „Oxídasjón- ir“, sem mér sýnist vera ensk sletta fyrir það sem við köllum oxun. Oxun er efnahvarf fyrir tilverknað súrefn- is, sem veldur efnabreytingum, t.d. í málmum. Gull oxast ekki, það fellur ekki á það, eins og kopar, brons og silfur. Þess vegna veldur yfirskriftin nokkram heilabrotum. Á sýningunni era 15 málverk, mjög misjafnlega stór, og skiptist sýningin í tvennt, milli bláu og bleiku myndanna. Fallegasta mynd- in er eitt af bleiku málverkunum, sem sýnir hlaðinn steinboga og kuð- ung. Sérlega vel unnið og aðlaðandi verk. MÁLVERK HARPA ÁRNADÓTTIR Þegar málarar einbeita sér að ein- hverjum tilteknum þætti málverks- ins þá geta þeir leiðst út á þá braut að útiloka allt sem þeim finnst auka- atriði. Bandarískir málarar á áran- um eftir stríð gengu margir langt í þessum efnum og vora af þeim sök- um uppnefndir „one idea“ málarar. Þeir völdu þá leið að einfalda mál- verkið meir og meir þangað til þeir vora komnir með einhvern kjarna sem þeir töldu öllu máli skipta. Til- gangurinn var að draga fram ein- hvern eiginleika málverksins sem þótti annaðhvort öllu skipta fyrir skilning okkar á málaralist, eða ætti sér djúpa samsvörun í mannlegri reynslu. Harpa Árnadóttir er einnig í leit að málverki hins minnsta mögulega mismunar. Harpa nam bæði í MHI og í Listaháskólanum í Gautaborg og útskrifaðist þaðan 1996. Þótt ekki sé langt um liðið þá hefur hún haldið nokkrar einkasýning- ar, nú síðast í Gautaborg. Mig minnir að þegar hún sýndi á Mokka 1995 þá höfðu verk hennar fengið lofsamlegar umsagnir í Sví- þjóð. Harpa sýnir tíu mál- verk í Súm sal, sex femings- laga málverk, u.þ.b. metri á kant, og þrjú minni mál- verk, og svo eitt stakt, sem er einnig stærst. Öll era verkin afar einföld, einlit, í fölum, hvítum litum. Eins og sýningin er hengd upp þá mynda fem- ingslaga myndirnar sex myndröð. Þær era líka ein- faldastar, að því leyti að þær era nánast alveg einlitar, með örlitlum blæbrigðum í tón og áferð. Það er ljóst að Harpa er að ganga eins langt og hún getur í þessum myndum og spurningin er hvort hún hefur ekki gengið einu skrefi of langt. Það er ekki nógu mikið að gerast innan hverrar myndar til að þær geti staðið einar sér. Maður leitar ósjálffátt að sam- anburði milli málverkanna, en dvel- ur ekki við hverja og eina. Það er eins og það vanti einhverja yfir- borðsspennu innan myndflatarins. Sú mynd sem vakti mesta athygli mína var sú stærsta. Allt yfirborð myndarinnar er þakið hárfínum sprangum, eins og sést oft á gömlum myndum. Sprangumar gefa þeirri mynd einmitt það sem vantar í hinar. Minni myndimar þrjár búa yfir rneiri dýpt og um þær leikur óræð birta í mjólkurlituðu hálfgegnsæi. Það sem Harpa er að vinna með, ofurnæmleiki gagnvart hinu ofur- litla, krefst mikillar nákvæmni og ögunar. Annars getur útkoman orð- ið það sem kalla mætti tilfinninga- semi yfirborðsins, ýkt tilfinningaleg viðbrögð við yfirborði og áferð, sem gefur ekki tilefni til þess. Mér sýnist að það sem Harpa er að fást við í þessum verkum sé ekki ennþá út- kljáð, en sýningin ber með sér að hún hefur bæði ríkan skilning og til- finningu fyrir því sem hún er að gera. Gunnar J. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.