Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Gestir á sýningum LA tæplega 12.500 á leikárinu Fjölgaði um eitt þúsund milli ára Morgunblaðið/Bjöm Gíslason KYLFINGAR voru víð æfingar í gær á Jaðarsvelli, fyrir Arctic-open miðnæturgolfmótið á meðan starfsmenn vallarins voru í óða önn að slá völlinn. Grasspretta hefur tekið vel við sér eftir að fór að rigna í vik- unni, eftir margra vikna þurrk. Arctic-open miðnæturgolfmótið Um 130 þátt- takendur mæta til leiks GESTIR á sýningum Leikfélags Akureyrar voru tæplega 12.500 talsins eða um 1.000 fleiri en leik- árið á undan. Leikárinu lauk í byrj- un þessa mánaðar, með vortónleik- um Leikhússkórsins í Samkomu- húsinu. Auk sýninga Leikfélagsins vor þrjár gestasýningar í Sam- komuhúsinu óg sýningargestir á þeim 603. Sýning LA á Söngvaseiði eftir þá Richard Rodgers og Oscar Hammerstein annan fékk lang bestu aðsóknina á leikárinu. Alls sáu 7.241 gestir sýninguna sem sýnd var 39 sinnum og var sæta- nýting með eindæmum góð, eða 95%. Samkomuhúsið var opnað gestum eftir gagngerar endurbæt- ur með frumsýningu á Söngvaseiði hinn 6. mars sl. Fyrsta frumsýning ársins á Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Renniverksstæðinu, var einnig mjög vel sótt. Verkið var sýnt 25 sinnum, sýninguna sáu 3.222 gestir og var sætanýting mjög góð, eða um 90%. Önnur frumsýning leik- ársins var á annan dag jóla á Renniverkstæðinu. Þá var sýnt leikritið Á ferð með Daisy eftir Al- fred Uhry. Sýningar á verkinu urðu 14 og sýningargestir alls 1.416. í tilefni af því að hinn þekkti ítalski leikritahöfundur Dario Fo hlaut Nóbelsverðlaunin í bók- menntum leiklas Guðbjörg Thoroddsen einleikinn Kona ein- sömul eftir Dario Fo og konu hans Fröncu Rame. Guðbjörg leiklas einleikinn alls þrisvar sinnum á leikárinu og voru gestir samtals 55. Síðasta frumsýning leikársins var á Markúsarguðspjalli, einleik Aðalsteins Bergdal á Renniverk- stæðinu, á annan í páskum. Sýn- ingar á Markúsarguðspjalli á Renniverkstæðinu urðu 9 og gestir á þær 315. Um hvítasunnuna voru tvær sýningar á verkinu í Reykja- vík og voru gestir þar 94 talsins. Auk sýninga Leikfélags Akur- eyrar setti Leikfélag Menntaskól- ans á Akureyri upp Ferðina á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Ámadóttur og frumsýndi í Sam- komuhúsinu 2. apríl sl. Verkið var sýnt 6 sinnum fyrir 480 gesti. Möguleikhúsið var með gestaleik í Samkomuhúsinu í vor og sýndi bamaleikritið Einar Áskel fyrir 163 gesti. Indverskir listamenn vom með gestasýningu á vegum menningarmálanefndar Akureyrar í byrjun júní. Sýningin var nefnd Seiður Indlands og sáu hana 60 gestir. ARCTIC-OPEN miðnæturgolfmót Golfklúbbs Akureyrar fer fram á Jaðarsvelli aðfaranótt fimmtu- dags og föstudags en formleg setning mótsins fer fram í kvöld, miðvikudag. Um 130 kylfingar eru skráðir til leiks og þar af rúmlega 30 erlendir spilarar. Flestir erlendu kylfingarnir koma að þessu sinni frá Banda- ríkjunum, en einnig frá Englandi, Danmörku, Þýskalandi, Japan, Finnlandi, Hollandi og Lúxem- borg. Þá taka kylfingar víðs veg- ar að af landinu þátt auk heima- manna. Keppni hefst um kl. 17.00 á morgun fimmtudag og að sögn Þórhalls Sigtryggssonar sem sæti á í Arctic-nefnd GA, er reiknað með að síðasta „hollið“ fari út um kl. 23.00 og spili fram undir kl. 04.00. Sama fyrirkomulag verður RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út fyrirmæli til lögreglunnar um vikmörk við hraðamælingar sem gilda frá og með 1. júlí nk. í hinum nýju reglum eru ökumönn- um gefnir 13 km á klst. umfram há- markshraða áður en sektum er beitt, segir í tilkynningu frá lög- reglunni á Akureyri. Þetta þýðir að ökumenn geta hraðast ekið á 63 km á klst. innan- bæjar, þar sem hámarkshraði er 50 km á klst. og á 103 km hraða á veg- um með 90 km hámarkshraða á klst. upp á teningnum á föstudag, en mótinu lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu í golfskál- anum að Jaðri á laugardags- kvöld. Keppt er í tveimur flokk- um, með og án forgjafar og leikn ar 36 holur. Fullt í fangi með að slá völlinn Þórhallur sagði að völlurinn væri mjög góður, hann hafi kom- ið vel undan vetri og verið snemma til. „Við vorum að vísu eins og aðrir bændur orðnir nokkuð uggandi útaf þurrkinum en hér hefur rignt tvær nætur í röð, þannig að ástandið er mjög gott núna. Við eigum því fullt í fangi með að slá völlinn núna og menn mega ekki standa lengi á sama staðnum, þvflík