Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kiríjenko lofar aðgerðum gegn fjármálakreppunni í Rússlandi Boðar uppstokkun á skattkerfinu og sparnað Felli þingið áætlanirnar gæti það veikt stöðu Jeltsíns forseta Moskvu. Reuters. SERGEJ Kíi-íjenko, forsætisráðherra Rússlands, kynnti í gær áætlun stjórn- arinnar um aðgerðir til að stemma stigu við fjármálakreppunni í landinu og boðaði uppstokkun á skattkerfínu og spamaðaraðgerðir, auk ráðstafana til að styrkja rúbluna og lækka vexti um helming. Stjómin vonast til þess að hægt verði að binda enda á ólguna meðal launþega vegna launaskulda og umrótið á fjármálamörkuðunum, sem hefur orðið til þess að gengi verðbréfa hefur lækk- að um helming og vextir ríkisvíxla hækkað, auk þess sem stjórninni hefur ekki tekist að kveða niður þrálátan orðróm um að gengi rúblunnar verði fellt. Fótspor á flugi ELSTU fótspor sem fundist hafa, voru í gær fjarlægð úr sandsteininum sem þau fundust í, og flutt á safn í Suður-Afríku, vegna ágangs ferða- manna. Fótsporin eru 117.000 ára gömul og greyptust í mjúkan sandstein f Langebaan, 100 km norður af Höfðaborg. Takist stjóminni ekki að knýja efnahagsaðgerðirnar í gegnum þing- ið gæti það veikt stöðu Borís Jeltsíns forseta og hugsanlega orðið stjórn- inni að falli. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn (IMF) hefur frestað því að af- henda Rússum lán að andvirði 670 milljóna Bandaríkjadollara, 48 millj- arða króna, og beðið eftir því að rúss- neska stjórnin geri ráðstafanir til að stemma stigu við fjármálakreppunni. Verði áætlun stjómarinnar ekki framfylgt er ólíklegt að IMF veiti Rússum fleiri lán á næstunni, en það myndi síðan magna kreppuna frekar og valda titringi meðal leiðtoga Vest- urlanda, sem styðja enn Jeltsín og óttast að valdatómarúm geti skapast í Rússlandi. Ólga meðal verkamanna Efnahagsáætlun Kírijenkos gæti ráðið úrslitum um hvort stjórn hans heldur velli og Jeltsín vonast til þess að aðgerðirnar dugi til að styrkja rúbluna og draga úr verðbólgunni. Sergej Dúbínín, seðlabankastjóri Rússlands, sagði í gær að seðlabank- inn hefði enn næga varasjóði en staða hans gæti versnað ef ekkert lát yrði á kreppunni. Umrótið á fjármálamörkuðunum er ekki eina áhyggjuefni stjómar-innai- því hún stendur einnig frammi fyrir hættu á því að upp úr sjóði meðal verkamanna, sem hafa ekki fengið laun sín greidd. Námamenn, starfs- menn orkufyrirtækja og fleiri laun- þegar minntu í gær á kröfur sínar um tafarlausa útborgun launanna með því að loka jámbrautum og vegum í borginni Vladívostok við Kyrrahaf. Fram kom í ræðu Kíríjenkos að launaskuldirnar hefðu numið 66,6 milljörðum rúblna, andvirði 760 milljarða króna, 1. júní. Boðar minni ríkisútgjöld Fjái-málavanda Rússa má relga til kreppunnar í Asíu og lægra olíu- verðs á heimsmarkaði en einnig til vandamála heima fyrir, svo sem lé- legrar skattheimtu og mikils fjár- lagahalla. Kíríjenko lofaði í gær að minnka útgjöld ríkisins og Ijóst er að spam- aðaraðgerðimar verða ekki vinsælar meðal almennings þótt stjórnin stefni að því að gera ráðstafanir til þess að kjör fátækra Rússa skerðist ekki frekar. „Við stöndum nú frammi fyrir af- leiðingum af eigin festuleysi og hiki við að koma á umbótum,“ sagði for- sætisráðherrann í 25 mínútna ræðu á sameiginlegum fundi þingsins og ríkisstjórnarinnar í gær. Kíríjenko kvaðst ætla að leggja