Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 56
ÍSLANDSFLUG gorir fteirum fært aö fljúga 570 8090 flfanrttiittiMiifrift Drögum í dag 6 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLA MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jim Smart Fagnað í Heiðmörk NORÐMENN búsettir í Reykjavík söfnuðust saman í sumarhúsi Norðmanna í Heiðmörk í gær- kvöldi til að fylgjast með leik Brasilíumanna og Norðmanna í Marseille í Frakklandi, snæða skerpukjöt, ijómagraut og kneifa öl. Þeir gáfu sér þó tíma til þess að stilla sér upp eitt andartak fyr- ir ljósmyndara Morgunblaðsins. Yiðræður um Schengen-vegabréfasamstarfíð Samningsumboð ESB afgreitt á næstu dögum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem fer með forsætið í ráðherraráði Evrópusambandsins til næstu mán- aðamóta. Halldór segir að Cook hafi fullvissað sig um að á síðasta ráðs- fundinum sem hann stýrir, síðar í mánuðinum, verði gengið frá samn- ingsumboði fyrir samningamenn ESB í viðræðum við ísland og Nor- eg um aðild ríkjanna að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi. Yið- ræður geti væntanlega hafizt í haust. Halldór segir að Cook hafi lagt sig mjög fram um að þoka málinu áleiðis, en ekki hefur verið einhugur í hópi aðildarríkja ESB um það hvernig standa beri að samninga- viðræðum við ísland og Noreg. Ekki EES-lausn Norska blaðið Bergens Tidende hafði í gær eftir Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, að Norðmenn geti fellt sig við svo- kallaða EES-lausn á fyrirkomulagi ákvarðanatöku í Schengen, en það þýðir að ísland og Noregur myndu ekki eiga sæti á fundum ráðherra ESB, þar sem ákvarðanir varðandi vegabréfasamstarfið eru teknar. Halldór segir þessi ummæli koma sér á óvart. „Við höfum lagt aðal- áherzlu á að við getum ekki fallizt á lausn, sem byggir á EES-módelinu. Það hefur verið okkar málflutning- ur,“ segir utanríkisráðherrann. Halldór segist ekki telja að við- ræður um nýjan samstarfssamning Islands og Noregs við Schengen- ríkin þurfi að taka langan tíma ef báðir aðilar hafi sæmilega skýrar hugmyndir um hvernig leysa beri stofnanaþátt málsins. A Islensk ens- ím notuð í nýtt lyf LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Norð- ur ehf. og Raunvisindastofnun Há- skóla Islands eiga nú í samstarfi við breska lyflæknisfyrirtækið Phair- son Medical ltd. um rannsóknir og vinnslu á ensímum úr ljósátu sem notuð eru í nýtt lyf gegn útvortis sveppasýkingum og öðrum svipuð- um sjúkdómum. Framleiðsla á lyf- inu gæti hafíst árið 2002 ef allar prófanir ganga að óskum, en byrja á að prófa lyfið á breskum sjúkrahús- um á þessu ári. Ef af frandeiðslu verður er mjög líklegt að ísland verði fyrir valinu sem framleiðslu- staður fyrir ensímin, en að sögn Jóns Braga Bjamasonar, prófess- ors og forstjóra Norðurs ehf., er breska fyrirtækið ánægt með sam- starfíð við íslensku vísindamennina, sem hófst árið 1996. 10-15 manns starfa nú við verk- efnið hér á landi en ef af framleiðslu ensímsins yrði hér á landi myndu 50-100 manns hafa atvinnu af fram- leiðslunni. ■ Ensím f lyf/10 ---------------- Umtalsverð hækkun á afurðaverði .VERULEGAR verðhækkanir hafa orðið á íslenskum sjávarafurðum á síðustu mánuðum og sem dæmi má nefna, að meðalverð á saltfiski hefur hækkað um 23% milli ára. Á móti kemur, að hráefnisverð til vinnsl- unnar hefur almennt hækkað eða um 13% frá því í ágúst í fyrra, að sögn Arnars Sigmundssonar, for- manns Samtaka fiskvinnslustöðva. Ásbjörn Bjömsson, markaðs- stjóri SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, segir, að verð- hækkunin á saltfiski sé mismikil eft- ir stærðarflokkum en mest hafi hún verið í smá- og millifiski, um eða yf- ir 40%. Saltfiskverkunin fær þó lítið af þessum fiski vegna samkeppn- innar við frystinguna og því vegur hann lítið í framleiðslunni. I frystingunni, sjófrystingu og landvinnslu, hafa einnig