Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þekktasti kaldastríðssagnfræðingur Bandaríkjanna á ráðstefnu í Reykjavík Stalín bar meginábyrgð á kalda stríðinu ENDALOK kalda stríðsins komu John Lewis Gaddis, þekktasta kaldastríðsagnfræðingi Bandaríkj- anna, á óvart. Hann segist enda engan þekkja sem hafi séð þau fyr- ir. „Þetta er eitt af því sem sagn- fræðirannsóknir dagsins í dag reyna að skýra, hvernig kerfi sem virtist vera stöðugt hrundi skyndi- lega,“ segir Gaddis, sem taka mun þátt í ráðstefnu sem hefst í dag um Norðurlönd og kalda stríðið. Hrun sovétstjórnarinnar bjó ekki aðeins til nýtt viðfangsefni handa sagnfræðingum heldur opnaði þeim einnig aðgang að skjalasöfnum kommúnistaríkjanna sem þangað til höfðu verið nánast alveg lokuð sagnfræðingum, bæði þeim sem störfuðu austantjalds og vestan. A síðustu árum hefur Gaddis ver- ið að vinna úr þeim upplýsingum sem þannig hafa fengist. I fyrra gaf hann út bókina We now know: Ret- hinking Cold War History þar sem dregnar eru saman niðurstöður hans um fyrstu ár kalda stríðsins, tímabilið til Kúbudeilunnar 1962. Niðurstöður hans eru þær að Stalín beri höfuðábyrgð á kalda stríðinu og að Bandaríkjamenn hefðu ekki get- að komið í veg fyrir það með að láta meira undan óskum Sovétmanna. Öll sagnfræði undir áhrifum stjórnmáia Kenningar Gaddis eru afturhvarf til skýringa á kalda stríðinu sem við- teknar voru á Vesturlöndum fyrir Víetnamstríðið, gerólík- ar þeim sem hann lýsti sjálfur meðal annars í einu þekktasta riti sínu fyrir aldarfjórðungi og sagt hefur verið að við- horfsbreytingin endur- spegli stökk til hægri. „Það er einfoldun á málinu að stilla upp mismunandi niðurstöð- um sagnfræðinga á þessu sviði sem hægri- og vinstristefnu," segir Gaddis. „Öll sagnfræði verður fyiir einhverjum áhrifum af pólitík, en ég reyni að fylgja heimild- um mínum eftir fremsta megni. Það er eðlilegt að sagnfræð- ingar sjái hlutina á mismunandi hátt, annað væri vísbending um að við værum ekki að starfa rétt.“ Einn þeirra sem gagnrýnt hefur nýjar niðurstöður Gaddis er norski sagnfræðingurinn Geir Lundestad. Þeir tveir og þrír aðrir fræðimenn munu taka þátt í hringborðsumræð- um um á ráðstefnunni í dag. Lundestad segir að bandarískir sagnfræðingar séu of uppteknir af því að fínna hver hafí átt sökina á kalda stríðinu því tvo þurfi til þegar tveir deila. Áhersla á hugmyndafræði og siðferðisspurningar „Við Lundestad reynum stund- um að gera sem mest úr ágreiningi okkar í umræðum til að gera þær líflegri,“ segir Gaddis og lofar að það muni þeir einnig gera í dag. Hann nefnir tvö meginatriði sem raunverulega greini þá að. „í fyrsta lagi legg ég meiri áherslu á áhrif hugmyndafræði á stjórnmálastefnu kommúnistaríkjanna, bæði Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra og Kína. Bandaríkjamenn og Vestur-Evrópu- menn höfðu reyndar sína eigin hugmynda- fræði líka, en ég held að hún hafí ekki veyið eins áhrifa- mikil í stjórnmálunum. Eg legg líka meiri áherslu en Lundestad á rétt og rangt í baráttu stórveldanna, ekki þó í þeim skilningi að ég felli sjálfur siðferðilega dóma um þau, heldur lít ég til viðhorfa fólksins sem upplifði upphaf kalda stríðsins. Vestur-Evrópumenn litu margir á baráttuna við Sovétríkin sem átök góðs og ills, en í kommúnistaríkjun- um hafði almenningur ekki sama viðhorf til sinna stjórnvalda. Mér fínnst lýsandi að líta til þess að að fólk flúði frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands en ekki öfugt og austur-þýska stjórnin öðlaðist aldrei það lögmæti í augum al- mennings sem hin vestur-þýska naut.