Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 32
■ 32 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ V Leikhópur eða leikhús Innanborðs eru eldri og reyndari leikarar í bland við yngri, oft er hvatinn fólginn í löngun til að vinna á annan hátt en tíðkast í hefðbundn- um leiksýningum Igegnum árin hefur iðu- lega verið hamrað á því hversu blómlegt starf væri í leikhópunum sem utan leikhúsanna standa, sjálfstæðu leikhópun- um svokölluðu, þar væri vaxt- arbroddinn að finna, þar væri gróskan. Allt má þetta til sanns vegar færa og ein klisja til við- bótar hljómar u.þ.b. svona: „Ungviðið í leiklistinni leikur sér í leikhópum um stund þar til tækifæri býðst í stóru leik- húsunum tveimur (eða þremur jafnvel). Utan um þetta hefur enskurinn smíðað lipran frasa og kallar „búð- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson arglugga-leik- hópa“ (Shopwindow- theatre) og merkingin er næsta ljós; ungir, óþekktir leik- húslistamenn skapa sér sjálfir tækifæri í þeim tilgangi að koma sér á framfæri og vekja athygli á getu sinni og hæfi- leikum. Það er ekkert rangt við þetta en í þessu er fólgið skammlífi leikhópsins, því um leið og einhver gerir einum eða fleiri þátttakendum bitastætt atvinnutilboð leysist hópurinn upp og er ei meir. Tilganginum er einnig náð. Lýsingin hér að ofan stenst að hluta til um starfsemi „frjálsu", „sjálfstæðu" leik- hópanna undanfarin 10-15 ár - um eiginlegt frelsi og sjálfstæði leikhópanna mætti skrifa lang- an pistil. Hún gefur samt hvorki rétta mynd af því leik- listarstarfí sem fer fram utan opinberu leikhúsanna, né held- ur þeirri þróun sem átt hefur sér stað í starfsemi ákveðinna leikhópa sem í rauninni hafa náð að festa sig í sessi að því marki að réttara væri að kalla þá leikhús en leikhópa. Með „leikhúsi" er átt við samfellda starfsemi yfir lengri tíma, fleiri en eina sýningu t.d. þar sem sama fólk kemur við sögu, jafn- vel að hópurinn eigi sér fastan samastað og sýningaraðstöðu. Nokkur eðlismunur er á leik- hópum eftir því hvernig innra starf þeirra skilgreinist og má kannski skipta þeim í femt samkvæmt því. Þar eru í fyrsta lagi hópar sem stofnað er til eins og að ofan er lýst. Ungir verkefnalausir leikarar ásamt ungum verkefnalausum leik- stjóra taka sig til og setja upp sýningu á eigin vegum, fyrir- fram er gefið að enginn fái nein laun en reynt er að skrapa saman aura til að borga húsa- leigu og annan óhjákvæmilegan kostnað. Fjölmörg dæmi eru um hópa af þessari gerð; eitt verkefni og síðan ekki söguna meir, hópurinn tvístrast og hef- ur ekki tök á að koma saman að nýju, enda oft engin ástæða til. Svona starf hefur engu að síður oft skilað kraftmiklum og athyglisverðum sýningum. I öðru lagi má benda á hópa sem verða til innan opinberu leikhúsanna, að meira eða minna leyti. Innanborðs eru eldri og reyndari leikarar í bland við yngri, oft er hvatinn fólginn í löngun til að vinna á annan hátt en tíðkast í hefð- bundnum leiksýningum, einnig getur verið um gæluverkefni leikstjóra eða leikara að ræða; eitthvað sem hann/hún hefur gengið með í maganum í mörg ár og aldrei fengið tækifæri til að gera. Loks er látið verða af því og hópur myndaður í kring- um verkefnið sem nýtur gjam- an velvildar „stóra“ leikhússins og fær aðstöðu og fyrir- greiðslu. Um laun er ekki að ræða nema vel gangi og sýn- ingin mali þátttakendum gull - lágmarkslaun væri reyndar réttari lýsing. I þriðja lagi eru leikhópar sem starfa á nokkuð regluleg- um grunni, hafa sett upp tvær eða fleiri sýningar, gjarnan barna- eða unglingasýningar. Dæmi um slíka hópa eru Stopp-leikhópurinn og Furðu- leikhúsið. í þessum hópum