Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 41 j Veður- vefur Halo „HALO, haf- og lofthjúpsfræðistofa hefur þróað og hafið starfrækslu á veðurspákerfi á Islandi. Veðurspá- kerfið er það fyrsta sinnar tegund- ar hérlendis og hafa reglulegar tölvureiknaðar veðurspár ekki ver- ið framkvæmdar hér á landi fyrr en i við tilkomu þessa kerfis. Fjölmiðl- un á tölvureiknuðum veðurlíkana- spám á Islandi hófst á veraldar- vefnum 1. apríl sl. með tilkomu til- raunaútgáfu Halo á Vísis-vefnum og er veðurspálíkanagögnum hvergi annars staðar miðað með samskonar hætti. Almenningi á Is- landi er nú gefinn kostur á að glöggva sig milliliðalaust og með auðveldum hætti á veðrinu á líðandi stund og fá yfirlit um veðurhorfur Inæstu 60 klst. Aðferðina og kerfið má laga að hvaða stað í heiminum sem er og líkanagögnin til að undir- byggja sérþjónustu af ýmsu tagi. A Halo er unnið við að þróa kerfi til að spá dreifingu ryks og gosösku um lofthjúpinn, hafísreki, blöndun á yfirborðslögum hafsins fyrir lífs- skilyrði í hafinu, ennfremur við , ölduspár og spár um flóð af völdum úrkomu,“ segir í fréttatilkynningu frá Halo. I Notkun fúkka- lyfja í fóður dýra verði I bönnuð á EES- [ svæðinu I NEYTENDASAMTÖK á Norður- löndum gera þá kröfu að bannað verði á öllu EES-svæðinu að blanda fúkkalyfjum i fóður dýra, hvort sem það er til að örva vöxt þeirra eða til að fyrirbyggja sjúkdóma. „Mikil notkun fúkkalyfja eykur hættu á ónæmi hjá bæði mönnum • og dýrum. A fjórum Norðurlöndum gilda strangap reglur um notkun fúkkalyfja, á íslandi, í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Það er þess 1 vegna mjög mikilvægt að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa korhið frá Svíum og Finnum innan Evrópusambandsins, að þessi lönd geti haldið óbreyttum reglum um notkun fúkkalyfja í fóðri. Auk þess óttast norræn neytendasam- tök að samningar innan Alþjóðavið- | skiptastofnunarinnar (WTÓ) muni veikja þær reglur sem gilda á Norðurlöndum og sem settar hafa verið til að verja heilsu manna og dýra,“ segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig: „I öðrum lönd- um Evrópusambandsins en Svíþjóð og Finnlandi, er fúkkalyfjum bland- að í fóður dýra til að auka vaxtar- hraða þeirra. Til eru rannsóknar- niðurstöður um að bakteríur sem myndað hafa ónæmi, geta einnig valdið ónæmi hjá öðrum bakteríum. Bakteríurnar geta einnig borist frá ! dýrum í menn í gegnum matarkeðj- una og þannig valdið ónæmi hjá mönnum. Neytendasamtök á Norðurlönd- um styðja þá bændur sem berjast fyrir hollara dýrahaldi og helst án notkunar lyfja. Til að koma þróun- inni á jákvæðan veg, verður að líta á rætur vandans, í stað þess eins og í dag, að reyna að leysa hann með lyfjum. Fyrir neytendur á Norður- löndum er óásættanlegt að gefa ‘ hraustum dýrum fúkkalyf í fyrir- byggjandi tilgangi og tU að auka vaxtarhraða þeirra," segir í fréttatil- kynningu frá Neytendasamtökun- um. LEIÐRÉTT Námsgögn framtíðarinnar Málþing Námsgagnastofnunar Íum námsgögn framtíðarinnar sem sagt frá frá í blaðinu í gær er 3. júlí en ekki þann 1. eins og ritað var. - Beðist er afsökunar á þessu. FRÁ afhendingu í Setbergsskóla. í aftari röð f.v. er Loftur Magnússon skólastjóri ásamt fulltrúum Kiwanisklúbbanna og í fremri röð stolt forskólabörn með reiðhjólahjálma og veifur. Gáfu 339 reiðhjólahjálma SAMEIGINLEGT styrktarverkefni Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði 1998 er að gefa öllum forskóla- börnum í Hafnarfirði reiðhjóla- hjálma. Fulltrúar