Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Félagsdómur hefur úrskurðað vélstjórum hjá Landsvirkjun í vil 18,5% launahækkun frá 1. aprfl á liðnu ári FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt vél- stjórum hjá Landsvirkjun 18,5% launahækkun að meðaltali frá 1. apr- íl á síðasta ári auk 4% launahækkun- ar frá síðustu áramótum. Samanlagt geta algengar greiðslur til vélstjór- anna vegna þessa hvers um sig numið 700-800 þúsund krónum, en vélstjórar hjá Landsvirkjun eru tæp- lega sextíu talsins. Að auki hefur úr- skurður Félagsdóms áhrif á kjör vél- stjóra víðar í þjóðfélaginu, svo sem vélstjóra hjá Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi og vélstjóra á Keflavíkur- flugvelli, en kjör þeirra eru tengd kjörum hjá Landsvirkjun með bein- um eða óbeinum hætti. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, sagði að málið hefði risið vegna greinar í kjara- samningi Vélstjórafélagsins og Landsvirkjunar sem tryggði vél- stjórum í Landsvirkjun aldrei minni Fjölskyldu- líf á Þing- völlum ÚTI á hæfílega stórum hólma á Þingvallavatni héldu þessi grá- gæsahjón sig ásamt ungunum sinum tíu. Þau höfðu reyndar brugðið sér í göngutúr upp á veginn skammt frá Valhöll en fóru að beiðni Ijósmyndarans aftur út í hólmann, þar sem hann hafði séð þau áður, og leyfðu honum að mynda sig í bak og fyrir. Stefnt að fundi í Smugudeilu HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að því stefnt að halda þríhliða fund í deilu ís- lands við Rússland og Noreg um veiðar í Smugunni í Barentshafí íyrir miðjan næsta mánuð. Hall- dór ræddi Smugudeiluna í gær við Jevgení Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands. „Prímakov sagðist myndu vinna að því að þríhliða fundur gæti orðið fyrir miðjan næsta mánuð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Ekki hefur verið haldinn þrí- hliða fundur embættismanna ríkjanna síðan á síðasta ári, fyrir stjómarskipti í Rússlandi. Énn hefur ekki verið skipaður nýr sjávarútvegsráðherra þar í landi og segir Halldór að það hafi tafíð að haldinn yrði nýr fundur. kjarabætur en yrðu hjá Áburðar- verksmiðjunni, en vélstjórar hjá Landsvirkjun hafa ekki verkfalls- rétt. Síðan hefði það gerst í Áburð- arverksmiðjunni að tekinn hefði verið upp framleiðslutengdur bón- us. Laun vélstjóra hjá Landsvirkjun hefðu ekki hækkað við það fyrr en sett hefði verið fast gólf í bónusinn sem nam 12%. Það hefði verið yfír- fært í kjarasamning Landsvirkjun- ar, en þegar bónusinn var festur í 21% hefði Landsvirkjun ekki viljað yfirfæra það í kjarasamninga sína. Ágreiningnum hefði verið vísað til Félagsdóms sem hefði úrskurðað Vélstjórafélaginu í vil. Þýðir ekki sjálfkrafa hækkun Viðkomandi kjarasamningsákvæði er svohljóðandi: „Verði breyting á umsömdum launum vaktstjóra hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og Sem- FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt gildan úrskurð úrskurðamefndar vegna samkomulags Félags ís- lenskra náttúrufræðinga við fjár- málaráðherra, Reykjavíkurborg og Reykjalund um breytingar og fram- lengingu á kjarasamningi sem gerð- ur var á síðasta ári. í frétt frá FÍN segir að með þvi að staðfesta niður- stöðu