Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 21 Sjónvarpsviðtal BBC við bresku barnfóstruna Louise Woodward vekur hörð viðbrögð London. The Daily Telegrapli. SKOÐANIR breskra blaða eru mjög skiptar á viðtali sem BBC-sjónvarpsstöð- in átti við bresku barnfóstruna Louise Woodward í fyrrakvöld. í viðtalinu ítr- ekar Woodward sakleysi sitt en viður- kennir engu að síður að hafa hrist barn- ið, sem bandarískur dómstóll úrskurðaði að hún hefði orðið að bana. Sami maður tók viðtalið og ræddi við Díönu prinsessu í frægu sjónvarpsviðtali árið 1995. Þykir margt líkt með viðtölunum og hefur það verið harðlega gagnrýnt. Fjölskylda barnsins og lögmenn foreldr- anna hafa einnig ráðist harkalega á Woodward og saka hana um að vilja baða sig í sviðsljósinu. Louise var dæmd fyrir að hafa orðið átta mánaða gömlu barni, Matthew Eappen, að bana af gáleysi er hún gætti hans. I Panorama-þætti BBC kvaðst Woodward hafa verið gerð að blóra- böggli og túlkuðu sumir fjölmiðlar orð hennar sem svo að hún ýjaði að því að foreldrarnir hefðu sjálfir skaðað dreng- inn. „Hugsunin er sú að einhver verði að gjalda fyrir, það virtist vera vandinn. Það, nú ef foreldrarnir gerðu það ekki, hver þá? Og þá er bara ég eftir,“ sagði Woodward í viðtalinu. Hún viðurkenndi að hafa „ekki verið eins mjúkhent og hún hefði getað“ við drenginn. Kvaðst hún hafa hrist hann blíðlega til að reyna að fá fram viðbrögð frá honum þar sem greinilegt hefði verið að eitthvað væri að. Woodward sagðist hins veg- ar ekki hafa hrist bamið harkalega. Barnfóstran sagðist ekki finna til neinnar hlýju í garð fyrrverandi vinnu- veitenda sinna, foreldra Matthews litla, þar sem þau hefðu reynt allt til þess að koma sér í fang- elsi. Hefði henni þótt „til- gangslaust" að segja eitt- hvað við þau að loknu rétt- arhaldi. Deilt um greiðslur til foreldra barnfóstru Woodward harmaði þau tilmæli bandarískra dómara að henni yrði framvegis meinað að starfa með börn- um. Sagði hún það afar sársaukafullt. „Mér finnst eiginlega eins og ég hafi glatað réttinum til þess að horfa á barn... segja móður þess að barn- ið hennar sé fallegt eða að kjá framan í börn...“ I viðtalinu neitar Louise Woodward því að hún eða fjölskylda hennar hafi þegið fé fyrir frásögn sína og sá BBC ástæðu til að lýsa því yfir að stúlkunni yrði ekki greitt fyrir við- talið. Fullyrðing hennar stangast hins vegar á við yfirlýsingar Daily Mail sem kveðst hafa gert samning við foreldra hennar um að greiða þeim 40.000 pund, um 4,8 milljónir ísl. kr., fyrir frásögn fjölskyldunnar. „Louise prinsessa“ Woodward var í dökkri dragt í viðtal- inu, sem tekið var upp á hótelherbergi eins og viðtalið við Díönu prinsessu. í nokkrum síðdegisblöðum var Woodward uppnefnd „Louise prinsessa" og í fyrir- sögn The Mirror sagði: „Ekki fara með þennan morðingja eins og kóngafólk." Lögmaður Eappen-hjónanna sakaði Woodward um að hafa „meiri áhuga á því að vera fræg en sannleikanum" og Daily Mail sagði barnfóstruna hafa „far- ið fyrir rétt að nýju“ með því að veita BBC viðtal. The Daily Telegraph gagnrýnir hins vegar sjónvarpsstöðina fyrir að taka við- talið við Woodward og segir að nær hefði verið að kanna betur þau gögn sem fyrir voru um málið en að