Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Einleikur Hjörleifs Guttormssonar í sameiningarviðræðum HJÖRLEIFUR Guttormsson fékk mikið pláss fyrir lítið hér í blaðinu sl. sunnudag. Þar viðrar hann ágreining sinn við Alþýðuflokk og Kvennalista í einum þeirra mál- efnahópa sem hafa starfað í þeim viðræðj um að undanfornu. I grein sinni lætur Hjörleifur eiga sig að minnast á mjög margt sem skiptir máli. Þar finnst okkur tvennt vera mikilvægast: Hjörleifur lætur líta svo út að mikill ágreiningur hafi verið á milli Alþýðubanda- lags og hinna flokk- anna í þeim hópi sem hann starfaði í. Fyrir hans flokk tóku þrír fulltrúar þátt í þessu starfi og tveir þeirra voru að öllu leyti ósammála Hjörleifi og sammála hinum. Okkur tveimur sem tókum þátt í þessu starfí finnst Hjörleifur ekki sýna okkur mikla virðingu með grein sinni. Flest allt sem Hjörleifur tínir fram í greininni eru einkaskoðanir hans og ekki skoðanir sem hafa hlotið meirihlutafylgi innan Al- þýðubandalagsins. í starfi hópsins kom oft fyrir að Hjörleifur lýsti sig ósammála afstöðu sem tekin var beint upp úr samþykktum Alþýðu- bandalagsins. Það er því ljóst að Hjörleifur á jafn erfitt uppdráttar með skoðanir sínar innan Alþýðu- bandalagsins og utan þess. Um hvað snýst ágreiningurinn? Hjörleifur gerir mikið úr miklum ágreiningi. Satt best að segja eig- um við erfitt með að sjá um hvað ágreiningurinn í okkar hópi sner- ist. Margt af því sem Hjörleifur telur upp sem grundvallarágrein- ingsmál var einfaldlega ekki á okk- ar borði. Um afstöðu til ESB og EES er fjallað í sérstökum hópi, um auðlindagjald er fjallað sér- staklega í hópi formanna flokk- anna. I starfi hópsins lagði Hjör- leifur fram ítarlegar og viðamiklar hugmyndir, en margt af því sam- rýmdist alls ekki því sem sam- þykkt hefur verið innan Alþýðu- bandalagsins og eru þar af leiðandi einkaskoðanir Hjörleifs. í starfi okkar í þessum hópi tókum við tvö auðvitað mið af þeirri stefnu sem okkar flokkur hefur samþykkt og vorum ekki að reyna að troða fram okkar einkahugmyndum. Sem dæmi um aðkomu Hjörleifs í þessum hópi má nefna hugmyndir hans um að skipta landinu í fylki (nýtt stjómsýslustig), en þetta mál er eitt þeirra sem hann telur miður að ekki hafi náðst sátt um. Við könnumst ekki við að okkar flokk- ur hafi markað sér neina stefnu í þessu máli og gátum því tæplega stutt að það færi sem mikilvægt áhersluatriði í málefnagrundvöll þessa samstarfs. Þá gerðist það einnig nokkmm sinnum að Hjör- leifur lýsti sig ósammála atriðum sem við höfðum fengið sett beint inn í sameiginlegan texta úr sam- þykktum landsfundar Alþýðu- bandalagsins, t.d. í landbúnaðar- málum. Að því leyti er Hjörleifur jafn ósammála hinum flokkunum og stefnu sem hefur verið sam- Meirihluti flokksmanna er tilbúinn til að ganga til sameiginlegs fram- boðs með öðru félags- hyggjufólki, segja Ari Skúlason og Gerður Magnúsdóttir, en þau tóku þátt í málefna- starfí vegna sameigin- legs framboðs vinstri- manna. þykkt einróma á æðsta vettvangi eigin flokks. í starfi hópsins fór mjög mikill tími í að ræða þessar hugmyndir Hjörleifs og þar með var honum sýnd mikil virðing. Við teljum að nefndarmenn hafi lagt mikið á sig til þess að nálgast skoðanir hans enda tókst góð samstaða milli allra um niðurstöðu hópsins. Hugmynd- ir Hjörleifs voru oft óskýrar og við töldum sjálfsagt að halda þeim til haga og vinna þær betur inni á sameiginlegum vettvangi ef hann yrði til, t.d. hugmyndir hans um þróunarmiðstöðvar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Því miður virtist okkur svo vera sem Hjörleifur hafi sjálfur ekki haft mikinn áhuga á að nálgast sjónarmið annarra, og hafi kannski verið staðráðinn í því frá upphafi. Hverjir eni ósammála? Hjörleifur lýsir ítarlega ágrein: ingi sínum við hina flokkana. I langflestum tilvikum er hann einnig að lýsa ágreiningi við okkur tvö sem erum flokkssystkin hans. Hann sýnir okkur þó ekki þá virð- ingu að geta þess að hann er í minnihluta í eigin hópi. Svo virðist sem hann hafi