eru leikarar af yngri kynslóðinni sem öðlast hafa talsverða reynslu af starfinu í leikhópn- um. I fjórða lagi má telja leik- hópa sem hafa fest sig í sessi með þeim hætti að þeir teljast leikhús. Dæmi um slíkt eru Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör og Möguleik- húsið. Bæði þessi leikhús starfa alfarið á eigin forsendum, Hafnarfjarðarleikhúsið byggir á kjarna af listamönnum sem hefur kosið að gefa starfinu þar þann forgang sem nauðsynleg- ur er til að starfsemin haldist óslitin. Þá er stefna leikhússins skýr að því leyti að flytja ein- göngu ný, frumsamin íslensk leikverk. Hafnarfjarðarleikhús- ið hefur einnig komið sér upp fastri aðstöðu í eigin leikhúsi í Hafnarfirðinum. Um árangur- inn þarf ekki að fjölyrða, hann hefur einfaldlega skilað sér. Möguleikhúsið hefur einnig markað sér eigin stefnu og helgað sig leiksýningum fyrir börn og unglinga eingöngu og komið sér upp aðstöðu í eigin leikhúsi við Hlemm. Þriðja sjálfstæða leikhúsið sem haslað hefur sér talsverðan völl á síð- ustu misserum er Flugfélagið Loftur í Loftkastalanum. Flug- félagið Loftur er ekki leikhóp- ur í þeim skilningi sem hér hef- ur verið lagður í fyrirbærið, þar sem enginn fastur hópur leikara eða listamanna er tengdur leikhúsinu. I hvert verkefni er ráðinn nýr hópur til starfa og launakjör og samn- ingar líklega með formlegri hætti en tíðkast í hinum „sjálf- stæðu" leikhúsunum. Flugfé- lagið Loftur hefur á-Iiðnum tveimur árum komið á fjalirnar þremur nýjum íslenskum leik- ritum sem teljast verður góður árangur og sem hlutfall af heild uppsettra sýninga leikhússins er það betra en tíðkast á stærri og efnameiri bæjum í leikhús- lífinu. Opið bréf til Grétars Þorsteinssonar, forseta ASI Félagi Grétar! ÉG NÁÐI ekki í þig, reyndar sá þig ekki, á miðstjórnarfundinum sl. laugardag til að þakka þér fyrir bréfið sem ég fékk frá þér nú fyrr í mánuðinum. Ég gríp því tO þess ráðs að nota sömu aðferð og senda þér þetta bréfkom. Mér leikur hugur á að spyrja þig nánar út í nokkur at- riði bréfsins en það fjall- aði, eins og óþarft er að rifja upp fyrir þér, um það hvers vegna núver- andi stjórnarandstöðu- flokkar ættu að fara í sameiginlegt framboð við næstu kosningar í stað þess að bjóða fram fleiri en einn lista á grundvelli sameiginlegrai- stefnu- skrár. Mér er auðvitað ljóst að þú skrifar undir bréfið sem félagi í Ál- þýðubandalaginu og einn af fulltrú- um í miðstjóm flokksins en nafn þitt vekur auðvitað athygli þar sem þú gegnir hinu háa embætti forseta Al- þýðusambands Islands, stærstu heildarsamtaka launamanna í land- inu. Einkum og sér í lagi hefur undir- skrift þín undir bréfið vigt þegar fjallað er um kjaratengd atriði eða pólitík sem tengist launabaráttu og lífskjömm almennings. Mig langar sem sagt í nánari útlistanir á nokkmm atriðum og hér kemur fyrsta spurningin. I tölulið 2 í bréfinu stendur m.a. eftirfarandi: „Sagan segir að helm- ingaskiptaríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks séu þær verstu sem til em gagnvart launafólki og al- menningi. Þessir flokkar hafna samá- byrgð og samhjálp. Þeir vilja skapa samfélag forréttinda, misskiptingar og örvæntingar. (Það munar ekki um það; innskot mitt) Fjölmörg spor hafa verið stigin í þá átt. Á þessu kjörtíma- bih má nefna nýja vinnulöggjöf, ný lög um atvinnuleysistryggingar, til- raun til þess að bylta lífeyriskerfi landsmanna og nú síðast niðurbrot á félagslega húsnæðiskerfinu og lög um að tryggja einkaeignarrétt á auðlind- um í jörðu. Niðurskurðaröxin hefur einnig verið reidd yfir mennta- og heilbrigðiskerfinu sem bitnar illilega á námsmönnum og sjúklingum“ o.s.frv. Ég vil