úrskurðamefndar sé ljóst að náttúrufræðingar sem starfí á Rík- isspítulum eigi að vera á 30 til 40% lægri launum en aðrir náttúrafræð- ingar sem starfa hjá ríkinu. Félag íslenskra náttúrufræðinga stefndi ríkissjóði vegna úrskurðar úrskurðarnefndar frá 18. mars þar sem kveðið er á um forsendur fyrir röðun í launaramma A, B og C sem gerast átti í framhaldi af aðal- kjarasamningi 5. júli í fyrra. Taldi félagið að úrskurðurinn, sem full- entsverksmiðju ríkisins á samnings- tímanum skulu laun vélfræðinga hjá Landsvirkjun samræmd þeim.“ Seg- ir í úrskurði Félagsdóms að þetta þýði ekki sjálfkrafa hækkun á laun- um vélfræðinga hjá Landsvirkjun verði breytingar á launum vaktstjóra í Áburðarverksmiðjunni. Líta verði svo á að slíkar breytingar gefí tilefni til athugunar á því hvort samræmi sé í launakjöram. Síðan segir að gögn málsins beri með sér að ákveðið samræmi hafi lengi verið í launakjöram þessara tveggja hópa, enda hafí almennt ver- ið fallist á launahækkanir til sam- ræmis ef undan sé skilinn fram- leiðslutengdur kaupauki. Þegar litið sé til kjarabóta sem orðið hafi í Áburðarverksmiðjunni með samn- ingi 28. apríl 1997 sé ljóst að sam- ræmi sé ekki lengur i launakjörum í skilningi ofannefndrar greinar trúar Ríkisspítala og ríkissjóðs standa að, sé haldinn slíkum ann- mörkum að hann geti ekki gegnt því hlutverki sem slíkum úrskurði sé ætlað að vera í kjarasamningi málsaðila. Rök félagsins era meðal annars þau að ógemingur sé fyrir nokkurn félagsmann, sem starfi hjá Ríkis- spítulum, að átta sig á því hvar hann eigi heima í launakerfínu. Það sé hins vegar eitt meginatriða við gerð kjarasamnings að ganga svo frá málum að þeir sem taka eigi laun eftir honum geti áttað sig á þvi hver þau skuli vera. Þá sé Ijóst af úrskurðinum að Ríkisspítulum sé selt sjálfdæmi um það í öllum tilvik- um hvort starfsmaður raðist þannig að hann fái launahækkun miðað við eldra launakerfið. Einnig segir í rökstuðningi FIN kjarasamninganna. Vegi þar þyngst að framleiðslutengdur kaupauki, sem gilt hafi frá árinu 1985 í Áburð- arverksmiðjunni og var lægstur 12% og gat hæstur orðið 20%, hafi verið felldur niður og laun í þess stað hækkuð um 21%. Áður hafí verið fallist á að bæta kjör um þann hluta kaupaukans sem ekki var fram- leiðslutengdur, þ.e. 12%, og beri því einnig með vísan til ofannefndrar greinar „að samræma launakjör þeirra þeirrí launahækkun, sem vél- fræðingar í viðmiðunai-hópnum fengu er kaupaukinn var felldur inn í fast kaup, auk 4,7% almennrar launahækkunar.“ Málið hefur verið um það bil ár í dómskerfinu. Félagsdómur vísaði því frá vegna vanreifunar og var þeirri frávísun vísað til Hæstaréttai', sem staðfesti þá niðurstöðu, áður en málið kom aftur til kasta Félagsdóms. að aðlögunamefndum sé hvorki ætl- að að raða einstaklingum í launa- flokka né að semja um einstaklings- bundin launakjör heldur sé verkefni þeirra að ákvarða reglur um röðun starfa. Röðunarreglur eigi hins veg- ar að byggjast á þeim kröfum sem starf gerir til starfsmanna hlutað- eigandi stofnunar og eiginleikum starfsmannsins. Telur félagið úr- skurðarnefndina hafa farið út fyrir það umboð sem hún hafði frá samn- ingsaðilum við að útfæra hið nýja