“ Eitt af því sem Lundestad hefur gagnrýnt í söguskoðun þandarískra sagnfræðinga er að þeir séu of sjálf- hverfír, skoði aðeins bandarískar heimildir og hafi til dæmis ekki haft fyrir því að læra erlend tungumál. Ungir sagnfræðingar verða að læra fleiri tungumál Gaddis bendir á að áður en skjalasöfnin í austri opnuðust hafí úrval heimilda verið mun minna og þess vegna hafí Bandaríkjamenn einkum leitað í þarlend skjöl. „Nú eru aðstæður breyttar og ungir sagnfræðingar í Bandaríkjunum sem ætla að kanna sögu kalda stríðsins verða auðvitað að læra er- lend tungumál. Áherslan í rann- sóknum hefur líka breyst þannig að alþjóðasaga, þar sem horft er til sjónarhorna margra landa og skjalaheimildir tengdar samfélagi þeirra og menningu, hefur tekið við af eldri diplómatískri sögu þar sem aðeins voru könnuð skjöl um utan- ríkisstefnu einstakra ríkja.“ Gaddis segist ekkert hafa kannað sögu Norðurlanda í kalda stríðinu sjálfur enda sé annað markmið hans með þátttöku á ráðstefnunni að læra um það svið. „Gögn úr skjalasöfnum Rússa og Kínverja sýna einmitt að minni löndin höfðu oft mikil áhrif, til dæmis sjást þess oft dæmi að Aust- ur-Þjóðverjar hafi teymt Rússa í þá átt sem þeim hentaði og að Víetna- mar hafí sveigt stefnu Kínverja að eigin hagsmunum.“ Morgunblaðið/Þorkell John Lewis Gaddis Fjallað um utannldsstefiiu Svía á ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið Hlutleysi en hernaðar- samstarf við vesturveldin SÆNSKA hlutleysisstefnan var óraunsæ frá hemaðarlegu sjónar- miði en þjónaði engu að síður stjómmálalegum tilgangi. Sterkasti áhrifavaldurinn í utanríkisstefnu Svía eftir seinni heimsstyrjöld var hagsýnispólitík sem miðaði að því að styrkja eigin hlutleysisstöðu en útávið var hún réttlætt með hug- myndafræðilegum rökum alþjóða- hyggju. Þetta kemur fram f fyrir- lestri sænska fræði- mannsins Mikael Malmborg á ráðstefn- unni um Norðurlöndin og kalda stríðið, sem hefst á Grand Hóteli í dag. Malmborg segir að eftir stríð hafi Svíar, undir forystu Öster Undén, utanríkisráð- herra stjómar jafnað- armanna, helst kosið að alþjóðlegu öryggis- kerfí yrði komið á fót undir stjórn Samein- uðu þjóðanna. Fyrstu eftirstríðsárin voru uppi hugmyndir um að hlutleysisstefna eins og sú sem Sví- ar hefðu fylgt fram að þessu stæð- ist ekki lengur af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi vegna tilkomu kjarna- vopna og vegna aukinna efnahags- tengsla landa í milli. í öðru lagi vegna þess að Sameinuðu þjóðun- um, sem Svíar studdu heilshugar, var ætlað að koma á heildarörygg- iskerfí fyrir allan heiminn. í þriðja lagi vegna þess að í kalda stríðinu voru endurvaktar hugmyndir um „réttlætanlegt stríð“, beilum just- um. í baráttu um grunnsamfélags- gildi, milli lýðræðis og einræðis, væri hlutleysi siðferðilega óverj- andi. Norðurlöndin skjöldur hlutleysisstefnunnar Þegar ekki tókst að mynda ör- yggiskerfi á vegum Sameinuðu þjóðanna gripu Svíar til þess sem