klúbbanna mættu í skólana og afhentu for- skólabörnum 339 hjálma og veifur til þess að setja á reiðhjólin og ræddu við börnin, einnig var skólastjóra hvers skóla afhent gjafabréf í ramma til varðveislu í skólunum. Pílagrímsferð um Arnesþing „PÍLAGRÍMSFERÐ um Árnes- þing“ verður farin sunnudaginn 28. júní. Þetta er öðru sinni, sem efnt er til slírar ferðar, en pflagrímsferðir um Árnesþing eru endurupptaka há- tíðabrigða, er ítrekað fóru fram á vegum Þingvallakirkju síðasta sunnudag í júní á níunda áratugnum með vísun til þúsund ára afmælis ki-istnitökunnai-. Eins og í fyrra er ferðin þessu sinni farin í samráði við sóknarpresta í Árnesprófastsdæmi. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum greiðir kostnað vegna rútuferða. Mönnum er velkomið að slást í fórina hvar sem er á viðkomustöðum ferða- langa, hvort heldur er í rútunni eða á eigin bifreiðum. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér nesti, seg- ir í fréttatilkynningu frá Þingvöllum. „Pflagrímsferð um Árnesþing verður nú hagað á þessa leið: Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13.15. Fararstjóri séra Heimir Steinsson. Málsupptekt í Þingvallakirkju kl. 14. Sóknarprest- ur minnist kristnitökunnar. Séra Rúnar Þór Egilsson á Mosfelli tekur við fararstjórn. Numið staðar við Vígðulaug á Laugarvatni kl. 15. Pró- fasturinn í Ámesprófastsdæmi, séra Úlfar Guðmundsson, hefur orð fyrir ferðamönnunum. Staldrað við í Mos- fellskirkju kl. 16. Sóknarprestur fræðir pflagrímana um sögu staðar- ins og helgi. Að lokinni viðdvöl í Mosfellskirkju snæða menn nesti sitt, vonandi úti í Guðs grænni nátt- úrunni, en að örðum kosti í rútunni og í einkabifreiðum. Ferðalok í Skál- holtskirkju kl. 17. Sóknarprestur, séra Egill Hallgrímsson, greinh’ frá þessum höfuðstað íslenzkrar kristni um aldir. Rútan kemur að Umferð- ai’miðstöðinni í Reykjavík á sjöunda tímanum," segir ennfremur. Skógarganga FIMMTA skógarganga sumarsins á höfuðborgarsvæðinu verður á morg- un, fimmtudag. Þá verða heimsóttir skógan-eitir í Vatnsendalandi í Kópa- vogi. Mæting við Elliðahvamm í Vatnsenda kl. 20.30, einnig er boðið upp á rútuferð frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélags íslands. Brottfor kl. 20 og fargjaldið er 500 kr. „Gangan hefst við Elliðahvamm þar sem hjónin Alísa Hansen og Þor- steinn Sigmundsson eru með mikla starfsemi svo sem bændagistingu og skógrækt. Frá Elliðahvammi verður haldið að Laxártanga þar sem Björn Stephensen endurskoðandi hóf rækt- un upp úr 1930. Á Laxártanga er mikið fyrirmyndar skógræktarsvæði sem er vel við haldið. Frá Laxár- tanga verður gengið í gegnum nokkra gamla sumarbústaðareiti á leið okkar upp Vatnsendahlíð og yfir í Guðmundarlund. Guðmundai’lundur er um 7 ha svæði þar sem Guðmund- ur fyrrum forstjóri Byko hóf ræktun fyrii’ um 30 árum. Guðmundur af- henti Skógræktarfélagi Kópavogs þetta svæði nú í vor og er það mikil lyftistöng fyrir starfsemi félagsins. Guðmundarlundur er lýsandi dæmi um hverju stórhuga bjartsýnismaður getur áorkað í ræktunarmálum. Alls verða farnar 10 gönguferðir í sumar og eru þær skipulagðar í sam- vinnu við Ferðafélag íslands og eru hluti af fræðsluverkefhi Skógræktar- félags íslands og Búnaðarbanka ís- lands. Minnt skal á að þeir sem taka þátt í öllum skógargöngum sumars- ins fá að launum fallegt jólatré," seg- ir í fréttatilkynningu frá Skógrækt- arfélagi íslands. Gengið úr Ell- iðavogi út í Reykjanes í GÖNGU Hafnargönguhópsins í kvöld, miðvikudag, verður