litið á þetta starf sem einkabaráttu sína gegn kröt- um og kvennalista. Hjörleifur gerir mikið úr því að forysta flokksins hafi sett flokkinn í mikinn vanda með þeim viðræð- um sem hafa farið fram. Þessi skoðun er byggð á ótrúlega mikl- um misskilningi. Það er augljóst að það var landsfundur Alþýðubanda- lagsins, sem fer með æðsta vald innan flokksins, sem samþykkti þessa málsmeðferð einróma. Hér kemur einu sinni enn í ljós hve illa Hjörleifur passar við það sem er að gerast í eigin flokki. Ef við munum rétt stóð Hjörleifur sjálfur einnig að þessari samþykkt á síðasta landsfundi með flokksfélögum sín- um. Við teljum að mismunandi sjón- armið séu uppi um það í Alþýðu- bandalaginu hvort efna eigi til sameiginlegs framboðs eða ekki. Þau sjónarmið byggjast á ýmsum forsendum. Við erum hins vegar sannfærð um að ágreiningur af því tagi sem Hjörleifur hefur fram að færa á sér ekki mikinn hljóm- grunn innan flokksins. Ágreining sem byggist á mjög sérstökum einkahugmyndum ber ekki að taka alvarlega. Það er vitað að margir flokksmenn eru hræddir við að taka þetta skref, og það óháð þeim málefnagrunni sem menn geta náð samstöðu um. Þá hlið málsins ber að ræða og meta ítarlega. Við erum hins vegar sannfærð um það að mikill meirihluti flokks- manna er tilbúinn til þess að ganga til sameiginlegs framboðs með öðru félagshyggjufólki. Alþýðu- bandalagið hefur borið gæfu til þess að ræða þetta mál ítarlega innan sinna raða. Svari við spurn- ingunni var frestað frá landsfundi til aukalandsfundar og þar með hefur málið verið rætt í u.þ.b. hálft ár. Nauðsynlegri umræðu er lokið og nú á einungis eftir að taka ákvörðun. Ari Skúlason situr í framkvæmda■ stjórn Alþýðubandalagsins. Gerður Magnúsdóttir er i stjórn Verðandi, landssamtaka ungs Alþýðubandalagsfólks. 11 , >' emgssi: Nú er tækifærið ^ að versla ódýrt með hlutabréf Ertu að hugsa um að seljá nlutabréf? Viltu kaupa hlutabréf? þig.ráðgjöf um iðskiptáv]íium .■SSii a-fíipmÐféfaviðskipí 4. júlí nk. ^o*.*’*U Kypn^þér málið/ KlVSaNVH / Handsal hf, Engjateigi Sími 510 1600 Það verður kosið um sjávar- útveg’sstefnuna í NÆSTU Alþingis- kosningum verður kos- ið um sjávarútvegs- stefnuna. Það er ekkert nýtt á Vestfjörðum, stjórn fiskveiða hefur verið aðalkosningamál- ið í öllum Alþingiskosn- ingum þar síðan kvóta- kerfið var innleitt íyrir 14 árum. Ekkert bólar á þjóðarsamstöðu um kvótakerfið þrátt íyrir stöðugan áróður tals- manna kerfisins um ágæti þess og fullyrð- ingar um að kvótakerf- ið íslenska sé það besta í heiminum og hafi bor- ið einstæðan árangur, heldur kraumar stöðugt undir óánægja sem brýst fram af og til eins og eld- gos. Raunar er vaxandi ókyrrð í þjóðfélaginu og háværar gagnrýnis- raddir heyrast víða um land. Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson eru með kvótastefnu sinni dag hvern, segir Krist- inn H. Gunnarsson, að eggja fólk af lands- byggðinni til þess að taka sig upp og flytja suður. Auðsöfnun fárra Það sem langsamlega mesta óá- nægju vekur er möguleiki útgerðar- manna á að auðgast persónulega um risafjárhæðir með því að selja rétt sinn til veiða. Það er einfald- lega almenn andstaða við þetta fyr- irkomulag Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Miklu nær væri að segja að almennur stuðn- ingur væri við að afnema þennan auðgunarmöguleika útvalinna. Veið- arnar eru skammtaðar til þess að vernda fiskistofnana og engin rök fyrir því að árangur af takmörkun veiðanna eigi að lenda í vasa ein- staklinga, þeirra sömu og er verið að halda aftur af svo þeir ofveiði ekki stofnana. Útgerðarmennirnir hafa ekki unnið til þess að eiga þessi verðmæti. Eðlilegt er að þeir auðg- ist um afrakstur af útgerð sinni við það að veiða fisk og selja hann, önn- ur auðsöfnun er óeðlileg. Framsalið lækkar vinnulaun Framsalið var tekið upp til þess að auðvelda útgerðarmönnum að gera út með því að gera þeim kleift að sérhæfa sig í veiðum. Það var aldrei meiningin að með framsali væri hægt að vera útgerðarmaður án út- gerðar og leigja veiðiheimildir