standa fyrir „dómgreindarlausum fagnaðarlát- um vegna þessarar umdeildu, ungu konu“. Sama dag og viðtalið var sýnt barst BBC tölvupóstur frá William Byrne, rannsóknarlögreglumanninum sem yfirheyrði Woodward eftir að hún var handtekin vegna gruns um morð. Þar segist Byrne vera algerlega sannfærður um að Woodward sé sek um manndráp og sakar hana um barnamisþyrmingu. „Hvers vegna reynist svo mörgum svona erfitt að gera sér grein fyrir því að þetta er hreinræktuð barnamis- þyrming. Slíkt á sér stað dag hvern hér í Bandaríkjunum og í Englandi?“ spyr Byrne. Sögð hafa meiri áhuga á frægð en sannleika Styttist í Kínaför Bandaríkjaforseta Þrýstingur eykst úr öllum áttum Peking. Reuters. HOPUR kínverskra andófsmanna hefur sent Bill Clinton Bandan'kja- forseta bréf þar sem hann er hvatt- ur til þess að hitta Zhao Ziyang, fyrrverandi formann kínverska kommúnistaflokksins, í fyrirhugaðri ferð sinni til Kína. Ziyang, sem er 78 ára að aldri, hefur verið í stofufangelsi frá því harðlínumenn, sem töldu hann sýna uppreisnarmönnum of mikla samúð, hröktu hann frá völdum árið 1989. Talsmaður Clintons segir að hann muni ekki hitta neina andófsmenn í ferðinni þar sem það geti komið þeim í vandræði. Mikil spenna hefur einkennt undir- búning heimsóknarinnar, sem hefst á fimmtudag og verður íyrsta heim- sókn bandarísks þjóðarleiðtoga til Kina frá því kínversk stjómvöld sig- uðu hemum á óvopnaða námsmenn á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Clinton hefur m.a verið harðlega gagnrýndur fyrir að samþykkja að vera við móttökuathöfn á torginu. Clinton, sem fram að þessu hefur reynt að sigla milli skers og bára í þessari umræðu, hefur heitið því að vekja máls á viðkvæmum málum svo sem kjamorku- og mannréttinda- málum í viðræðum við kínverska ráðamenn. Ljóst þykir að hann muni hins vegar einnig leggja sig fram um að komast hjá því að reita kínversk stjórnvöld til reiði enda miðar ferð hans m.a. að því að ýta undir við- skiptatengsl landanna. Til merkis um þá miklu viðskiptahagsmuni sem í húfi era undirrituðu tvö bandarísk fjarskiptafyrirtæki sjö samstarfs- og sölusamninga upp á 400 milljónir Bandaríkjadala, að andvirði 28 millj- aðra íslenskra króna, í Kína í gær. Málefni Tævan mikilvægust A sama tíma og bandarískir og kínverskir hagsmunahópar leitast við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hafa kínversk stjórnvöld sent Bandaríkjaforseta skýr skila- boð um sjónarmið sín. Tang Guoqi- ang, utanríldsráðherra Kína, sagði í gær að þau litu svo á að málefni Tævan væri mikilvægasta og jafn- framt viðkvæmasta málefnið í sam- skiptum þjóðanna og að meðan á heimsókninni stæði hygðust þau freista þess að knýja fram staðfest- ingu á því að bandarísk stjórnvöld myndu hvorki styðja sjálfstæðisþró- un á Tævan né umsókn þarlendra stjómvalda um aðild að Sameinuðu þjóðunum. H 0 D G MJN jODLUR —OGÞÉRLÍÐURVEL IHVAÐA VEÐRl SEM ER 4Þ Mjög þægilegar 9 Einstaklega léttar 9 Frábærending 9 Dupont Supplex-ytrabyröi 9 Horco Tex-öndunarefni 9 100% vatnsheldar 9 Hleypa rakanum út (anda) 9 Hagstættverð Mávahlíö 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND.. SPORTVORU GERÐINHF. i Nýjar ◄( KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.