farið með ströndinni og hafnarbökkum úr EL liðavogi út í Reykjanes í Örfirisey. I ferðinni verður nesti tekið upp á Kleppsskafti, gömul ömefni rifjuð upp, komið við á Sólfarinu, horft til hafs af Arnarhóli, sýningin Á slóð- um saltsins skoðuð í tjaldi á Fræðslutorginu á Miðbakkanum og framkvæmdir til að auðvelda gönguferðirnar um Vesturhöfnina kynntar. Gönguferðinni lýkur með því að horft verður á sólarlagið úti á Reykjanesi í Örfirisey við undirleik félaga úr Hafnargönguhópnum, segir í fréttatilkynningu. Farið verður frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20 í rútu inn að Ár- túni. Þaðan farið kl. 20.30 niður í El- liðavog þar sem hin eiginlega gönguferð hefst. Einnig er hægt að koma í gönguna á leiðinni. Ferðir Ferðafé- lags fslands FERÐAFÉLAG íslands býður upp á tvær ferðir um helgina. Annars vegar fjölskylduferð til Þórsmerkur og hins vegar gönguferð yfir Fimm- vörðuháls. Fjölskylduhelgin í Þórsmörk, 26.-28. júní, er árlega farin og nýtur jafnan vinsælda. Gist er í Skag- fjörðsskála eða í tjöldum. Fjölbreytt dagskrá, léttar göngur, ratleikur og kvöldvaka. Gengið verður yfir Fimmvörðu- hálsinn á laugardeginum, en farið verður í þá ferð á föstudaginn kl. 20 og gist í Þórsmörk. I Heiðmörk verður farið í kvöld kl. 20 í skógargöngu og unnið í skógar- reit FÍ. Brottfór frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Jónsmessujdga í Hljómskála- g-arðinum JÓNSMESSUJÓGA verður haldið í Hljómskálagarðinum í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní. Jógatíminn hefst kl. 22 og eru þátttakendur beðnir að taka með sér teppi. Jógakennslan stendur að baki þessari útivist, en hún hefur form- lega störf í Reykjavík um miðjan júlí. Þrjár milljónir króna frá Rauða krossi Islands STJÓRN Rauða kross íslands hefur ákveðið að leggja eina milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Afganistan. Þorkell Diego, sendifulltrúi Rauða kross íslands, er jafnframt á leið til skjálftasvæðanna og mun samhæfa dreifingu hjálpargagna þar næstu vikurnar. Ennfremur ákvað stjórnin að taka þátt í aðstoð Alþjóða Rauða krossins við flóttamenn frá Kosovo með tveggja milljóna króna fram- lagi. „Þorkell Diego hefur starfað fyrir Rauða kross íslands í Sierra Leone undanfarin ár en er nú á leið til jarð- skjálftasvæðanna í Afganistan þar sem þúsundir manna létust og tugir þúsunda misstu heimili sín. Alþjóða Rauði krossinn og aðrar hjálpar- stofnanir vinna að því að sjá fórnar- lömbum hamfaranna fyrir nauðsynj- um á borð við tjöld, föt, teppi, sápu og mat og mun Þorkell sjá um að samhæfa neyðaraðstoðina. Alþjóða Rauði krossinn undirbýr jafnframt aðstoð við tíu þúsund flóttamenn sem streymt hafa frá Kosovo héraði í Serbíu til héraðsins Tropoje í Albaníu á undanförnum vikum. Flestir flóttamannanna eru konur, börn og aldraðir og mikil þörf er fyrir aðstoð, enda er Tropoje-hérað eitt hið fátækasta í Albaníu. Einkum er þörf fyrir mat, hreinlætisvörur, fatnað, dýnur og teppi. Hjálpargögn eru nú þegar á leið til Tropoje og sjálfboðaliðar Rauða kross Albaníu eru reiðubúnir að annast dreifingu þeirra. Auk flóttamannanna í Albaníu er talið að um sex þúsund manns hafi flúið frá Kosovo til Svartfjallalands þar sem þeir njóta aðstoðar Rauða krossins. Alþjóða Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af afdrifum óbreyttra borgara í Kosovo. Flótta- fólk segir frá því að lífi óbreyttra borgara í Kosovo sé ógnað og heimili þeirra eyðilögð. Fólkið hef- ur þurft að skilja eigur