sínar ár eftir ár eða það sem ekki er betra að ráða kvótalitlar útgerðir til þess að veiða fiskinn fýrir fast verð og síð- an selji kvótaeigandinn fiskinn sjálf- ur. Dæmi eru um að greiddar séu 40-45 kr. fýrir veitt kg og síðan selji kvótaeigandinn sama fiskinn á 100 krónur hvert kg og hirði mismuninn. Með þessum hætti eru sjómenn hlunnfamir um réttmætan hlut sinn af endanlegu fiskverði og hann færð- ur til kvótaeigandans. Veiðirétturinn hefur fengið verðmæti og vaxandi hluti af andvirði fisksins rennur til þess að greiða fyrir þau verðmæti og standa undir arðgreiðslum af þeim. Á móti minnkar hlutur launafólks. Æ stærri hlutur fiskverðs rennur til fjármagnsins og æ minni hlutur til launafólks. Kvótakerfi með framsali færir peninga frá launafólki til fjár- magnseigendanna, sem eru útgerð- armennimir og bankamir. í Noregi er ekki leyft framsal, fiskverð er líklega hæma þar engu að síður og laun fiskvinnslufólks em miklu hærri. Þar þarf ekki að greiða fyrir veiðiréttinn, minna fer í fjármagnskostnað og meira til greiðslu launa. Menn eiga alltaf val, í Noregi hafa menn valið að greiða fólki hærri laun en á íslandi er valið að greiða fjár- magninu hærri laun. Kvótakerfi með núver- andi framsali er hreint arðrán á launafólki. Milljónamæringafaraldurinn I kvótakerfinu er enginn öruggur um hagsmuni sína nema útgerðar- maðurinn. Hann getur selt kvótann hverjum sem er hvert á land sem er. Fólk í sjávarþorpum býr við þá óvissu að hvenær sem er geti það orðið atvinnulaust og að húseignir þess falli í verði vegna þess að út- gerðarmaðurinn ákveður að selja kvótann. I besta falli stendur því til boða að kaupa kvótann af útgerðar- manninum á því verði sem boðið hefur verið, ennþá. í haust fellur nefnilega úr gildi forkaupsréttará- kvæði sveitarfélaga. Þótt þau ákvæði séu ræfilsleg þótti þeim Þorsteini Pálssyni og Halldóri Ás- grímssyni þau trufla frelsi útgerð- armannsins um of. Kostirnir eru þá að kaupa kvótann fyrir morðfjár eða missa atvinnuna og verða eignalaus. Verði fyrri kosturinn valinn eru menn búnir að skuld- setja eignir sínar beint eða óbeint og ráðstafa hluta af tekjum sínum. Á síðustu mánuðum hefur hver út- gerðarmaðurinn á fætur öðrum ákveðið að selja útgerð sína, bát og veiðiheimildir. Þeir einfaldlega standast ekki freistinguna að verða milljónamæringar þegar það er í boði. Græðgi handhafa kvótans hef- ur haldið innreið sína og breiðist eins og faraldur út um landið. I hverju byggðarlaginu á fætur öðru á Vestfjörðum er verið að selja veiðiheimildir fyrir hundruð millj- óna. Er það furða að herðist á fólksflóttanum úr þessum sjávar- byggðum. Það getur enginn búið við stöðugt óöryggi um afkomu sína og atvinnu. Óöryggið veldur því að menn velja að flytja suður ef færi gefst og hlýða þar með kalli stjórn- valda. Halldór Ásgrímsson og Þor- steinn Pálsson eru með kvótastefnu sinni dag hvem að eggja fólk af landsbyggðinni til þess að taka sig upp og flytja suður. Byggðastefna þeirra félaga er að færa útvöldum vinum sínum milljónir á milljónir ofan og fyrst og fremst á kostnað þeirra sem búa í sjávarplássunum. Ekki er pláss fyrir sjómenn og fisk- vinnslufólk í byggðastefnu Halldórs og Þorsteins. Kvótakerfið býr ekki til verðmæti, kvótakerfið færir til verðmæti. Það sem einum er fært er öðram ætlað að borga. Kvóta- kerfið er ekki lengur aðferð til þess að vernda fiskistofna, hafi það nokkurn tíma verið það, heldur fjárhagsleg byrði á þorra íbúa á landsbyggðinni. Við þessar aðstæð- ur er augljóst að enginn friður verður um sjávarútvegsmálin, það verður höfuðmálið í næstu Alþing- iskosningum. Reiðin sem sýður í fólki um land allt út af ranglæti og óöryggi kvótakerfisins er slík að ekki dugar að setja pottlok yfir. Stjórnmálahreyfing, sem ætlar sér að boða áfram „besta kvótakerfi í heimi“, ætti að velja sér aðra þjóð, eigi að vera von um góðan árangur. Það þýðir ekki að bjóða fólki þetta arðrán lengur. Höfundur er þingmaður. Kristinn H. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.