efnahagsáætlunina fyrir þingið í dag og kynnti nokkur frumvörp sem hann sagði brýnt að Dúman sam- þykkti. Fmmvörpin kveða m.a. á um breytingar á skattkerfínu, fjárlögun- um og lögum um félagslegar bóta- greiðslur. Skattkerfíð einfaldað Forsætisráðherrann áréttaði að stjórnin hygðist taka hart á málum skattsvikara og lofaði að einfalda skattkerfíð til að efla smáfyrirtæki landsins, en nokkrir embættismenn hafa sagt að allt að 80% af tekjum þeirra fari í skatta. Ymsir afslættir verða einnig afnumdir nái áætlunin fram að ganga. Stjórnin stefnir að því að lækka vextina úr 60% í 20-25%. Kíríjenko hét því einnig að verja rúbluna þótt Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunn- ar, hefði sagt fyrir fundinn að mjög líklegt væri að gengi rúblunnar yrði fellt á næstunni. Hann spáði því að gengisfellingin myndi verða stjórn- inni að falli. Forsætisráðhemann kvaðst vilja endurheimta traust fjárfesta á efna- hag og mörkuðum Rússlands. Stjórnin vonar ennfremur að efna- hagsáætlunin verði til þess að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn afhendi lánið, sem Rússar hafa beðið eftir, og bjóði jafnvel frekari fjárhagsaðstoð. Míkhaíl Zadomov, fjármálaráð- herra Rússlands, kvaðst í gær vona að viðræðunum við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn lyki innan tveggja til þriggja vikna. John Odling-Smee, sérfræðing- ur í málefíium Rússlands hjá IMF, sagði hins vegar að rússneska stjómin þyrfti að eyða öllum efasemdum um að komið yrði á efnahagsumbótum, tafír á því væm ástæða þess að lán- veitingunni var frestað. Samþykkt þings Lettlands um rýmkuð ákvæði um rfkisborgararétt Rússa fagnað Horfur á ESB-aðild aukast FORSÆTISRÁÐHERRAR Norður- landanna og framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins (ESB) fógnuðu því í gær, að lettneska þingið skyldi í fyrradag hafa staðfest breytingar á lögum um ríkisborgararétt, sem gera íbúum landsins af rússneskum upp- mna auðveldara að öðlast lettneskt ríldsfang. Einnig ályktuðu utanríkis- ráðherrar aðildarríkja Eystrasalts- ráðsins í gær um málið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundi norrænu forsætisráðherranna, sem lauk í Malmö í Svíþjóð í gær, hefði þessari niðurstöðu verið fagn- að, þar sem vonast væri til að hún mætti verða til þess að bæta sam- skipti Lettlands og Rússlands. „Það var talið mikilvægt að sú niðurstaða yrði með þeim hætti sem hún varð,“ sagði Davíð. Prímakov ekki fullsáttur Valdis Birkavs, utanríkisráðherra LettJands, greindi frá samþykkt þingsins, skammri stundu eftir að hún Pressens Bild/Daniel Fresia-Cox NORRÆNU forsætisráðherrarnir kynntu sér smíði Eyrarsundsbrúarinnar Svíþjóðarmegin. F.v. Poul Nyrup- Rasmussen og kona hans Lone, Göran Persson ásamt konu sinni Anniku, Kjell Magne Bondevik og Bjorg kona hans, þá Ástrfður Thorarensen og Davíð Oddsson og loks Paivi og Paavo Lipponen. var gerð, á íúndi utanríkisráðherra ríkja Eystrasalts- ráðsins, sem fór fram í Nyborg á Fjóni samtímis for- sætisráðherrafundi Norðurlandanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, sem sat fundinn, segir að Prímakov, utanríkisráðherra Rúss- lands, hafi bent á það í umræðum að eftir væri að hrinda löggjöfínni í fram- kvæmd, en framkvæmdin skipti mestu máli. Þá tækju nýju lögin ekki tíl allra þeirra atriða, sem mannrétt- indafulltrúi Eystrasaltsráðsins hefði lagt til að yrði