Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ * 46 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998________________________ FÓLK í FRÉTTUM Hollywood og heims- markaðurinn Markaðurinn fyrir Hollywoodmyndir utan Bandaríkjanna verður sífellt stærri og mikilvægari stóru kvikmyndaverunum vestra segir í grein Arnaldar Indriðasonar en samt verður líklega einhver bið á því að hann fari að hafa áhrif á hvernig bíómynd- ir verða gerðar í Hollywood TEKJURNAR sem banda- rískar bíómyndir fá af heimsdreifingu, þ.e. dreif- ingu þeirra utan Bandaríkjanna, eru sífellt að verða meiri, markað- irnir stækka og aðsóknin á - Hollywoodmyndimar eykst í sí- fellu. Er nú svo komið að margar myndanna frá Hollywood taka inn meira á heimsmarkaði en heima- markaði og er jafnvel talið að það muni hafa áhrif á gerð myndanna í framtíðinni. Um 120 þúsund manns hafa séð Titanic á íslandi, sem er óhemju- góð aðsókn, og slíka aðsókn hefur hún verið að fá um allan heim. Hún er löngu komin yfír milljarð dollara í tekjur á heimsvísu og sagt er að hún sé fyrsta myndin í kvikmynda- sögunni sem nær því marki (reynd- ar era tekjur annarra mynda eins og A hverfanda hveli ekki fram- reiknaðar þegar fjallað er um met- aðsókn dagsins í dag). Titanic er gott dæmi um hvera miklu hlutverki heimsmarkaðurinn er tekinn að gegna í framleiðslu og markaðssetningu bíómyndanna að vestan. Framsýning heimsenda- myndarinnar „Deep Impact“ eða Arekstursins hér á landi og víða um heiminn aðeins viku eftir að hún var framsýnd í Bandaríkjun- um þykir sýna síaukið vægi heims- markaðarins. Aður komu mestu tekjumar af bandarískum bíó- myndum í Bandaríkjunum sjálfum. Nú koma í mörgum mikilvægum tilvikum inn meiri tekjur af heims- markaði. Nokkur dæmi Hér era nokkur dæmi. Mynd Steven Spielbergs, Horfinn heimur: Júragarðurinn 2, tók inn 229 miUj- ónir dollara í Bandaríkjunum þegar hún var framsýnd í fyrra en á mörkuðum utan Bandaríkjanna tók hún inn 382 milljónir dollara, sam- anlagt ríflega 600 milljónir dollara. Menn í svörtu fékk 250 milljónir dollara í kassann í Bandaríkjunum en 313 milljónir utan þeiraa. Sú öm- urlega framhaldsmynd Batman og Robin tók inn 107 milljónir í Banda- ríkjunum en 126 utan þeirra. Og Alien 4: Upprisan tók inn 45 millj- ónir dollara í Bandaríkjunum en 53 milljónir utan þeirra. Alls námu tekjur 33 Hollywood- mynda meira en 100 milljónum dollara samanlagt innan og utan Bandaríkjanna á síðasta ári; 31 bíó- mynd náði þessu mjög svo eftir- sótta takmarki árinu þar á undan, 1996. „Ég held að þegar kvik- myndaverin í Hollywood kaupa handrit og ákveða hverjir eiga að leika í myndunum, líti þeir einnig til heimsmarkaðarins en ekki að- eins á markaðinn í Bandaríkjunum einum,“ er haft eftir sérfræðingi á sviði aðsóknar vestra, John Kriers. Tveimur árum á eftir Spumingin er hins vegar sú hvort markaðurinn utan Banda- timmtud. 25. júní uppselt lau. 27. júní kl. 23 fimmtudag 2. júlí föstudag 26. júní uppselt laus sæti föstudag 3. júlí lau. 27. júní kl. 20 uppselt sunnudag 28. júní laugardag 4 júli taus sæti Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sioii 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Vcsturgötu 3 Annað fólk lau 20/6 kl. 21.00 laus sæti Ath. þetta eru síðustu sýningar nú í sumar. Sumarmatseðill Sjávarréttafantasía úr róðri dagsins. Hunangshjúpaðir ávextir & ís Grand Marnier. ^ Grænmetisréttir einnig í boði. ^ Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is og hverjir ekki. í kvikmyndaheim- inum gildir lögmál handritshöf- undarins William Goldmans: Eng- inn veit neitt. Það er aldrei að vita hvaða myndir og með hverjum eiga eftir að njóta vinsælda. „Ég held að það sé að mestu leyti út í bláinn að ætla sér að hanna bíó- mynd sem á að hafa einhverja al- þjóðlega skírskotun,“ segir þlaða- maðurinn Leonard Klady sem skrifar í biblíu bandaríska skemmtanaiðnaðarins, Variety. „Hlutirnir ganga ekki þannig fyrir sig. Markaðurinn utan Bandaríkj- anna er mjög mikilvægur en flest- ar bíómyndir era sprottnar af hug- myndum sem verða til í kollinum á hæfileikafólki og það er ekki fyrr en eftir að þær era orðnar að vera- leika sem farið er að líta til heims- markaðarins. Sá markaður ræður í sjálfu sér engu um vinsældir mynda heldur er það í flestum til- fellum hugsunin sem sett er í þær.