orðið tölu- verðar hækkanir en mjög mismiklar eins og í saltfiskinum. ■ Veruleg hækkun/B 1 Morgunblaðið/Arnaldur AÐKOMAN á slysstað var hrikaleg, að sögn lögreglu í Keflavík. Lögreglumenn úr Keflavík og Hafnarfirði og sjúkraflutningamenn þaðan og frá Reykjavík unnu saman á slysstað auk þess sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar aðstoðuðu við að ná mikið slasaðri konu úr einum bflanna. Sex fluttir í sjúkrahús ÁREKSTUR fjögurra bíla varð á Reykjanesbraut í Hvassahrauni, um 1,7 km sunnan við Vatnsleysustrand- arveg, um kl. 19 í gærkvöldi. Níu manns voru í bílunum og voru sex þeirra fluttir í sjúkrahús, þar af einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einum bílanna var ekið í átt til Keflavíkur, hinir þrír komu úr gagn- stæðri átt. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík var upphaf atburða- rásarinnar það að jeppabifreið með hestakerru í eftirdragi, sem ekið var í átt til Keflavíkur, fór yfir á öfugan vegarhelming. Jeppa sem kom á móti var ekið út á vegaröxlina til að forðast árekstur en þar fór jeppinn með kerruna utan í hann. Næst á eftir kom fólksbíll og lenti jeppinn á honum. Á eftir fólksbílnum kom jeppi sem fór nokkrar veltur út af veginum eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Ekki var í gærkvöldi enn ljóst hvort jeppinn með kerruna og jeppinn sem valt út af lentu saman. Þrennt með alvarlega áverka í jeppanum með kerruna voru þrír menn og voru þeir allir fluttir í Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi með sjúkrabílum. Að sögn Jóns Baldurssonar, yfirlæknis Slysadeild- ar, er einn þeiiTa með alvarlega áverka en ekki talinn í bráðri hættu. Hann var á gjörgæsludeild í gær- kvöldi. Hinir tveir voru með minni- háttar áverka og taldi Jón að þeir fengju að fara heim að aðhlynningu lokinni. Tveir voru í hverjum hinna bíl- anna þriggja. Ökumaður fólksbílsins var fluttur í sjúkrahús með sjúkra- bifreið en kona, sem var farþegi í þeim bfl, var flutt mjög alvarlega slösuð í Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar sem lenti á veginum við slys- stað. Slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná fólkinu úr fólksbflnum. Að sögn Jóns Baldurssonar liggur konan á gjörgæsludeild, lífshættulega slösuð. Bflstjóri fólksbflsins er líka al- varlega slasaður en ekki talinn í lífs- hættu. Einn maður úr jeppanum sem fór út af og valt fór á Sjúkrahús Reykjavfluir með einhverja áverka en átti að fá að fara að skoðun lokinni. Lögreglumenn frá Keflavík og Hafnarfirði fóru á slysstað og sjúkrabflar úr Keflavík, Hafnarfírði og Reykjavík voru kallaðir út. Reykjanesbraut var lokað í um tvær klukkustundir eftir slysið og var um- ferð beint um gamla Vatnsleysu- strandarveginn. Bognefur, sjaldséður fugl í Sandgerði Sást síðast 1842 ÞAÐ er sjaldséður fugl sem sést hefur á vappi í tjörninni í Sandgerði undanfarna daga. Það var þó ekki fyrr en í gær sem borin voru kennsl á hann en þar er kominn bognefur en síðast sást til hans hér við land árið 1842. Eftir að teg- und fuglsins var greind hafa fuglaskoðarar flykkst á stað- inn. Fuglinn er einsamall og er Ifldegt að hann hafi komið sunnan frá Miðjarðarhafi fyr- ir um hálfum mánuði. Ekki er vitað um hvort kynið er að ræða en þau eru eins að öllu leyti, rauðbrún með langt bogið nef og dökkbrún á vængjum. Bognefur telst til storkætt- bálksins ciconiiformes en í honum auk bognefsins eru storkar og hegrar. Fuglar þessir eru fremur stórvaxnir og háfættir. Þrátt fyrir háa fætur eru þeir ekki fráir á fæti, ganga hægt um og geta ró þessa sjaldséða gests þeg- ar áhugasamir fuglaskoðar- ar fjölmenntu á staðinn. staðið tímunum saman án þess að hreyfa legg eða lið, eins og segir í riti Land- verndar um fugla. Fæða þeirra er nær eingöngu úr dýraríkinu og fljúga þeir með hægum en öruggum vængja- tökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.