Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA PÉTURSDÓTTIR + Helga Guðrún Pétursdóttir fæddist í Iteykjavík 17. ndvember 1925. Hún lést á Landspít- alanum hinn 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 23. júní. Kæra „Helga systir“ eins og þú varst alltaf kölluð í fjölskyldunni. Nú ert þú einnig farin í ferðalagið langa eins og litla systir þín Jara (mamma mín) fór í fyrir aðeins þremur vik- um eða þann 16. maí sl. Eg sé fyrir mér ykkur systurnar sameinaðar og í miklum kærleika. Kæra Helga systir ég þakka þér fyrir mjög nána samfylgd sem móð- ursystur í þessu lífi hér. Eitt sinn var ég í vandræðum með kjól sem ég var að sauma fyrir nemendamót Verzlunarskóla íslands árið 1970 og ég þá 17 ára og var komin út á ystu nöf hvað varðaði saumaskapinn. Hvað átti þá til bragðs að taka? Hr- ingja bara í „Helgu systur". Svarið var: Elsku Gunna mín, mér væri ljúft ef ég gæti aðstoðað þig. Kjóllinn var saumaður og farið í honum á Nemendamótið. Þú Helga mín hafðir alltaf tíma til þegar ég þurfti að spyrja þig eða fá hjálp, ég tala nú ekki um eitthvað sem varð- aði handavinnu. Pú skildir betur en nokkur annar þegar mamma var sem veikust fyrir u.þ.b. tveimur ár- um, og óeigingirni þín kom aftur eins og áður í ljós. Pað sem gerðist var, að þú komst mömmu mjög á óvart, hún var hissa á þvi hvað þú hafðir mjúkar hendur og hvað þú varst blíð og góð. Hún var sárþjáð og þú veittir henni huggun sem stóra systir hennar. Eg held að þessar stundir hafi sameinað ykkur aftur og þið urðuð eins og áður mjög nánar systur. Það varst þú sem hún kaus að hafa hjá sér. Eftir þetta veiktist þú af þessum skæða sjúkdómi sem tekur marga úr fjölskyldunni, samt sem áður varst þú aldrei upptekin af þínum veikindum, heldur hvernig litla systir þín hefði það í dag. Ávallt sama æðruleysið. Mamma (Jara systir þín) og Bergrún systir mín þá aðeins 38 ára, sem kvaddi þennen heim fyrir þremur árum; þær ein- kenndi einnig þetta stöðuga æðru- leysi. „Ég vona að það sé ættgengt". Elsku Helga mín ég þakka þér fyrir alla þá huggun sem þú gast veitt mér, þó að þú værir orðin fár- veik sjálf, og segir það mikið um þig og þína óeigingimi. Mér fannst vont að frétta það að þú værir að skilja við þennan heim rétt eftir að við Gunnar og Sváfnir komum hingað til Spánar. Ég veit að þið systumar Jara og Helga leið- ið Bergrúnu systur mína núna á milli ykkar, „eða leiðir hún ykkur“? Elskumar mínar allar, farið í Guðs friði. „Hengi pabbi“ og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk til þess að skilja þetta og veiti hann ykkur huggun í sorg ykkar, Guðrún Antonsdóttir og fjölskylda. Elsku Henge mamma, eins og ég kallaði þig alltaf. Nú er komið að kveðjustund. Minningamar streyma að og þær em ótæm- andi. Állar stundimar er ég átti hjá ykkur Henge pabba í Háa- gerðinu, frá því ég man eftir mér. Að ógleymd- um öllum handunnu gjöfunum sem þú gafst mér og systram mínum, t.d. útsaum- uðum handklæðum, prjónuðum sokkum, hekluðum töskum og þannig mætti lengi telja sem mér vora ákaflega hjartfólgnar og á ég þær margar ennþá, þann dag í dag. Nú ekki má gleyma brúnu krydd- kökunni sem þú hélst áfram að gefa mér í öll árin er ég bjó erlendis, ásamt laufabrauðinu um öll jól. Þú áttir svo mikið æðraleysi til og óeigingjöm gafstu öllum af þínu stóra