Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 48
~^48 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM WYLER ásamt Audrey Hepburn og Mario de Lanni við tökur á „Roman Holiday". JACK Hawkins og Charlton Heston í Óskarsverðlaunamyndinni Ben Húr. WILLIAM Wyler í leikstjórastólnum við tök- ur á myndinni „The Collector" frá 1965. WILLIAM WYLER í VETUR upplifði ég stórkost- lega stund frammi fyrir sjón- varpinu. I myndbandstækinu var sú margfræga mynd, The Best Years Of Our Lives, (‘46), og stóð undir væntingum. A allt lof skilið. Vafalaust ein besta mynd eins kunnasta leiksljóra þessarar aldar, Bandaríkja- mannsins Williams Wyler, (1902-1981), sem setti svip sinn á kvikmyndaheiminn í hartnær hálfa öld. Wyler fæddist í Sviss og var við fiðlunám í París er hann hitti frænda sinn „í Amer- íku“, Carl Laemmle, og örlög nemandans voru ráðin. Því frændinn var einn valdamesti maður hins blómstrandi kvik- myndaiðnaðar, sem æðsti mað- ur Universal kvikmyndaversins. Wyler vann fyrst við ýmis skrif- stofustörf, smáfærði sig uppá skaftið uns hann stjórnaði sinni fyrstu mynd, Crook Buster, 1925, liðlega tvítugur. Strax við gerð B-mynda og stuttmynda hjá Universal, komu einkenni Ieikstjórans fram, sem eru fyrst ~ og fremst öguð vinnubrögð. Einstök vandvirkni og íhugun selja mark sitt á allan hans fer- il. Wyler varð því snemma ill- ræmdur fyrir endalausar endur- tökur, jafnvel á atriðum sem skiptu engu höfuðmáli. Leikar- ar og annað kvikmyndagerðar- fólk forðaðist þó ekki nostrið og einræðislega tilburði hans á tökustað því snemma kom í ljós að hann skilaði árangri og varð fljótlega í miklu uppáhaldi hjá stórframleiðandanum Samuel Goldwyn. Þar fór ferill hans að blómstra, Universal var á þess- um árum lítil, fátæk og óspenn- andi B-myndaverksmiðja. Sam- vinna þeirra hófst árið 1936 með myndinni These Three, sem byggð var á leikritinu The Children’s Hour, eftir Lillian Hellman. Það fjallaði m.a. um samkynhneigð kvenna, sem var bannvara svo sviðsverkið var endurskrifað að miklu leyti fyr- ir kvikmyndagerðina. Wyler gerði því betri skil 1961, þá undir sínu rétta nafni. Leik- stjórinn var jafnan vandfýsinn á verkefni og sótti þau oft á leik- sviðið. Eitt þeirra var Dodsworth, (‘36), sem færði leikstjóranum sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu, ásamt aðalleikaranum, Walter Huston. Þessar myndir, og sú næsta, Dead End, (‘37), skipuðu Wyler í fremstu röð kvikmynda- leikstjóra, orðlögðum fyrir full- komnunaráráttu, kröfuhörku og árangur. Það var ekki heiglum hent að vinna fyrir hann, það var hreinræktað púl og þolin- mæðisvinna því flest atriði voru tekin aftur og aftur og aftur. Hann átti affarasæla samvinnu með Bette Davis, sem fræg var fyrir skaphita og sérvisku, en hún dáði hann öðrum leikstjór- um fremur. Samstarf þeirra færði henni Óskarsverðlaunin fyrir klassíkina Jezebel, (‘38). Þau störfuðu einnig saman að gerð The Little Foxes, (‘41), sem varð önnur sígild mynd, og færði báðum Oskarsverðlauna- tilnefningu. A hinu blómlega Goldwyn tímabili stjórnaði Wyler einnig Lord Laurence