Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 35 II ! 5 I i I I I I Í i i ! í < I ! I I < < < < < < < H hans þegar allt virtist leggjast á eitt; erfiðleikar í húsgagnabransanum og svo langvinn veikindabarátta hans. Seinna sagði hann mér að hann væri sáttur, hann hefði lifað góða tíma, þeir áttu ekki að verða lengri og nú væri það búið. Allt væri fyrirfram ákveðið. En í erfiðleikunum var alltaf ljós punktur; það var þessi einstaka kona sem hann eignaðist. Aidrei duldist manni hversu heitt hann elskaði Jónínu sína og virti og má segja að annað hefði verið óeðlilegt eins þétt og hún stóð ávallt við hlið hans í blíðu og stríðu. Pá má ekki gleyma börnum hans, tengdadætr- um og barnabörnum. Fyrir þau vildi hann allt gera sem í hans valdi stóð. Þyngsta höggið í lífi þeirra hjóna var þegar Ulfar yngri lézt fyrir sjö árum aðeins 28 ára gamall. Ég trúi að tíminn lækni aldrei að fullu það sár að missa barnið sitt, en við meg- um þá gleðjast yfir því, að nú eru þeir nafnarnir saman á ný. Ári eftir að ég hóf störf hjá Úlfari var hann svo vinsamlegur að taka mig á samning í húsgagnabólstrun og við þá iðn starfa ég enn. Það var gaman fyrir mig að geta sýnt honum þakklæti mitt seinna þegar hlutimir höfðu breytzt og hann kom mér til aðstoðar. Þá kynntumst við mun bet- ur en áður, enda nánast í daglegu sambandi. Það var alveg sama hver bónin var, allt gerði hann fyrir mig. Sögumar sem maðurinn kunni, Drottinn minn, vora óþrjótandi og urðu alltaf betri og betri eftir því sem maður heyrði þær oftar. Og á sérstaklega góðum degi söng hann fyrir okkur kvæði, sem sum hver trúi ég fáir kunni. Úlfar var eins og margar ljóðabækur. Það var ekki leiðiniegt að skemmta sér með Úlfari Guðjónssyni, það geta margir vitnað um. Við „vitringamir“, eins og Úlfar kallaði okkur kaffifélaga sína, sökn- um vinar í stað og verðum að reyna að standa okkur í því að vera áfram ósammála um flesta hluti, en það verður aðeins svipur hjá sjón þegar hans nýtur ekki lengur við. Ég finn það nú þegar maður lætur hugann reika um Úlfar og það sem maður veit um æviferil hans, að svona ófullkomin minningargrein dugar engan veginn til að draga allt fram sem skiptir máli. Upp úr stend- ur að hér er kvaddur góður maður sem eignaðist svo marga vini en fáa óvildarmenn að undran sætir. Ból- strarar ,sjá á eftir góðum félaga, manni sem vildi veg þeirra sem mestan, enda tók hann þátt í félags- málum þeirra af miklum krafti. Þeir þakka honum góð kynni og finnst sér sómi sýndur í því að í dag er í fyrsta skipti fáni Meistarafélags bólstrara notaður við útfór látins félaga. Megi Úlfar vinur minn hvíla í friði. Ég og fjölskylda mín þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur. Elsku Jónína og fjölskylda, guð styrki ykkur og blessi. Minningin um Úlfar lifir áfram. Loftur Þór Pétursson. Hvað getur maður sett niður á blað til minningar um einn af manns bestu vinum og félögum? Þessi spurning kom upp í huga minn þeg- ar ég frétti lát vinar míns Úlfars Guðjónssonar þ. 15. júní síðastliðinn. Því meira sem ég hugsaði um þetta mál komst ég alltaf aftur að þeirri niðurstöðu að hvað sem ég skrifaði, hvort sem það væri langt eða stutt, gæti það ekki tjáð nema örlítið brot af því sem mig langaði tii að segja. Minningamar fljúga íyrir hug- skotssjónum mínum, svo margar og svo hraðar að hug varla festir þar á. Ég minnist myndarlega mannsins er ég sá fyrst á heimili tengdafor- eldra minna í Barmahlíð 3, þegar hann og Jónína komu þar ungt og glæsiiegt par, sem vinir mágkonu minnar og svila, Döddu og Páls. Úlf- ar var þá lærður húsgagnabólstrari frá trésmiðjunni Víði og var að byrja sinn feril í þeirri grein, en hús- gagnaframleiðsla og húsgagnaversl- un varð hans ævistarf. Ég minnist hans sem þess manns sem kom mér á