komið í betra horf. í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórn ESB segir hins vegar, að þær lagabreyt- ingar sem þingið í Riga hefði nú samþykkt, samræmd- ust tilmælum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) og þær „komi til móts við eitt af forgangs- málunum sem varða undirbúning Lettlands fyrir aðild að ESB“. „Gildistaka þessarar lagabreyt- ingar mun auðvelda til muna aðlög- un minnihlutahópa að lettnesku samfélagi," sagði í yfirlýsingunni. Flestir rússneskumælandi íbúar Lettlands, sem eru um helmingur hinna 2,7 milljóna sem þar búa, urðu ríkisfangslausir eftir að Lett- land varð sjálfstætt ríki á ný 1991. Lagabreytingarnar víkka út mörk- in á því hvaða hópar fólks geti sótt um lettneskt ríkisfang, aðallega með því að fjarlægja kvótakerfí sem stýrði því (eftir aldurshópum) hverjir ættu kost á að gerast ríkisborgarar. Með breytingunni er jafnframt öllum þeim veittur ríkisborgararéttur sem fæddir eru í landinu eftir 1991, en þetta ákvæði kemur um 20.000 börn- um til góða. ★***★, EVROPA\ Enn barist um Bra STJÓRNVÖLDUM í Afríku- ríldnu Guineua-Bissau mistókst í síðustu viku að ná Bra, mikil- vægri herstöð í nágrenni höf- uðborgarinnar Bissau, á sitt vald. Átök stjómarhers og uppreisnarmanna hafa nú stað- ið í rúmar tvær vikur og virðist stjómarherinn hvorki hafa bol- magn til að hrekja uppreisnar- menn úr vígjum þeirra um- hverfis höfuðborgina né upp- reisnarmenn bolmagn til að ná borginni á sitt vald. Joao Bern- ardo Vieira, forseti landsins, sagði í síðustu viku að stjórnar- herinn, sem nýtur liðsinnis 1.300 hermanna frá Senegal, hefði náð Bra á sitt vald og lof- aði fréttamönnum að þeir fengju brátt að skoða svæðið. Ekkert varð hins vegar úr fyr- irhugaðri skoðunarferð og portúgalskir fréttamenn sem fóm þangað á eigin spýtur segja herstöðina enn í höndum uppreisnarmanna. Neitar „skít- uga stríðinu“ FELIPE Gonzales, fyrrverandi forsætisráðhema Spánar, neit- aði í gær eiðsvarinn ásökunum umað hann hefði leyft ólöglega herferð á hendur Böskum sem kölluð hefur verið „skítuga stríðið". Hún kostaði a.m.k. 28 Baska lífið á síðasta áratug. Irakar notuðu taugagas VOPNAEFTIRLITSMENN á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa fundið vísbendingar um að Irakar hafí notað banvænt VX taugagas í eldflaugaodda áður en Persaflóastríðið hófst 1991. írakar hafa neitað að hafa gert slíkt. Washington Post greindi frá þessu í gær. Lilic ásakar Albana ZORAN Lilic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, sakar Al- bana um afskipti af júgóslav- neskum innan- ríkismálum. Segir hann stuðning Al- bana við skæruliðasam- tökin Frelsis- her Kosovo veita Júgóslöv- um rétt á að veija sig með öllum tiltækum ráðum. Þá sakar Lilic ennfremur Vesturlönd um að styðja „hryðjuverkamenn" í Kosovo. Richard Holbrooke, fulltrúi Bandaríkjastjómar, er kominn til Makedóníu til þess að ræða ástandið í Kosovo við þarlenda ráðamenn og leiðtoga Albana í Kosovo. Síþreyta talin ónæmisveila SÍÞREYTA kann að stafa af veilu í ónæmiskerfi líkamans, að því er breskir læknar greindu frá í gær. Niðurstöður rannsókna nokkurra geðlækna við tvö sjúkrahús í London benda til þess að hormónið melatónín tengist þreytu, höf- uðverk, svefnleysi og öðrum einkennum síþreytu. Mikið af melatóníni fannst í fólki sem þjáist af síþreytu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.