Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 43 Smáfólk HEY,KIP.'ARENT YOU THEONE WH05E FRIENP 15 WEAR.IN6 THE D06 SUIT? ANYLOAY, HE5 SICK. I THINK HE DRANK TOO MUCH FUNCH.. SHE'S HAVIN6 TROUBLE 6ETTIN6 THE D06 SUITOFF,. Hæ, strákur! Ert þú ekki vin- Hvað um það, hann er Hjúkrunarkonan er hjá Hún er í vandræðum ur þessa í hundabúningnum? veikur ... ég held að liann honum ... með að ná hundabún- hafi drukkið of mikið ingnum af honum ... púns ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Óáreiðanleiki Biblíunnar Frá Guðmundi Rafni Geirdal: í SÍÐUSTU grein minni fjallaði ég um óáreiðanleika Biblíunnar og hve óæskilegt væri að oftrúa á hana eins og sumir virðast því miður gera, einkum þeir sem eru í sértrúarsöfn- uðum. Mig langar til að sýna ykkur hve mörg tilbrigði koma fram í af- ritum af Nýja testamentinu til að þið áttið ykkur betur á hvað ég er að meina. Ég kýs að velja það sem flestir ættu að þekkja úr Biblíunni, Faðir vorið sjálft; já, ég ræðst víst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þar sem ég vil í einlægni vita hið réttasta um Biblíuna heilum 2.000 árum eða svo eftir að þessir atburð- ir eru sagðir hafa átt sér stað skrif- aði ég bréf um þetta til núverandi framkvæmdastjóra Hins íslenska Biblíufélags, því ef einhver ætti að vita um mismunandi þýðingarmögu- leika væri það sá aðili eða aðilar honum tengdir. I bréfinu segi ég meðal annars: „3. Nú spyr ég enn og aftur að svipuðu: nú sé ég í ein- taki því sem ég keypti af Nýja testamentinu ... (... Nýja testament- ið og sálmarnir, Reykjavík, Hið ís- lenska Biblíufélag, 1984) að það eru mjög oft neðanmálstextar sem segja til dæmis: a. „Sum handrit bæta við: að ástæðulausu" (bls. 11) sem sagt bætt við, b. „Vantar í sum handrit" (bls. 13) sem sagt sleppt úr (Faðir vorinu sjálfu!), c. „Eða: brauð vort til dagsins á morgun“ sem sagt snúið á annan veg (og þá líklega sem annar mögu- leiki á þýðingu). Gæti þá verið eitthvað enn meira af slíku í afritunum sem fóru til dæmis á milli frumritanna og þeirra afrita sem þið hafið aðgang að, sem gætu hafa sett enn meiri skekkju í dæmið... jafnvel það mikið að það sé farið að nálgast breytingar sem ég nefni í spurningu nr. 2?“ Nú hefur hann svarað en ekki með beinum hætti þannig að þessari spurningu er enn ósvarað. Ég beindi sambærilegum spurningum til fyrrverandi framkvæmdastjóra Biblíufélagsins. Hann svaraði með því að senda mér fullt af efni og ef ég kynnti mér það mætti ég hringja í hann. Þetta ætla ég að gera því mér finnst mikilvægt að réttsýni sé sem mest um þessi mál. Ég tel að það sé afar mikilvægt fýrir þjóðina að skoðanir á andlegum málum séu sem þróaðastar og mín skoðun er eindregið sú að kristin trú sé gamal- dags og eigi ekki heima í nútíman- um nema sem einhvers konar hluti af sagnfræði fornaldar, ekki ósvipað og frásagnir af egypskum píramíd- um og ræðum Sókratesar. Til að þið áttið ykkur betur á hvað ég er að fara ætla ég að skrifa Faðir vorið hér að aftan samkvæmt öðrum ritunarmöguleikum sem nefndir eru í Nýja testamentinu sjálfu hér að framan (Matteus 6. kafli 9.-13 vers): Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag brauð vort til dagsins á morgun. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá hinum vonda. í sumum handritum er sem sagt lagt til að sagt sé brauð vort til dagsins á morgun; í stað þess að segja frelsa oss frá illu má segja frelsa oss frá hinum vonda og í sum- um handritum vantar hreinlega af- ganginn af Faðir vorinu. Breytingin verður enn meiri þeg- ar aðrir textar eru skoðaðir. Árið 1990 var gefin út bók sem heitir Friðarboðskapur Jesú Krists. Þar er því haldið fram í formála að text- inn sé „... hin hreinu, upprunalegu orð Jesú, þýdd beint úr hinni ara- meísku tungu töluð af Jesú og hans elskaða lærisveini Jóhannesi, sem var sá eini af lærisveinum Jesú sem ritaði með fullkominni nákvæmni fræðsluna sem Meistari hans gaf í eigin persónu." Jafnframt kemur fram að þetta sé hluti af handritum sem til eru í bókasafni Vatikansins og í konunglegu bókasafni Habs- borgara sem er í eigu austuri-ísku stjómarinnar og að nestoríanskir prestar hafi upprunalega varðveitt þessa texta. Þar segir á bls. 57: „Faðir vor sem ert í himnum, heil- agt veri nafn þitt. Komi ríki þitt. Veri vilji þinn framkvæmdur á jörðu eins og hann er í himnum. Gef oss þennan dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, eins og vér fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Og leið oss eigi til próf- raunar, heldur fær oss frá illu. Því þitt er ríkið, mátturinn, og dýrðin, að eilífu. Amen.“ Það skemmtilega er að á næstu blaðsíðu kemur önnur tillaga sem séra Auður Eir þáver- andi biskupsefni væri eflaust ánægð með, a.m.k. út frá því að hún hefur síítrekað sagt að Guð sé hún. Hér segir: „Og biðjið á þennan hátt til Jarðnesku Móður ykkar: Móðir vor sem ert á jörðu, heilagt veri nafn þitt..." og svo framvegis. Þetta er nefnilega umhugsunarefni; hver er kominn til með að segja að Guð sé karlkyns. Miklu líklegra er, ef hann er yfirleitt til, að hann sé hvorag- kyns (eða beggja kyns!). Það ruglar að nafnið sé flokkað málfræðilega sem karlkyns. Því gæti verið betra að nota orð eins og hið heilaga í líf- inu eða eitthvað á borð við það. Meginskilaboðin mín eru þau að textarnir eru svo mismunandi að gerð að ómögulegt er fyrir nútíma- menn að byggja á því nema þá sem fróðleik um löngu liðna tíma. Með tilvísun í brautskráningarræðu rektors Háskóla íslands hinn 17. júní 1998 legg ég til að beitt sé sjálf- stæðri rökhugsun til að auka þroska okkar í þessum efnum sem öðrum. Þannig mætti þróa leiðir til að sinna trúarþörf mannkynsins með betri hætti en hingað til og notast þá bæði við þekkingu úr öðrum trúar- brögðum, nútímavísindum og heil- brigðri skynsemi. Megi svo verða. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.