sporið í húsgagna- viðskiptum sem einnig urðu stór hluti af mínu lífsstarfi. Ég minnist hans sem athafna- og framkvæmdamannsins sem stóð fyr- ir rekstri fyrirtækja sinna í góðæri sem og á erfiðum tímum. Við Úlfar voram samstarfsaðilar og viðskipta- félagar til margra ára þar sem aldrei bar bliku á en gengum saman í gegnum bæði súrt og sætt á þeim tímum. Ég minnist hans frá húsgagna- söluferðum okkar um landið, þegar við heimsóttum flest kauptún og þorp fyrir vestan, norðan og austan ásamt vini okkar Jóhannesi Hansen, sem við ýmist kölluðum „Simba“ eða „Lufthansen". Þetta voru dýrðlegir dagar þar sem reyndi mjög á þraut- seigju og samstarfshæfileika okkar allra og þá tók ekki minnst á þolin- mæði „Simba“, er við tókum til við að syngja fyrir hann á leið okkar, hvað þá er við sungum sama lagið meginhluta leiðarinnar. Eg minnist hans sem gleðimanns og skemmtilegasta manns sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Enginn, sem naut þeirrar ánægju að vera með honum á góðum stundum, get- ur gleymt þeim og þá alls ekki þeirri sniiligáfu hans að flytja kvæði, sem hann kunni utanbókar í ríkum mæli. Sérstakiega naut hann sín er hann flutti kvæði Einars Benediktssonar og Davíðs Stefánssonar. Ég minnist hans á tímum gleði og sorgar, en vinur minn fékk sinn skammt af hvoratveggja. Úlfar og Jónína nutu þeirrar gleði að eignast fjögur böm en urðu einnig iyrir þeirri sorg að missa son sinn, glæsi- legan og góðan dreng, við hryggileg- ar aðstæður. Heilsa Úlfars var erfið stóran hluta af lífi hans, en þá erfið- leika bar hann með reisn og kvartaði ekki. Ég minnist hans sem ferðafélaga innanlands og utan. Saman fóram við Hulda ásamt Úlfari og Jónínu margar ferðir, stundum austur í Öræfasveit um páska, sem í þá daga vora mestu háskaferðir þar eð öll vötn vora óbrúuð, eða eitthvað ann- að inn á hálendi íslands. En ekki síður var gaman að ferð- ast með þeim erlendis. Ein slík ferð er mér mjög minnisstæð en þá fórum við saman um nokkur lönd Evrópu og slettum aldeilis úr klaufunum. Ulfar hafði verið í siglingu nokkram áram áður og var því sjálfkjörinn „hafnsögumaður í brimróti næturlífs- ins“. Ekki var okkur í kot visað hjá honum þar, frekar en annars staðar. En helst minnist ég hans sem eins mesta persónuleika, vinar og félaga sem ég hef átt leið með í lífinu, og fyrir þá samfylgd er ég honum æv- inlega þakklátur. Jónínu og börnum hennar vottum við Hulda okkar dýpstu samúð í þeirra miklu sorg en öll getum við verið þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt samleið með öðlingnum Úlfari Guð- jónssyni. Farðu vel, félagi og vinur. Garðar Sigurðsson. Ég hitti Úlfar fyrst fyrir átta ár- um, er ég flutti mig um set með vinnustofu mína að Kieppsmýrar- vegi 8. Úlfar hafði þá nýlega orðið fyrir heilsubresti, en var hress, stálminnugur, hafði ákveðnar skoð- anir og góða dómgreind. Úlfar var nánast daglegur gestur á Kiepps- mýrarveginum. Var oft mikið rætt og skipst á skoðunum, sérstaklega við kaffiborðið hjá Lofti bólstrara, er eftirsjá að Úlfari þar. Úlfar hafði verið dugmikill iðn- rekandi um árabil. Fann ég það oft hvað það var honum sárt að hafa ekki fulla starfsorku. Úlfar hafði málað myndir fyrr á árum, kom hann sér nú upp aðstöðu á Kleppsmýrarveginum til að mála. Málaði hann myndir þar af miklum dugnaði og var ángæjulegt að sjá hvað það gaf honum mikið, og liggja eftir hann margar ótrúlega fallegar myndir. Ekki var annað hægt en að verða þess var hvað Úlfar bar mikla virð- ingu fyrir eiginkonu sinni og var henni þakklátur. Það er gott að hafa fengið að kynnast baráttumanninum Úlfari Guðjónssyni. Um leið og ég kveð góðan félaga sendi ég fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Kristinn Magnússon. MINNINGAR GUÐMANN A. AÐALS TEINSSON + Guðmann A. Að- alsteinsson, flugstjóri, fæddist í Reykjavik 3. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu i Reykjavík hinn 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans, sem bæði eru látin, voru Aðalsteinn Vigfús- son, verkstjóri, og Ragnhildur S. Valdi- marsdóttir, hús- freyja. Börn þeirra, auk Guðmanns, voru Kristinn, en hann lést af slysforum fyrir allmörg- um árum, og dóttir sem lést skömmu eftir fæðingu. Hálf- bróðir Guðmanns samfeðra heit- ir Eyþór. Aldís Kristinsdóttir, dóttir Kristins, ólst upp á heimili þeirra Aðalsteins og Ragnhildar. Hinn 31. desember 1961 kvæntist Guðmann Ingveldi Steindórsdóttur, f. á Siglufirði 9. mars 1937. Börn þeirra eru: 1) Kristín Helga, maður hennar er Ásgeir Karlsson, dætur þeirra eru Eva Björk og Katrín Harpa. 2) Aðal- steinn, kona hans er Hulda Ástþórsdótt- ir, synir þeirra eru Hákon og Ævar. 3) Ingveldur sem lést skömmu eftir fæð- ingu. 4) Svava, mað- ur hennar er Sig- urður Stefánsson, synir þeirra eru Andri Snær og Styrmir Freyr. 5) Ragnar, ókvæntur. Guðmann var gagnfræðingur og lauk síðan námi frá Sam- vinnuskólanum 1955. Atvinnu- flugmannspróf tók hann 1961. Hann starfaði sem tollþjónn í Reylqavík frá 1955 til 1964. Eft- ir það hóf hann störf sem flug- maður hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Utför Guðmanns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund, erfitt er að sætta sig við að þú hafir verið kvaddur svo fljótt frá okkur. Þrátt fyrir vit- neskjuna um sjúkdóm þinn var það von okkar og trú að þú fengir að lifa miklu lengur. Margs er að minnast frá æsku okkar og þá sér- staklega frá öllum ferðalögunum sem við fórum saman innanlands sem utan. Áhugi þinn á sveita- störfum og útiveru var alla tíð mikill. Hestamennskan og það sem henni fylgdi, svo sem hestaferðir og heyskapur, var stór þáttur í lífi þínu og er það miður að þú hafir ekki fengið tækifæri til að njóta þeirra stunda í nokkur ár til við- bótar. Við þökkum þér allar okkar sam- verustundir og þann stuðning og styrk sem þú veittir okkur í gegn- um tíðina í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var sama hvað okkur datt í huga að gera, þú varst alltaf jákvæður og boðinn og búinn til þess að aðstoða við að koma því í framkvæmd. Fyrir þetta munum við ávallt vera þakklát. Megi guð blessa þig og geyma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Kristín, Aðalsteinn, Svava og Ragnar. Elsku afi, ég á alltaf eftir að sakna þín. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum er við áttum saman í hesthúsinu og reiðtúrunum. Þá gátum við rætt um allt mögulegt á milli þess sem þú reyndir að kenna mér að umgangast hesta. Eins og þú eflaust veist þá er ég byrjuð á hestanámskeiði og þar er sama _ sagt við mig og þú gerðir: „Fram með tærnar,“ en þegar það er sagt er eins og eyrun lokist. Ég skil ekki af hverju maður þarf að hafa þær fram. Þegar ég var á hestbaki um daginn missti ég bæði ístöðin er hesturinn hljóp með mig á stökki. Það bjargaðist allt saman, en ég hefði örugglega dottið af baki ef ég hefði ekki fengið kennsluna frá þér. Áfi minn, þegar ég talaði við þig síðast sagðir þú við mig: „Ég tala við þig seinna." Mér finnst sárt að hafa ekki fengið tækifæri til að tala við þig aftur áður en þú dóst. Ég er mjög leið yfir að þú þurftir að deyja svona snemma því við áttum m. eftir að gera svo margt saman. Ég skil þó að ef þú hefðir lifað lengur hefði krabbameinið getað versnað og þú orðið mjög veikur. Mér finnst gott að vita til þess að þér líði vel núna. Þín Katrfn Ilarpa. Elsku afi. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (S. Egilsson) Afabörnin. SIGRIÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Sigríður Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júm' síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Susie Lily Bjama- dóttur, húsfreyju, og Ólafs Hauks Ólafs- sonar, stórkaup- manns. Eldri bróðir Sigríðar var Ólafur Haukur Ólafsson læknir, sem lést árið 1989. Hann var kvæntur Ásdísi Kristjánsdóttur og eiga þau fimm böm. Sigríður eignað- ist dótturina Ing- unni Susie 15. júlí 1964. Faðir hennar er Veturliði Gunn- arsson listmálari. Ingunn Susie er gift Hannesi J.S. Sig- urðssyni lækni og em börn þeirra Rebekka, f. 22.10. 1988, og Jóhann Benedikt, f. 13.11. 1989. Þau em bú- sett í Kansas í Bandarfkjunum. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Það voru kátar og fjörugar ung- ar stúlkur, sem héldu þétt hópinn hér á árunum kringum miðja öld- ina. Við áttum sannarlega skemmtilegar stundir. Það þurfti ekki alltaf mikið til að kalla fram hláturinn og var Sigga hvað skemmtilegust; átti létt með að herma eftir og endursegja skemmtilegar upplifanir svo unun var. Okkur þótti við óhemju skemmtilegar og eram ekki frá þvi að fótur hafi verið fyrir. Við vorum mjög uppteknar hver af annarri, væri einni „boðið út“ setti hún gjarnan að skilyrði að önnur kæmi með. Maður mætti gjarnan á Smáragötu 3 tvisvar til þrisvar í viku til að spila Kanasta. Það var alltaf öruggt að spilaborðið var „uppi“, spilafélagarnir gátu verið vinkonurnar allar, sumar, eða bara einhverjir húsgestir, sem alltaf var nóg af hvaðanæva að. Sigga tók í píanóið, en hún var liðtæk þar. Svo vora Hótel Borgar ferðirnar, sem flestar enduðu með því að hlaupa allt hvað af tók yfir í Sjálfstæðishúsið, rétt fyrir hálf tólf og dansa til lokunar. Sumarið ‘49 dvöldum við part úr sumri í Kaup- mannahöfn og áttum skemmtilegar vikur. Svona liðu unglingsárin. Brátt fór ein og ein að heltast úr lestinni, varð ástfangin og hafði minni tíma fyrir vinkonurnar; gift- ingar með tilheyrandi barneignum, en áfram fylgdumst við náið hver með annarri. En eiginmenn og böm höfðu nú allan forgang. Lengra leið milli vinafunda en tengslin rofnuðu aldrei. Sigga ólst upp á glæsilegu heim- ili sem angaði af menningu. Var ekki laust við framandi blæ, enda húsmóðirin alin upp í Kanada. Skáldskapur og tónlist í hávegum höfð. Hamingja Siggu var dóttirin Ingunn Susie, sem síðar gerði hana að ömmu tveggja yndislegra barna, sem tóku öðram bömum fram að sögn ömmunnar. Hún Sigga átti við krankleika að stríða svo lengi sem við munum og setti það mark sitt á allt hennar líf og sömuleiðis á samvistir okkar vinkvenna við hana. Margsinnis gekk hún undir flóknar skurðað- gerðir á baki og dvaldi því lang- % dvölum á aðskiljanlegum endur- hæfingarstofnunum. Síðustu vik- umar sem hún lifði dvaldi hún á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem hún naut hjúkrunar, en þá var sjúk- dómurinn búinn að taka á sig aðra og óviðráðanlegri mynd; hún var heltekin krabbameini. Þó að hún væri fársjúk var ævinlega stutt í kímnina þegar af henni bráði. Rifj- aði hún þá upp einhverja skoplega minningu sem í hugann kom. Þessum skrifúm verður ekki lokið án þess að minnast á hennar góðu vinkonu, Mögnu Sigfúsdóttur, sem hefur ítrekað stutt við Siggu á erfið- um stundum og verið hennar hjálp- arhella. Fyrir það viljum við vinkon- ur þakka af alhug, sem og fyrir þær samverustundir, sem við áttum með henni undangengnar vikur. Hún lést þann 3. júní og hefur útför hennar farið fram. Við vottum Ing- unni Susie, bömum hennar og eig- inmanni okkar dýpstu samúð. Anna Þóra Thoroddsen, Elín Kristjánsdóttir, Elsa Péturs- dóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Ragnhildur Kvaran. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. * Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- r lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-q^ línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.