Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 25 LISTIR LITAGLEÐI MYMPLIST Stöðlakot VATNSLITAMYNDIR Guðmundur W Vilhjálmsson Opið alla daga frá 14-18. Til 28. júní. Aðgang- ur ókeypis. í FORMÁLA sýningarskrár hef- ur gerandinn ritað hugleiðingu og segir þar orðrétt. „Eg hef haft áhuga á málverkum og myndlist frá því ég var unglingur. Ekki var þá mikið um sýningar, en bækur um hina miklu meistara veittu mér ómældar gleðistundir. Helst minn- ist ég bóka, sem ég eignaðist um Braque, Cézanne, Renoir, Monet og E1 Greco. Brueghel skemmti mér vel. Já og reyndar Dali og Miró líka.“ Ætli þetta megi ekki teljast afar einkennandi fyrir þá kynslóð sem þá var að taka út þroska, í öllu falli eru þetta sömu nöfnin og helst mátti ganga að í rýrum bókakosti Hand- íða- og myndlistaskólans fyrir mið- bik aldarinnar. Mikilvægastur átta- viti og gluggi nemenda til heimslist- arinnar, sem jafnframt gleyptu við hverri nýrri bók er fól í sér upplýs- ingar um ferskar hræringar í heims- listinni, þó einkum frá áhrifastefn- unni til módemismans, allt eldra þótti of langt í burtu, í mörgum til- vikum úrelt. Skorti þannig jarðsam- band við hræringar eldri en hundrað ára, sem þó er ólíkt víðari sjónhring- ur hjá ungum en síðar gerðist. Að ég best veit gekk Guðmundur ekki í þennan skóla nema það hafí verið í kvölddeild, en í ljósi upptaln- ingarinnar og á þeirra tíma mæli- kvarða hefur hann haft aðgang að óvenju fjölbreyttum bókakosti og áhuginn eðlislægur. En það var þó ekki fyrr en í myndlistarklúbbi Flugleiða, löngu seinna, að hann fór að gefa sig að málaralist undir handleiðslu Valtýs Péturssonar' og Jóhannesar Geirs. Áður hafði hann um árabil mundað ljósmyndavélina sem áhugamaður og haldið sýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins með þrem félögum sínum sem er mér minnisstæð, og drjúga almenna athygli vakti. í ljósi ofanskráðs, dregið fsaman í hnotskurn, er hér á ferð áhuga- maður með eðlislæga þörf til að tjá Nýjar bækur • HÚNVETNINGA SAGA er rituð af Gísla Konráðssyni á árunum 1830-1860 og byggir að hluta á hand- riti frá Jóni Espólín. Hún rek- ur atburði í Húnavatnssýslu á árunum 1685-1850. Sagan teygir síg þó víð- ar, til Skagafjarð- ar og jafnvel um land allt. Gísli Konráðsson fæddist árið 1787 á Völlum í Vall- hólmi í Skagafirði. Hann bjó lengst- um á Húsabakka í Vallhólmi en flutt- ist til Breiðafjarðar árið 1850. í kynningu segir: „Gísh er einn af- kastamesti alþýðufræðimaður á ís- landi fyrr og síðar og er Húnvetninga saga aðeins eitt af fjölda verka sem eftir hann liggja." Ennfremur segir: „Húnvetninga saga greinir frá at- burðum 1 Húnaþingi frá því skömmu fyrir 1700 til 1850. Þar koma við sögu Páll Vídalín, Bjami Halldórsson á Þingeyrum, Natan Ketilsson og Skáld-Rósa, Bjöm Blöndal, Isleifur seki og Þórdís á Vindhæli.“ Jón Torfason íslenskufræðingur frá Torfalæk hefur búið ritið til prentun- ai\ Hann hefur gert skýringar við rit- ið og ritað ítarlegan formála og tekið saman nafna- og atriðisorðaskrár. Mál ogmynd gefur út. Fullt verð bókarinnar er 13.800 kr. en bókin býðst nú tímabundið á 11.900 kr. Verkið er íþremur bindum, samtals 1.170 bls. Gísli Konráðsson Morgunblaðið/Árni Sæberg MÓÐURÁST, vatnslitir, 1998. sig á vettvangi sjónlista, um leið áhugamaður um tónlist og bók- menntir. Og allt samanlagt kemur fram í myndunum á sýningunni, hinn menntunarlegi bakgrunnur og skynræn tilfinning fyrir hámenn- ingunni, en þó um leið takmörkuð grunnþjálfun. Og þó er merkilegt hve hreint Guðmundur gengur til verks í sumum myndanna sem væri hér gróinn atvinnumaður á ferð, vil ég einkum nefna