hjarta. Þið systur vorað akk- eri Z.P. ættarinnar, hélduð utan um ættarmótin, spilakeppnimar, jóla- skemmtanirnar, frænkugillin og margt fleira. Ég vona að við sem eftir erum verðum dugleg að halda utan um þetta, ásamt Sturlu bróður ykkar, en hann er núna einn eftir af 15 systkinum. Þið systur hugsuðuð ákaflega vel um bróður ykkar, svo þetta er mikill missir fyrir Sturlu frænda. Megi Guð gefa honum styrk í sorg sinni. Það er sárt að missa ykkur mömmu með svona stuttu millibili, en ég veit að mamma og Bergrún systir taka fagnandi á móti þér. Elsku Henge mamma, ég vil þakka þér allt sem þú kenndir mér, og þú gafst mér svo mikið af þér, hafðir alltaf tíma fyrir mig. Elsku Henge pabbi, Hilda, Gunna, Jóa og Konni, megi Guð og almættið gefa ykkur styrk. „Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Því hvað er að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?“ (Spámaður- inn e. Kahlil Gibran). Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Hvíl í friði. Eyrún. Kær skólasystir er horfin sjónum okkar, sú fjórða sem kveður úr ár- gangi nemenda Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1944-45. Við erum nokkra stund að átta okkur á og sætta okkur við þessi vistaskipti vina okkar sem hverfa. Minningar frá samverustundum hrannast upp í hugann þegar Helga Pétursdóttir kveður okkur. Helga kom í skólann svolítið seinna en við hinar, hún hafði fengið forfalla- 4r t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Glaðheimum 16, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, Guðjón Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sjöfn Þórsdóttir. þriðjudaginn 23. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Bergþórsdóttir, Haraldur Bergþórsson, Guðlaug Bergþórsdóttir, Hjördís Bergþórsdóttir, Helgi J. Bergþórsson, pláss. Við vorum farnar að kynnast og biðum mjög spenntar eftir þess- ari Reykjavíkurstúlku, myndi hún falla í okkar farvegi? Svo var það kvöld leitt að við sát- um allar með handavinnu í dagstof- unni, vefnaðarkennarinn var að lesa fyrir okkur úr ritum Jóns Trausta „Halla og Heiðarbýlið" þá heyrum við að eldhúshurðin er opnuð og inn í borðstofuna gengur hljóðum skref- um stórglæsileg stúlka og alla leið inn í dagstofuna kemur hún og heilsar. Það var ekki um að villast, hún féll með það sama inn í samfé- lag okkar. Þarna var komin Helga, hún sagði okkur síðar að erfið hefðu þessi fyrstu spor verið því allra augu störðu á hana og mældu út, já hvernig skyldi nú þessi vera. Ekki brást Helga, alltaf sama prúð- mennskan og dugnaðurinn. Hún var bráðmyndarleg í sér, sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort það var matargerð, handavinna, vefnað- ur eða að hlýða þeim reglum sem skólinn setti okkur. Allt var unnið með hógværð, vel og skipulega. Helga var öllum ljúf og kær, bæði kennuram og okkur skólasystrun- um. Við höfum haldið tryggð og vin- áttu í rúma hálfa öld og upp á það héldum við er við heimsóttum skóla- systur okkar austur fyrir fjall og áttum þar ógleymanlegan dag, rifj- uðum upp veruna á Laugalandi og tókum lagið eins og oft í gamla daga. Helga Thorvaldssyni manni Helgu viljum við þakka allt sem hann gerði fyrir okkur, keyrði með okkur landshluta á milli með mestu varfærni svo öllum leið vel í farar- tæki hans. Við sendum Helga, börnum