Olivier sem Heathcliffe í Fýkur yfir hæðir - Wuthering Heights, (‘39) og uppskar leikarinn Osk- ar fyrir vikið. Wyler hafði verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna þrjú ár samfleytt þegar röðin kom loks- ins að honum. Myndin sem færði honum þetta eftirsóttasta tákn velgengni í kvikmyndaheimin- um, var enn ein klassíkin, Mrs Miniver, (‘42), með sögufrægum leik Greer Garson, sem einnig innbyrti Óskarinn. Stríðið skall á og Wyler þjón- aði hinu nýja heimalandi sínu í sérsveitum landhersins. Afraksturinn var m.a. tvær sí- gildar heimildarmyndir. Memp- his Belle, (‘43), sem var endur- gerð fyrir nokkrum árum í leik- inni útgáfu, og Thunderbolt, (‘44). Eftir stríðið leiddi Wyler landsmenn í annarri baráttu; fijálslyndir Hollywoodbúar (iuöiiiumldr Kufu CieiríRiI • Framtíðin er okkar!; Vissuð þið, að samkvæmt ákveðnum hópi guðfræðinga, þá stenst aðeins óverulegur hluti þess sem sagt er í Nýja testamentinu? Lesið meira um þetta í bókinni. Kynningarkvöld fimmtud. 25. júní nk. kl. 20 að Smiðshöfða 10, R. gegn nornaveiðum McCarthy og Oamerísku nefndarinnar. Upp- frá þessu framleiddi hann allar myndir sínar samhliða leik- stjórninni. Nú urðu til ófá meist- araverk. Áður hafði hann þó lokið sinni síðustu og bestu mynd fyrir Goldwyn, hinni áð- urgreindu Bestu ár ævi okkar. Leikararnir hans, einkum leikkonurnar, voru sífellt að vinna til verðlauna. Óskarinn féll Oliviu de Havilland í skaut árið 1949, fyrir The Heiress, sem byggð er á skáldsögu eftir Henry James. Um þessar mund- ir uppgötvaði Wyler leikkonuna Audrey Hepburn og stýrði henni til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í Roman Holi- day, (‘53). Einstaklega heillandi mynd um prinsinn Gregory Peck, sem sleppur frá lífvörðum sínum í heimsókn til Rómar, og ástin blómstrar. I kjölfarið fylgdu fjölskrúðugar gæða- myndir, Detective Story, (‘51), The Friendly Persuasion, (‘56), og stórvestrinn The Big Country, (‘58). Árið 1958, þijátíu og þrem árumn eftir að Wyler var ráðinn aðstoðarleikstjóri við Ben Hur, var hann staddur í sömu spor- um, utan þess að nú var hann í leikstjórastólnum. Árangurinn var ein magnaðasta stórmynd allra tíma. Ben Hur, (‘59), varð síðasta stórvirki leiksljórans og færði honum þriðju Óskarsverð- launin. Wyler var þó ekki af baki dottinn. Setti met sem stendur e_nn, er hann hlaut níundu Óskarsverðlaunatilnefninguna fyrir The Collector, (‘65) og þremur árum síðar vann enn ein Ieikkonan til Óskarsverðlaun- anna undir hans stjórn. Það var Barbra Streisand fyrir sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í Funny Girl, sem jafnframt var fyrsta dans- og söngvamynd leikstjórans. Eftir að hún hafði farið sigurför um heiminn, lauk Wyler við aðeins eina mynd, Tlie Liberation of L.B. Jones, (‘70), var svanasöngur þessa merka manns. Upptaka af Díönu 9 ára að dansa UPPTÖKUR af Díönu prinsessu níu ái’a þai1 sem hún dansar í garðinum við ættaróðal fjölskyldu sinnar verða sýndar í bresku sjónvarpi í fyrsta skipti í þessari viku, að því er bresk sunnudagsblöð greindu frá um helg- ina. Upptökui-nar verða í heimildar- mynd um bróður hennar, Spencer jarl, sem hélt kraftmikla minningar- ræðu á jarðarfór prinsessunnar í des- ember. Spencer lýsir í myndinni sái’s- aukanum sem fylgdi því að klippa myndimar þai- sem hin geislandi Dí- ana sýnir hæfni sína í ballett. „Ég var alveg miður mín í tvo daga,“ segir hann. „Það er virkilega sorglegt að fylgjast með þessari litlu stúlku leika sér og vita hvað varð um hana þegar hún varð eldri.