þeir töldu engu að síður næstbesta kostinn, að endurvekja hlutleysisstefnuna. Smám saman varð til stefna og rökfræði sem varði hlutleysið. Stjórnmálaleiðtogar landsins héldu því fram að sameiginlegri ör- yggisstefnu væri að- eins hægt að koma við fyrir allan heiminn og höfnuðu því svæða- bundnum bandalögum, að Norðurlöndum und- anskildum. Reynt var að auka vægi Norður- landa sem heildar til að mynda eins konar skjöld fyrir hlutleysis- stefnuna. Einnig var því haldið fram að hlutleýsi Svía myndi auka stöðugleika í allri Norður-Evrópu. Þessi stefna byggði einnig á þeirri kenningu sænskra stjórnvalda að hægt væri að aðgreina milliríkja- stjórnmál frá verslun og hug- myndafræði. I utanríkisstefnu sinni reyndu Svíar meðal annars að stuðla að myndun keðju hlutlausra ríkja milli vesturs og austurs í Evrópu. Keðjan átti að ná frá Svíþjóð og Finnlandi í norðri, gegnum Mið-Evrópu og til Júgóslavíu í suðri. Öster Undén átti mestan þátt í mótun hlutleysisstefnunnar, en Olof Palme sem varð forsætisráðherra 1968, bætti enn einum þætti við hana. „Svonefnd virk hlutleysis- stefna, sem miðaði til dæmis að því að hjálpa löndum í Þriðja heiminum til sjálfstæðis, var frá Palme kom- in,“ segir Malmborg. „í málflutningi hans ber lítið á því að hún hafí haft hagnýta pólitíska þýðingu fyrir Svía, en það er ljóst af framkvæmd stefnunnar að tengsl voru milli hennar og þörf Svía fyrir að styðja eigin hlutleysisstefnu. Oflin að baki kalda stríðinu vanmetin „Þeir sem réðu utanríkisstefn- unni vildu gjarnan sjá hlutleysis- stefnuna sem raunhæfan kost hern- aðarlega," segir Malmborg. „Stjórnendur hersins voru hins vegar þeirrar skoðunar að hún stæðist hvorki hernaðarlega né sið- ferðislega. Ég held að Svíar hafí í upphafi þegar hlutleysisstefnan var mótuð vanmetið þau öfl sem voru að verki í kalda stríðinu og ekki gert sér grein fyrir því að ómögu- legt væri að framfylgja efnahags- legu og hernaðarlegu hlutleysi. Af þessum sökum varð til ákveðin tvö- feldni í sænskri utanríkisstefnu, ekki vegna þess að sænskir stjórn- málamenn hafi kosið sér hana, heldur sem óheppileg afieiðing þessa vanmats." Malmborg segir að Bandaríkja- menn hafí mjög sóst eftir að fá tryggingar fyrir því að hernaðar- styrk Svía yrði beitt í þágu vestur- veldanna. „Slíkar tryggingar feng- ust ekki opinberlega, en óformlegt hernaðarsamstarf hófst engu að síð- ur. Einkum fóru þau skipti fram með milligöngu Breta. Svíar lofuðu líka að láta Sovétmönnum ekki í té upplýsingar um hátækni. Þegar tryggingar höfðu í raun verið gefn- ar á hernaðarsviðinu með þessum hætti sættu vesturveldin sig við pólitískt hlutleysi Sviþjóðar. Þetta kerfi mótaðist í byrjun sjötta ára- tugarins." Víglínan milli Svíþjóðar og Finnlands Malmborg segir að hernaðaráætl- anir NATO hafí eftir þetta miðað við að ein víglínan í hugsanlegu stríði við Sovétmenn lægi milli Sví- þjóðar og Finnlands. Finnar, sem einnig höfðu lýst yfir hlutleysi, voru þannig taldir til áhrifasvæðis Sovét- manna, og áætlanir voru til um að varpa kjarnorkusprengjum á fínnsku strandlengjuna ef til stríðs kæmi. Stjórnmálalega var hlutleysis- stefnan árangursrík því Banda- ríkjamenn virtu hana og Sovétmenn höfðu einnig ákveðinn hag af því að Svíar héldu henni. Hún virkaði því sem tæki til