launakerfi. Niðurstaða Félagsdóms var hins vegar sú að ríkissjóður skuli sýkn, þ.e. að úrskurðamefndin hafi ekki farið út fyrir umboð sitt, og að úr- skurðurinn skuli standa. I Félags- dómi sitja: Auður Þorbergsdóttir, sem er formaður, Kristjana Jóns- dóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Yænta má skerð- ingar á af- gangsorku REIKNA má með að til skerðingar á afgangsorku til stóriðju og ótryggðu rafmagni til almenningsrafveitna þurfi að koma á hausti komanda vegna þess að árferði hefur reynst óhagstætt fyrir vatnsbúskap Lands- virkjunar að undanfórnu. Þetta er meðal niðurstaðna fundar fram- kvæmdastjómar Landsvirkjunar sem haldinn var í gær, en þá var rætt um ástand vatnsbúskapar og við- brögð við því. I fréttatilkynningu frá Landsvirkj- un segir að ástæður hugsanlegrar skerðingar séu einkum þær, að rennsli í ám sé um þessar mundir með minnsta móti, óvenju lítil snjóa- lög á hálendinu og lítil sem engin bráðnun jökla enn sem komið er. Að- stæður þessar geti hins vegar breyst til batnaðar á næstunni þannig að skerðingin verði minni en meiri. Þau stóriðjufyrirtæki sem þessi skerðing á afgangsorku gæti bitnað á era Islenska álfélagið (ISAL), ís- lenska járnblendifélagið og Áburðar- verksmiðja ríkisins í Gufunesi, að sögn Guðmundar Inga Ásmundsson- ar, verkfræðings og deildarstjóra kerfisdeildar Landsvirkjunar. Hann segir að skerðingin gæti valdið því að fyrirtækin þurfí að draga úr fram- leiðslu. Þá geti fyrrgreind skerðing haft áhrif á þau fyrirtæki sem kaupi ótryggt rafmagn af almenningsraf- veitunum. Þar á meðal séu til dæmis ýmsar loðnubræðslur og svokallaðar R/O-veitur, en það era kyntar hita- veitur sem nota annaðhvort rafmagn eða olíu. Á fundi framkvæmdastjómar í gær var ákveðið að Landsvirkjun, í samstarfí við Orkustofnun, geri sér- staka úttekt á ástandi vatnsbúskap- arins á hálendinu og þeim þáttum sem gætu haft áhrif á hann. Að þeirri úttekt lokinni meti Landsvirkjun stöðuna á nýjan leik. Sigurður T. Magnússon og Guð- mundur Skaftason. Milli 30 og 40% lægri laun . hjá Ríkisspítulum í frétt frá FÍN í gær eftir að dóm- | urinn lá fyrir segir m.a.: „Dómurinn þýðir að aðlögunar- nefnd og úrskurðamefnd hafa mjög víðtækt umboð til að gera þann hluta kjarasamnings sem fjallar um for- sendur fyrir röðun félagsmanna í launaflokka. Með því að staðfesta niðurstöðu úrskurðamefndar er um leið staðfest að náttúrafræðingar sem starfa á | ROdsspítulum eigi að vera á 30-40% > lægri launum en aðrir náttúrufræð- j ingar sem starfa hjá ríkinu. Það er | umhugsunarefni einstakra félags- manna sem starfa á Ríkisspítulum hvort þeir vilja sæta þeim kjöram." Morgunblaðið/María Solveig Héðinsdóttir Úrskurðað í máli náttrirufræðinga gegn rikinu hjá Félagsdómi Alit nefndarinnar óbreytt 8SÍBUR jtlox/óuublabiö Á urVERINU ► VERIÐ fjallar meðal annars í dag um markaði og verðbreytingar á þeim, um skynmat á ferskum físki, þróunarstarf hjá SÍF, fremur bjart útlit á rækjumarkaði vestra og verðhækkanir á íslenskum sjávarafurðum. 4 SÍÐUH J'i Sólvelg uppá- haldsdukka 4SÉEMJR Norðmenn skelltu Brasilíu Ítalía • Keflavík mætir • lagði Noregi : Leiftur B1 B1 B3 i i l í:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.