Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleyfi í fimm- tíu ár HÁLF ÖLD er í dag liðin frá því að Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, samþykkti útgáfu flugleyfis til Loftleiða til áætlunarflugs milli íslands og Bandaríkjanna. Hjálmar Finnsson, sem var for- sijóri Loftleiða á árunum 1949 til 1952, vann að um- sókn leyfisins. „Þannig var að árið 1947 var tekin sú ákvörðn að ég færi að vinna í að fá flugleyfi til áætlunarflugs milli íslands og Bandaríkjanna. Þá var ég umboðsmaður Loftleiða í Bandaríkjunum og ég sótti um leyfið í eigin nafni vegna þess að Loftleiðir voru ekki skrásett fyrir- tæki í Bandaríkjunum." Að sögn Hjálmars fylgdi þessu mikil skriffinnska. Samþykkt ríkissljórnar fs- lands og flugmálastjóra um að Loftleiðir sæju um þessa leið var nauðsynleg áður en sótt var um. Hjálmar samdi svo umsóknina en í lienni þurfti að færa rök fyrir leyfísveitingunni og var umsóknin á við „heila bók“, að sögn Hjálmars. Umsóknin var lögð fyrir flugráð Bandaríkjanna 3. febrúar, en 26. maí 1948 gaf framkvæmdastjóri heimild um útgáfu flugleyfis til Loftleiða sem var svo samþykkt 24. júní sama ár. Fyrsta flugferðin samkvæmt áætlunarflugi var svo farin 25. ágúst 1948. Meðal farþega voi-u þeir Steingrímur Her- mannsson, síðar forsætisráðherra og bankastjóri, og Runólfur Þórðarson, síðar framkvæmdastjóri í áburðarverksmiðjunni, en þeir voru þá á leið til náms í Bandaríkjunum. Leitaði að gögnum í Bandaríkjunum Á þessum tíma tóku Loftleiðir upp svokölluð ferðamannafargjöld, sem voru mun ódýrari en tíðk- HJÁLMAR Finnsson sótti um flugleyfi Loftleiða f Banda- ríkjunum fyrir hálfri öld. s*-ui Oamn 3- wie» snrai* m> kí . crca, * '.x nMi xaat ■aamvtai'y t. c. m t»» i»ur <* * w** f .Ííitáer <£ tJ» -&ua£XK.r. . Ossiíít *>. 3S» imst Krawm-tt <t rottmit tm tManx rcwrf k r-M pwbliV !.«•.«« W*™ 1- IV t»- rí «?«■> aatumxsm <* **/“5*{ “5%. 11 # ja‘r t« á' £>6006* •ecA af th» 1» , . .. Sfatl r:<#&áTbý ths- 3etír'«t»r-/r MílV b* £ rtM Mááífaté of ÖBÍtöd *«' ftV ÍSWv 0* öf (tít' eri'AUgtt _ .. 25í.<- 29<r.t úf Ih#' fcíí'á*'* Bwwwsie »» e».Hyr‘ WMíy émfaUt** t#*' H&tmtm M&é* W >'*’■! 39 fyo« «*e- t* W «*•» Swríw ^ Cnrll iaeottMtöáf-Seairft Morgunblaðið/Ásdís AFRIT af leyfisbréfinu undirrituðu af Bandaríkja- forseta. aðist, og var fyrirtækið með þeim fyrstu sem bauð upp á þessi fargjöld. „Við sóttum um leyfí til flug- ráðs Bandaríkjanna fyrir þessum fargjöldum á _ þeim forsendum hve vélarnar væru hægfara.“ Á þessum tíma tók flug til New York íjórtán tíma. Fyrst var flogið til Gander á Nýfundnalandi, þar var tekið eldsneyti og svo haldið áfram. Hjálmar hefur í fórum sínum ljósrit af leyfisbréfi undirrituðu af Truman forseta og fleiri gögn sem tengjast málinu. „Það vildi þannig til að ég fór á sýningu sem haldin var árið 1987 hér á landi í til- efni 50 ára afmælis atvinnuflugs á Islandi. Þar vantaði öll gögn um þessi mál sem ég þekkti nú af eigin raun. Það varð því úr að ég fór til Bandaríkj- anna á skjalasöfn til að leita að þessum gögnum og fann þau. Ég gaf svo Flugleiðum ljósrit þar sem mér fannst þetta vera talsvert mikilvægur hluti í flugsögu Islands.