að draga úr spennu á Norðurlöndum. Efnahagslega og hernaðarlega var nokkuð ljóst að Svíþjóð taldist til Vesturveidanna. Það kemur skýrt fram í skýrslum sendiráðs Sovétmanna í Stokkhólmi að þeir vissu að reiknað var með Svíum í hernaðaráætlunum Atlantshafs- bandalagsins. Mikael Malmborg Ráðstefna um Norður- löndin og kalda stríðið hefst í dag Hring- borðsum- ræða um nýja túlkun ÞEKKTASTI kaldastríðssagnfræð- ingur Bandaríkjanna mun ásamt fjórum öðnim kunnum fi-æðimönnum taka þátt í hringborðsumræðum und- ir stjóm Björns Bjarnasonar menntamálaráðheira um nýja túlkun sagnfræðinga á þessu viðfangsefni á ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra flytur opnunan-æðu ráðstefn- unnar klukkan 15 en auk hans munu Christian Ostermann, stjórnandi kaldastríðssöguverkeftiis Woodrow Wilson stofnunarinnar, og Valur Ingimundarson sagnfræðingur, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar, flytja ávörp áður en umræðmmar hefjast. I hringborðsumi’æðunum taka þátt tveir BandaiTkjamenn og þríi’ Norð- urlandabúar. John Lewis Gaddis, prófessor í sagnfræði við Yale-há- skóla í Bandaríkjunum, hefur um langt skeið verið þekktasti fræðimað- ur á sínu sviði í heimalandinu. Geir Lundestad er alþjóðlega kunnur norskur sagnft’æðingur, pró- fessor og stjómandi Nóbelstofnunar- innar. James Hershberg er fyrrverandi stjórnandi kaldastríðssöguverkefnis Woodrow Wilson stofnunarinnar og nú aðstoðarprófessor í sögu við Geor- ge Washington-háskóla í Bandaríkj- unum. Krister Wahlback vai’ ráðgjafí Carls Bildt forsætisráðherra Svíþjóð- ai’ 1991-94 og þar áður prófessor í stjórnmálafræði við Stokkhólmshá- skóla. Odd Ai-ne Westad er stjórnandi rannsókna við norsku Nóbelsstofn- unina og séi’fi’æðingur í utanríkis- stefnu Sovétmanna og Kínverja á tímum kalda stríðsins. Fyrirlestrar á ráðstefnunni hefjast á morgun. Upplýsingar um ski’án- ingu er að fínna á alnetinu á netfang- inu htttp://www.coldwar.hi.is. ----------------------- Nýtt vefrit Svavars Gestssonar Minnsta blað á Islandi HUGMYND er heiti á nýju vefriti sem nýverið hóf göngu sína. Það kemur út einu sinni í viku og er „minnsta blað á íslandi" eða ein A-4 síða hvert tölublað, að sögn ritstjór- ans, Svavars Gestssonar alþingis- manns. Ritið er að finna á slóðinni http: //www.althingi.is/svavar/hugmynd. Ætlunin er að það komi út einu sinni í viku, að minnsta kosti, á hverjum mánudegi. „Maður telur sig þurfa að koma einhverju á framfæri þegar maður er í þessu starfí. Ég hef alltaf skrifað mikið og svo er maður líka alinn upp á blaði,“ sagði Svavai’ í samtali við Morgunblaðið í gæmorgun en þá var hann einmitt að vinna að þriðja tölublaðinu. Regluleg skilaboð um það sem mér er efst í huga „Þetta verða regluleg skilaboð um það sem mér er efst í huga,“ sagði hann og kvaðst með þessu ekki endi- lega vera að setja hlutina í stórt póli- tískt samhengi, en hann vildi nota sér þennan nýja miðil og nýja tækni. Auk eigin skrifa Svavars hyggst hann birta tilkynningar um fundi og annað slíkt fyrh' Alþýðubandalagsfé- lög og jafnvel aðra sem þess óska. „Það hafa mjög margir haft sam- band og viðbrögðin eru skemmtilega jákvæð, svo fólki finnst þetta greini- lega þarft framtak,“ segir Svavar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.