“ Klady nefnir mynd Mel Gib- sons,“Braveheart“, sem dæmi. „Hugmyndin varð til hjá MGM kvikmyndaverinu, fór þaðan til Paramount Pictures og 20th Cent- ury Fox. Þrátt fyrir að þeir væru með mynd í höndunum sem á end- anum græddi 200 milljónir dollara og var með Mel Gibson í aðalhlut- verki, tók heil fimm ár að koma framleiðslunni í gang. En það sem réði úrslitum um að hún var gerð var kostnaðurinn við hana og þeir menn sem komu að gerð hennar. Ég held ekki að neinn hafi verið að hugsa með sér. Humm, hvernig ætli myndin muni koma til með að ganga í Argentínu? Ef fram- kvæmdastjórarnir hjá stóra kvik- myndaverunum í Hollywood gera myndir eins og „Speed 2“ vegna þess að þær ganga Vel utan Banda- í-íkjanna, eru þeir ekki starfi sínu vaxnir. Þannig verða myndir ekki gerðar.“ Sögulegar stórmyndir? Tískan er alltaf að breytast og hver veit nema hin ofsalega vel- gengni Titanic eigi eftir að setja stefnuna fyrir framtíðina. Söguleg- ar ástarmyndir eða sögulegt drama hefur ekki átt upp á pall- borðið nú áratugum saman. Flest- ar hasarmyndir höfða til ungra karlmanna á aldrinum 14 til 25 ára. Þessu er alveg öfugt farið með Titanic, sem virðist ná til allra áhorfendahópanna og kvenfólks einkannlega. Segir 1 áðurnefndu tímariti, Variety, að flestir þeir sem fara á Titanic aftur sé fólk eldra en 25 ára. Einnig geta markaðirnir breyst með víðtækum afleiðingum og lítt fyrirséðum eða hverjum gat dottið í hug t.d. að efnahagskreppan í As- íu hefur orðið til þess að mildu mun minni eftirspum er nú eftir mynd- um með buffstjömum eins og Jean Claude van Damme og Sly Stallone? Hasarmyndir þeirra hafa hingað til verkað vel á asíumenn og notið mikilla vinsælda. Hins vegar er nánast ómögulegt um að spá hvað verður vinsælt og hvað ekki í framtíðinni og hvaða þættir hafa áhrif á það. Aðeins eitt er víst: „Ef mynd nýtur mikilla vin- sælda eru tekjur af henni settar í að gera enn fleiri myndir og þegar það gerist held ég að allir hagnist,“ eips of John Krier segir. I lokin er forvitnilegt að skoða hvernig aðsóknartölurnar í Banda- ríkjunum einum yfir nokkrar vin- sælustu myndir kvikmyndasögunn- ar litu út ef þær væra framreiknað- ar og bornar saman við Titanic, sem nú nálgast 600 milljón dollara markið. Þá kemur í ljós að A hverf- anda hveli með þeim Vivian Leigh og Clark Gable tók inn 1,2 millj- arða dollara (enda ástarsagan ólíkt bragðmeiri en í Titanic), Dis- neyteiknimyndin Mjallhvít og dvergamir sjö tóku inn milljarð dollara, Stjörnustríð eftir George Lucas tók inn 812 milljónir, „E.T.“ eftir Steven Spielberg tók inn 725 milljónir og önnur Disneyteikni- mynd, 101 dalmatíuhundur, tók inn 656 milljónir. JÚRAGARÐURINN 2 gekk mun betur utan Bandaríkjanna en innan og tók samanlagt inn um 600 milljónir dollara. VONANDI ekki það sem koma skal; úr „Speed 2“. DÝRLINGURINN tók meira inn í Bandaríkjunum en utan. HARRISON Ford í „Air Force One“; góð útflutningsvara. ríkjanna ýti undir gerð stórra, heimskulegra iðnaðarmjmda því þær ganga í mörgum tilfellum bet- ur utan Bandaríkjanna en innan. Við höfum dæmi um það í myndum eins og Batman og Robin. Tekjur af henni utan Bandaríkjanna gerði það að verkum að hún kom út í gróða. Aðrar vondar myndir sem gengu furðulega vel utan Bandaríkjanna era Dýrlingurinn, „Speed 2: Craise Control“, „Volcano" og „The Peacemaker", sem reyndar er skárst þessarra mynda. Myndir eins og „Speed 2“ og „Vocano“ gengu helmingi betur ut- an Bandaríkjanna en innan. Einnig vegnaði stórmyndunum „Dante’s Peak“ og „Conspiracy Theory“ mjög vel í löndum utan Bandaríkj- anna þótt fáir væra til að mæla þeim bót. „Það er almennt álitið,“ segir markaðsfræðingurinn Robert Bucksbaum, „að markaðurinn utan Bandaríkjanna sé tveimur áram á eftir hvað varðar tískusveiflur í kvikmyndunum. Arnold Schwarz- enegger og Sylvester Stallone eru ennþá ákaflega vinsælir úti í heimi. Markaðurinn þar leitar eftir fræg- um leikuram og það er hann sem heldur lífinu í stjömum eins og Steven Segal.“ Það er kannski fullmikið að álykta sem svo að kvikmynda- mógúlarnir í Hollywood líti orðið fyrst og fremst til heimsmarkaðar- ins þegar þeir ákveða hvaða mynd- ir verða gerðar og hverjar ekki og hvaða leikarar koma fram í þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.