er sprett- an,“ sagði Þórhallur. Nokkurt misræmi hefur verið í því milli lögsagnarumdæma hvað lögreglan hefur gefið ökumönnum mikið svigrúm umfram löglegan hámarkshraða áður en sektum er beitt og réttilega verið bent á að jafnræðis þyrfti að gæta í þeim efnum. Með nýjum reglunum ætti misræmi milli umdæma að vera úr msögunni og vonandi að þær leiði til þess að umferðarhraðinn færist nær löglegum hámarkshraða og leiði til fækkunar umferðarslysa, segir ennfremur í tilkynningu lög- reglunnar á Akureyri. Bæjaryfírvöld í við- ræðum við kennara Ekki gerð- ur nýr kjara- samningur KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði á fundi bæjarstjórnar í gær, að stefnt væri að því að leysa málefni grunnskóla- kennara heima í héraði án þess þó að gerður yrði nýr kjarasamningur við kennara. Jakob Björnsson, fráfarandi bæjarstjóri, spurði Kristján Þór um stöðu mála varðandi grunn- skólakennara en eins og komið hef- ur fram hafa um 90 grunnskóla- kennarar á Akureyri sagt upp störfum. Ki-istján Þór og Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, hittu fulltrúa launanefndar sveitar- félaga í Reykjavík í fyrradag og áttu í kjölfarið fund með fulltrúum kennara á Akureyri. Til stóð að halda annan fund með kennurum seinni partinn í gær. Kristján Þór sagði málið á við- kvæmu stigi en að rætt væri um ýmsar mögulegar útfærslur. Hann ítrekaði að ekki yrði um að ræða gerð nýs kjarasamnings, enda yrði þá að draga umboðið til baka frá launanefnd sveitarfélaga. Fundur bæjarstjórnar í gær var með allra stysta móti og tók aðeins um 15 mínútur að tæma dagskrá hans. -------------- Bygging 16 íbúða í Snægili á Akureyri Hyrna átti lægsta tilboðið BYGGINGARFÉLAGIÐ Hyma ehf. átti lægsta tilboð í byggingu 16 íbúða í Snægili 30-36 á Akureyri en tilboðin voru opnuð í gær. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 120,5 milljónir króna, sem er 85,7% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 140,7 milljónir króna. Húsnæðisnefnd Akureyrar sam- þykkti á fundi í lok apríl sl. að taka upp viðræður við Hymu um bygg- ingu á 16 íbúðum við lokaáfanga við Snægil 30-36, í framhaldi af út- boði á 36 'íbúðum í Snægili í apríl 1996. Þá átti Hyma einnig lægsta tilboðið. Bæjarstjórn hafnaði því og samþykkti að bygging þessara 16 íbúða yrði boðin út. Fimm íyrirtæki buðu í verkið nú en tilboð Hyrnu, sem var lægst, var nokkm hærra en þegar verkið var boðið út fyrir tveimur árum. SJS verktakar ehf. buðust til að vinna verkið fyrir tæpa 131 milljón króna, eða 93,1% af kostnaðaráætl- un, Trésmiðjan Fjölnir ehf. bauð um 136,5 milljónir króna, eða 97% af kostnaðaráætlun, SS Byggir ehf. bauð tæpar 138 milljónir króna, eða 98,1% af kostnaðaráætlun og Páll Alfreðsson ehf. bauð 156 millj- ónir króna, eða 110,9% af kostnað- aráætlun. Áætlað er að framkvæmdir við lokaáfangann í Snægili hefjist í næsta mánuði og að íbúðirnar verði afhentar kaupendum í byrjun sept- ember á næsta ári. AKSJÓN Miðvikudagiir 24. júní 21.00 ►Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. VINVEITINGAHUS TIL LEIGU EÐA SÖLU Á Akureyri er til leigu eða sölu veitingastaður frá og með 1. sept. '98. Staðurinn skiptist í tvo samliggjandi sali, annars vegar 35 manna og hins vegar 60 manna. Góð vinnuaðstaða er í eldhúsi á staðnum sem er í dag rekið frá kl. 9.00 að morgni til kl. 1 og til kl. 3 um helgar. Upplýsingar veitir Bernharð í síma 461 1833. Akureyrarbær: Deiliskipulag á Eyrarlandsholti Með vísan til 25. greinar skipulagslaga nr. 73/1997 með síðari breytingum auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi íbúðar- hverfis á Eyrarlandsholti. Skipulagsvæðið afmarkast af Mímis- braut, Þórunnarstræti, væntanlegri tengibraut, opnu svæði sunnan Hörpulundar og lóð Verkmenntaskólans á Akureyri. í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir 23 einbýlishúsalóðum, þrem skipulagsreitum fyrir fjöleignarhús auk lóðar fyrir raðhús og tveggja lóða þar sem unnt er að reisa stærri byggingar svo sem fjölbýlishús fyrir aldraða og heimavist/sumarhótel. Skipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 5. ágúst 1998, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 5. ágúst 1998 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulags- gerðarinnar er bent á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Samræmd vikmörk við hraðamælingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.