“ Myndverk hvarf í Lágmúla Enginn krakki á ferðinni TRÉMYNDVERKIÐ „Stúlka“, sem var til skamms tíma til sýnis í anddvri ferðaskrifstofunnar Úr- vals-Útsýnar og Heilsugæslunnar í Lágmúla, er hoi-fið og hefur ekkert til þess spurst. Listamaðurinn Teddi, höfundur verksins, vai- er- lendis við störf fyrstu þrjá mánuði ársins og þegar hann leit inn í Lág- múlann skömmu eftir heimkomuna varð hann þess áskynja að lista- verkið var á bak og burt. Verkið er að sögn Tedda um 1,30 m á hæð og hátt í 80 kg að þyngd, úr rauð- viði og öðrum við- artegundum, og stendur á sökkli úr járnviði. Teddi kvaðst í fyrstu hafa haldið að verkið hefði verið flutt eitthvað til innanhúss en við nánari eftir- grennslan kom í ljós að svo var ekki. Hann segir það með ólíkindum að ein hver geri sér það að leik að ganga út með þetta stærðar- verk. „Þetta er ekkert sem menn taka undir höndina og ljóst að það er enginn krakki sem þarna hefur verið á ferð,“ segir hann. „Annars hélt ég nú að svona verk- um væri ekki stolið - nema þá eftir einhverja stórmeistara,“ bætir hann við. Bíræfið að stela listaverki um hábjartan dag Teddi tilkynnti hvarf „stúlkunn- ar“ til lögreglunnar, sem hefur málið til rannsóknar. Björn Ingólfsson, fjármálastjóri hjá Úrvali-Útsýn, sem hefur um- sjón með listaverkum sem sýnd eru í anddyri ferðaskrif- stofunnar, segir að sér þyki það ótrúlega bíræfið að stela lista- verki um há- bjartan dag, á stað þar sem er mikill umgang- ur fólks. Hann segir dyrnar opnar frá klukkan átta á morgnana til sjö á kvöldin, þegar heilsu- gæslunni er lok- að. Aðspurður hvort verksins hefði ekki verið saknað eftir að það hvarf í vetur segir hann ekki auðvelt að fylgjast með því, hann hefði jafnvel haldið að listamað- urinn væri sjálfur búinn að taka það. Nú væri hins veg- ar komið í ljós að svo væri ekki og auðvitað væri það afar leiðinlegt að því hefði verið stolið. MYNDVERKIÐ „Stúlka“ er um 1,30 m á hæð og hátt í 80 kg að þyngd, úr rauðviði og öðrum viðartegundum, og stendur á sökkli úr járnviði. Á myndinni má sjá hluta myndverksins. Nýir möguleikar fyrir heyrnarlausa kynntir á norrænni ráðstefnu um heyrnarfræði Geta heyrt á ný með kuðungsígræðslu ✓ Ymsar nýjungar voru kynntar á norrænni ráðstefnu um heyrnarfræði sem haldin var um síðustu helgi. Aberandi var umræða um kuðungsígræðslu, en með henni geta heyrnarlausir fengið heyrn, mismikla eftir ---------------__—7-------- ástandi heyrnartauga. A ráðstefnunni kom fram að pottur virðist brotinn í þjón- ustu við börn sem fá kuðungsígræðslu, þau lendi t.d. á milli þess skólakerfís sem ætlað er heyrnarlausum annars vegar og heyrandi hins vegar. Kuðungsígræðsla í heyrnar- lausa var það mál sem mesta athygli vakti á norrænni ráðstefnu um heymarfræði sem haldin var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi, að sögn formanns ráðstefnunnar. Islenska heymarfræðifélagið og Heymarhjálp stóðu að þinginu ásamt Nordisk Audiologisk Sel- skap. Þingið er þrettánda NAS- þingið og það fjrsta sem haldið er á Islandi. Á sjötta hundrað manns af Norðurlöndum sóttu þingið og er það mesta þátttaka á NAS-þingi hingað til. Fluttir vora fyrirlestar um fjög- ur meginefni, arfgenga heymar- skerðingu, tónlist sem heymar- skaðvald, nýjungar í heymartækj- um og kuðungsígræðslu, þ.e. el- ektróður sem græddar era í kuð- ung heyrnarlausra. NAS-ráðstefnur era ólíkar hefð- bundnum læknaráðstefnum þar sem einungis læknar koma saman. Á NAS-ráðstefnur koma læknar, sérmenntaðir kennarar, heymar- tækjafræðingar og svo heymar- skertir sem nota heymartækin og þjónustu fræðinga. Nú vora fyrir- lestrar í fyrsta sinn túlkaðir á tákn- máli. Skortir stuðning við börn sem fá kuðungsígræðslu „Heymarfræðingar líta á kuð- ungsígræðslu sem aðgang heym- arlausra að samfélagi heyrandi,“ segir Einar Sindrason, yfirlæknir Heymar- og talmeinastöðvar Is- lands og formaður framkvæmda- stjómar ráðstefnunnar. „Nokkrir íslendingar hafa fengið kuðungsí- græðslu erlendis, bæði fullorðnir