hans, barnabömum og öðram ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Helgu okkar þökkum við yndislega sam- fylgd um leið og við rifjum upp ljóð- ið sem við sungum með söngkenn- ara okkar. Með svanaflugi flýr hún, til fegri landa snýr hún, þar sól og sæla er vís. Þar blómalund sér býr hún, mín blíða sumardís mín blíða sumardís. (GM) Margrét P. Hallsdóttir. Ég ólst upp við þá vissu að þú værir amma mín, þetta var áður en ég sldldi það hugtak til hhtar. Og það var ekld fyrr en seinna að ég áttaði mig á því að í raun varstu ekki með réttu amma mín heldur ömmusystir, og Helgi afi ekki með réttu afi minn, samkvæmt skilgreiningu ættfræð- innar. En það skipti mig engu máli, þið vorað amma og afi og erað það í mínum huga. Það verður víst tamast sem í æskunni nemur. Skyldleikinn skiptir sennilega ekki máli, ef um- hyggjan er til staðar, og ég hef svo sannarlega fundið fyrir þeirri um- hyggju. Mér eru sérstaklega minnistæðar fjölmargar heimsóknir í Háagerði 29 og þá era líklega jólaboðin og spiladagarnir efstir í huga. Sem barn beið ég þessara daga með mik- illi tilhlökkun og eftirvæntingu. Þessar heimsóknir era letraðar stóram stöfum í bernskuminning- unni. Á seinni áram hef ég svo áttað mig betur á, af hverju þið lögðuð svo mikinn metnað í þessar fjöl- skyldu- og ættarhátíðir. Sá skiln- ingur sem þú hafðir á mikilvægi þess að halda fjölskyldunni saman, gefa skyldmennum tækifæri á að hittast og kynnast finnst mér aðdá- unarverður. Glæsileiki í mannlegum samskiptum og umhyggja fyrir þeim fjölmörgu sem stóðu þér nærri eru eiginleikar sem ég vona að ég hafi og geti lært af þér. Einnig man ég sérlega skýrt eftir ferð okkar í Rússajeppanum í júní 1970 til að skoða gosið í Heklu. Þó ég hafi aðeins verið nýorðinn GUÐMUNDUR E. EINARSSON + Guðmundur Eyjólfur Ein- arsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. júní síð- ast.liðinn. Foreldrar hans voru Einar Sveinbjörnsson bóndi og útgerðar- maður í Sandgerði, f. 19. jan. 1860 í Sandgerði, d. 29. júlí 1937, og seinni kona hans Messí- ana Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 25. desember 1891 á Stað í Staðarsókn, d. 5. des. 1969. Bróðir Guðmundar er Einar Einarsson prentari f. 1919, kona hans Ragnheiður Jóhann- esdóttir, f. 1921. Hálfsystkini Guðmundar, samfeðra, eru Sveinbjörn, f. 1884, Guðrún, f. 1887, Magnea Bjarnveig, f. 1890, Margrét Jónina, f. 1893, og Ingibjörg f. 1897. Guðmundur kvæntist 16. ágúst 1947 Sigurjónu Steingrímsdótt- ur, f. 25. apríl 1923 á Sveins- stöðum við Nesveg í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Steingrímur Sveinsson verk- stjóri og bóndi á Sveinsstöðum, f. 18. febr. 1888 í Reykjavík, og kona hans Gunn- hildur Sigurjóns- dóttir, f. 1902 í Keflavík. Sonur Guðmundar og Sig- urjónu er Gylfi Örn, f. 16. maí 1947. Kona hans er Marta Sigurðardóttir, f. 29. mars 1948. Þeirra börn eru: 1) Edda Jóna Gylfa- dóttir, f. 1967, gift Guðlaugi Viktors- syni f. 1963, og eru börn þeirra Viktor Orn, f. 1987, Gylfí Bragi, f. 1990, og Agnes Edda, f. 1998. 2) Þórunn Heiða, f. 1972. 3) Guðmundur Örn, f. 1975. Guðmundur Einarsson hóf störf hjá Útvegsbanka fslands árið 1935 og starfaði þar til ársins 1981, lengst af sem aðal- bókari bankans. Hann tók virk- an þátt í félagslífí bankans, gegndi trúnararstörfum, sat í sljórn starfsmannafélagsins og einnig í stjórn SÍB. Guðmundur var gerður að heiðursfélaga starfsmannafélags Útvegs- bankans árið 1981. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur systkinin langar að minnast afa með nokkrum orðum. Minningar okkar um hann eru margar og yndislegar. Það var gott að koma til afa og ömmu á Hagamel. Afi tók alltaf á móti okkur með mikilli hlýju og hann settist oft við píanóið og spilaði nokkur lög svona eins og til að fá rétta stemmningu í húsið. Okkar fyrstu minningar eru frá því þeg- ar við fengum að sofa hjá ömmu og afa og þá var alltaf farið niður að Tjörn eða í bíltúr. Hann kenndi okkur að spila og voru ófáar stundirnar þegar spilaður var Manni eða Kassjón. Áfi hafði yndi af tónlist. Óperur voru í sérstöku uppáhaldi og tenórar eins og Gigli, Caruso og Björling voru hans menn. Hann var víðlesinn, enda minnumst við hans ávallt með bók í hendi. Hann var minn- ugur á allt sem hann las og sagði okkur hinum frá svo mörgu skemmtilegu. Afi var fróður um landið og hafði svo gaman af því að ferðast og þá þriggja ára er þessi ferð mér afar minnistæð. Þá er einnig minnistæð- ur tími þegar við bræður hittum ykkur í New York nýlega. Enn og aftur kom í ljós hvað stórfjölskyldan er ykkur mikilvæg og þekking þín og Helga afa á hinum ótrúlegustu málefnum athygliverð. Mér fannst það merki um ótrúlegan kraft og lífsgleði af ykkar hálfu að hafa lagt í þá ferð. Ég á erfitt með að skrifa þessar fáu línur án þess að minnast og þakka fyrir þá aðstoð sem þú hefur veitt móður minni og fjöldskyldunni í gegnum tíðina. Þó það sé erfitt að festa það á blað, þá er það mín skoðun að það er slík umhyggja og ástúð fyrir vinum og skyldmennum sem gerir mennina mikla. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnir og fyrir það góða for- dæmi í mannlegum glæsileika sem þú alltaf gafst. Ég og Inga Sigrún, Hróar og móðir mín sendum þér elsku Helgi, börnum ykkar og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Svali H. Björgvinsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. fengum við auðvitað að koma með. Öll ferðalögin með tjaldið, vítt og breitt um landið þar sem ýmislegt var skoðað og brallað. Þetta vora engar venjulegar útilegur því þá var jafnvel eldað í mörgum pottum og bakaðar pönnukökur með kaffinu. Afi var vanur að vakna upp fyrir all- ar aldir og var þá oft búinn að kanna aðstæður í sveitinni áður en aðrir vöknuðu. Það var ekkert verið að eyða tímanum í vitleysu svo þessi ferðalög voru alltaf svolítil ævintýri. Afi sat aldrei auðum höndum. Hann var ætíð að dytta að öllu enda bar heimilið þess merki. Alltaf var allt í röð og reglu. Ná- kvæmnismaðurinn hann afi. Síðastliðin tvö ár vora afa erfíð þegar veikindi fóra að gera vart við sig. En afi breyttist lítið og var alltaf jafn hjartahlýr og fylgdist vel með okkur og yngstu fjölskyldu- meðlimunum. Við þökkum afa sam- fylgdina. Elsku amma, Guð fylgi þér og gefi þér styrk. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Edda Jóna, Þórunn Heiða og Guðmundur Orn. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hættvarnúaðslá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Snarað úr ensku) Blessuð sé minning vinar míns, Guðmundar E. Einarssonar. Árni Kr. Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.