í framhaldi af þessu spyrja þig félagi Grétar: hvar sér þess stað í baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar gegn þessari ríkisstjórn að hún sé af þeirri teg- und sem verst getur orðið gagnvart launa- fólki og almenningi? Hvernig má það vera að öll þau ókjör sem talin eru upp hér að ofan hafi náð fram að ganga án heiftúðugrar og harð- skeyttrar baráttu verkalýðshreyfingar- innar gegn þessari rík- isstjórn? Er það mis- minni að einmitt við þessa sömu ríkisstjóm hafi verkalýðshreyfing- in undir forystu Alþýðu- sambandsins gert ein- hverja lengstu kjara- samninga í manna minnum m.ö.o. tryggt þessari skelfilegu ríkisstjóm fullkominn starfsfrið meira en út allt þetta kjörtímabil með óvenjulöngum kjarasamningum? I öðm lagi er nærtækt að spyrja: Lítur þú sem einn af bréfritumm svo á að núverandi ríkisstjóm hafi verið verri og gengið nær mennta- og heil- brigðiskerfinu en sú næsta á undan? Er það misminni að skólagjöld hafi verið tekin upp í menntakerfinu og Mig langar í nánari út- listanir á nokkrum atriðum, segir Stein- grímur J. Sigfússon, og biður Grétar Þorsteins- son um svör. verulegur niðurskurður verið til þess málaflokks í tíð síðustu ríkisstjórnar og er það misminni að komugjöld, aukin þátttaka sjúklinga í lyfjakostn- aði, skertar endurgreiðslur á tann- læknakostnaði o.s.íW. hafi allt náð fram að ganga í tíð síðustu ríkis- stjórnar? Er það misminni að þrátt fyrir allt hafi heldur orðið raunaukn- ing á framlögum til heilbrigðismála á þessu kjörtímabili þó vissulega mætti gera þar betur? I tölulið 5 í bréfinu er með athygl- isverðum hætti fjallað um samstarf verkalýðshreyfingarinnar og núver- andi stjórnarandstöðuflokka og vísað til þess sem er rétt að það hafi verið gott á yfirstandandi kjörtímabili í ýmsum málum og m.a. skilað árangri í vinnu að löggjöf um málefni lífeyris- sjóða á árinu 1997. En síðan segir: „Mikill áhugi er á sameiningu félags- hyggjufólks meðal forystumanna innan Alþýðusambands Islands sem eru meðlimir í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sameiginlegt framboð myndi treysta tengsl ASI við pólitísk samtök félagshyggjufólks og þar með væri hægt að treysta samhengið á milli faglegrar og pólitískrar baráttu félagshyggjufólks. Komi til endur- nýjunar á núverandi ríkisstjórnar- samstarfi gæti öflug stjórnarand- staða á kjörtímabilinu í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og önnur hagsmunasamtök skapað stöðu fyrir mjög sterka útkomu í þingkosning- unum sem yrðu í síðasta lagi á árinu 2003.“ I þessu sambandi vil ég spyrja: Er þarna verið að boða að vænta megi beinna flokkslegra tengsla Alþýðu- sambands Islands við stjórnmála- samtök félagshyggjufólks sem yrðu til með sameiginlegu framboði núver- andi stjórnarandstöðuflokka? Er um slík aukin tengsl, sem þarna er verið að gefa undir fótinn,_samstaða innan ASI? Áherslan á ASÍ í þessum texta vekur einnig athygli. Ér ætlast til þess að það sé lesið á milli línanna að ekki sé sami áhugi á ferðinni hjá öðr- um launamannasamtökum? Og ef svo er, hverjum er þá ætluð sneiðin? Margt fleira hefði verið fróðlegt að ræða í þessu sambandi sem auðvitað kemst ekki fyrir í stuttu sendibréfi. Ég hefði fljótt á litið ímyndað mér að það sem verkalýðshreyfingin spyrði fyrst og fremst að í sambandi við stjórnmálaflokka á vinstri kantinum, stóra sem smáa væri sú pólitík sem þeir stæðu fyrir. Að verkalýðshreyf- ingin hefði þá og því aðeins áhuga á að flokkar stækkuðu og efldust eða rynnu saman að sú pólitík sem þeir bæru fram og beittu sér fyrir, ekki bará í orði heldur líka á borði og í reynd t.d. þegar þeir ættu aðild að ríkisstjórn, færi saman við hags- munabaráttu verkalýðshreyfmgar- innar fyi-ir hönd almenns launafólks og þeirra sem hallar á í samfélaginu. Sem sagt; fá fyrst fram málefnin og taka síðan afstöðu. En nóg um það. Ég þykist vita að fleirum en mér kunni að þykja fengur í svörunum og kveð þig því að sinni með von um að þau birtist fljótlega. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra, er formaður sjavarútvegs- nefndar Alþingis og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Steingrímur J. Sigfússon Verið velkomin í í Morgunblaðinu 31. maí sl. birtist grein eftir Sigmund Magnússon fyrrv. forstöðulækni Rannsóknastofu Land- spítalans í blóðfræði. Mér er það bæði ljúft og skylt að upplýsa hann og aðra lesendur Morgun- blaðsins um afstöðu Grýtubakkahrepps gagnvart þeim fjöl- mörgu ferðamönnum sem leggja leið sína um Fjörður og Látraströnd. Á síðustu árum hefur orðið mikil fjölgun ferða- manna á þetta fagra svæði. Sveitarstjóm Grýtubakkahrepps hefur viljað leggja sitt af mörkum til að ferðalangar gætu notið náttúmnnar í hreinu, írið- sælu og fógra umhverfi og sýna í verki að þeir væra velkomnir. Það hefur sveitarfélagið gert m.a. með því að reisa 5 vatnssalemi í Fjörðum og á Látraströnd, þ.e. á Látrum, í Kefla- vik, á Þönglabakka, Kaðalstöðum og á Gili. Það hefur fram að þessu verið álitið að ferðamenn kysu frekar að komast í slíka þjónustu en að ganga öm sinna bak við næstu hæð og setja svo stein yfir allt saman, en þannig ástand ríkti á svæðinu til skamms tíma. Grýtubakkahreppur hefur einnig haft gæslumann út í Hval- vatnsfirði yfir hásumar- ið til að leiðbeina ferða- mönnum sem fara um svæðið. Var þetta sér- staklega nauðsynlegt meðan áin í Hvalvatns- firði var óbrúuð, en hættulegt er að vaða hana í vatnavöxtum. Nú hefur sveitarfélagið aftr ur á móti látið reisa göngubrú yfir ána til að auðvelda ferðamönnum að komast um og skoða náttúra og fegurð svæð- isins. Hafa heimamenn lagt sig fram við að láta iyrmefnd mannvirki falla inn í landslagið, en að mati greinarhöfundar virðist okk- ur hafa mistekist það, en misjafn er mannanna smekkur. Þessi þjónusta hefur kostað sveitarfélagið skilding og hefur því verið talið eðlilegt að taka vægt gjald fyrir að tjalda í Hval- vatnsfírði, sem er 600 kr. fyrir tjaldið, sama hvað margir gista í því og fá um leið notið fyrrnefndrar þjónustu. Það er álit mitt að ferðamenn eigi ekki að greiða gjald fyrir að skoða landið heldur að greiða fyrir þá þjón- ustu sem þeim er veitt og hef ég ekki legið á þeirri skoðun minni og m.a. hefur það verið skýr afstaða mín inn- an stjórnar Náttúravemdar ríkisins þar sem ég á sæti. Guðný Sverrisdóttir Fjörður Ef til viil er þetta skiijanleg afstaða greinarhöfundar og annarra þéttbýl- isbúa sem hræddust framvarp til sveitarstjómarlaga, því gegn um árin hef ég tekið eftir því að þegar þétt- býlisbúar komast yfir landsskika eru þeir oft á tíðum lokaðir með lás og slá og vel merktir um að engir megi koma þar nærri. Trúlega álítur lækn- irinn og aðrir skoðanabræður hans að landsbyggðarfólk hafi sömu hugsun og virðist ekki þekkja gestrisni þá sem ríkir á landsbyggðinni. Ferðamenn eiga ekki að greiða gjald fyrir að skoða landið, segir Guðný Sverrisdóttir, heldur fyrir þá þjón- ustu sem þeim er veitt. Ég vænti þess þó að það séu fleiri ferðamenn sem kunna að meta fram- tak Grýtubakkahrepps og við bjóðum þá velkomna til okkar í sumar og vonumst til að þeir geti notið marg- brotinnar náttúru og fegurðar svæð- isins þrátt fyrh’ að þeir verði ef til vill af með sex hundruð krónur. Höfundur er sveitarstjóri Grýtu- bakkabrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.