og böm. Upphaflega þurfti fólk einnig að fara utan til eftirlits en nú er því sinnt hér. Heymin sem fæst með heymartækjunum er ekki fullkomin, sumir heyra tak- markað, en aðrir nokkuð vel. Það fer eftir ástandi heymartauga en með réttri þjálfun getur fólkið tek- ið þátt í samfélagi heyrandi og má benda á bandarískar rannsóknir sem sýna það,“ segir Einar. Einn fyrirlesaranna, Valka Jóns- dóttir, er móðir barns sem fengið hefur kuðungsígræðslu. í máli hennar kom fram gagnrýni á þjón- ustu við þessi börn. Þau þurfi að fá mikla þjálfun í heyrn og tali eftir kuðungsígræðsluna en hér sé eng- inn sem beri ábyrgð á því að taka við bömunum. Þau þurfi því að fá þessa þjálfun fyrir utan skólakerf- ið. Það sé bæði dýrt, erfitt og tíma- frekt, þau eigi síðan erfitt upp- dráttar í almennum skólum vegna ónógs stuðnings. Ekki fullkomin heym I öðram fyrirlestram var sagt frá rannsóknum á börnum sem fengið hafa kuðungsígræðslu. Þær leiða í ljós nauðsyn þess að börnin fái samhliða tal- og heyrnarþjálfun kennslu í táknmáli. Markmiðið sé að auka fæmi og möguleika heym- arlausra til tjáskipta, táknmálið sé mikilvæg leið til þess. Einn fyrirlesaranna á ráðstefn- unni, Gylfi Baldursson, heymar- og talmeinafræðingur hjá Heyrn- ar- og talmeinastöðinni, segist sjá það íyrir sér að Vesturhh'ðarskóli geti sinnt þessum bömum meira. Hann telur óþarfa að fylgja námskránni í hma, heldur eigi að leggja meiri áherslu á tjáningar- þáttinn. Heymarlaus börn eigi að fá meiri íslenskukennslu og böm sem fái kuðungsígræðslu eigi að fá þar táknmálmskennslu og heymar- og talþjálfun. Gylfi segir það ekki fara milli mála að um byltingu sé að ræða í málefnum heymarlausra, þeir hafi nú möguleika á að fá heyrn. Þegar fullorðið fólk sem misst hafi heyrn eigi í hlut sé þetta einfaldara því það kunni málið og fyrir því sé kraftaverk að öðlast á nýjan leik heyi’nina. Gylfi segir þó rétt að minna á að því sé ekki haldið fram að þessi börn eða einstaklingar fái nálægt því eðlilega heyrn. „Þau era eftir sem áður talin heyrnarskert og sum tilheyra heyrnarlausum til að byrja með. En ef þessi tækni dugar, og hún er í örri þróun, til þess að veita bömunum tækifæri til aðgangs að samfélagi heyrandi, íslensku málsamfélagi, þá er rétt að kappkosta að veita þeim það. Þetta er í rauninni bara ný gerð heymartækis, nýr möguleiki fyrir heymarlaus börn og það hlýtur að eiga kappkosta að nýta hann. Til þess verður kerfið einhvern veginn að koma til móts við tal- og hlust- unarþjálfun þessara barna en eins og er er hún ekki fyrir hendi.“ Hálfs árs bið eftir heyrnartækjum Á ráðstefnunni var einnig rætt um þjónustu við heymarskerta. Einar segir mikla áherslu lagða á að sjúklingar hafi beinan og greið- an aðgang að þjónustu. Spamaður setji þó svip sinn á þá þjónustu sem sé í boði hérlendis. „Áður var engin bið eftir heyrnartækjum en nú er orðin hálfs árs bið eftir þeim. Þótt hópurinn sem við þjónustum fari ört stækkandi er ekki ráðið fleira fólk né veittir peningar til sam- ræmis við fjölgunina. Nú nota um 8.000 íslendingar heymartæki, svo hópurinn sem við þjónustum er stór og heyrnarskertum fjölgar jafnt og þétt. Fáir bætast hins veg- ar í hóp heymarlausra, ekki nema tveir til þrír á ári. Áður vora mun fleiri sem misstu heyrn vegna rauðra hunda og heilahimnubólgu en þau tilfelli era afar sjaldgæf nú.“ Einar segir framfarir á sviði heyrnarfræði stöðugar og á sýn- ingu sem haldin var meðfram ráð- stefnunni var sýndur fjöldi nýrra eða endurbættra heyrnar- og mælitækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.