“ Spencer mun halda sýningu á HUNDBERT, LANöflR Þlö AÐ LESA_ SKRflLURNAR? , TLHVERS? Éö öET HLEÖIÐ AD ÞÉR ÞEóAR HÉR S'/NIST. DILBERF alla fimmtudaga í VIDSKQ’TI MVINNULÍF Sígild myndbönd THE BEST YEARS OF OUR LIVES (1946) irkirk Það er ógjörningur að koma jafn afkastamiklum snillingum og Wyler til skila í stuttu máli, annar eins hafsjór og eftir hann liggur af eðalmyndum. Það þrengir líka valið að hafa ekki átt þess kost að sjá margar mynda hans. Af nógu er samt að taka. T.B.Y.O.O.L hlaut fjölda verðlauna, enda talin ein áhrifaríkasta mynd eftirstríðs- áranna. Hún fjallar um þrjá her- menn sem snúa aftur úr síðari heimsstyrjöldinni og standa fyrir sjóher, landher og flugher og þrjár þjóðfélagsstéttir. Leikhóp- urinn er óaðfinnanlegur með Harold Russell, fatlaðan hermann í einu aðalhlutverkanna, ásamt Fredric Mars og Dana Andrews. Sem allir eiga erfittt með að snúa aftur til borgaralegs lífs, hver á sinn hátt, við ólíkar aðstæður. Sígilt gullkorn sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. BEN HUR (1959) iHrk'fa Kannski er hún ofmetin á þess- um bæ, en þær gerast ekki stór- fenglegri, ævintýramyndirnar, enda vann þessi endurgerð klass- ískrar skáldsögu Lee Wallace um vináttu gyðings og rómverja á tímum Krists, til 11 Óskarsverð- launa. Það met var ekki sjafnað fyrr en á þessu ári, af Titanic. Charlton Heston er karlmennsk- an uppmáluð í hlutverki Ben Hur, sem fellur í ónað hjá æskuvini sín- um, Messala (Stephen Boyd), sem hrekur hann í útlegð og þrældóm. En tími Bens Hur er ekki kominn, hann á eftir að snúa til baka. Mik- ilfengleg, þó ekki laus við glans- myndaráferð og státar ef einu kunnasta kappreiðaratriði sög- unnar. THE BIG COUNTRY (1958) ★★★★ Önnur uppáhaldsmynd sem er tvímælalaust einn mesti stórvestri allra tíma. Verst að mikilleiki tökustaðanna, efnisins og efnis- meðferðarinnar á allan hátt, nýt- ur sín ekki sem skyldi á skjánum. Efnið er sígilt eins og myndin. Tvær fjölskyldur í Villta vestrinu heyja endalaust stríð um vatns- réttindi og rómantík í bland. Gregory Peck og Charlton Heston eru gallharðir andstæð- ingar og uppgjörið á milli þeirra eru ein frægustu slagsmál kvik- myndasögunnar. Burl Ives og Charles Bickford fara á kostum sem ættarhöfðingjarnir og tónlist Jeromes Moross er einkar eftir- minnileg. Sæbjörn Valdimarsson myndunum á Althorp-ættaróðalinu og mun ágóðinn renna beint til sex góð- gerðarmála sem Díana beitti sér mest fyrh’. Spencer ákvað að sniðganga minningarsjóð sem stofnaður vai’ við andlát Díönu vegna þess að hann álít- ur sumai’ aðgerðh’ sjóðsins vera smekklausar og auðmýkjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.