sínar eftir og ferðast fótgangandi um óbyggð- ir dögum saman áður en það kemst í öruggt skjól,“ segir í fréttatil- kynningu. Funduðu í Sonderborg ÁRLEGUR fundur heilbrigðis- og félagsmálaráðherra var haldinn dagana 15. og 16. júní í Sonderborg í Danmörku. „Á fundinum var fjallað um ýmis helstu verkefni og vandamál í heil- brigðisþjónustu landanna. Má þar nefna samvinnu um styttingu biðlista sjúkrahúsa og aðgerðir til að bæta gæði og árangur þjónust- unnar. Um árabil hefur verið í gildi samningur um gagnkvæma viður- kenningu á menntun heilbrigðis- stétta á Norðurlöndum. Samning- urinn nær til 19 faghópa. Á fundin- um var ákveðið að talmeinaíræð- ingar, fótaaðgerðarfræðingar og meinatæknar fengju einnig aðild að samningnum," segir í fréttatilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Ráðherrarnir beindu þeim til- mælum til ferðaiðnaðarins að hann legði sitt af mörkum í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun barna; en um langt skeið hafa nor- rænar ferðaskrifstofur staðið fyrir ferðum til fjarlægra staða og talið er að þær séu oft farnar í vafasöm- um tilgangi. Ferðaskrifstofurnar gætu til dæmis sett sér ákveðnar siðareglur. Mikil aukning berkla, kynsjúk- dóma og fleiri smitsjúkdóma er gíf- urlegt vandamál í Eystrasaltsi-íkj- unum og norðvesturhluta Rúss- lands. Norðurlönd hafa sameinast um að aðstoða þessi lönd við að fyr- irbyggja og draga úr þessum sjúk- dómum. Ráðherrarnir lögðu ríka áherslu á áframhaldandi fjárhags- legan og faglegan stuðning við þetta verkefni. I lok fundarins gerði danski fé- lagsmálaráðherrann, Karen Jesp- ersen, gi’ein fyrir aðgerðum dönsku ríkisstjórnarinnar, sem miða að þvl að fyrirtæki og stofn- anir taki aukna félagslega ábyrgð á samskiptum við starfsmenn sína. Verkefnið nær til 34 sveitarfélaga í Danmörku og koma að því fyrir- tæki, fagfélög, læknar og stofnanir sveitarfélaga," segir ennfremur. Af Islands hálfu sótti fundinn Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, ásamt fylgdarliði. Hiis Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn Fræðimanna- setri úthlutað ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni sex fræðimönnum frá 1. september 1998 til 31. ágúst 1999. I úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, Róbert Trausti Árnason, sendiherra Islands í Kaupmanna- höfn, og dr. Jakob Yngvason pró- fessor, tilnefndm’ af rektor Háskóla íslands, segir í fréttatilkynningu. Alls bárust nefndinni 25 umsóknir. Þeir fræðimenn sem fá afnot af íbúðinni eru: Davíð Þór Björgvins- son, til að kanna norrænan rétt, einkum danskan, í tengslum við rannsóknir á aðferðum við skýring- ar settra laga í réttarframkvæmd; Eggert Þór Bernharðsson, til að rannsaka gögn er varða líf og störf Gunnars Róberts Hansens; Guð- mundur Hálfdanarson og Þórunn Sigurðardóttir, til að rannsaka skjöl tengd Jóni Sigurðssyni og stjórn- málaþátttöku hans svo og (Þórunn) til að rannsaka tækifæriskveðskap á 17. og 18. öld; Kári Bjarnason, til að rannsaka nótur í handritum sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn; Páll Theodórsson, til að vinna að nýjum og nákvæmari kolefni 14- greiningum á aldri landnáms á Is- landi; og Sigurður Steinþórsson, til að vinna við efni um virk eldfjöll. Fræðimannsíbúðin í Kaup- mannahöfn, tengd nafni Jóns Sig- urðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Skt. Paulsgade 70. Fræðimaður hefur ennfremur vinnustofu í Jóns- húsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.