myndirn- ar Farg (4), Móðurást, (5), Huldu- blik, (6), Ljá eyra bæn minni (16), Grétu í lautu blómálfar (8) og Jún- ínótt (19). Allt huglæg hrif í sjálf- sprottinni og óformlegri útfærslu, þar sem hæg litræn þensla, eins konar tónastef er aðal myndbygg- ingarinnar. Hins vegar er hann til muna óöruggari í hlutkenndum for- mæfíngum og myndheildirnar laus- ari í sér. Á heildina litið má Guð- mundur þó vel við una með ein- staklega fágaða frumraun á vett- vanginum. Bragi Ásgeirsson Nýjar plötur ORADDIR, Ómennskukvæði, Ókindarkvæði, Grýlukvæði, rímur, sagnadansar, drykkju- vísur, þulur, barnagælur og önnur íslensk þjóðlög, er kom- in út. Andri Snær Magnason og Rósa Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna og völdu efni. Tekið upp af R ÚV; Stefáni Einarssyni, Jóni Pálssyni, Jóni Samsonarsyni, Hclgu Jóhanns- dóttur, Svend Nielsen og Hall- freði Erni Eiríkssyni á árunum 1903-1973. Hljóðvinnsla Sig- urður Rúnar Jónsson í Stúdíói Stemmu. Teikningar í bæk- lingi eru byggðar á myndum úr Heynesbók, lögbók frá 16. öld. Höfundar Stofnun Arna Magnússonar á Islandi, Rúv og Þjóðminjasafn Islands. Smekkleysa gefur út. Ast og hættur á eyðiey KVIKMYNDIR S a m b í ö i n SEX DAGAR, SJÖ NÆTUR „SIX DAYS, SEVEN NIGHTS“ ★ ★ % Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Michael Browning. Kvikmyndatöku- stjóri: Michael Chapman. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne Heche, David Schwimmer, Temuera Morrison. Touchstone Pictures 1998. RÓMANTÍSKAR gamanævintýra- myndir nutu nokkuira vinsælda fyrir áratug eða svo þegar myndir eins og „Romancing the Stone“ voru gerðar við góðar undirtektir. Gamanmynda- höfundurinn Ivan Reitman hefur haldið aftm- á þær slóðir í nýjustu mynd sinni, Sex dögum, sjö nóttum eða „Six Days, Seven Nights", og ár- angurinn er nokkuð viðunandi þökk sé að mestu aðalleikurunum, Harrison Ford og Anne Heche. Líklega er myndin dæmi um þá stefnu í Hollywood að víkka út áhorfendahóp sumarmyndanna og ná einkum til kvenna; Harrison Ford er íyrst og fremst notaður sem kyntákn hér, hann er svona útilegutröÚ sem bjarg- ar málunum og tekur sig feMega vel út við varðeldinn. Eitthvað hafa spunnist umræður um að mótleikkona hans, Heche, sé lesbísk og hvemig það jafnvel gæti haft áhrif á hvernig áhorfendur upp- lifa sambandið á milli þeirra. Engin hætta þar. Heche er fín gamanleik- kona og virðist mjög raunvenilega sólgin í Ford (minnir umræða þessi á hvemig Rock Hudson gat í fiiði leikið mesta kvennagullið í Hollywood ára- tugum saman þótt hann væri hommi). Höfundur myndarinnar, Ivan Reit- man, fer mjög troðnar slóðir gam- anævintýramyndanna. Heche og Harrison hatast hvort út í annað þar sem þau brotlenda tvö á eyðiey í Kyrrahafínu á flugvélinni hans en eft- ir því sem lengist í dvöl þeirra fer við- mótið að skána, þau lenda í hættum vegna sjóræningja og leita allra leiða til þess að koma sér af eynni. Á meðan er kærasti Heche, leikinn mjög skemmtilega af sjónvarpsstjörnunni David Schwimmer (Vinir), og kærasta Fords, sem þokkadísin Temuera Mon-ison leikur, að halda framhjá í nærliggjandi ferðamannaparadís. Kvikmyndatökumaðurinn Michael Chapman, sem kom hingað til lands að gera furðuverkið Víkingasögu, lýs- ir upp samband Heehe og Harrisons og gerir það fagmannlega. Sex dagar, sjö nætur lýsir hins vegar ekki beint af frumleika þótt aðalleikararnir sjái til þess að manni leiðist ekki. Arnaldur Indriðason - á hverjum degi! F f átt" # tr Wm vv í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. ( ATH! Aðeins^^jkr. röðin )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.